Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 17 „Þú ert samt pabbi ií minn enn Þessa dagana dveljast hér á landi í boði ríkisstjórnarinnar þau hjónin Einar Gerhardsen fyrrv. forsætisráðherra Noregs og frú Verna kona hans. Einar Gerhardsen hefur að vísu kom- ið hingað áður en aldrei átt þess kost að ferðast um svo nokkru næmi, og kona hans ekki komið fyrr til landsins. Á árinu 1965 var þeim boðið hing- að í opinbera heimsókn, eins og kallað er, en þá voru kosning- ar yfirvofandi í Noregi og vannst þeim ekki tími til að Þyggja boðið, áður en Gerhard sen léti af embætti. Sjálfur taldi hann boðið þá úr sögunni, því að sér hefði verið boðið áþeirri forsendu, að hann væri forsætis ráðherra lands síns. En íslenzka ríkisstjórnin hafði engu síður Vestmannaeyjakaupstaður. Helgafell í baksýn. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 15. júnú viljað heiðra manninn Einar Ger hardsen og konu hans frúVernu en norsku forsætisráðherrahjón in, enda hafa fslendingar ætíð talið, að manngildi skipti meira máli en embætti. Við getum tekið undir með 5 ára syni þeirra hjóna, sem eitt sinn hafði heyrt leikfélaga sína segja að nú væri Einar Gerhardsen hættur að vera forsætisráðherra og hljóp inn til að spyrja: „En þú ert samt pabbi minn enn?“ Vinátta slíks manns sem Einars Gerfiardsens er þjóð okkar mikils virði í hvaða stöðu sem hann er. Spá, sem rættist Einar Gerhardsen var forsæt isráðherra Noregs frá því á miðju ári 1945 fram á síðari hluta árs 1965, þó svo að skömmu eftir 1950 óskaði hann sjálfúr eftir að láta af völdum um sinn og gerði það í nokkur ár, en þótti sjálfsagður til að taka við aftur jafnskjótt og hann lét þess kost. Síðan hvarf hann aftur úr stjórn nokkrar vikur sumarið 1963, þegar borgara- flokkarnir mynduðu hina fyrri samsteypustjórn, sem segja má að hafi verið undanfari stjórnar myndunar þeirra 1965. Einar Gerhardsen á sér því óvenju langan valdaferil. Enginn for sætisráðherra mun hafa setið viðlíka lengi í Noregi a.m.k. síð an þingræði komst þar á. Það hefur verið sagt um Einar Ger- hardsen, að fyrir hernám Nor- egs 1940 hafi engum komið til hugar, að hann yrði forsætis- ráðherra, á meðan hernáminu stóð hafi einstaka manni flogið hann í hug sem líklegur forsæt- isráðherra eftir endurheimt frelsis landsins, og eftir stríðs- lok hafi hann þótt sjálfkjörinn. Sá, er þetta ritar, minnist þess, hvenær hann heyrði Einars Ger hardsens fyrst getið. Það var í samtali við hinn frábæra sendi herra Noregs, Torgeir Andersen Rysst rétt eftir uppgjöf Þjóð- verja í Noregi í máí 1945. Hann nefndi þá Einar Gerhardsen, sem hafði verið varaoddviti eða varaborgarstjóri Osloborgar í upphafi stríðsins, en tók við sem aðalmaður í stríðslok vegna frá ffalls fyrirrennara síns. Þegar Andersen-Rysst minntist á Ein- ar Gerhardsen ljómaði andlit hans, og hann sagði eitthvað á ;þá leið: Einar Gerhardsen er maður framtíðarinnar. Þessi orð voru þeim mun eftirminnilegri, sem þeir Andersen-Rysst og Ger- hardsen höfðu verið á öndverð- um meið í stjórnmálum, Torgeir Andersen-Rysst vissi í þessu sem öðru hvað hann sagðL Bréi sem komst 1 réttar bendur Rolf Gerhardsen, yngri bróð- ir Einars, hefur skrifað um hann skemmtilega