Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1-6. JUNI 196« Morðin á King og Kennedy „samsæri II New York, 15. júní — NTB-AP RITHÖFUNDURINN Truman Capote, sem krufði til mergjar frægt morðmál í bók sinni „Með köldu blóði“ sagði í gær, að morðin á dr. Martin Luther King og Robert Kennedy hefðu sennilega verið samsæri. Hann sagði í sjónvarpsviðtali, að James Earl Ray, meintur morðingi Kings, hlyti að vera lít- ið peð í umfangsmiklu samsæri. Ástæðurnar til þess að hann væri enn á lífi gætu verið þær, að hann hefði ekki myrt King og að hann vissi ekki hver myrti King. Capote sagði, að vera mætti að Ray væri aðeins í vit- orði með samsærismönnunum og trúlegt væri að honum hefði ver- ið greitt mikið fé til að leiða lögregluna á villigötur. Áreiðan- lega ætti eftir að koma í ljós, að Ray hefði pottþétta fjarvist- arsönnun og hann hefði ekki einu sinni verið í Memphis þeg- ar morðið var framið. Frétt frá San Jose í Kaliforníu hermir, að Sirhan Sirhan, sem ákærður hefur verið fyrir morð- ið á Robert Kennedy, hafi fyrir nokkrum mánuðum gengið í dul- spekifélag, sem kallast Rosae Crucia og hefur það að mark- miði að efla andlegan mátt er leynist með hverjum einstakl- ingi. Hins vegar hafi nafn hans verið strikað út af félagaskrá, þar sem hann hafi ekki greitt félagsgjöld. Sirhan Sirhan hefur beðið um tvö guðspekirit í fang- elsinu. Andúð á ofbeldi í AP-frétt frá New York seg- ir, að morðið á Robert Kennedy hafi greinilega haft þau áhrif að gripið hafi um sig megn andúð á byssum og ofbeldi. Þannig hef- ur kunnur kúrekaleikari, Ray Allen, lagt frá sér byssur sínar og segist aldrei ætla að bera þær framar. Fjöldi manns hefur skil- að byssum til lögreglunnar. All- en segir, að byssur séu gerðar rómantískar í kúrekamyndum og sjónvarpsþáttum. Dagblað eitt hefur hætt að birta tvo teikni- myndaflokka, „Dick Tracy“ og „Litle Orpan Annie", á þeirri forsendu, að þar sé ofbeldi sífellt hafið til skýjanna. í Burnaby í Kanada hefur verið hætt við skemmtun, þar sem lýsa átti glæpamannamorðunum á St. Valentines-degi 1929, og víða hef ur verið hætt við sölu á leik- fangabyssum. Helen Keller sjóður til styrktar blindum EINS og flestum er kunnugt lézt fyrir skömmu hin stórmerka, blinda og heyrnarlausa kona, Helen Keller, 88 ára gömul. — Helen Keller hafði frábærar gáfur og var stórmenntuð kona. Hún vakti athygli hvar sem hún fór bæði leikra og lærðra. Hér á landi dvaldist hún í nokkra daga og talaði þá meðal aninars í Há- tíðasal Háskóla íslands að við- stöddu miklu fjölmenni. Ævi Helenar Keller verður ekki nnáar getið hér, vegna þess að lesendur þessa blaðs hafa átt kost á að kynnast henni áður. Tilefni þessara lína er það að vekja athygli lesandans á einu af fjölmörgum áhugamálum henn- ar, en það voru hagsmunamál Eldflauga- árásir enn á Saigon Saigon, 15. júní NTB—AP. BANDARÍSKAR sprengjuþotur af gerffinni B-52 réffust í dag á bækistöffvar Viet Cong í nágrenni Saigon í dag eftir nýjar eld- flaugaárásir Viet Cong-manna á höfuffborgina og flugvöilinn Bien Hoa. Forseti bandaríska