Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 'BILAÆIfGAM 'ö]& Rauðarárstíg 31 Simi 22-0-22 MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 j eftir lokun slmi 40381 S|M' H4-44 mfíwo/fí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIIT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 NÝKOMIÐ Stavangerflint, norska steinr tauið í steUum og stökum hlutum. Þetta verður alltaf ódýrasta leirtauið. Disk-mottur, borðlöberar, potta-leppar og hanzkar. Krómaðar kaffikönnur, sykur Hanson-baðvogir 285,—. Krómaðar kaffikönnur, sukur kar og rjómakönnur, strá- sykur skammtar. Stórar kaffikönnur. Grænmetiskvarnir. Rafmagnspönnur m/loki 598,—. Elektrastrokjám, strauborð og ermabretti. Mikið af fallegum gjafavör- um. ÞORSTEINN BERGMANN, gjaiavömverzlanir, Laugavegi 4, sími 17-7-71, Laugavegi 48, sími 17-7-71, Laufásvegi 14, sími 17-7-71. GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmí ður Laufásvegi 8 - Sími 11171 Helgi á Hrafnkels- stöðum sendir Velvakanda tóninn í Tímanum 13. þ. m. send- ir Helgi Haraldsson á Hrafn- kelsstöðum Velvakanda tóninn. Hann segir þar m. a.: „Það er oft að ég hieyp fyrst yfir Velvakanda, og eins gerði ég núna. Þar rakst ©g á allein- kennilega fyrirsögn á þessa leiS: „Menningarvitar Fram- sóknar‘‘. Þar er þetta meðal annars: ~,,ég sagði fátt um þessa hluti en reyndi a læða því að mönnum, að Framsóknarflokk- uriim væri það stór, að þar hlytu menningarvitar einnig að vera innan borðs. Hafði ég þá í huga menn eins og Hall- dór á Kirkjubóli og Helga á Hrafnkelsstöðum.“ Undir þessu eru stafirnir Þ.G. Við Halldór þökkum víst þessa nafnbót. Það held ég, að hljóti að vera skrítin mannteg- und, sem þeir hjá Velvakanda nefna þessum nöfnum. Annars er þetta eitthvað alveg nýtt úr orðabók Moggans, því ekki er það í neinni annarri orðabók. Því hefi ég gætt að. Ég held að það megi ekki dragast lengi að borga Velvakanda skírnar- tollinn. Ég er sem stendur alveg skuldlaus við alla og ætla að reyna að verða það úr þessu, hvora leiðina sem ég fer. Mér þætti slæmt, ef ég gengi um hjá Lykla-Pétri, að það vitnaðist, að ætti ógoldinn skírnartoll hjá Velvakanda. Nú er Velvakanda og bræðr- um han við Moggann auðvitað ekkert eins kært og að ég lýsi fyrir alþjóð þeirri hámenningu, sem þróast í kringum þá bræð- ur, og þeir skulu ekki tapa á því að gefa mér þetta gull- fallega nafn.“ it Vill ekki það sem sannara reynist Velvakandagreinin, sem Helgi á Hrafnkelsstöðum vitn- ar til, birtist hér í dálkunum 28. marz sl. En heldur illilega hefur málið brenglazt í með- förum hans, því að greinin, sem hann vitnar til, var tekin úr Tímanum. Allt tal Helga um nafngiftir Velvakanda og fleira í þeim dúr, er því algerlega út í hött. Er undarlegt, þegar menn, sem vilja láta bendla sig við fræðimennsku, gera sig jafnbera að heimildafalsi og Helgi á Hrafnkelsstöðum gerir í Tímagreininni 13. júní. Mað- urinn virðist fyrir engan mun vilja hafa það, sem sannara reynist, því að tæplega getur því verið til að dreifa, að hann lesi Tímann svona illa. Til skýringar skal hér birt greinin úr Velvakanda 28. marz sl. með fyrirsögninni: if Menningarvitar Framsóknar Þ.G. skrifar: „Velvakandi: Merkileg grein birtist í „Tímanum“ 23. marz sl. Segir þar m. a. frá f.undi greinar- höfundar með einhverjum