bók, þar sem áagan hér að framan um spurn ingu hins 5 ára gamla sonar er m.a. sögð. í bók Rolfs er mikinn fróðleik um Einar Gerhardsen að finna og margar skemmtileg- ar sögur sagðar. Þar á meðal þessi: Þegar Einar Gerhardsen var í fangabúðum í Þýzkalandá kom eitt sinn til hans þýzkur fangi og sagði: „Eg kann að spá — bæði í lófa og í stjörnur". Síðan spáði fanginn bæði í lófa Einars og stjörnurnar og sagði: „Þú átt eftir að verða heima- gangur í höll konungsins — Rolf Gerhardsen bætir við: „Norski fanginn brosti bara— þá. Vera kann að þegar hann hugsaði um þetta eftir á, hafi hann ekki bara brosað". Annarsstaðar í bók sinni seg- ir Rolf Gerhardsen frá því, að haustið 1947 hafi Einar, sem þá var orðinn forsætisráðherra, fengið bréf fm Rínarlöndum. Það var frá kaþólskum presti Rhabanus Haacke að nafni. Presturinn skrifaði til að skýra „hinum hæstvirta forsætisráð- herra“ frá því, að hann hafi hinn 10. ágústl944 verið tekinn til fanga af Gestapo í Hamborg og settur í svonefnd Hiitten- fangelsi. Síðan segir orðrétt í bréfinu: „f fangaklefanum hitti ég odd vitan í Oslo, sem hét Einar And erson, ef ég man rétt. Hann sagði mér að hann væri að koma úr fangabúðunum í Saohsenhausen en vissi ekki hvert ætti að fara með sig. Með rólegum og traustvekj- andi orðum tókst honum að halda uppi kjarkinum hjá mér, sem átti í vændum langa dvöl í fanga- fcúðum. - - -Skyndilega tók hann upp súkkulaðistykki, sem hann hefur sennilega fengið sent að heiman, og skipti því á milli tnín og tveggja rússneskra verka manna, sem voru í sama fanga- klefa og ekki skildu þýzku — þó að ég vissi að lítið var um mat í fangabúðunum. Þetta hressti mig mjög og hjálpaði mér einnig líkamlega til að stand ast yfirheyrslu Gestapo nokkr- um tímum seinna, án þess að ég bilaði. Einar Anderson var flutt- ur ásamt mér í Gestapofangels- ið Fuhlsbúttel, síðan hef ég ekk ert frá honum heyrt Guð launi honum - - -. Ef Einar Anderson hefur komizt heim aftur, þá bið ég yður að flytja honum þakk- ir mínar. Ef hann hefur ekki komið heim, þá er það ósk mín að framkoma hans við mig megi verða minningu hans til heiðurs. Mér mundi það mikil ánægja ef sagt væri frá þessu góðverki í Noregi, verki sem skráð er í lífsins bók.“ Einar kom bréfinu til skila, enda þurfti hann ekki langt með það að fara“ Slík er fnásögn Rolfa Ger- hardsens. Úr því að útlendir menn, gerókunnugir í Noregi, ýmist spáðu svo fyrir Einari Gerhardsen eða minntust hans á þennan veg, er ekki furða, þó að hans eigin löndum, sem kynntust forystulhæfilei'kum hans á þessum árum, þætti meira til um hann en aðra menn. Kynntist kapitalistum Einar Gerhardsen var lengi frameftir mjög róttækur vinstri maður. Hann er verkamaður að uppruna, gatnagerðarmaður í Osló á æskuárum, sonur gatna- gerðarmanns þar, og hafði sá flutt til höfuðborgarinnar utan af landsbyggðinni. Einar var snemma kosinn í trúnaðarstöður í fagfélagi sínu og síðan hjá flokknum, Verkamannaflokkn- um norska. Hann var yzt til vinstri á meðal þeirra sem trúðu, að hægt væri að hafa ær- legt samstarf við kommúnista. Kommúnistar hafa þó snemma fundið að hann átti ekki heima í þeirra sauðahúsi, því að Hend- rik heitinn Ottosson segir frá því í