Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 19««
Þorsteinn J. Sigurðsson
kaupmaður — Minning
I DAG verður til moldar borinn
í Reykjavík einn þeirra manna,
er lengi hefur staðið í fremstu
röðum bindindismanna þar í
borg og jafnframt sett svip á
fleiri félagssamtök og borgina í
heild. Það er Þorsteinn J. Sig-
urðsson kaupmaður, sem lengi
verzlaði í Bristol í Bankastræti
f Þorsteinn var fæddur á Fjarð-
aröldu í Seyðisfjarðarkaupstað
29. sept. 1894, og var því á 74.
ári er hann lézt 1. júlí sl., eft-
ir langa vanheilsu. Foreldrar
: Þorsteins voru Sigurður Gríms-
son prentari og kona hans Jó-
hanna Sigurðardóttir. Sigurður
* var sonur Gríms, er lengi bjó á
| Katanesi á Hvalfjarðarströnd,
Sigurðssonar í Nýjabæ, Gríms-
1 sonar, og konu hans Ragnheið-
ar Sveinbjarnardóttur prests á
Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar,
; en séra Sveinbjöm var hálf-
, bróðir Þórðar háyfirdóamara
* Sveinbjömssonar. Móðir Ragn-
: heiðar var Rannveig Vigfúsdótt-
j ir Thorarensen, alsystir Bjama
; amtmanns. Jóhanna kona Sig-
f utðar prentara var dóttir Jóns
Norðfjörðs verzlunarstjóra í
Reykjavík, Magnússonar Norð-
fjörðs beykis í Reykjavík, Jóns-
sonar beykis á Reyðarfirði,
Magnússonar prests á Kvenna-
brekku, Einarssonar sýslxxmanns
í Bæ í Hrúnafirði, Magnússonar
sýslumanns á Amarstapa (d.
1707), Björnssonar.
Sigurður Grímsson fluttist
með fjöLskyldu sína til Reykja-
víkur 1902 og vann þar við
prentstörf meðan heilsan leyfði.
Hann var einn af stofnendum
prentsmiðjunnar Gutenberg
1904. Hann tók lengi mikinn
þátt í félagsskap prentara og
starfaði einnig í Góðtemplara-
; reglunni og þótti jafnan hinn
' merkasti maður.
fí Þorsteinn J. Sigudðsson hóf
prentnám í Gutenberg á 17. ári
" og lauk þar prentnámi. Ekki
ílentLst hann samt við prent-
störfin, heldur sneri sér að verzl-
unarstörfum og var lengi kaup-
maður. Er það mikill fjöldi
Reykvíkinga, sem kannast við
Þorstein í Bristol, en svo nefnd-
ist verzlun hans í Bankastræti.
Þótti Þorsteinn jafnan vandaður
í skiptum.
; Fjórtán ára gamali gekk Þor-
; steinn í Góðtemplarastúkuna
Skjaldbreið og vair félagsmaðtu
Reglunnar upp frá því, fyrst í
Skjaldbreið, en síðan lengi í
Ver'ðandi. Hann lét mál Reglunn
ar mjög til sín taka. Hann var
lengi fulltrúi á Stórstúkuþing-
um, þingtemplar í Reykjavík í
nokkur ár og umdæmistemplar
á Suðvesturlandi alllengi. Hann
var einnig formaður Áfengis-
varnanefndar Reykjavíkur í 4
i ár, og barðist nefndin þá meðal
annars gegn vínveitingum í
fermingarveizlum með gó'ðum
í árangri. Var Þorsteinn alla ævi
mikill áhugamaður um bindind-
í ismál, því að honum hafði ung-
j om runnið til rifja, hve illa
! áfengisneyzla lék ýmsa góða
drengi og eyðilagði heimili.
