Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1968 19 Sextug 17. júní: Sigríður Hafliðadóttir 17. JÚNf á frú Sigríður Hafliða- dóttir 60 ára afmæli. Við ósk- um henni hjartanlega til ham- ingju með þessi tímamót. Hún er fædd að Bergholtskoti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. For eldrar hennar voru Steinunn Kristjánsdóttir og Hafliði Þor- steinsson. Árið 1911 fluttist hún ásamt foreldrum sínum að Stóru Hellu Sandi á Snæfellsnesi. Hún ólst upp í stórum systkinahóp, 11 voru börnin. 13 ára fór hún að heiman og lá leiðin 'þá á það ágæta heimili frú Geirþrúðar og Helga Zoega. Þetta heimili er ljósgeisli í lífi hennar sem oft er hugsað til er litið er til baka. Frá þessu ágæta heimili lá leið hennar aðeins 17 ára á heimili með stóran barna- hóp, þar sem húsmóðirin lá rúm föst. Þetta starf leysti hún af sérstakri snilld að fátítt má kall ast. 18 ára sækir hún um inn- töku í Ljósmæðraskóla íslands. Já, þá skein sól í heiði vina mín. Ævin var blómum skrýdd vona og fagurra drauma um framtíð- ina. Þessi fallega unga stúlka með brúnu geislandi augun, bar af í hópi okkar ungu félaga henn ar. En er sólin skein hæst í heiði er hún kölluð heim með hugann fullan af björtum vonum um framtíðina. Snæfellsjökull og umhverfið fagra klæddist skýja skrúða dapurleika og sorgar, hún mamma hennar var dáin frá stóra barnahópnum sínum, yngsta barnið aðeins misseris gamalt. Þá fórstu heim til að þerra tárin af litlu mömmu- lausu systkinunum. Já, ég gleymi þeim dögum aldrei, Sigga mín, þær voru góðar vin- konur mæður okkar enda áttu þær margt sameiginlegt í eðlis- fari sínu. Það voru þung spor er þú gekkst þá. Þú vildir sinna systkinum þínum, en föður þín- um fannst þú of ung, en að nokkrum tíma liðnum komstu aftur, þá var faðir þinn flutt- ur upp til fjalla á afskekkta bæ- inn Skarð. Þangað hraðaðir þú för þinni er þú heyrðir hvað systkini þín voru einmana er faðir þinn var úti að vinna fyr- ir daglegum þörfum heimilisins. Þú gleymdir þínum fögru draum um, það var annað sem kallaði, já, það fegursta sem til er, móð- urhlutverkið, og tókst að annast litlu móðurlausu bræðurna og systurnar, já, þú leystir það feg- ursta verk af hendi sem nokkur ung stúlka getur gert. Það veit það engin betur en ég hvað mik- ið kærleiksverk þú vannst í fjallabænum litla á Skarði. Eftir lát móðurinnar kom ráðs- kona á heimilið og eignaðist fað- ir hennar 2 dætur með ráðskon- unni, Guðlaugu Pálsdóttur, þess- ar dætur tók hún að sér ásamt hinum systkinunum. Ég minnist þín þegar þú varst að búa bróð- ur þinn til fermingar. Manstu er við mættumst í gamla daga að Ingjaldshóli. Þá sá ég hvað kær- leiksljós þitt skartaði skýrt er þú gekkst inn kirkjugólfið með bróður þinn. Svo liðu árin; þú kynnist þín- um ágætasta manni, Einari Ög- mundssyni vélstjóra. Þið giftuð ykkur 19. okt. 1980.. Mér er í fersku minni, er ég var kölluð snemma morguns á heimilið ykkar, þá er sjómenn voru að fara til róðra, er einn vélamaður varð fyri rþví óhappi að fá kolsýrueitrun er hann ætl- aði að setja vél í gang. Var þessi maður fluttur á heimili þitt, sem var í Hraunprýði, þar sem þið voruð ný byrjuð að búa. Þú gerðir allt sem hugsanlegt var til að hjálpa okkur, sem vorum að annast þennan mann og ég man hvað þú lofaðir guð er þú sást að tókst að lífga þennan unga mann. Ég minnist allra þeirra stunda er ég kom á heimili ykk- ar hjóna, já, þegar ég tók á móti börnunum þínum, þá var hátíð í bæ, börnin prúð og hrein og allt svo fágað og fínt, og hvað heitt þú þakkaðir gjöfina er ég lagði að brjósti þér, já, ég veit ekkert dýrðlegra hér á jörð en er ég gat lagt nýfætt barn í móður- faðm og heyra sanna og trúaða móður lofa guð fyrir góðar gjaf- ir. _ Ég held að þú sért ein af þeim sem alltaf treystir á handleiðslu skaparans er sýndi sig bezt er þú lagðir í þína þyngstu ferð, er þú fórst til Danmerkur og gekkst undir hjartaskurð. Mér er kunnugt um hvað sterk og örugg þú varst, enda dáðust læknar og hjúkrunarlið að þreki þ'ínu og þolinmæði. Leiðir okk- ar hafa alltaf legið saman, nú erum við nágrannar, báðar