Morgunblaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 196-8
5
. . ' -
■
........—j
.............................|
;
::
EROS — rennileg skemmti-
snekkja sleikti sólskinið í olíu
brákaðri Reykjavíkurhöfn í
gær, en hér hefur hún legið
í nokkra daga. Eigendur eru
tveir austurrískir bræður,
Klein, og létu þeir smíða
snekkjuna í Stokkhólmi fyrir
tæpum þremur árum og kost
aði hún þá 100.000 sterlings-
pund eða 13.5 milljónir ís-
lenzkra króna. Snekkjan er
byggð hjá Gustafsson & And-
ersson í Stokkhólmi.
Við heimsóttum Oskar
Klein, konu hans og börn, sem
sátu í skemmtilegum matsal
ásamt vélstjóra sínum Walter
Wolf og létu fara vel um sig
eftir hádegisverð. Frúin tók
á móti okkur við landganginn
og sýndi okkur skipið.
— Við komum frá Stokk-
hólmi, sagði frúin, og höfum
átt viðkomu í Orkneyjum og
Færeyjum. í kvöld leggjum
við af stað aftur og ætlum
til Akureyrar og síðan austur
og suður með landi og sömu
leið heim.
— Jú, við fengum anzi
slæmt veður milli Orkneyja
og Færeyja — og í rauninni
höfum við ekki fengið gott
veður fyrr en hér við íslands-
strendur og í Reykjavík. Við
vonum að heppnin verði með
okkur fyrir norðan og að ís-
inn angri okkur ekki um of.
— Eros er 123 brúttólestir
— segir Wolf, vélstjóri, .er við
spyrjum um eiginleika snekkj
unnar. Hún er 98 fet að lengd
álskip búið tveimur Skania-
Vabis-vélum, sem hvor um
sig er 200 hestöfl. Ganghraði
er 12 hnútar. Þá er um borð
sérstakt tæki er eimar fersk-
vatn úr sjó, 40 lítra á klukku
stund.
— Eig.endur eru tveir —
segir frúin. Maðurinn minn
og bróðir hans eiga hana í
sameiningu. Að þessu sinni
verðum við með hana í 6 vik
ur, en þá tekur mágur minn
við og ætlar að nota hana í
ágúst og eitthvað fram í sept-
Fjölskyldan í eldliúsinu, frá vinstri: Wolf, vélstjóri og síðan Kleinhjónin ásamt syni sínum.
Eros — snekkja Austurríkis mannanna í Reykjavíkurhöfn.
Ljósm.: Ól. K. M.
ember. Við erum hér tvö hjón
in með tveimur börnum okk-
ar, en mágur minn á tvær dæt
ur. Að vetrinum geymum við
snekkjuna í Stokkhólmi, þar
sem henni er komið í hús.
Snekkjan er einkar skemmti
leg. I henni er stór matsalur
og er eldhúsið í öðrum enda
hans. Framan við brúna er
stór og vistleg setustofa, en
frammi í vistarverur fyrir á-
höfn. Miðskips eru vistarver-
ur eigendanna, tvö böð, tvö
hjónaherbergi — sitt fyrir
hvorn bróður.
Það þarf vart að taka það
fram, að öll siglingartæki af
fullkomnustu gerð eru um
borð og er allt sjálfvirkt, þann
ig að unnt er að stjórna skip-
inu án þess að fara nokkurn
tímann úr brúnni.
— Fyrsta sumarið, sem við
áttum snekkjuna — segir frú-
in, sigldum við til Noregs og
Danmerkur og víðsvegar um
Norðursjó. Nú er ferðinni heit
ið umhverfis fsland og við
höfum þegar ákveðið að sigla
um Miðjarðarhaf næsta sum-
ar. Munum við að þeirri ferð
lokinni leggja snekkjunni í
Trieste í stað Stokkhólms,
vegna þess að tími vinnst en tilhlökkunin til þess að
ekki til að sigla henni aftur
þangað.
— Við f.srðumst á milli Vín
ar og Stokkhólms í bíl. Öku-
ferðin tekur okkur einn dag,
komast um borð í Eros er
ávallt svo mikil, að enginn
telur þá vegalengd eftir sér,
sagði frúin um leið og við
kvöddum.
Kleinsonurinn er mikill sjómaður, þótt ekki sé hann hár í
loftinu. Hér stendur hann í brúnni.
Góðar íluíðir til sölu
2ja, 3ja og 4ra herbergja í Breiðholtshverfi. fbúð-
irnar verða mjög vandaðar og fullfrágengnar ásamt
lóð og barnaleikvelli. Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Nánari uppýsingar í síma 34441 kl. 6—10 á kvöldin.
EIIMAIMGRUINIARGLER
Vinnubúðir
fyrir unglingn
NÚ í surn.ar nrnm Ungmennafé.
lag Skeiða.manna starfrækja
vinnubúðir fyrir unglinga a3
Brautarholti á Skeiðuim í sam
vinnu við æskuilýðsstairf kirkj.
unnar. Þetta er tilraun, sero
fnamhald verður á, ef veil tekst.
Hefur Þorsteinn Einarsson
íþróttafullltrúi léð málinu ómet.
aniie.gan stuðning á undirbún.
inigsistiginiu.
Vinmfbúðiirnar eru að þessu
sinni ætLaðar piiltuim frá ferrn-
ingiu til 15 ára aldurs. Starfsem-
in hefst 18. júlí og stendur til
1. ágúst. Unnið verður 6 srbundir
á dag að ýmis konar lagfæring-
um á skólahúsinu í Brautarholti
og bændur ef til villl aðlstoðaðiír
við heysikapinn. En að öðru leyti
verður tím.anum einnig varið til
fræðslu og íþróttaiðkana. Kaup-
gneiðsila verður eins og í Vinn.u-
skóla Reykjavíkur.
Þar eð fjöldi þátttakenda eT
taikmarkaður, þurfa umisóknix um
dvöl að berast fyrir 12. júlí, en
þeim er veitt viðtaka hjá séra
Bernharði Guðmiundssyni Braut-
anhoLti og í sikrifstofu æiskuilýðs-
fulltrúa kirkjunnar að Klappar-
stig 27, Reykjavík.
Forstöðiumenn vinnuibúðanna
Vörugeymsla
v/Shellveg 244-59.
Harðtex
WISAPAN
verða þeir Bjarni Sveinsson
íþróttakennari og séra Bern-
harður Guð'mundsson sólknar-
prestiur.
Spónoplötur
frá Oy Wi7/».
Schauman aJb.
Vér eigum jafnan fyriiv
liggjandi hinar vel þekktu,
finnsku spónaplötur í öll-
um stærðum og þykktum.
Caboon plötur
Krossviður
alls konar.
OKALBOARD
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
Mikil verðlœkkun
et samið er strax
Stuttur afgreiðslutími.
10 ÁRA ÁBYRGÐ.
Leitið tilboða.
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER
4-5-6 mm.
Einkaumboð:
HANNES
ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími 2-44-55.
(spónlagt).
VIALABOARD
Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með
stuttum fyrirvara.
E inkaumboðið