Morgunblaðið - 07.07.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1968
3
Séra Jón AuÖuns, dómprófastur:
Þtí og borgin þín
ISKOÐUM mann, sem var í and-
stöðu við borgina sína, og borg-
in hans, umhverfi hans, var í
ster'kri andstöðu við hann:
Það er vor, og sólin ljómar yf-
ir bsenum Jeríkó. Borgin er lítil,
en hún er í þjóðbraut. Og til að
annast toliheimtuna fyrir keis-
aranm í Rómaborg situr þarna í
rikmannlegu húsi tollheimt'U-
maðurinn Sakkeus.
Bæjarbúar er.u flestir fátækir
menn, sem vinna að framleiðslu
pálmaolíu og balsans, sem eru
dýrar vörur og verðmætar til
útflutnings. Menn búa almennt
við kröpp kjör, en tollheimtu-
maðurimn er ríkur maður, trú-
lega ríkasti maðurinn í Jeríkó.
Af því var hann óvinsæll af
samborgurum sínum. Fátækir
menn sáu ofsjónum yfir auðsæld
hans. Aðra aveið undan harð-
drægni hans. Og enn bakaði það
honum óvinsældir, að hann,
Gyðingurinn, vann að skatt-
heimtu fyrir hina hötuðu útlend-
inga, sem réðu landimu. En sjálf-
sagt hefðu ýmsir öfundarmenn
Sa’kkeusar fegnir þsgið embætti
hans, hefðu þeir átt þess nokk-
'urn kost.
Tollheimtumaðurinn í Jerikó
bjó ríkmannlega. Og bæjarbúar
hugsuðu þunglega til hans.
Óvildin hefir síður en svo orð-
ið til þess að milda skap Sakke-
usar og gera hann vægari í
skattheimtunni. Hann vissi öf-
undina og óvildina, sem hivaðan-
æva að streymdi að húsi ‘hans.
Hamn brynjaði sig með harð-
neskju gegn samborigurum sín-
um og djúpið varð meira og
meira milli þeirra og hans. Ó-
vildin óx og kuldinn varð meiri
og meiri í húsi Sakkeusar og
hjarta.
Menn töluu um auðæfi hans
en vissu ekki um hið gleðisnauða
líf í þessu rikmannlega húsi.
Menn vissu það ekki í Jeríkó
frekar en menn vita það í
Reykjavík í dag, að „oft var það
í koti karls, sem kóngs var ekki
í ranni“. Hann hirti ekki um að
skiilja óvildarmenn sína, og öf-
.undarmenn hans hirtu ekki um
að skilja hann. Bilið varð breið-
ara og breiðara milli þeirra og
Ihans. Þeir nutu þess að ala á
gremjunni í garð hans. Hann
taldi sér hinsvegar trú um, að
honurn stæði hjartanlega á
sama.
En þeir blekktu sig báðir, þeir
sem á gremjunni ólu, og hann,
sem .gremjan bitnaði á. I því
gerningaveðri getur enginn stað-
ið án þess að bíða af því tjón.
Tollheimtumað.urinn situr í
sínu rikmannlega, kalda húsi á
sólríkum vordegi, þegar hann
heyrir ys og óvænta mannaferð
um götuna. Hann sendir þjón
sinn út, og þjónninn flytur hon-
um þá fregn, að urigi spámaður-
inn frá Nasaret sé að koma inn
í Jerikó.
Þennan mann hafði Sakkeus
lengi þráð að sjá, og nú bíður
hann ekki boðanna. Hann hleyp-
ur út á þjóðveginn, en þar er
mannfjöldi fyrir báðum megin
vegarins. Og vegna þess að
Sakkeus er lítill maður vexti,
sér han.n ekki neitt. Hann reynir
að .troðast fram, en honum er ýtt
touldalega til hliðar. Fyrir hon-
um vill enginn víkja eina hárs-
breidd. Fyrir Sakkeus vill eng-
inn maður i Jeríkó gera neitt.
Þá stekkur hann upp í tré við
vegimn.
Ungi Nasareinn er að nálgast,
og hann kallar glaðlega til toll-
heimtumannsins: Flýttu þér of-
an, Sakkeus, í dag ætla ég að
vera gestur þinn.