bú- um við við sömu götu hér í Njarðvík síðan við fluttum frá Sandi og tókum alltaf þátt í gleði sem sorgarstundum okkar. Hér hefur þú eignast yndislegt heimili með manni þínum og börnum. Hér starfaði maður þinn sem vélstjóri við hraðfrysti hús bræðra sinna, Karvels og Þórarins Ögmundssona, sem mörgum veitti atvinnu hér á kreppuárunum. Þið hjónin eigið miklu barna- láni að fagna, 8 börn hafið þið eignast, öll mannvænleg og ynd- isleg börn. Elzt þeirra er Hrefna, gift Guttormi Jónssyni frá Sauð- árkróki, 'Hafsteinn húsasmíða- meistari, giftur Valgerði Jóns- dóttur frá Grindavík, Jóhanna, gift Oddi Sveinbjarnarsyni kenn ara frá Snæfoksstöðum, Gríms- nesi, Trausti, múrarameistari, giftur Erlu Jónsdóttur, Tryggvi, sem dó á fyrsta ári, Sólmundur, er stundar haffræðinám í Berg- en, giftur Astrid Bottolfsen hjúkr unarkonu, Erna, gift Jóni Sig- fúgsyni frá Keflavík og Sæmund ur, rafvirki, trúlofaður Maríu Ögmundsdóttur frá Garði. Sigríður hefur látið félagsmál mikið til sín taka, er gæzlumað- ur barnastúku í Njarðvíkum, í kvenfélagi Njarðvíkur, Snæfell- ingafélaginu og slysavarnadeild kvenna. Þegar litið er yfir far- inn veg, er ekki hægt að sjá ann að en að þú hafir verið mikil gæfumanneskja, enda felur þú þig og þína í hendi guðs, er það líka það öruggasta leiðarljós allra manna. Elsku (Sigga) Sigríður mín, við hjónin og fjölskylda mín óskum þér hjartanlega til ham- ingju með þessi tímamót ævl þinnar og bið þér og þínum allp- ar blessunar. Þín vinkona Margrét Jónsdóttir. Þota fórst í Kalkútta 57 af 63 komust Nýju Dehlí, 13. júní AP-NTB. FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing 707 frá bandaríska flug- félaginu Pan American fórst í lendingu í dag við flugvöllinn í Kalkútta og með henni 6 manns. Rigning var og slaem veðurskil- yrði er slysið átti sér stað og snertu hjól þotunar jörðu um einn og hálfan km frá enda fiug- brautarinnar. Eldur kviknaði þegar í flakinu. Með þotunní voru 53 fanþegar og 10 flugliðar. Ein flugfreyja var meðal þeirra sem fórust. Allir sem komust lífs af voíT'U þegar fluttir í sjúkrahús og munu 23 hafa verið slasaðir, sumir lífshættulega. Starfsmaður í flugturninum í Kalkútta sagði að vélin hefði verið að koma inn til lendingar í mikilli rigningu og hefði ekki náð enda flugbrautarininair. Kom vélin niður á rísákri. Slökkvi- /í fs af liðs og sjúkrabílar voru komnir á staðinn samtímis og brennandi flakið staðnæmdist og hófu þeg- ar björgunaraðgerðir. Farþegam- ir stukku hljóðandi alls staðar úr flakinu og skreiddust í burtu frá því. Meðal þeirra er lífs komust var Gilbert Baker, brezkur bisk- up frá Hong Kong. Sagði hann fréttamönnum að flestir farþeg- ana hefðu verið sofandi er flug- vélin tók iniðrL Baker sagðist hafa stokkið út um riíu á vélimni þegar er hún staðnæmdist. Rann sóknarnefnd frá Bandaríkjumum er á leið til Kalkúbta fál að reyna að komast fyrir um orsök slyss- ins. Þetta er annað flugslysið f Indlandi á tveimiur vikum, en 28. maí sl. fórst Corvair 990 þota skömmu eftir flugtaik frá Bom- bayflugvelli og fórust allir sem um borð voru, 29 manns. Verzl unarhúsnæði fyrir búsáhaldaverzlun, óskast til leigu. Kaup á húsnæði í byggingu eða verzlun án vörubirgða kemur til greina. Tilboð í síma 17-7-71. FYRIR 17. JÚNÍ BARNAFÁNAR — BLÖÐRUR — FILMUR — SÓLGLERAUGU. OPIÐ ALLAN DAGINN 17. JÚNÍ. VERZLUNIN ÞÖLL, Veltusundi, (gegnt Hótel ísland bifreiðastæðinu). í SLENDIN SJÁIÐ ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ OG NJÓTIÐ GLÆSILEGRAR SKEMMTUNAR KEFLVÍKINGA, SEM HEFST KL. 3. GAR O G HAFID DAGUR KEFLAVÍKUR I DAG SKEMMTIDAGSKRÁ KL. 3 j LAUGARDALSHÚLL — í dag er dagur Keflavíkur á sýni ngunni íslendingar og hafið með sérstakri skemmtidagskrá kl. 3. D A G S K R Á : 1. HLJÓMAR leika og syngja. 2. HELGI SKÚLASON Ies upp. 3. LÚÐRASVEIT PILTA leikur undir stjórn HERBERTS H. ÁGÚSTSSONAR. 4. KRISTINN REYR les Ijóð. 5. REIPTOG. 6. SIGFÚS IIALLDÓRSSON leikur á píanó og syngur. Skemmtuninni stjórnar Helgi S. Jónsson. Sérstakt tækifæri fyrir alla fjölskyldunua. ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.