Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 196« Sirhan Sirhan Bishara Svipmynd af manninum, sem sakaður er um að hafa myrt Robert Francis Kennedy Móðir Sirhans brestur í grát er hún heyrir fréttirnar af syni sínum. SIRHAN Bishara Sirhan er ákærður fyrir að hafa myrt Robert Francis Kennedy og gert tilraun til þess að myrða 5 aðrar manneskjur í eldhúsi Ambassadors-hótelsins í Los Angeles. Saksóknari Los Angeles lét svo ummælt fyr- ir skömmu að mál þetta væri mjög sérstætt. Margir spyrja hver hann sé þessi ógæfu- sami Arabi og hvað hafi stýrt hönd hans á hinu örlagaríka augnabliki. Voru það hans eigin hvatir er knúðu huga hans og ef svo er, hvað var það sem ól á hatri hans. Var hann kannski tengdur ein- hverri af hinum fjölmörgu öfgahreyfingum er starfa í Bandaríkjunum, eða Austur- löndum nær. ísraelska leyniþjónustan hefur látið gera ítarlega könn un, allt frá því að vitað var að Sirhan var fæddur í Jerú- salem, hvort nokkur mögu- leiki væri á að einhver neð- anjarðarhreyfing arabískra of stækismanna stæði að baki morðinu, en ekkert hefur enn komið fram er bent gæti til þess. Athygli leyniþjónust- unnar bendist eðlilega fyrst að föður Sirhans og aðfara- nótt fimmtudagsins óku starfs menn hennar að heimili hans í Taibeh-þorpinu sem er um 23 km. frá Jerúsalem. „Hann hefur alltaf verið svo góður drengur" Bishara Salameh Sirhan varð felmtri sleginn er hon- um var sagt, að það væri son- ur hans, er sakaður væri um að hafa myrt Kennedy. „Hann er svo góður drengur, hann hefur alltaf verið góð- ur drengur og allir kennarar hans hafa hrósað honum“, endurtók Bishara hvað eftir annað er hann hafði jafnað sig. Rannsóknir leiddu í ljós, að faðir hans sagði aðeins sannleikann. Mannorð fjöl- skyldunnar er óflekkað. Leyniþjónustan sneri sér því næst að því að kanna hvort hugsanlega bandamenn væri að finna á ísraelska yfir- ráðasvæðinu, en fann ekkert þar heldur. Sögusagnir hafa verið á lofti um leynileg sam- tök arabískra ofstækismanna með útibú erlendis einkum meðal ofstækisfullra ara- bískra stúdenta. Samtök þessi eru sögð eiga að vinna að út- rýmingu stjórnmálamanna sem hlynntir eru ísrael. Eng- ar sannanir hafa fundizt er benda til tilveru slíkra sam- taka og áreiðanlegar ísraelsk- ar heimildir, er vinna að því að fletta ofan af neðanjarðar- hreyfingum Araba um heim allan, segja: „Við myndum hafa vitað um hana“. >ar sem óliklegt virðist að um slíkt samsæri hafi verið að ræða hefur athyglin beinzt að Sirhan og fjölskyldu hans til þess að reyna að komast að einhverju í sögu þeirra og lífsferli, sem varpað gæti Ijósi á hvað það var er leiddi Sirhan til þess að fremja verknaðinn sem hann er sak- aður um. Sú mynd er fram kemur líkist í mörgu hinni gömlu og sígildu mynd af hin um einmanna og sálsjúka launmorðingja. J>egar foreldrar Sirhans giftu sig var faðirinn starfs- maður Breta á yfirráðasvæði þeirra í Palestínu. Sirhan var næst yngstur 5 bræðra, en auk þess átti hann eldri syst- ur. í styrjöld Araba og ísra- elsmanna flúði fjölskyldan til gamla borgarhlutans í Jerú- salem, sem fallið hafði undir jórdönsk yfirráð. Foreldrarn- ir voru kristnir, grisk-ka- þólskrar trúar, en Sirhan var sendur í lútherskan skóla, sem var nálægt heimili þeirra. Gamall kennari Sir- hans, sem nú veitir skólanum forstöðu, minntist hans sem góðs nemanda og einkunnir hans síðasta árið í þeim skóla sýna, að hann var nem- andi fyrir ofan meðallag. Sir- han var þó aldrei með þeim hæstu í sínum bekk og var 7. af 16 vorið sem hann hætti. Faðir hans minntist þess, er Sirhan kom heim Ijómandi af gleði og stolti eftir að kenn arar hans höfðu hrósað hon- um og sagði: „Pabbi, kennar- arnir segja að ég muni verða stórmenni", eða að hann spurði: „Pabbi, er ég gáfaðri en bræður mínir?