Gyðingarnir hneykslast, og
þeir hneyksluðust oft, þegar síð-
ur var ástæða til en nú. Stormuri
undrunar og gremju fer umii
marga þá, sem glaðir höfðu geng!
ið út til að fagna gestinum. Hvað
er Nasareinn ungi að gera? t‘
húsi syndarans ætlar hann að’
vera gestur, húsin.u, sem byggt
hafði verið ríkmannlega fyrir,.
Móðpeninga almúgans! Þar ætlar
hann að vera og þiggja þar senni,
lega næturstað eftir að hafa ®et«*j
ið til borðs með þessum óþokka,
og etið af kræsingum hans! j
Mjög hafði loft verið lævt
felandið í Jeríkó áður. En aldrei
'eins og þetta kvöld. Aldrei hafði
■bilið verið eins breitt milli borg-
arbúa og tollheimtumannsins. ‘
[
En þetta er sólarlag. Sólarupp-
rásin var í nánd.
Mig langar til að skyggnast
um það með þér á sunnudaginni
'kemur, hvernig Sakkeus varð á
þessu fevöldi annar maður og
borgin hans bráðlega önnur
borg.
Vera má, að af því kunnir þú
eitthvað að læra um borgina
þína og þig.
11®
KTOl
ÉÉ
ÉÉ
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Veiðarnar.
Aflabörgð hafa haldizt gólð hjá
togurunum, en nú er það mest
karfi, sem þeir koma með, þrátt
fyrir mikið tap á frystingu hans.
En togurunum eru allar aðrar
bjargir bannaðar.
Togbátarnir hafa verið að
fiska vel fyrir norðan, og hafa
nokkrir orðið að sigla með afl-
ann til Austurlands og Vest-
mannaeyja til þess að geta losn-
að við hann, svo miki'ð hefur
borizt að af smærri bátum. Hef-
ur meira að segja sums staðar
orðið að setja á róðrabann, eins
og á Húsavík.
Togbátar hafa verið að reita
hér út á Jökultungunum. Ekki
hefur frétzt, að þeir hafi farið á
karfamið togaranna, en auðvit-
að ættu stærstu bátarnir a*ð gera
það og sjá, hvort þeir gætu ekki
slagað upp í þá „stóru.“
Minni togbátarnir hafa fengið
lítið upp á síðkastið, til að
mynda við Eyjar, þar sem
stærsti togflotinn er. Þar eru nú
margir byrjaðir humarveiðar, og
hefur humarinn glæðzt seinustu
dagana.
Handfæraveiðar hafa gengið
heldur stirt undanfarið, þó er
einn og einn bátur alltaf að fá
gólðan afla. Sturlaugur Böðvars-
son setti flestalla sína báta á
handfæraveiðar, lika stóru síld-
arbátana.
Þeir, sem róa með línu við
Austur-Grænland, veiða vel, þeg
ar ísinn bagar þá ekki. Það hafa
farið miklar sögur af óhemju
fiskgengd við Vestur-Grænland,
og bátur, sem yar þar með net
og saltaði fiskinn, hafði átt að
fá upp í 35 lestir í lögn. Fisk-
urinn er í feikna torfum og
Færeyingar rótfiska þar á hand-
færi, en svo styggur er fiskur-
inn að stöðva verður vélina og
láta bátinn reka, meðan þeir
skaka.
Síldarsamningamir.
Þungu fargi var létt af mörg-
um, þegar fréttist, að loks væri
komi'ð samkomulag um síldveið-
arnar í sumar. Hitt er svo ann-
að mál, hver starfsskilyrðin
eru.
Þessir samningar voru marg-
þættir. Fyrst og fremst milli sjó
manna og útvegsmanna um
skiptakjörin. Síðan um síldar-
verðið í Verðlagsráði. Og loks
milli útvegsmanna, sjómanna og
sildarverksmiðjanna annars veg-
ar og rikisstjórnarinnar hins
vegar.
í fyrra var bræðslusíldarverð-
ið kr. 1,21 kg. Þá var tap síldar-
bátanna 220 millj. kr., þar af
voru afskriftir 132 millj. króna,
svo að hreint tap var 88 millj.
króna.
