Morgunblaðið - 16.06.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.06.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 196« Dauðinn bíður tugþúsunda í Biafra Flótti inn í frumskóginn. Rússar og Egyptar, sem veitt hafa Nígeríustjórn stuðn ing, virðast nú tregir til að auka aðstoð sína, þótt nokk- urt magn hergagna aðallega til lofthernaðar haldi áfram að berast til Nígeríu frá Sov- étríkjunum. Margt bendir til þess ,að Bretar hæti vopna- sendingum sínum, en enginn veit hvernig Rússar bregðast við slíkri ákvörðun. Ef til vill hætta þeir einnig vopnasend- ingum sínum. Ekki er hægt að útloka þann möguleika, að frönsk vopn komi í stað þeira, sem Bretar hætta að senda, en í svipinn leikur de Gaulle forseti tveim skjöldum í borg arastyrjöldinni: vopn og vist- ir Biaframanna koma í raun og veru frá París eftir mörg- um krókaleiðum, og sambands stjórninni er leyft að kaupa hergögn í Frakklandi á opin berum markaði. En það sem framar öllu öðru ræður úrslitum um það hve styrjöldin verður langvinn, eru örlög íbóanna á svæðum þeim, sem sambandsherinn hefur „frelsað". Hver gru ör- lög þessa fólks? Hvernig kem ur sambandsherinn fram við það, og hver er stefna sam- bandsstjórnarinnar gagnvart þessu fólki? Á svæði, sem myndar þrí- hyrning, það er milli Enugu, hinnar gömlu höfuðborgar íb- óanna, háskólabæjarins Ns- ukka og Ojie-fljótsins skammt frá Onitsha á vesturmörkum Biafra, hafast hundruð þús- unda Ibóa við í frumskógin- um, ekki langt frá þorpum sín um. Starfsmenn Rauða kross- ins segja ,að stöðugt aukist straumur fólks frá frumskóg- inum til þorpanna, því að sjálfstraust þess hefur aukzit við það að það getur heimsótt sjúkrahús og matvæladreif- ingarstöðvar, án þess að því sé nokkur hætta búin. Heilsufarsástand fólks- ins er hörmulegt, einkum barn anna, aðallega vegna næringa skorts og skjólleysis í frum- skóginum. Um leið og hermenn sam- bandsstjórnarinnar birtast, flýta þorpsbúarnir sér aftur inn í frumskóginn, en víða má sjá fólk að störfum í þorp um og bændabýlum, jafnvel þar sem sambandshermenn fara um. Víða við vegi hafa litlir markaðir verið opnaðir að nýju, jafnvel þar sem harð ir bardagar hafa geisað, eins og á veginum milli Enugu og Oni'tsha og þacr má sjiá Ibóa og sambandshermenn ræðast við í bróðerni. í þorpi skammt frá Nsukku hafa Ibúar aftur tekið við sínum fyrri störfum. Ungir menn, sem nýlega börð ust í hersveitum Biafra-stjórn ar, starfa nú á vegum sam- bandslögreglunnar og fylgjast Flestir íbúar flúnir inn í frumskóginn Eftirfarandi grein er eft- ir Colin Legum, fréttaritara Observers, en hann er sér- fræðingur í málefnum Afr- íku. Hann ferðaðist nýleg um vígstöðvarnar í Nígeríu. TUGIR þúsunda íbóa týna sennilega lífi á næstu mánuð- um, ef ekki verður fljótlega samið um vopnahlé í borgara- styrjöldinni í Nígeríu og 80.000 manna her sambandsstjórnar- innar stöðvar ekki sókn sina inn í heimkynni íbóa, sem nú eru algerlega innikróaðir. Bi- aframenn eru svo illa vopnað ir, að þeir geta ekki hrundið árásum sambandsins á varða bæi, og þess vegna vilja þeir vopnahlé, en þeir vilja ekki ganga að því megin skilyrði sambandsstjórnarinnar að hætta við aðskilnað hér- aðsins . f Lagos eru skiptar skoðan ir um það, hvort fallast skuli á vopnahlé eða ekki. Sumir telja, að vopnahlé geti leitt til þess að friður verði saminn, en aðrir segja ,að Biaframenn vilji vopnahlé aðeins til þess að treysta varnir sínar. Hugs- anlegt er, að sambandsstjórn- in fallist á vopnahlé, en hitt er sennilegra, að þeir ákveði einhliða að hætta við sóknina inn í heimkynni íbóa, þar sem fullvíst er, að mannfall verð- ur mikið á báða bóga ef styrj öldinni verður haldið áfram. Sambandsherinn hefur nú tekið Port Harcourt herskildi og þar með náð því megin- markmiði að „frelsa“ allar þær fimm milljónir manna, sem ekki eru af kynþætti íbóa og búsettir voru í Biafra-lýð- veldinu. En þótt íbóarnir sjálf ir, sem eru sennilega