Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JUNI 196« wgtiitlrlfifrifr Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Askriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. BERLÍNAR- VANDAMÁLIÐ F’nn einu sinni hefur skipt- ^ ing Þýzkalands og Ber- línarvandamálið skapað spennu milli Austurs og Vest urs. Austur-þýzka stjórnin krefst nú vegabréfsáritana af þeim, sem ferðast milli Vest- ur-Berlínar og Vestur-Þýzka- lands, yfir austur-þýzkt lands svæði og krefst tolla af þeim vörum, sem fluttar eru um þetta svæði. Stjórnin í Kreml hefur lýst því yfir, að þessar ráðstafanir séu einungis frið- ar og öryggisráðstafanir Aust ur-Þýzkalands gagnvart „hinu hefnigjarna Þýzka- landi“. Bonnstjórnin hefur fordæmt þetta tiltæki Austur- Þjóðverja og kveðst líta svo á, að Sovétstjórnin beri á- byrgðina, því að aldrei hefði verið gripið til slíkra ráð- stafana án samþykkis henn- ar. Lítur Bonnstjórnin á þær sem brot á samningi fjór- veldanna; Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um stöðu Vestur- Berlínar. Þá hafa hernáms- veldin þrjú í Vestur-Berlín fordæmt ráðstafanir austur- þýzku stjórnarínnar. Andstæðingar Atlantshafs- bandalagsins halda því oft fram, að nú sé orðið svo frið- samlegt í heiminum og spenn an hafi minnkað svo milli Austurs og Vesturs að nauð- syn varnarbandalaga á borð við Atlantshafsbandalagið sé ekki lengur fyrir hendi. Tals- menn bandalagsins hafa hins vegar bent á, að enn sé ósam- ið um framtíð Þýzkalands, landið sé sundrað og einmitt sú staðreynd sé meginfor- senda þess, að ekki megi slaka á nauðsynlegum örygg- isráðstöfunum. Atburðirnir, sem nú eru að gerast í Berlín og hafa gerzt þar með stuttu árabili, allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar minna okkur á, að skjótt skipast veður í lofti og spennan milli Austurs og Vesturs getur orðið meiri en nokkru sinni fyrr á einni nóttu. Þess vegna er nauð- synlegt að þjóðir, sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta skipi sér í varnarbanda- lög og séu ætíð viðbúnar hinu versta. BANN VIÐ DREIFINGU KJARNORKU- VOPNA fjeirri fregn er almennt fagn * að, að Allsherjarþing Iþ- Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti fyrir skömmu tillögu Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um bann við frekari dreifingu kjarnorkuvopna. Við atkvæðagreiðslu um mál- ið studdu fulltrúar 95 landa tillöguna, fjórir voru henni andvígir og 21 sat hjá. Menn gera sér vonir um að allar þjóðir geti sameinazt að lok- um um bann við þessum ógnarvopnum, enda þótt af- staða leiðtoganna í Peking til samþykktarinnar veki ugg. En þeir telja hana samsæri auðvaldssinna í Bandaríkjun- um og endurskoðunarsinna í Sovétríkjunum, og henni sé stefnt gegn þeim byltingar- öflum, sem nú láta að sér kveða um allan heim. í þessu sambandi er fróð- legt að rifja upp ummæli eins af ritstjórum bandaríska stórblaðsins New York Tim- es, í hugleiðingum, er hann ritaði vegna morðsins á Robert Kennedy, en þar seg- ir hann m.a.: „Heimurinn er allur heltek- inn óskiljanlegu æði. Sú spurning leitar ákaft á, hvort undirvitund núlifandi kyn- slóðar sé ekki gegnsýrð af hryllingi þeirra vandamála, sem hún ekki skilur, en tákn þeirra og samnefnari er al- eyðingarvopn kjarnorkunnar. Ógnir stjórnmála nútím- ans hafa aðeins