herráffs- ins, Harold K. Johnson hefshöfð- ingi, sagði í Los Angeles í gær, aff væri hugsanlegt en ekki sennilegt, aff kommunistar létu verffa af þeirri hótun sinni aff ráffast daglega á Saigon meff 100 eldflaugum í 100 daga frá og meff mánudegi. Heldur hefur dregið úr eld- fflaugaárásunuim á Sailgon, en þær hafa staðið yfir í fimon vik- ur og miðborgin hefur ekki orðið fyrir árás síðan á þriðjudag. Bandariska hetrstjórnin sagði í dag, að árásirnar væri hlífðar- lausar, ekkert tilliti væri tiekið til öryggis óbreyttra borgara og tiilganguirinn væri að hræða borg aranna á sama háitt og nazistar hefðu reynt að hræða íbúa Londion með eldfllaugaárásum sínum í heimsstyrjöldinni. Árés- irnar hafa beinzt að fbúðarhverf- um og verzlunarhverfumn en eklki gegn hernaðarlega mikilvægum stöðum. hiinna blindu, sem áttu stóran hluta af huga hennar og hjarta. Geta má þess að ævisaga henn ar hefur komið út á íslezku. Skömmu eftir að Helen Keller dvaldi hér á landi gaf Einar Jónsson, er dvaldi síðari ár ævi sinnar að Reykjalundi, fjárupp- ‘hæð til sjóðsmyndunar, er skyldi bera nafn Helenar. Úthlutað er úr sjóðnum tii blindra þegar viðkomandi hefur náð 25 ára aldri, og er slíkur sjóður blindum mikil hjálp á slíkum tímamótum, en eins og er, er hann mjög lítill, eða rúm- ar 8000,60 kr. Einu sinni til þessa hefur blind um verið veitt úr sjóðnum, en á næstu árum eru það nokkrir 'blindir, sem koma til greina, Ef það eru nú einhverjir, sem vilja gefa litla gjöf í sjóð þennan, er Einar Jónsson stofnaði og ber <nafn Helenar Keller, eru þeir ■vinsamlega beðnir um að leggja hana inn í skrifstofu Blindrafé- lagsins að Hamrahlíð 17, sími 38180. Með fyrirfram þökk. Jón Gunnar Arndal. Séff yfir hluta sýningarsalarins. íslendingar og hafið: Dagur Keflavíkur í dag glæsileg skemmtun kl. 3 í D A G er dagur Keflavíkur á sýningunni .jslendingar og hafið“ og munu Keflvíkingar standa fyrir glæsilegri skemmtun í Laugardalshöll kl. 3 í dag. Keflvíkingar munu skreyta sviffiff meff sitthverju frá sjávar- síðunni og eftirfarandi skemmti- atriffi verffa þar: Hin vinsæla hljómsveit Hljómar úr Keflavík leikur og syngur, Helgi Skúlason leikari les upp, m.a. Stjána bláa, lúffrasveit pilta úr Keflavík leik ur undir stjórn Herberts H. Ágústssonar, Sigfús Halldórsson leikur á píanó og syngur og aff síffustu verffur reiptog í Laugar- dalshöllinni. Helgi S. Jónsson mun stjórna skemmtun Keflvík- inga. Um 40 þús. gestir hafa nú séff „tslendingar og hafið“ og búast má viff aff margir noti tækifæriff í dag að sjá sýninguna og njóta glæsilegrar skemmtunar Keflvík inga. „íslendingor og hnfið“ um helginn Sýningin „íslendingar og hafiff" er nú opin virka daga frá kl. 17—22 og laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14—22. 