Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 20
20 rUOACPJV !UR MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 196« - BIAFRA Framhald af bls. 12. bandsstjórnarinnar Ibóa til fanga. Þúsundir íbóa eru geymdir í fangabúðum víðs vegar um landið. Á „frelsuðu" svæðunum í Biafra má finna margar sannanir fyrir því, að íbóar hafi unnið grimmdar- verk á grunsamlegum, ósam- vinnuþýðum minnihlutahóp- um. Þessir minnihluta hópar, sem nú eru í meirihluta þar sem langflestir íbóanna eru flúnir, eru staðráðnir að koma í veg fyrir að íbóarnir snúi aftur. Áður en Biaframenn hörfuðu frá Calabar myrtu þeir fimm menntamenn, þar af einn Bandaríkjamann, sem var háskólakennari. Sögurnar, sem eru sagðar um borgarastyrjöldina í Ní geríu, eru í engu frábrug'ðnar sogum þeim, sem sagðar eru um aðrar borgarastyrjaldir. Hvorugur aðilinn sýnir nokkra miskunn, meðan ekk- ert lát er á bardögum. En ef endi verður bundinn á átökin. verður leiðtogi sambands- stjórnarinnar, Gowon hers- höfðingi, að sýna mikla stjórn vizku. í hópi stuðningsmanna hans eru fleiri „haukar“ en „dúfur“. Einhver áhrifamesti „haukurinn" er Benjamin Ade kunle ofursti, bezti hermaður Nígeríu, sem tók Port Har- court. Hann sagði: „Þú mátt hafa það eftir mér, að næsta verkefni hersins er að sækja inn í bæina, sem Ibóar hafa enn á valdi sínu. — Umuahia, Owerri og Aba. Þá fyrst get- um vi'ð hafizt handa um að sameina Nígeríu. En ég fellst á það, að forðast verður ónauð synlegar blóðsúthellingar." Adekunke ofursti játar, að þessi hernaður geti tekið níu mánuði til viðbótar. Það sem er kvíðvænlegast er, hversn umfangsmiklar „nauðsynlegar blóðsúthellingar" vetða að til þess að sambandsstjórnin nái markmiði sínu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Útvegs- banka íslands verður síldar- og fiskimjölsverk- smiðja (svonefnt Bakkahús) í Sandgerði, þinglesin eign Guðmundar Jónssonar, seld á nauðungarupp- boði, sem háð verður á eigninni sjálfri miðviku- daginn 19. júní 1968, kl. 5.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 70. og 72. tölúblaði Lögbirtingablaðsins 1967 og 2. tölublaði 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Fjölbreytt úrval af gólfdúkum. Nýir litir. Gólfflísar, allskonar lím og allt er tilheyrir iðn- inni. Hagstætt verð. VEGGFÓÐRARINN H.F. Hverfisgötu 34, Símar 14484, 13150. SUNNUFERÐIR með þotu beint til Majorka Á VA TÍMA Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana. Majorka og London — 17 dagar krónur 8.900,00 Nú komast íslendingar eins og aðrar þj óðir ódýrt til sólskinsparadísarinnar á Majorca, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Majorca er vinsælust allra staða vegna þess að sólskinsparadísin þar bregst ekki og þar er fjölbreyttasta skemmt- analíf og mestir möguleikar til skoðunar og skemmtiferða um eyjuna sjálfa, sem er stærri en Borgarfjarðar- og Mýrasýslur til samans, og einrtig er hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir til Afríku, Barcelona og Madrid (dagferðir). Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flugvél. Tveir heilir sólar- hringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir til eftirsóttra staða. Aukaferðir fyrvrhugaðar i ágúst og sept. Brottfarardagar annan hvern miðvikudag Næstu ferðir: 19. júní, 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí, — 14. ágúst (fullbókað), 28. ágúst (fullbókað), 11. sept. (fullbókað), 25. sept., 9. október og 23. október. LONDON - AMSTERDAM - KAUPMANNAHÖFN 12 doga ferðir — Verð kiónur 14.400,oo Stuttar og ódýrar ferðir sem gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru mjög ólíkar. Milljónaborgin London er tilkomu- mikil og sögufræg höfuðborg stórveldis með fjölbreytt menningar- og skemmt- analíf. Amsterdam er heillandi fögur með fljót sín og síki, blómum skrýtt og létt í skapi. Og svo borgin við sundið, Kaupm annahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast annars staðar á erlendi grund. Fararstjórar: Klemenz Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjömsson. Brottfarardagar: 7. júlí — 21. júlí — 30. júlí — 4. ágúst — 18. ágúst — 1. sept. 8. sept. — 15. sept. Ferðaskrifstofan Athugið að SUNNA hefur fjölbreytt úrval annarra hópferða með íslenzkum fararstjórum. Ferðaþjónusta SUNNU fyrir hópa og einstaklinga er viðurkennd af þeim mörgu er reynt hafa. SUNNA Bankastræti 7 símar 1 64 00 og 1 20 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.