skandinavískum stjórnmála- mönnum, sem hann telur nokk- urs konar Framsóknarmenn. Skyldi ég hafa verið eiAn um að brosa í kampinn við lestur eftirfarandi klausu? „Per Olof Sundman stóð fyr- ir klíkufundi í afkimum Stór- þingsins. Og þar var það'hjart- ans áhugamál hans að efla menningarbaráttu miðflokk- anina, koma þvi orði á, að þar gætu menntamenn einnig starf- að að því að auka fylgið. Hon- um fannst þessir flokkar held- ur litlir, og kenndi þessu aðal- lega um. Ég sagði fátt um þessa hluti, en reyndi að læða því að mönnum, að Framsóknarflokk- urinn væri það stór, að þar hlytu menningarvitar einnig að vera inanlborðs. Hafði ég þá í huga menn eins og Halldór á Kirkjubóli og Helga á Hrafn- kelsstöðum, og nú verður víst einnig að telja Jóhannes Helga þar með“. (Niðurlagsorðum í bréfi Þ.G. er sleppt, þar sem þau skipta ekki máli gagnvart skrifum Helga). Til nánari skýringar skal þess hér getið, að tilvitnunin I Tímagreinina frá 23. marz er á bls. 12 í fyrsta dálki. Þar geta þeir gengið að henni, sem halda saman Tímanum. Velvakandi verður þvi að frábiðja sér skírnartollinn, honum verður Helgi að koma til Tímans. En hitt finnst Velvakanda bara á- nægjulegt, að Helgi skyldi drífa sig á sænsku mymdina í Stjörnu bíói áður en hún var bönnuð. Það sýnir hvað enn er eftir I aldamótamönnunum. ic Sameining flugfélaganna Hr. Velvakandi: Nú að afstöðnum aðal- fundum stóru, íslenzku flugfé- laganna þar sem í ljós kom mikill halli á rekstrinum, hlýt- ur manni að detta í hug, hvort ekki sé tími til kominn, að þessi tvö félög sameinist í eitt öflugt félag. Allt tal um þessa heilbrigðu samkeppni er í þessu tilfelli út í bláinn, m. a. vegna þess að starfsgrundvöllur þessara flug- félaga er svo gjörólíkur og svo kostar fargjaldið það sama hjá báðum innan Evrópu. Það er vitað mál, að úti um allan heim eru félög, sem erfitt eiga, að sameina krafta sína öll um til hagsbóta. íslenzku flugfé lögin hljóta að geta bætt hvort annað, þótt enginn gangi þess dulinn, að þar leggi Loftleiðir meira til, einkum hvað varðar röggsama stjórn En það verð- ur þá að segja það Flugfélag- inu til vorkunnar, að stjórn þess er þannig upp byggð, að ekki er von á góðu, þar sem a. m.k. tveir stjórnarmenn eru fulltrúar „dauðra“ aðila, þ. e. a. s. ríkissjúóðs og Eimskips, og þeir hafa sennilega lítið vit og takmarkaðan áhuga á flugmál- um. Þetta sjá SAS-menn vel, en nóg um það. Ef ég man rétt, var á sínum tíma að undirlagi samgöngu- málaráðherra stofnuð nefnd — við erum nefnilega á nefnda- stjórnunarskeiðinu — til að at- huga samvinnu eða samruna flugfélaganna. Hvernig væri nú að einhver prinsinn álpaðist inn í svefnskála íslenzkra nefnda og vekti þessa ,,Þyrnirós“ flug- málanna? Það sýnist ástæða tiL Með beztu kveðju, Gunnl. Th. Ólafsson, Akureyri. APTON APTON efnið er notað í hillur, húsgögn, vagna o. fl. Mjög auðvelt í notkun. Leitið upplýsinga. LANDSSMIÐJAN Sími 20680. TIL SÖLIJ EINBYLISHUS Húsið er nýtt, mjög glæsilegt í sunnanverðum Kópa- vogi, alis um 210 ferm., með innbyggðum bílskúr. Allar innréttingar eru mjög vandaðar. Teppi eru á gólfum. Ragnar Tómasson hdl. heima 24493 Fasteignaþiónustan Austurstræti 17, 3. hæS, (Silli og Valdi) simi 16870 og 24645 Stefán J. Richter heima 30587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.