“ Sálfræð- ingur gæti fundið eitthvað samband milil þessara mikil- mennsku tilhneiginga og hins niðurlægjandi sendilsstarfs sem hann gegndi í Los Ange- les, sem skýrt gæti hvað knúði hann að lokum til að fremja árásina. í fari Sirhans hefur alltaf vottað eitthvað fyrir ofstæk- ishneigingu. Hann lét oft í Ijós aðdáun á Hitler og faðir hans hefur eftir honum: „Hitler var mikilmenni og hugmyndir hans voru góðar, og það var aðeins undir lok- in að honum misheppnaðist vegna hins mikla skaða sem hann vann þjóð sinni, og það var aðeins vegna þess að stefnur hans mistókust". Sir- han er þó ekki fasisti, né hægri sinnaður. Hann var að- eins ellefu ára er hann var tekinn af jórdönsku leyni- þjónustunni fyrir meintan grun um vinstri sinnaðar til- hneigingar. Áður en hann fluttist til Bandaríkjanna var honum gefin viðvörun í þessu sambandi. Sinhan var auðvit- að og eðlilega á móti heims- samtökum Gyðinga, þó að hann væri í sjálfu sér ekki beinn Gyðingahatari. >að er varla hægt að tala um að stjórnmálaskoðanir 12 ára barns séu fastmótaðar. Sir- han virðist hafa verið bráð- þroska og nokkuð ákveðin í skoðunum. Trúmál voru annar, og ef til vill sterkari þáttur í of- stækishneigð hans. Sirhan þótti vænna um móður sína en föður og hann hlýddi henni ætíð orðalaust. Frá henni nam hann trú sína. Trúhneigð hans varð æ sterk- ari og virtist á einhvern hátt tengd ákveðinni trú hans á að einhvern tíma yrði hann mikilmenni. Sirhan kom allt- af beint heim úr skólanum. Hann las biblíuna á hverju kvöldi, sem var 'hans uppá- halds íesefni og fór síðan með bænir sínar áður en hann fór að sofa. Sirhan átti auðvelt með að eignast vini, en gat þó stund- um mislíkað mjög við þá, sér- staklega ef þeir notuðu ljótt orðbragð. >að voru trúmál, er að lok um urðu til samvistaslita fjölskyldunnar og þá um leið hefst mikilvægur þáttur í ör- lagarás Sirhans. >orpshófðing inn í Taibeh segir ástæðuna fyrir samvistaslitum foreldr- ana vera, að móðir Sirhans hafði laðazt mjög að trúar- hreyfingu Votta Jehóva. >v' er haldið fram af fólki sem þekkti til fjölskyldunnar, að sú hreyfing hafi aðstoðað móðurina við að fara til Bandaríkjanna árið 1957, með Sirhan, tvo bræður hans og systur. Faðirinn hafði byrjað skilnaðaraðgerðir fyrir grísk- kaþólskum dómstól, en fallið frá því nokkrum mánuðum síðar og farið á eftir fjölskyld unni til Bandaríkjanna. Sagt er, að Vottar Jehóva hafi einnig aðstoðað hann við för- ina. Ekki er þó ljóst hver tengsl föðursins eru við hreyf inguna, sem hefur verið bönn uð í Jórdaníu sl. 9 ár, en þrátt fyrir það heldur hún enn uppi áköfu trúboði, sérstak- lega í gamla hluta Jerúsalem. Af þessu sést, að mikil spenna hefur ríkt í lífi Sir- hans. Heimili hans leystist upp vegna ósamkomulags um trúarhreyfingu, sem af sum- um er talin jaðra við ofstæki. >að má vera að trúhreyfingin sjálf sé ekki svo mikilvægur þáttur í lífi Sirhans, en mætti samt finna einhverja skýr- ingu í þessu sambandi. Hvaða áhrif hafði það á Sirhan að flytjast frá hliðar- götum Jerúsalem inn í hring- Sirhan Bishara Sirhan iðu Los Angeles-borgar, sem breyttu honum úr þægum og prúðum dreng í ofsafenginn árásarmann. Svo virðist að minnsta kosti, að hegðun hans falli vel undir hina sí- gildu lýsingu Menningers á sálsjúkri ofskynjun: „Sam- fara tilfinningu um að vera lítilsvirtur, elur maðurinn með sér leyndar hugmyndir um mikil völd. Slíkur ein- staklingur kann að komast í kast við lögin, annað hvort sem beinn afbrotamaður, t.d. morðingi, eða sem málshöfð- andi, en slíka þróun telur hann eðlilega útkomu af miklu en óviðurkenndu mikil vægi sínu og öfund og ill- girni afskiptalauss heims. Framkoma og heigðun ein- staklingsins er oft á tíðum svo eðlileg, einlæg og fáguð að ógerlegt er að greina nokkurn innri óróa". Lögreglan í Pasadena