bók sinni „Frá Hlíðarhús- um til Bjarmalands', að hann hafi verið með Einari Gerhard- sen í Moskvu á árinu 1920 og hafi Einar þá verið „talinn félagsskítur af þeim semþekktu Ihann bezt“. Þetta var í hinni sömu ferð, sem Hendrik segir frá Lenin og hinni „frægu tölu“ hans „um hernaðarlega afstöðu fslands í framtíðarstyrjöld, sér- staklega með tilliti til flug- hernaðar og kafbáta". Sú varð raunin nokkru eftir þetta, að kommúnistar í Noregi sýndu sig ósamstarfshæfa, og skildi þá msð öllu á milli þeirra og Einars Gerhardsens, sem hlaut stöðugt vaxandi trúnað flokksmanna sinna. Hann var kosinn í bæjar stjórn Osló á árinu 1931, og segir bróðir hans svo frá reynslu hans þar: „Ef ég hefi skilið Einar rétt, kynntist hann mörgum hæfileika miklum Hægri mönnum í störf- um að sveitarstjórnarmálum Osló borgar, dugmiklir framkvæmda- menn höfðu verið settir í æðstu trúnaðarstöður bæjarins. Sumir þeirra fengu smlám saman meiri áhuga fyrir sveitarstjórnarmál- um og borginni en stefnuskrá Hægri flokksins. Þeir kynntust einnig stjórnmálaandstæðingum, sem höfðu mikil og málefnaleg áhrif á þjóðfélagsvitund þeirra. Fyrir kom, að sumir þeirra lentu í erfiðleikum við flokksfélög sín. Krusjeff á að hafa sagt eftir fyrstu utanlandsferð sína „ — nú hef ég séð kapitalista í fyrsta ckipti á 40 árum.“ Áður en Ein- ar hóf afskipti af sveitarstjórn- armálum í Oslo, hafði hann að vísu séð kapitalista, en ég held að hann hafi ekki þekkt neinn. Og fyrir manninn, sem unnið hafði að skipulagsmálum flokks síns, hafði starfið að sveitar- stjórnarmálum töluverða um- breytingu í för með sér. Ekki ,er ólíklegt, að hann hafi öðru hvoru orðið að teygja sig meira í samkomulagsátt en hann hafði búizt við. Mér er nær að halda, að marg ir, sem koma fullir af sinnihvers dagslegu flokkstrygigð inn í bæj- arstjórn, verði án tillits til þess úr hvaða flokki þeir koma, hissa á því að uppgötva að mann kostir fylgja ekki skilyrðirlaust flokkaskiptingu. Mjög er senni- legt, að Einar hafi verið einn þeirra, sem þetta uppgötvuðu". Tóku ekki ofan Hér kom fleira til. Rolf Ger- hardsen segir: „Þegar Hitler tók völdin í Þýzkalandi 1933, voru það marg ir hér heima sem fengu aðra skoðun á varnarmálum. Einar var einn þeirra. Ef við áttum að verja okkur gegn hinum þýzka nazisma, þurftum við að hafa eitt hvað til að verja okkur með. Fullyrðingin um, að það hafi verið Hitler, sem gerði okkur að föðurlandsvinum, getur virzt fjarstæða. En þó, — í henni fellst meiri sannleikur en líta kann út fyrir við fyrstu sýn. Við höfðum lengið neitað að taka ofan, þegar menn sungu „Ja, vi elsker“ Þjóðsöngurinn var söngur þeirra borgaralegu, söngur Hægri manna. Þetta sögð um við og þetta meintum við. Við höfðum „Internasjonalen".: Fram þjáðir menn í þúsund löndum. - - -Á þeim árum var ekki heldur neitt velferðarþjóð félag í Noregi. Gunnar Reiss-Andersen skrif- aði í einu af ljóðum sínum á móti Hitler: Hann gaf okkur þrána eftir föðurlandi.