sjö millj ónir talsins, hafi verið alger- lega króaðir inni í heimkynn- um sínum, hefur sambands- hernum enn ekki tekizt að ein angra þá með öllu frá umheim inum. Jafnvel áður en Port Harcourt féll, höfðu íbóar lok ið við gerð fjögurra flug- brauta af alkunnum dugnaði, og eru þær nógu stórar til þess að meðalstórar flugvélar geti lent á þeim. Hinum rússnesku flugvélum sambandshersins, sem eru aðallega mannaðar eg ypzkum flugmönnum, hefur til þessa orðið furðulítið ágengt í tilraunum sínum til þess að eyðileggja þessar flug brautir, og þó hafa íbóar yfir engum flugvélum að ráða og mjög fáum loftvarnabyssum. Sambandshermenn taka Biaframann til fanga. Biafrahermaður til vinstri missti sjónina þegar hann varð fyrir stórskotaárás og varð að ganga fimm kilómetra vega- lengd til að fá læknishjálp. kannað, að engar skipulags- bundnar tilraunir hafa verið gehðar til þess að útrýma íbóum, og því hefur áróður- inn um þjóðarmorð ekki við rök að styðjast. En oft má heyra Nígeríumenn láta í ljós skoðanir á íbóum, sem heyra mundu undir ákvæði sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð og réttlæta ótta fbóa við þjóðarmorð. Og a'ð sjálfsögðu hafa verið framin hræðileg fjöldamorð á báða bóga í bardögunum. Lítill vafi leikur á því, að ef herinn verður settur undir örugga stjórn og undir eftir- lit sambandsstjórnarinnar og ef lögreglan og Rauði kross- inn veita nægilega aðstoð, má búast við því að tilraunir til að fá íbóana til þess að yfir- gefa frumskógana beri skjót- an árangur. En hermenn sam- bandsstjórnarinnar tortryggja ósjálfrátt alla íbóa, meðan ekkert lát er á bardögunum og það er þetta sem gerir á- standið ískyggilegt. Þannig er ljóst, að fbóum stafar mest hætta af því, eins og nú er á- statt, að Biafraherinn haldi áfram baráttu sinni gegn sam- bandshernum. Af þessari á- stæðu er vopnahlé brýn nauð- syn. Enginn skæruhernaður. Fátt bendir til þess, að íbó- ar, sem búa á svæðum þeim sem sambandsherinn hefur „frelsað", séu reiðubúnir að taka þátt í nokkurs konar skæruhernaði, sem margir töldu að fylgja mundi í kjöl- far hernáms svæ'ða, sem íbóar byggja- Ekki hafa borizt frétt ir af átökum af nokkru tagi í nokkrar vikur á Nsukku- Enugu svæðunum. Foringjar í sambandshernum játa, að ef íbóar þeir, sem flúið hafa inn í frumskóginn hefji skæru- hernað, verði aðstaða sam- bandshersins vonlaus. En með an Biafrastjórn veitir ekki styrkari forystu en raun ber vitni, er lítil ástæða til að ætla að íbóarnir í þorpunum taki upp skæruhernað. Skæru hernaður freistar þeirra ekki, þeir vilja lifa í friði, og ætia má að þeir snúi aftur til þorpa sinna jafnskjótt og þeir telji örygg: sitt tryggt. Gagnstætt því sem almennt er tali'ð, taka hermenn sam- Framhaid á bls. 20. með ferðum undirróðurs- manna. Sjálfstraust fólksins, sem flúði inn í frumskógana, hefur aukizt, og það snýr nú aftur, en þetta fólk verður ekki talið í þúsundum, aðeins hundruðum. Margir hermenn Biafrastjórnar eru aðeins 17 til 18 ára gamlir eins og nokkrir þeirra sem sjást á þessari mvnd. Ýktar sögur um þjóðarmorð. Aðrir bæir og þorp, til dæm is Enugu og Nsukku, eru þó enn hálfgerðir vofubæir. Að- eins nokkur hundruð flótta- menn eru í Enugu og Nsukku. Síðan íbóar gerðu gagnárás á Nsukku í lok febrúar, hefur stefna sambandsstjórnarinnar verið sú, að færa lífið í þorp- um og smábæjum í eðlilegt horf, en ekki að flytja aftur fólk til stærri bæja. Ástæðan er sögð sú, en enga atvinnu sé hægt að finna handa þessu fólki í stærri bæjunum, og þar mundi því ríkja stöðug óánægja og tortryggni. Til þess að koma ástandinu í eðli legt horf verði fyrst að beina athyglinni að þorpunum og markaðstorgunum. I Enugu sagði foringi í her sambandsstjórnarinnar, að væri hann íbói mundi hann hika við að koma út úr frum- skóginum, því að hópar ó- ábyrgra hermanna ynnu grimmdarverk á ungum íbó- um. Ljóst er, ef ástandið er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.