hélt skýrslu um Sirhan, en hún var ekki á nokkurn hátt frá- brugðin skýrslum milljóna annarra ungra manna. Hann virtist hafa tilhneigingu til að rífast, en hafði aldrei valdið verulegum vandræðum, en tvisvar hafði verið kvartað til lögreglunnar yfir honum. Faðir Sirhans dvaldist að- eins í þrjú ár vestra og þar af aðeins skamman tíma með fjölskyldu sinni í Kaliforníu, áður en hann hélt heim til Jórdan á nýjan leik, að hans sögn til þess að líta eftir aldr aðri móður sinni, sem neitað hafði að flytja til Bandaríkj- anna. Foreldrarnir höfðu ætl- að að skilja, en horfið frá því fyrir atbeina barna sinna. Los Angeles er borg mik- illa andstæðna. >ar skiptast á mikil auðæfi og mikil fá- tækt, og þar er samkeppnin hvað hörðust í Bandaríkj- unum. Mary Sirhan leigði sér lítið einbýlishús í eina bland- aða íbúðahverfinu í Pasa- dena, sem er eitt af elztu út- hverfum Los Angeles. Sirhan hóf nám við gagnfræðaskóla og reyndist prýðis nemandi, sem yfirleitt fékk ágætis einkunnir. Hann tók talsverð- an þátt í málum skólans og átti meðal annars sæti í nem- endaráði. Að loknu burtfarar- prófi hóf hann nám við Borg- arháskólann í Pasadena og reyndist sem áður góður nem- andi. Samtímamenn hans segja um hann, að hann hafi verið hæglátur og nokkuð þögull ,vingjarnlegur, en að nokkuð erfitt hafi verið að kynnast honum. „Hann var alltaf snyrtilega klæddur og skar sig þar úr hópi annarra nemenda. Hann var rólegur og kurteis í framkomu og ekkert illt að finna í fari hans. Sem námsmaður var hann frábær og lagði stund á rússnesku meðan aðrir námu spænsku og ensku. Hann dreymdi um að ná hátt í Jórdaníu eftir að hafa lok- ið háskólanámi". >að er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir orsökinni fyr- ir því sem kom fyrir þennan unga og efnilega mann. Ein- hvern veginn virðist sem slæmur félagsskapur hafi ver ið orsökin og í Sirhans tilfelli voru það bræður hans, bræð- urnir sem Sirhan, sem barn, hafði einsett sér að bera af. Báðir bræðurnir höfðu kom- izt í kast við lögregluna í sam bandi við eiturlyfjaneyzlu og annar þeirra, Sharif, var ákærður fyrir morðtilraun, er hann hafði klippt í sundur hemlaborðana á bifreið vin- konu sinnar. Hann fékk eins árs skilorðsbundinn dóm, sem þótti mjög vægur. Sirhan vann með háskóla- náminu á kappreiðavellinum í Hollywood Park, fyrst við hreinsun, en síðar sem aðstoð ardrengur hjá þjálfurum. Hafði hann þann starfa að ganga með hesta til að kæla þá af æfingum loknum. Hann hafði mikinn áhuga á að ger- azt knapi ,en vonir hans urðu að engu eftir að hann féll af hestbaki og slasaðist á höfði. Hann fór í skaðabóta- mál og lauk málinu með dómssátt, þannig, að Sirhan fékk greiddar sem svarar 114 þús. ísl. kr. Svo virðist sem hann hafi verið atvinnulaus næsta ár, eða þar til að hann fékk vinnu sem sendill í nátt- úrulækningaverzlun. Vinnu- veitandi hans segir, að hann hafi verið traustur og heiðar- legur starfsmaður, en haft erfitt skap og átt erfitt með að taka við skipunum. 7. marz sl. sagði hann svo Sir- han upp störfum. >ekktur sálfræðingur í Los Angeles segir, að andúð Sirhans á að taka við skipunum kunni að eiga rætur að rekja til stuðn- ings hans við móður sina gegn föðurnum í hjónabands- erfiðleikunum. Menn velta mikið fyrir sér hvaða áhrif lífið í Los Ange- les hafi haft á hugsjónir ungs Arabainnflytjanda. Sam Yorti, borgarstjóri í Los Ang- eles, sem er harðsnúinn and- stæðingur kommúnisma, held ur því fram ,að Sirhan hafi verið hlynntur kommúnist- um og að bifreið hans hafi nokkrum sinnum verið lagt fyrir utan bækistöðvar sam-- taka nokkurra ,sem talin eru kommúniskt útibú. Ekki er þó sannað að samtök þessi hafi yfirleitt haldið nokkra fundi í Los Angeles sl. þrjú ár. Rit- Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.