“ Einar Gerhardsen og skoðana bræður hans höfðu manndóm til þess að læra af reynslunni og skildu, að þegar allt kemur til alls, þá skipta mannkostir ekki síður máli en skoðanir. Enginn stóðst hina hörðu þrekraun stríðsins betur en Einar Ger- hardsen né sýndi þá betur mannkosti sína. Þar af kemur hans sterka staða í norskum stjórnmálum. Auðvitað varð hann fyrir vonbrigðum er flokk ur hans tapaði 1965 og hann lét af völdum. En hann var einnig maður til að taka þeim ósigri og hörðustu andstæðingar hans hafa látið svo ummælt, að eng- inn hafi verið fúsari til að auð- velda stjórnarskiptin og leið- beina þeim, sem við tóku, en einmitt Einar Gerhardsen Dugleysi og þrældómur Óþarft er að ítreka það, sem oft hefur verið sagt áður að á meðal kommúnista eru margir mætir menn, að upplagi bæði greindir og velviljaðir. Það sem skilur þá frá öðrum, er að þeir fást ekki til að læra af reynsl- unni. Það er t.d. grátbroslegt að lesa í Þjóðviljanum þessa dagana skrif um það, að kapital isminn sé á heljarþröm í Frakk- landi, og Marxisminn að sanna réttmæti sitt þar, einmitt þegar komið er á daginn, að eina von De Gaulles til að rétta sinn hag, eftir allt sitt kommúnistadaður og óteljandi aðrar firrur er sú að vitna til ótta meirilhluta frönsku þjóðarinnar við hinn kommúniska óskapnað. Þeir, sem reynt hafa kommúnisma sjálfir og hafa enn ekki glatað öllum frelsis-hug, hafa og aðrar skoð- anir en leiðaraskrifarar Þjóð- viljans. T.d. er sagt frá því, að viku áður en þýzki vinstri sos- íalistinn Rudi Dutscke varð fyr- ir skotárás í Berlín hafi hann verið á fundi með stúdentum við báskólann í Prag. Þar réðust stúdentar harðlega á hugmynd- ir Dutsckes. Hinir tékknesku stúdentar höfnuðu hans Marx- isku — Lenínisku kenningum sem „hlægilegum", „fráleitum“ og þess eðlis, að hver sá, „er hlotið hefði þroska 15 ára ungl- Ings hlyti að afneita þeim.“ Stúdentarnir sögðu, að kerfið hefði verið reynt og brugðizt á hinn ömurlegasta hátt. Kenning, sem tækist að sameina „dugleysi og þrældóm" ætti ekkert annað skilið en menn hyrfu frá henni með öllu. Tók sig til Framsóknarpiltur að norðan fékk sig kosinn í svokallaða haf ísnefnd á s.l. Alþingi. Undir þinglokin virtist hafísinn vera á förum og nefndarmenn voru forfallaðir á ólíka vegu. Þess vegna varð þá ekki úr formlegu fundarhaldi. Síðar kom á daginn að hafíshættan var meiri en menn höfðu búizt við og var nefndin þá kvödd til fundar af þeim sem það átti að gera. Framsóknarpiltinum að norðan þykir sinn hlutur í öllu þessu hafa verið heldur lítill og reyn- ir nú að mikla hann með skrifi í Tímanum hinn 8. júní og segir m.a. „Þegar enn var dráttur á fundarboðinu og hafísinn á ný búinn að fylla firði og flóa fyr- ir Norður og Austurlandi, tók ég mig til og flaug til Reykja- víkur og gerði kröfu til þess að hafísnefndin yrði kölluð saman án frekari tafa. Þegar nefndin kom saman, kom í ljós - —“ Ástæðulaust er að eflast um flugferð kempunnar að norðan hingað suður, hitt veit enginn til hvers hann „gerði kröfu“ um fundarhald, því að enginn varð þeirrar kröfugerðar var nema maðurinn sjálfur. Sannleikurinn er sá, að allir ábyrgir aðilar hafa lagzt á eitt um að firra vandræðum vegna hafíssins og hafa tilburðir Framsóknarpilts ins að norðan engu um það breytt, þó að ástæðulaust sé að efast um góðan vilja hans frem- ur en annarra, en enn hefur vilja þessa álhugaman-ns reynzt ótrúlega vanmegnugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.