17. júná verff- ur sýningin opin frá kl. 17—22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 23. júní, en nú hafa um 40 þús- und manns séff sýninguna. í dag er dagur Keflvikinga á sýning- unni og eru þeir meff sérstaka glæsilega skemmtidagskrá, sem hefst kl. 3 í Laugardalshöll. Þar skemmta m. a. Hljóffar, lúffra- sveit, Helgi Skúlason leikari, Sig fús Halldórsson tónskáld o. fl. - BERLIN Framh. af bls. 1 talið að ferðatakmarkanirnar nýju séu alvarlegustu aðgerðir austur-þýzkra yfirvalda frá því vinna hófst við að reisa Berlín- armúrinn alræmda 1961. 1 þess- um nýju takmörkunum er þess m.a. krafizt áð Vestur-Þjóðverj- ar, sem ferðast milli Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berlínar, fái vegabréfaáritanir hjá aust- ur-þýzku yfirvöldunum. Miklar umferðartruflanir hafa verið á helztu akbrautinni milli Vestur-Berlínar og Vestur- Þýzkalands. Þetta er hraðbraut, sem liggur frá Helmstedt til Ber línar, og er leiðin um 180 km. Var það á fimmtudag sem aust- ur-þýzku yfirvöldin kröfðust vegabréfaáritana, og mynduðust þá strax langar biðraðir bif- reiða á hraðbrautinni. í dögun í Ný tjörn við IMorræna húsið Töluvert hefur veriff grafiff í syffsta enda tjamarinnar til þess að fá efni í uppfyllingu viff Norræna húsið. Jafn- framt er þessi uppgröftur byrjun að skipulagðri tjöm á þessu svæffi, sem borgaryfir- völd hafa ákveðið að gera og verffur væntanlega hafizt handa um gerff tjarnarinnar aff ári. Hægra megin á mynd inni sést Norræna húsiff. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) morgun var talið að margföld röð kyrrstæðra bifrei’ða, er biðu afgreiðslu, næði sjö km frá eft- irlitsstöð austur-þýzku vega- bréfaskoðunarinnar fyrir vest- an Vestur-Berlín. Vegna takmarkannanna nýju kallaði vestur-þýzka stjórnin sendiherra sinn í Moskvu heim til Bonn í gær til skrafs og ráða- gerða. Sama dag birfi málgagn austur-þýzka kommúnistaflokks- ins, „Neues Deutsehland" aðvör un um að nýjar og óskemmtileg- ar aðgerðir væru í vændum fyr ir Vestur-Þjóðverja, ef þeir ekki féllust á að viðurkenna austur- þýzku ríkisstjórnina. A'ðgerðir austur-þýzkra yfir- valda hafa einnig verið rædd- ar hjá fulltrúum Vesturveid- anna þriggja, sem tryggja eiga frelsi Berlínarbúa, þ.e. Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands. Munu fulltrúar landanna þriggja leggja fram mótmæli í Moskvu, og fara þess á leit við stjórn Sovétríkjanna, að hún fái takmarkanirnar numdar úr gildi. Kurt Georg Kiiesiinger, kanaú- ari Vestur-Þýzfkalands, skýrffi frá því í gær, að hann hefði snúið sér tiil Vesturveldanna þnilgigja, og beðið um aðstoð ve.gna aðgerðanna gagnvart Vestur-Berlín. Hét hamn BerMn- arbúuim fullum stuiðningi og lof- aði að gerðar yrðu ráðistafanir til að nema takmarkanir úr gildi. í Bonn skýrði talsmaður vest- ur-þýzku stjórnairinnar frá því, að Brandt uitanríkisráðbierra ætti fund með Dean Riusk utanríkis- mðherra Bandarikjanna áðuir en fundur Atlantshafsbandalagsins hefst á ísilandi eftir rúma vi.ku, og væri ætluinin að ráðíherrarnir ræddu þá þessi mál. Dean Rusk átti í gær viðræður við Vaisily Kuznetsov, aðstoðar utararíkisráð hierra Sovétrikjanna í New York, og talið er fullvist að Ruisk hafi laigt hart að Kuznetsov að beita sér fyrir þvi að dregið verði úr spennunni við Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.