Nú var afkoma bátanna reikn
uð út á sama hátt með óbreyttu
verði fyrir árið í ár, en kostn-
aður við útgerð hefur stóraukizt,
einkum vegna gengisbreytingar-
innar, og munar þar mest um
hækkun á olíu, veiðarfærum og
viðhaldi. Sýndu þessir útreikn-
ingar 360 millj. kr. tap fyrir ár-
ið í ár. Ef fyrningar eru dregn-
ar frá á sama hátt, sýndu þeir
228 millj. króna hreint tap. öll-
um var ljósft, að vonlaust var að
hrinda flotanum af stað með
slíkri afkomu. Og það skyldi al-
menningur gera sér glögga grein
fyrir, að fyrningar eru rekstrar-
útgjöld, sem verður að reikna
með, þó að þær séu dregnar frá
hér, skipin ganga úr sér, við-
hald þeirra eykst með hverju
ári, og svo er ekkert til að borga
með af stofnlánum, ef tekjuaf-
gangur er ekki fyrir fyrningum.
Skal nú nokkur grein gerð
fyrir afkomu síldveiðibátanna í
ljósi nýafstaðinna samninga.
Síldarverðið var hækkað um
7 aura kg frá í fyrra. Eru það
um 45 millj. kr. og af því fær
útgerðarmaðurinn tæpan helm-
inginn, eða 22 millj. kr. Þá lof-
aði ríkisstjórnin að aðstoða út-
gerðarmenn með grefðslu af-
borgana og vaxta af stofnlánum
síldarbátanna á yfirstandandi ári
að 2/3 hlutum, en allar afborg-
anir og vaxtagreiðslur af 110
skipum eru áætlaðar 100 millj.
króna yfir árið. Svo þetta ætti
að nema 66 millj. króna. Þá
mætti gera ráð fyrir 12 millj.
króna vegna verðhækkunar á
söltunarsiíld. Næmu þá verð-
hækkanirnar og aðstoð ríkis-
sjóðs um 100 millj. króna.
Tapið í ár ætti þá að nema 260
millj. kr. á móti 220 millj. í
fyrra, eða 40 milljónum króna
meira en í fyrra.
Ljótar tölur það. Þeir, sem
vilja skemmta sér við að reikna
fyrningar frá, geta reiknað með
sömu upphæð og gert er hér að
framan, en það er blekking.
Hér er ekki reiknað með minni
háttar fyrirgreiðslum, sem óljóst
hefur verið lofað af ríkisstjóm-
inni, og heldur ekki auknum út-
gjöldum af nýjum kjarasamn-
ingum, sem eru nokkur.
I fyrra töldu útvegsmenn, að
meðaltap á síldarbát hefði verið
1—1% millj. króna. Eftir þessu
ætti tapfð að hækka um %
millj. kr. Ekkert heldur nú út-
gerðarmönnum uppi nema bjart
sýnin, en hvað það flotholt dug-
ir þeim lengi, skal látið ósagt.
En fyrirsjáanlegt er, nema eitt-
hvað alveg sérstakt komi fyrir,
svo sem að síldin veiddist upp
við landsteina og þá ógrynni af
henni, að aðeins 10 efstu bát-
arnir gætu vænzt þess að koma
út á 0.
Nú er svo mikill óhugur í
mönnum með síldarútgerð, að
margir, ef ekki flestir, sem voru
byrjaðir á öðrum veiðum, halda
þeim áfram, og meira að segja
'er nú verið að búa stóra síldar-
báta út á línuveiðar. 7 bátar
hafa stundað síldveiðar frá Kefla
vík, en talið er að aðeins einn
fari nú, svo dæmi sé nefnt.
Það má vara sig á að eyði-
leggja ekki þennan mikilvæga
atvinnuveg landsmanna með því
að búa of illa að honum, eins og
gert var með togaraútgerðina.
Athyglisverð nýjung.
Valtýr Þorsteinsson útgerðar-
maður hefur leigt færeyskt 700
lesta skip til að salta í síld á
miðunum. Verða þar um borð
söltunarstúlkur og vinnuspar-
andi vélar. Háfa á síldina um
borð úr veiðiskipunum. 1 skjótu
bragði lítur þetta svo út sem
söltunarstöðvarnar úr landi séu
fluttar út á miðin. Að því leyti
er þetta ekki ósvipað síldarflutn
ingaskipunum, sem verksmiðj-
umar senda á miðin og nú er
losað í í stað síldarþrónna áð-
ur.
Þetta virðist ólíkt vænlegri
hugmynd til góðs árangurs en
að flytja tunnur og salt milli
skipa og láta sjómennina salta
síldina um borð í veiðiskipun-
um og koma svo síldinni salt-
aðri um borð í flutningaskip.