Taldi hann ekki eftir sér að
vinna gegn slíkum ófarnaði
bæði opinberlega og á annan
hátt. Fáir munu vita, hve oft
honum tókst að hjálpa drykk-
| felldum mönnum að sigrast á
; drykkjufýsn sinni um lengri eða
i skemmri tíma og hve mikið
hann lagði sig fram í þeim efn-
um. 1 starfsemi sinni a'ð bind-
indismálum átti hann góðan
stuðning í konu sinni, Þórönnu
Símonardóttur, en hún starfaði
dyggilega innan Góðtemplara-
reglunnar, var meðal annars
stórvaratemplar um skeið. Þegar
þau hjón voru gerð að heiðurs-
félögum Stórstúkunnar á þingi
hennar á Akureyri 1964, er 80
éx voru liðin frá stofnun fyrstu
Stúkunnar hér á landi, var það
mál allra kunnugra, að þau
væru vel að þeirri viðurkenn-
ingu komin.
En Þorsteinn lét sér ekki
nægja bindindisstarfsemina eina.
I samtökum kaupmanna þótti
hann ætíð traustur liðsma'ður og
gegndi þar ýmsum forystustörf-
um. Einnig var hann alla tíð
framarlega í samtökum fríkirkju
manna í Reykjavík og í stjórn
fríkirkjunnar meira en þrjá
áratugi og þótti þar oft ráð-
slyngur að leysa ýmsan vanda,
er að höndum bar. Það var eðli
Þorsteins að bregða ekki tryggð
við þann málstað, sem hann
hafði eitt sinn tekið að sér.
Þorsteinn kvæntist 7. okt.
1916 Þórönnu Símonardóttur.
Foreldrar hennar voru Símon
bóndi í Nýjabæ á Álftanesi,
Jónsson bónda á Núpum í
Ölfusi, Þórðarsonar, og kona
hans, Svanhildur Magnúsdóttir,
sæmdarhjón að dómi þeirra, er
til þekktu. Þóranna hefur verið
mjög samhent manni sínum í á-
hugamálum hans og jafnframt
hin myndarlegasta húsmóðir,
eins og allir vita, sem gist hafa
heimili þeirra Þorsteins. Þaú
eignuðust þrjú börn, tvær dæt-
ur og einn dreng, Harald Sig-
urð, sem þau misstu á barns-
aldri. Dæturnar eru báðar á lífi:
Svanhildur kona Karls lyfsala
Lúðvíkssonar og Sylvía, sem
starfaði í þrjá áratugi við verzl-
un föður síns, en vinnur nú.við
hjúkrun.
Þorsteinn var mjög hneigður
fyrir söng. og hljómlist og var
góður styrktarmaður kóra í
Reykjavík um langt skeið. Hann
annaðist i'ðulega organleik á
stúkufundum, og í 27 ár sam-
fleytt lék hann á hljóðfæri fyrir
söng á þrettándakvöldsfagnaði
igamla fólksins á elliheimilinu
Grund og naut mikilla vin-
sælda hjá hinum aldurhignu
samkomugestum vegna glað-
værðar sinnar og allrar fram-
komu.
Þorsteinn J. Sigurðsson var
prýðilega greindur maður. Kom
það oft fram í störfum hans fyr-
ir bindindi og kirkju. Þó munu
tilfinningar hans hafa valdið
meira um, að hann skipaði sér
þar í baráttusveit og stóð þar
óhvikull til æviloka. Hann mátti
ekkert aumt sjá. Samúð hans
með smælingjum og þeim, sem
halloka fara í lífsbaráttunni, var
djúp, og enginn veit, hve víða
og á hve margan hátt hann rétti
hjálparhönd. Þáð var ekki af til-
viljim að hann sinnti af alúð fé-
lagssamtökum eins og blindra-
vinafélagi og dýraverndarfélagi,
svo að einhver séu nefnd af
þeim, sem nutu áhuga hans og
starfsorku, umfram það, sem
áður hefur verið greint. Mætti
segja ,að á því sviði léti hann
sér ekkert mannlegt óviðkom-
andi. Undir sló hlýtt hjarta, sem
stjórnaðist af þeirri lífsskoðun,
að bindindissemi og kristileg
trú og hugarfar séu nauðsynleg-
ir homsteinar, sem þjóðfélag
verði að standa á, eigi einstakl-
ingar þess áð geta notið lífsham-
ingju og þroska.
