Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 17

Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 196« 17 * Lúðrasveit Siglufjarðar. Það er Geirharður Valtýsson, sem leik- ur á trommurnar í þetta skiptið. Vísir og kvennakór sungu. M.a. írumflutti Vísir „Afmælis- kveðju" til Siglufjarðar eftir Jó- hannes S. Sigurðsson, sem ;Geir- harður Valtýsson samdi lag við. (Þá sýndi fimleikaflokkur undir stjórn hins þekkta ílþróttamanns, iHelga Sveinssonar. Var Helgi sprækastur allra, og þótti sanna, að „ailt er fimmtugum fært“, en ihann varð einmitt fimmtugur og inn í milli var skotið gaman- sögum af ýmsum bæjarbúum. Þar var m.a. sögð sagan af því, þegar Ólafur Þorsteinsson, sjúkrahúslæknir, sigldi vestur um haf til að kynna sér nýjung- ar í læknislistinni. Hugðust Am- eríkumenn heldur betur taka þennan ísTiending í karphúsið og sögðu honum, að þeir væru bún- Karlakórinn Vísir og kvennakór syngja við undirleik hljómsveitar. Stjórnandi er Geirharður ir að finna upp aðferð til að Valtýsson. XÓNAPLÓÐ er rétta orðið til að Iýsa afmælishátíðarhöldunum í Siglufirði um helgina. Frá morgni til kvölds og fram á nótt ómuðu tónarnir um bæinn, köst- uðust milli hárra fjallanna og dóu út í bláma himinsins. Burtfluttir Siglfirðingar fjöl- menntu „heim“ til hátíðarhald- anna og mátti sjá bíla úr öllum lögsagnarumdæmum landsins. Töldu kunnugir, að íbúafjöldinn ihefði nær tvöfaldazt þessa daga. Klukkan átta á laugardags- morgun voru fánar dregnir að hún um allan bæ og Lúðrasveit iSiglufjarðar fór með horna- blæstri um bæinn. Var fólkið fljótt að komast í hátíðarskap, enda veður með afbrigðum gott, logn og sólskin eins og bezt get- ur orðið í Siglufirði. Mikið fjölmenni var saman komið á Barnaskólatoalanum laust eftir hádegi, þegar Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri, toauð gesti velkomna og setti há- tíðina. Meðal ræðumanna voru forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, félagsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson og Sig- urður Kristjánsson, heiðurs'borg- Nokkur hluti hátíðarfólksins á Barnaskólabalanum. (Ljósm. Júlíus Jónsson). fa • /■ / m« 1 •• „Sumarjol i Sigluiiroi ari Siglufjarðar, en hann er nú einn eftirlifandi þeirra, sem sæti áttu í fyrstu bæjarstjórn kaupstaðarins. Siglufirði bárust margar góðar gjafir frá vina- bæjum sínum á Norðurlöndum Júlíus Júlíusson, kynnir hátíðarhaldanna. og burtfluttum , Siglfirðingum, m.a. gaf Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni sigl- firzkri æsku 250.000 krónur, sem verja á til kaupa á skiðalyftu. Lúðrasveit Siglufjarðar lék milli ávarpanna og karlakórinn ekki alls fyrir löngu. Að sýning- unni lokinni heiðruðu fimleika- mennirnir stjórnanda sinn með fallegri gjöf — silfurstyttu af fimleikamanni. Síðdegis var opnuð málverka- og ljósmyndasýning í Gagnfræða skólanum og voru þar til sýnis gamlar og nýjar ljósmyndir frá Siglufirði og verk siglfirzkra listamanna. Barna- og unglinga- skemmtun var haldinn við Barnaskóiann. Þar skemmtu leik ararnir Bessi Bjarnason og Gunn ar Eyjólfsson, Alli Rúts fór með gamanmál og hljómsveitin Stormar lék. Á knattspyrnuvellinum kepptu iheimamenn og burtfluttir í knattspyrnu og veittu heima- menn „flóttamönnunum", eins og þeir kölluðu þá, vel meinta ráðningu. Gestaboð Norrænafélagsins hófst klukkan sex síðdegis