Annars verður ekki sagt um það
fyrirfram, hvað ofan á verður í
þessum efnum, en hugmynd
Valtýs er óneitanlega mjög
lokkandi. Skipið er bara of lít-
ið. En þannig byrjaði það líka
í síldarflutningunum. Dag-
stjarnan er ekki nema um 1000
lesta skip, hún ruddi brautina,
þótt nú sé ekki talið svara kostn
aði að reka hana. Svona geta
breytt viðhorf kallað á nýjar
leiðir. Engum hefði dottið í hug
að fara að salta síld úti á mið-
unum, ef síldin héldi sig ekki í
þessari órafjarlægð.
Flutningaskipin.
Eitt af því allra mikilvæg-
asta, sem gert hefur verið til að
hagnýta síldarverksmiðjurnar,
hvar sem er á landinu, voru
kaupin á Síldinni og Hafernin-
um. Það má ekki rugla því sam-
an við það, sem nú er verið að
gera með leiguskipið, sem SR er
að láta útbúa í Reykjavíkur-
höfn til síldarflutninga. Það eru
fyrst og fremst viðbrögð vegna
fjarlægðar síldarinar, en það
var ekki komið til, þegar Síldin
og Haförninn voru keypt. Nú
eru þær verksmiðjur, sem þá
lágu bezt við, orðnar afskiptar
með síld, eins og Austfjarðaverk
smiðjumar, enda á þetta nýja
skip að landa á SeyðisfirðL
Þó að mönnum þyki hart, að
síldin haldi sig svo fjarri land-
inu, verða þeir að sætta sig við
það og reyna að bjarga sér eins
og bezt gengur. Það er vonlaust
að ætla, nema með bullandi tapi
að flytja síld í land á veiði-
skipunum sjálfum þennan óra-
veg fyrir eina krónu og tuttugu
og átta aura kg.
Til að rökstyðja þetta ofur-
lítið betur má bera þessar veið-
ar saman við karfaveiðamar.
Skip rúmar um helmingi meira
af síld en ísuðum karfa. Fyrir
2 kg. af síld fást nú kr. 2,56, en
fyrir 1 kg. af karfa fæst kr.
4,75, og þó er álíka langt á síld-
armiðin við Bjarnarey og karfa-
miðin við Nýfundnaland. Myndi
nokkrum lifandi manni detta í
hug að sækja karfa til Nýfundna
lands fyrir kr. 2,56 kg.
Það verðúr að leysa það
vandamál í miklu stærri stíl að
losa skipin við síldina á miðun-
um, bæði til bræðslu og söltun-
ar. Af hverju gefur það opin-
bera ekki fyrirheit um lán til
kaupa á flutningaskipum eins og
fiskiskipum, það er jafnvel
mikilvægara fyrir þjóðina í dag
að fá fleiri flutningaskip en fiski
skip. „Síldin“ kostaði eins og
tveir síldarbátar. Það er ekki
allsstaðar hægt að koma því við
að landa úr 3500—4500 lesta
flutningaskipum, bæði vegna
hafnarskilyrða og afkastagetu
verksmiðjanna á staðnum. En
hér skulu nefndir nokkrir lík-
legir staðir: Akureyri, Seyðis-
F.ramlhald á blla. 13
Ítalíuferðir
Italska blómaströndin - London
brottf. 26. júlí og 9. ágúst.
Róm - Sorrento - London
brottf. 16. ág. og 30. ág. Fá sæti laus.
Ferbin, sem fólk treystir
Ferðin, sem fólk nýtur
Ferðin, sem tryggir yður
mest fyrir peningana er
Spánarferðir
Verð trá kr. 70.900.- með söluskatti
Lloret de Mar — skemmtilegasti
baðstaður Spánar * 4 dagar London
ifjrmifTíiip]
® brottf. 26. júlí (fullt), 9. ágúst (fullt).
~J&*~ ~ 16. ágúst (fullt), 23. ágúst, 30. ágúst, 6. sept., 13. sept.
TORREMOLINOS, brottf. 23. ágúst og 20. sept.
Crikkland - London brottf. 13. sept.
Skandinavía - Skotland brottf. 16. júií.
Mið-Evrópuferðin vinsœla brottf. 3. ág.
Dragið ekki að panta
ÚTSÝNARFERÐ
FERÐASKRIFSTOFAN
ÚTSÝN
Austurstræti 17
Sími 20100/23510.