Margir munu í dag kveðja
Þorstein J. Sigurðsson með
söknuði og þökk og hugsa með
samúð til konu hans og dætra.
Ólafur Þ. Kristjánsson.
VIÐ andlát Þorsteins heitins Sig
urðssonar hverfur úr hópi sam-
tíðarmannanna dugmikill og at-
orkusamur kaupsýslumaður, sem
af víðsýni, fyrirhyggju og dugn-
aði braust áfram til velmegunar
og farsældar.
Hann var kaupmaður af gamla
ekólanum þar sem orðheldni, á-
reiðanlegheit og skilvísi í við-
Bkiptum voru höfð að 1 eiðar-
ljósi. Verzlun hans „Bristol“
Bem hann var lengstum kenndur
við, byggði hann upp af litlum
öðrum efnum en forsjá og at-
orku, enda nýtur hún nú
traustra og vinsælla viðskipta.
Þorsteinn heitinn var mjög fé
lagslyndur og starfaði í fjölda
félagasamtaka. í safnaðarstjórn
Fríkirkjusafnaðarins í Reykja-
sat hann í meir en tvo áratugi.
Trúmál voru honum hugfólgin og
hugnæm og sótti hann kirkju
sína hvenær sem hann gat því
viðkomið. Hann var tillögu og úr
ræðagóður og mikill málfylgju-
maður. Var hverju máli að jafn
aði, vel borgið er hann léði lið-
sinni sitt. Skapmikill var hann,
en þó viðkvæmur og raungóður.
í hópi vina sinna var hann glað
ur, gamansamur og stundum glett
inn, en ekki rætinn. I þjóðmálum
fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum,
heill og óskiptuif, enda stefnu-
mál hans mjög í samræmi við
það athafnafrelsi, bæði í við-
skiptum og framkvæmdum, sem
lífsreynsla hans hafði fært hon-
um heim sanninn um.
Þorsteinn heitinn var kvænt-
ur Þórönnu Símonardóttur,
ágætri myndarkonu, sem bjó hon
um friðsælt og myndarlegt heim
ili, og var honum mjög samhent
í öllum þeim framkvæmdum, er
hann beitti sér fyrir.
í safnaðarstjórninni var hann
samvinnugóður, traustur þegar á
reyndi og vandamál steðjuðu að
söfnuðinum. Fyrir öll þau miklu
og óeigingjörnu störf í þágu Frí
kirkjunnar viljum við í safnað-
arstjórninni, nú að leiðarlokum,
þakka af heilum hug, og send-
um frú Þórönnu, börnunum og
öðrum ástvinum einlægar sam-
úðarkveðjur.
Lífsferill hvers manns virðist
ótrúlega stuttur þegar miðað er
við rúm og tíma. En hugljúfar
endurminningar um góðan dreng,
sem í engu mátti vamm sitt vita,
ná langt út yfir gröf og dauða.
Magnús J. Brynjólfsson.
ÞAÐ var skömmu eftir að ég
fluttist hingað til Reykjavíkur,
að við Þórður Sveinsson póst-
fulltrúi urðum samferða niður
Skólavörðustíginn Þá sagði Þórð-
ur allt í einu: „Nú þarf ég að
sýna þér merkilegan mann, ung-
an að árum. Hann hefir ótví-
ræða verzlunarhæfileika og
hann er hlaðinn af áhuga og
fjöri öðrum fremur“. Og svo fór
hann með mig í Litlu tóbaks-
búðina í Þingholtsstræti. Þar var
Þorsteinn J. Sigurðsson nýbyrj-
aður að verzla og kominn þang-
að beint frá setjarakassanum í
Gutenberg. Þarna sá ég hann
í fyrsta sinn.