einu sinni átt sér hliðstæðu, en það var þegar reynt var í fyrsta sinni að stæra sig af uppfinn- ingu aleyðingarvopns." Og síðan rifjar hann upp heimsástandið á tímum Al- freds Nobels. Mannkynið stendur frammi fyrir ógnþrungnum vandamálum, sem aðeins verða leyst í þeim samhug, sem lýsir sér í samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á banni við frekari dreifingu kjarnorkuvopna. GÆTUM VIRÐINGAR f»jóðhátíðardagur okkar Is- * lendinga, 17. júní, hefur löngum einkennzt af þeirri virðingu fyrir stofnun lýð- veldis á íslandi, sem ein sæm ir. Þó hefur það borið við undanfarin ár, að menn hafa ekki gætt hófs í gjörðum sin- um og sleppt sér lausum við iðju, sem sízt á rétt á sér á þessum degi. Á þjóðhátíð eiga menn að fagna á virðulegan hátt og Florida er íþróttamiðstöð Bandaríkjanna að vetrinum Frá Miami Beach Miiami, Florida. — F Y R IR þá, sem vilja stunda iþróttir allan ársins hring, er Florida íþróttamlðstöð Banda- ríkjanna. Allar árstíðirnar hafa upp á einstök tækifæri að bjóða fyrir svo til aliar ílþróttagreinar — eittlhvað fyrir alla. Margar iþróttagreinar er unnt að stu-nda árið um kring. Á vetrum og á vorin, þegar skíðaíþróttin er stundluð víðast hvar í Bandaríkjiunum. svo og skauitahlaup og aðrar vetrar- íjþróttir, þá er Flórída í fuilum bióma. Það er alltaf sumar í þessu ríki, sem jaðrar við hita- beltisloftslag. Þjóðaríþrótt Bandaríkjanna er „baseball“ og iðkenduir hennar 'hafa komizt að raun um, að Flior- ida er tilva'linn staður til að leika 'þá íþrótt og æfa hana. Þessi Jþrótt er leikin árið um kring á Florida. Liðin byrja að streyma til voræfinga á Florida í febrúar og eru kappleikir háðir nær dag lega þar til liðin 'halda aftur norð ur á 'bóginn í apríl. Þá hefst keppnistímaíbil Floridaliðanna. Það eru um 390 golfvellir á Florida og bygging fjölmargra er fyrirþuguð. Flestir golfvellirnir eru á sléttlendi og það er meira en nóg af vaitnagildrum og pálma trjám, (krókódíll, sem flatmagar í sólinni á golfvellinum, býður upp á óvenjulega áhættu í golf- leiknum). GoMleikararnir taka til höndunum strax við sólarupp rás og leika fram undir kvöld Margir atvinnugolfleikarar, eins og t.d. Sammy Snead, dveljast á vetrum í Florida og kenna íþrótt sína. Frægir leifcarar og sjón- varpsstjömur, eins og t.d. Jaokie Gleason, dveljast oft á golfvöll- unum í Florida. Fyrir þá, sem njóta golfíþróttarinnar sem á- horfendur, eru margar golfkeppn ir til að velja á millli. Það eru Mka margir kappleikir haMnir fyrir álhugamenn. Það er ráð- gert eð efna til golfkeppni á Mi- ami, þar sem samtals 1 milljón dollara verður veitt í verðlaun. Florida er einnig pairadís vatna íþrótta, siglinga og veiða. Auk hinnar löngu strandar Floridaskagans eru þúsundir mílna af skurðum, sem ná langt inn í land, og þar eru fjöknörg vötn. Yffr 10 þúsund eyjar eru innan 25 mílna frá ströndinni, alls konar eyjar, m.a. er ein eyj- an sérstafclega ætluð bátaeigend- um og þangað verður aðeins fcomist á báti. Einihver vinsæl- asta siglingin er til eyjunnar Marquesas, sem ®r suður af Key West. Til margra svæða er ein- ungis unnt að ferðast á bátum, friðsælla baðstranda, litilila. eyja minnast þeirrar baráttu, sem um áratuga skeið var háð af beztu sonum íslenzku þjóðarinar fyrir sjálfstæði hennar og frelsi. Baráttu, sem