og um kvöldið hélt Lúðrasveit Siglu- fjarðar músíkkabarett í Nýja Bíó. Var hátíðargestum þar boð- ið í siglingu með m.s. Sigló-Sól og sögðu forráðamenn skemmt- unarinnar að það skip hefði rík- isstjórnin skenkt Siglfirðingum í tilefni afmælanna. Fjöl'breytt skemmtidagskrá var „um borð“ setja postulínsaugu í fólk og fengi það þar með fulla sjón. En þetta fannst Ólafi nú ekki mikið. Hann kvaðst hafa tekið fingur af manni upp á íslandi og sett kýrspena í staðinn. Að- gerð þessi tókst svo vel, að mað- urinn hafði full not af fingri 'þessum og fékk þar að auki fimm potta mjólkur í mál. Þetta þótti Amieríkumönnum ótrúlegt afrek og einn þeirra spurði Ólaf, hvort nokkur hefði séð þetta og gæti sannað sögu hans. Þá brosti Ólafur hæversklega og avaraði: „Séð þetta? Jú, vinir mínir. Þeir með postulínsaugun". Þannig leið tíminn við glaum og glens og er ólhætt a'ð full- yrða, að allir héldu glaðir „frá borði“ að siglingu lokinni. Fyrri degi hátíðarinnar lauk svo með dansleikjum í Alþýðu- húsinu og Hótel Höfn. Hrím og Gautar léku fyrir dansi og Bessi og Gunnar skemmtu. Um nóttina læddist þokan inn í fjörðinn og þegar fánar voru dregnir að hún klukkan átta á sunnudagsmorgun húldi þokan fjöllin. Þegar á daginn leið leyst- ist hún upp og sólin blessaði Siglufjörð aftur með geisla- skrúði sínu. Klukkan hálf ellefu var skrúð ganga frá Barnaskólanum í kirkju og þar predikaði sr. Krist ján Róbertsson, sóknarprestur, sem Siglfirðingar sóttu aftur alla Karlakórinn Vísir hélt hátíð- arsamsöng í Nýja-Bíó klukkan fjögur. Auk kórsins komu þar fram blandaður kvartett og hljómlistarmenn. Stjórnandi kóra ins á þessum hátíðarsamsöng var Geirharður Valtýsson og einsöng varar: Kristinn Georgsson, Sig- urjón Sæmundsson, Þórður Kristinsson og Guðmundur Þor- láksson. Að samsöngnum loknum bauð bæjarstjórnin gestum til hátíðar miðdags að Hótel Höfn. Undir borðum fluttu gestirnir Siglu- firði hlýjar kveðjur og árnaðar- óskir og bæjarstjórar allra nágrannakaupstaðanna færðu Siglufirði gjafir frá hieimabæj- um sínum. Um kvöldið var Leikfélag Siglufjarðar með kvöldvöku í Nýja-Bíó. Þar voru fluttir kafl- ar úr leikritum, lesin upp kvæði, Kvennakór Siglufjarðar söng undir stjórn Silke Óskars- son, og farið var með gaman- mál. í lokin sungu allir kveðju- söng, sem Hafliði Guðmundsson, kennari hafði ort kvöldið áður. Að lokum var svo stiginn dans fram eftir nóttu sem fyrra kvöldið. I gær bauð bæjarstjórn gest- um í skoðunarferð um bæinn og inn að Skeiðsfossvirkjun. Gott félagslíf og fjölbreytt. Kynnir hátíðarhaldanna var Júlíus Júlíusson. Við vor- um lengi búnir að eltast við Júl- íus áður en hann fékk tóm til að ræða við okkur, en loks gaf Frá Fimleikasýningunni. Helgi um manni“. leið til Kanada. Eftir hádiegið voru dagskráu- á íþróttavellinum og í Sundhöll- inni og var ýmislegt til skemmt- unar á báðum stöðum m.a. sóttu ísfirðingar Siglfirðinga heim og kepptu við þá í knattspyrnu. Tóku Isfirðingar góðan þátt í hátíðarhöldunum, Siglfirðingum til mikillar ánægju. Sveinsson fylgist vel með „sín- hann sér tíma til þess milii tveggja atriða. — Hvenær hófst undirbúning ur fyrir þessi hátíðarhöld, Júl- íus? — Undirbúningurinn stóð yfir í rúmt ár og það var svo sann- arlega í mörg horn að líta, eins og nú kemur í ljós. Framlhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.