Þórður gerði sér til erindis að
kaupa þar „Lady twist", tóbaks-
tegund, sem hann hafði sjálfur
komið hér á markað. Svo spjall-
aði hann stundarkorn við kaup-
manninn, það er að segja, hann
talaði fátt, en kaupmaðurinn lék
á als oddi, eins og sá, sem veit
að hann á allt lífið framundan
og væntir góðs af því og öllum
þeim tækifærum, er það hefir
að bjóða.
Þórður var manna skyggnastur
á dulda hæfileika hjá öðrum,
og ég var viss um, að hjá þess-
um unga prentara, sem hafði
steypt sér hispurslaust út í við-
skiptalífið, hafði hann orðið var
hæfileika, sem ekki þekkjast
meðal miðlungsmanna. En það
var ekki fyrr en mörgum ár-
um seinna að ég fékk að reyna
að þetta var rétt.
Þorsteinn stundaði kaup-
mennsku allt til æviloka, en
hann færðist ekki meira í fang
heldur en hann gat einn afkast-
að. Hann var öllum óþekktur í
byrjun, en hver var sá Reykvík-
ingur, sem ekki kannaðist við
Þorstein í Bristol á seinni ár-
um? Hann byrjaði að verzla án
þekkingar og reynslu, en hann
lærði þá list að gera litla verzl-
un að arðberandi fyrirtæki. Það
hefðu ekki allir leikið eftir, en
þar komu fram þeir hæfileikar
er Þórður Sveinsson sá manna
fyrstur að með honum bjuggu.
Og Þorsteinn var merkilegur
maður, hann átti í rauninni eng-
an sinn líka. Ekki svo að skilja
að hann væri einrænn eða hlé-
drægur. Þvert á móti tók hann
mikinn þátt í félagslífi og var
þar víða í fremstu röð, vegna
þess að hann var „hlaðinn af
áhuga“, eins og Þórður Sveins-
son hafði sagt. Alls staðar vildi
hann láta að sér kveða, alls stað-
ar vann hann af brennandi löng-
un til að láta gott af sér leiða
og horfði þá aldrei í neina fyrir-
höfn.
Hann var örgeðja að eðlisfari,
skjótur til úrræða og fram-
kvæmda og treysti jafnan meira
á rödd hjartans heldur en vanga-
veltur og bollaleggingar. Hann
var orðheppinn í betra lagi og
gat með stuttum setningum stutt
málstað er honum fannst rétt-
ur, eða þá kollvarpað öðru sem
rangt var og öfugsnúið. Hann
gat reiðst ef honum sárnaði, en
hann gat líka glaðst hjartanlega
þar sem hann mætti drenglyndi
og réttsýni. Og hann gat tár-
azt eins og barn af meðaumkun,
þegar svo 'bar undir. Hann gat
líka verið glettinn og gaman-
samur. Vegna alls þessa töldu
sumir að hann væri reikull, en
þeir gættu þess ekki, að hann
lét tilfinningarnar alltaf ráða og
taldi þær bezta leiðarljós sitt.
Og eftir því leiðarljósi sigldi
Þorsteinn sitt æviskeið til hinztu
hafnar.
Ef minnast ætti á starf Þor-
steins að félagsmálum hlýtur
Góðtemplarareglan að verða þar
efst á blaði, því að kunnastur
var hann fyrir starfsemi sína
innan þess félagsskapar, og hon-
fórnaði hann mestu af frístund-
um sínum. Það var vegna þess,
að stefnuskrá Reglunnar átti
hljómgrunn í sálarlífi hans. Af
öllum kröftum vildi hann berj-
ast gegn bölvun áfengisins. Af
öllum kröftum vildi hann efla
bindindisisemi í landinu. A0
læra bindindissemi var að hans
áliti jafn nauðsynlegt og að læra
að lesa og skrifa, eða enn nauð-
synlegra.
