Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 30

Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 196S Síðustu mínúturnar örlagaríkar fyrir Finna Höfðu 2:1 er 4 mín. voru eftir til leiks loka, en ísland vann 3:2 ISLENZKA unglingalandsliðið sigraði Finna í gærkvöldi á Laug ardalsvellinum með 3-2. Leikur- inn var fjörugur og tvísýnn all- an tímann, en þó höfðu Finnam ir undirtökin þar til tvær mínút- ur voru til leiksloka, að íslenzku piltamir skoruðu sigurmörkin. Liðin voru ekki ósvipuð að styrkleika þó virtist manni Finn arnir heldur yfirvegaðri í sínum leik. Á móti vó að íslenzku fram herjarnir voru mjög sóknglaðir og áttu þeir fleiri hættuleg upp- Jón hvarf Valur náði AKUREYRINGAR — forustu- liðið í 1. deild — komu til höf- uðborgarinnar og léku við ís- landsmeistara Vals á sunnudag- inn. Sá leikur varð heldur þóf- kenndur og leiðinlegur og lykt- aði með jafntefli 1-1. Forysta AJiureyringa varir því enn, eitt stig umfram Fram. En sigur- möguleikar Vals virðast næstum úr sögunni, enda verðskuldar leikur eins og þeir sýndu á sunnu dag ekki sigur í mótinu. Akureyringar voru mjög frísk- ir í byrjun og höfðu allt frum- kvæði í leiknum fyrstu 20 mín- úturnar. Sú sókn skapaði eitt mark og skoraði Kári það eftir leik með skalla. Upphlaupið upp hægri kantinn var vel gert og sendingin fyrir markið góð. Hins vegar má skrifa þetta mark að verulegu leyti á reikn- ing Sigurðar í marki Vals, sem hlaup en andstæ'ðingarnir. Vörn- in var hins vegar ekki nógu ör- ugg, og fengu Finnarnir bæði mörkin fyrir leiðinleg varnarmis tök. Mesta athygli í liði íslands vöktu Sigfús markvörður, Ágúst og Marteinn. í finnska liðinu bar mest á útherjunum, Tikken- son og Hoffari, sem báðir eru leldsnöggir og leiknir með knött- inn og sköpuðu þeir oft mikla hættu. Þá er Vittila einnig at- hyglisverður leikmaður. af velli og að jafna hljóp út móti Kára, nam þar staðar og gerði því hvorki að trufla hann né verja markið. Litlu síðar varð Jón Stefáns- son að yfirgefa völlinn og dró þá mjög mátt úr Akureyring- um. Snerist leikurinn í þóf mik- ið og var það lengst af eftir það, því Valsliðið var að verulegu leyti án neistans sem til þarf. Á síðustu mínútu leiksins jafn- aði Reynir Jónsson fyrir Val. Myndaðist þvaga við Akureyrar- markið og voru margir til sókn- ar og varnar og margir fætur á lofti við knöttinn. Reynir Jóns son stökk inn í þvöguna og náði að senda knöttinn yfir línuna en meiddist við þetta „flug“ sitt og var borinn af velli. En hann hafði tryggt jafnteflið. Bæði lið léku lakar en þau eru þekkt fyrir og þetta mun lak asti leikur Akureyrar í mótinu. Fyrsta mark leiksins kom strax á sjöundu mínútu. Hoff- ari lék íslenzku vörnina grátt og gaf knöttinn fyrir markið, og þurfti miðherjinn Sergström ekki nema rétt ýta knettinum í markið. Upp úr þessu náðu íslendingarnir sér betur á strik og náðu öðru hverju hættuleg- um upphlaupum, þótt fleiri mörk yrðu ekki skoruð í þessum hálfleik. Síðari hálfleikinn hófu íslend ingarnir af miklum krafti. Dæmd var hornspyrna á Finn- ana, sem Óskar Valtýsson fram- kvæmdi vel og Ágúst skallaði ó- verjandi í netið. Litlu síðar náðu íslenzku piltarnir aftur góðu upphlaupi, en þá skaut Ágúst naumlega framhjá. íslenzku vörninni urðu á mikil mistök á 22. mínútu. Misstu þeir þrjá Finna inn fyrir sig, og mikil þvaga Pressuleikir i kvöld ,í KVÖLD fer fram við Mela- iskólann í Reykjavík, leikur á milli úrvalsliðs landsliðsnefndar og liðs, sem íþróttafréttamenn hafa valið (Pressuliðs), og eru það bæði í karla og kvennaflokk um. Karla landsliðið fer til Fær- eyja í þessum mánuði, og leika þar 1-2 leiki, og er þessi leikur m.a. undirbúningur þess. Leikirnir í kvöld hefjast kl. 20 Molar Bandaríkjamaðurinn Mark Spitz hefur sett heimsmet í 400 m skriðsundi, 4:07.7 mín. Hann vann þá m.a. Don Schollander og var um 5-6 m á undan. Fyrra heimsmetið átti landi hans, Greg Charlton og var það 4:08.2. Keflvíkingar skoruðu fyrsta markið og f engu f y rsta stigið i leiknum við Akureyringa á sunnudag Þorbergur varði vítaspyrnu KEFLVÍKINGUM tókst á laug- ardaginn að skora sitt fyrsta mark í Islandsmótinu og jafn- framt að krækja í fyrsta stigið í jafnteflisleik gegn Fram. Leik- urinn, sem fram fór í Keflavík, var oft fjörlegur, en nokkur harka var í leiknum einkum í síðari hálfleik. Það leit úr fyrir að Keflvíking um tækist að láta mótherjana skora fyrir sig fyrsta markið i mótinu, þegar knötturinn hrökk af bakverði Fram og lenti í netinu. Dómarinn, Valur Bene- diktsson, dæmdi hins vegar markið ógilt, væntanlega vegna hrindingar og fagnaðaróp áhang- enda ÍBK breyttust í angistar- stunur. Hálfleik lauk án þess að mark væri skorað, en nokkurt mann- fall varð í liði beggja. Anton Bjarnason varð að yfirgefa völl- inn um miðjan hálfleik vegna meiðsla, en Sigurbergur Sig- steinsson kom í staðinn. Skömmu fyrir hlé skiptu Kefl- víkingar um tvo leikmenn, Jón Jóhannsson og Jón Ólafur fóru út, en inn komu Hólmbert og Ástráður. Talsvert fjör færðist í leikinn i síðari hálfleik, er Einar Gunn- arsson skallaði óverjandi í mark Fram eftir góða fyrirgjöf frá Magnúsi Torfasyni. Gullfallegt mark, en ekki mátti miklu muna með rangstöðuna. Skömmu síðar var Einari brugðið á vitateig, en Þorbergur varði vítaspyrnu Sig. Alberts- sonar glæsilega. Nokkru fyrir leikslok skoraði Sigurbergur jafnteflismark Fram úr þvögu framan við marg ÍBK, eftir auka spyrnu skammt utan vítateigs. Þetta voru nokkuð sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Keflvíkingar mættu til leiks í hvítum búningum með Marka- Jón í stöðu miðherja og Guðna Kjartansson endurheimtan frá Laugarvatni. Talsvert meira líf og kraftur virtist í liðinu nú en fyrr í sumar, en hvort um er að ræða vakningu sem dugir til að bjarga frá falli í 2. deild er ann- að mál. Óneitanlega virtist það skrítin ráðstöfun að nota Guðna sem bakvörð eftir að hafa séð leik hans sem „tengilið" á móti V-Þjóðverjunum. Þorbergur, markvörður Fram, átti frábæran leik og einnig kom Sigurbergur skemmtilega á óvart. Dómarinn, Valur Benediktsson, hélt sig að mestu á miðjum velli og getur verið að hreyfingarleysi hans sé orsök sumra hans mörgu mistaka, en það eru mörg ár síð- an undirritaður minnist að hafa séð aðra eins Löngu-vitleysu á leikvelli. Ef dómarar hafa ekki úthald til að fylgjast með gangi leiksins, eiga þeir ekki að gefa sig í að dæma. En hlutlaus var Valur, glappaskotin dundu jafnt yfir bæði liðin. — B.Þ. myndaðist á markteig fslending- anna, en Finnarnir urðu fyrri til að ýta við knettinum, og hann lenti í netinu, 2:1 fyrir Finnland, og útlitið heldur svart fyrir ís- lenzku piltana. En þeir misstu aldrei móðinn, og síðustu mínútur leiksins urðu afdrifaríkar fyrir Finna. Á 42. mín. sóttu íslendingar af miklum krafti, og þvaga myndaðist við mark Finna. Frá henni hrökk knötturinn til Marteins, sem stóð óvaldaður í vítateignum, og var ■hann ekki seinn á sér og skaut þrumuskoti, óverjandi fyrir finnska markvörðinn. Þeir létu ekki þar við sitja, heldur