lyktaði árið 1944, þegar einhuga þjóð kaus sitt sjálf- stæði. Morgunblaðið skorar á landsmenn að halda þjóðhá- tíð með þessu hugarfari, að- eins slíkt sæmir minning- unni um stofnun lýðveldis á fslandi. og inn í hinn undurfagra Ever- glades-þjóðgarð, unaðslegar hita beltismýrar. Paradís stangveiðimannisins — það er rétta lýsingin á Florída. Fiestar tegundi.r fisika er hægt að veiða einlhvers staðar á Florída. Stórir fiskibáta fara með hópa veiðimanna til sjóstangaveiði. Á ströndinni og úr litlum bótum er einnig hægt að stunda æsi- spennandi veiðar. Frá því á haustin og fram á vor eru siglingakeppnir haldnar á Florida og keppnir fyrir hrað- báta. Það er næstum því sama hvers konar bát maður hefur á Flórída. Það er ætíð einhver sem vill koma á keppni. Kappakstur fer fram á Flórída allan ársins hring og kappakstur inn er að verða ein'hver vinsæl- asta íþróttin í Bandarífcjunum. Tvær frægustu keppnirnar í Bandaríkjunum fara fram á Flor ída yfir veturinn og á vorin. Það er „Daytona 590“ kappaksturinn, sem stendur yfir í sólarhring og „Grand Prix of Endurance“, sem stendur yfir í 12 klukkustundir. Áhorfendur á fyrstnefndu keppn inni eru um 100 þúsund. Auk þessara aksturkeppna eru fjöl- margar aðrar háðar nær dag- lega. Kappreiðar eru vinsælar frá því um miðjan nóvember og til aprílloka. Veðhlaupalbrautirnar á Florída eru frægar um al'lan heim. Hundaveðhliaup eru einnig mjög vinsæl í rífcinu og eru á- horfeindur yfir 5 milljónir á ári hverju. Hundaveðhlaupin fara fram alla daga ársins nema sunnudaga. Veðbankar eru starf ræktir á öllum veðhlaupabraut- um í ríkinu, enda heimilt sam- kvæmt lögum þess. Þeir, sem vilja eyða orlofum sínum í kyrrð og næði, geta snúið sér að eftirlætisíþrótt a'llra á Florída. ferðamanna — að liggja í sól- þaði á ströndinni og slappa af. Það er nóg sólskin á Flórída fyr- ir alla og strandlengjan er óra- löng. Það er jafnauðvelt að komast til Florída eins og finna sér eitt- hvað til skemmtunar, þegar þang að er komið. Ríkið er víðáttu- mikið og ferðamaðurinn ætti að ákveða fyrirfram hvaða staði hann hyggst heimsækja. Dæmi: Borgin Jacksonviilie er í norður- austur hluta ríkisins, 904 mílur frá New York; Tampa og St. Pet ersburg eru á vesturströndinmi, 1200 m'ílur frá New York; Miami og Miami Beaöh eru í suðurhluta ríkisins, 1.340 mílur frá New York. Ferð með þotu frá New York til hvaða staðar sem er á Florída tekur frá 2 og upp í 2Vz klukkustund. Verð á hótelum á Florída eru nokkru hærra yfir veturin'n og á vorin en á öðrum árstJímum. Verð á hótelher'bergii í Miami á aðal- ferðannannatímanum er frá 10 dollurum og upp í 26 dollara fyrir eimsmannsherbergi og frá 12 doiiurum og upp í 28 döllaira fyrir tveggja manna herbergi. Það er unnt að fiá ódýrari gis't- inigu, ef ferðamaðu-rinn ætiLar að dveljast í langan tíma, með því að leigja íbúðir eða lítil hús. Fyrir erlenda ferðamenn, sem koma til Florida, hefur verið komið á fót sérstæðri þjómustu. Það er „tungumálabanki“ sem Verziunarráð Miami Beadh stend ur fyrir. Starfsliðið eru sjálfiboða liðar, sem Verzlunannáðið getun gnipið ti'l. Þeir taila 26 erlend tungumál og það gleður þá að geta aðstoðað útlendinga, sem heimsækja borgina. (Frá Upplýsingaþjóniustu Banidaríkjanna).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.