Þegar saga Reglunnar verður
rituð, þá verður nafn hans þar
ofarlega á blaði, og það mundi
hann sjálfur hafa talið beztu
eftirmælin. En í Reglunni hafði
hann verið um 60 ára skeið.
Þorsteinn átti því lífsláni að
fagna að eignast ágæta konu,
Þórönnu R. Símonardóttur, sem
staðið hefir við hlið hans í blíðu
og stríðu um rúmlega hálfrar
aldar skeið. Hún hefir verið hon-
um samhent í öllu, áhugamál
hans voru ahugamál hennar, og
þá var hún honum bezt er mest
reyndi á, enda mat hann hana
mikils að verðleikum. Þau eign-
uðust þrjú börn og lifa tvær upp
komnar dætur, en son misstu
þau ungan og treguðu hann
lengi.
Samferðamenn Þorsteins á
lífsleiðinni eiga honum margir
gott að gjalda, og ég er einn
þeirra.
Árni Óla.
Guðmundur Thoroddsen,
prófessor látinn
Guðmundur Thoroddsen, pró-
fessor, varð bráðkvaddur s. 1.
laugardag 6. júli 81 árs að aldri.
Guðmundur var mjög metinn,
bæði sem kennari og fræðimað-
ur í sinni grein, læknisfræði, og
með honum er fallinn frá einn
af forystumönnum íslenzkra
læknavísinda á þessari öld.
Guðmundur Thoroddsen
Guðmundur fæddist 1. febrúar
1887 á ísafirði, sonur SkúlaThor
oddsen ritstjóra og alþingismanns
og konu hans Theodóru Thor-
oddsen skáldkonu. Hann lauk
stúdentsprófi við Lærða skólann
1905, og varð cand. med. við
Kaupmannahafnarháskóla 1911.
Hann stundaði framhaldsnám og
var viðurkenndur sem sérfræð-
ingur í handlækningum 1923. Ár
ið eftir varð hann prófessor í
þeirri grein og yfirsetufræðuro
við Háskóla íslands og gengdi
prófessorsembætti til ársins 1952.
Rektor Háskólans var hann 1926
—1927. Er Landsspítalinn var
stofnaður 1930 varð hann yfir-
læbnir handlæknisdeildar hans
og fæðingardeildar til ársins 1952
Síðan varð hann sérfræðingur
við Kleppsspítala, gegndi því
starfi nær því til dauðadags.
Auk þessa var hann forstöðumað
ur Ljósmæðraskóla fslands 1931
—48, prófdómari við lækna- og
ljósmæðrapróf eftir að hann lét
af störfum sem prófessor og yfir
læknir.
Þá átti Guðmundur Thorodd-
sen sæti í læknaráði frá stofn-
un þess til 1952, enn fremur
átti hann sæti í stjórn Lækna-
félags fslands og var formaður
þess um skeið, og í stjórnR.K.Í
frá 1924.
Guðmundur heitinn Thorodd-
sen ritaði margt um fræðigrein
sína, í blöð og tímarit. Hann
hlaut mikla viðurkenningu fyrir
störf sín, var m.a. kjörinn heið-
ursfélagi Svenska Lakaresell-
rskapets 1937 og var sæmdur
rheiðursmerkjum innlendum og
rerlendum.
r Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans Regína Bene-
diktsdóttir fædd 1887, lézt 1929
og áttu þau sex börn. Síðari
kona hans var Siglín Guð-
mundsdóttir fædd 1901, og lézt
1966 áttu þau einn son.
Árnaðaróskir til
forseta íslands.
Auk árnaðaróska sem forseta
íslands bárust á þjóðhátíðardag
inn og áður hefur verið til-
kynnt um voru kveðjur frá eftir
greindum þjóðhöfðingjum:
Giuseppi Saragat, forseta ít-
alíu.
Roland Michener, landstjóra
Kanada.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10»100