hófu strax annað upphlaup. Tómas iPálsson, hægri innherji þaut upp völlinn og átti lúmskt skot að marki. Finnski markvörðurinn missti knöttinn inn fyrir sig og hófst nú mikil barátta finnsks varnarmanns og tveggja ís- lenzkra framherja, sem lyktaði á þann veg að fslendingarnir höfðu betur og fengu komið knett inum í netið. Svíar sigruðu Dani 2:1 SVÍAR sigruðu Dani með tveim- ur mörkum gegn einu í leiknum 1 Norðurlandamóti unglinga í knattspymu, sem fram fór í ’Keflavík. I. ■ Danska liðið byrjaði mjög vel, og á Ifimmtu min. leiksins skor- aði hægTi innherji þeirra, Lynge Jacobsen, eftir að Torben Ras- musen hafði opnað sænsku vörn- ina á skemmtilegan hátt. Á 37. mínútu leiksins jöfnuðu Svíarndr. Sænski miðherjinn, ’Bjöirn Gustarfsson, fékk send- ingu fram völlinn í mjaðmarhæð, Sló hann knöttinn niður með "vinstri ihendinni ög brunaði ’fram völlinn. Tókst hionum að ,'leika á tvo dansika vairnarleik- menn og skora. Hvorki dómari 'né Mnuveirðir virtust taka eftir Órotinu. Sigurmarkið skoraði svo Sverre Rökás fyrir Svía snemma í síðari hálfleiknum, eftir mis- heppnað úthlaup Harboe Dane- sens, markvarðar Dananna. Bæði Mðin lébu 4-2-4. Danska liðið lék jéttari og skemmtilegri knattspyrnu. Fram yfir miðjan fyrri hálfieik áttu þeir mtuin meira í leiknum, en smátt og smátt tókst hinum stóru og skob- glöðu Svíum að ná yfirhöndinni. Mikil harka var í leikum og áttá dómarinn, Hannes Þ. Sigurðsson, ifiullt í fangi með að hafa hemil 'á skapbráðum leikmönnum. — 'Einkum áttu Svíamir þar 'hlut 'að máli og léku mjög gróf,t á ’köflum. ' Beztir í Mði Dananna voru Kar sten Jensen, Birger Topp og Lynge Jacobsen, en bezti maður Svíanna var hinn sterklegi mið- herji, Björn Gustafsson. Sendingar Þórólfs riðu baggamuninn er KR vann Vestmannaeyjar KR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í 1. deild er þeir heimsóttu Vestmannaeyinga á sunnudag- inn. Hinar beittu og ákveðnu sendingar Þórólfs Beck í eyðurn ar í vörninni urðu Eyjamönnum ofviða og KR fór með sigurinn 3-0 og stigin bæði af hólmi. Eyjamenn áttu mörg tækifæri í leiknum en eins og áður skorti á að nýta möguleikana. Þannig áttu Eyjamenn tvö færi í byrjun sem Ellert fékk bundið enda á og sí’ðar í leiknum áttu Eyja- menn tvívegis skot úr dauða- færum — annað skiptið af mark- teig og hitt um meter frá marki — en skutu yfir. Þá gerðu Eyjamenn harða hríð að marki KR 10 mín. fyrir leiks lok sem lyktaði með tveim hom spymum og var það snarræði markvarðar KR að ekki tókst betur til fyrir Vestmannaeyinga. KR skoraði fyrsta markíð þeg- ar á 4. mín. Það var Þórólfur sem upphaffð átti með „stungu- bolta“ að marki og Eyleifur átti auðvelt með að reka endahnút- inn á. Á 15. mín óð Hörður Markan upp hægri kant og tókst að gefa vel fyrir og Ólafur Lárusson skoraði með skalla af stuttu færi án þess við yrði gert. Rétt fyrir leikslok skoraði Ólafur þriðja mark KR með góðu styoti eftir grófleg mistök í vöm Vestmannaeyinga. Leikurinn var aldrei skemmti- legur. KR-ingar áttu fleiri færi en mörkin sína en voru ákveðn- ari og heppnari í tilraunum sín- um en Eyjamenn. Sigurinn var því verðskuldaður en kannski einum of stór. Beztir hjá KR voru markvörðurinn, Þórólfur og Hörður Markan. Valur Ander sen var eini af Eyjamönnum sem átti góðan leik. Áhorfendur komu illa fram, vom með hróp að leikmönnum beggja Mða, skammir og svívirð- ingar. SMkt er leiðinlegt og setur blett á leikina í Eyjum. Magnús Pétursson dæmdi sæmilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.