Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 11

Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 11
IIORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1968 11 Harðri baráttu um Norðurl.meistaratitil í tug- þraut lauk með sigri Svíans HEDMARKS — úrslit fengust ekki fyrr en í síðustu grein 1500 metra hlaup tugþrautarinnar að hefjast. Lengst til vinstri er Svíinn Hedmark en lengst tilvinstri á hvitum bol er Daninn Jensen. Svo sem sjá má gefur Svíinn honurn nánar gætur.Skömmu síðar tóku þeir forystu í hlaupinu. — ÞÚ verður — þú skalt!, sagði einn af dönsku fararstjórunum þegar Steen Scmidt Jensen var að afklæðast æfingabúningnum fyrir 1500 metra hlaupið í Norð- urlandameistarakeppninni í tug- þraut á sunnudaginn. Jensen horfði um stund á keppinaut sinn, Svíann Hedmark, sem einn- ig var að búa sig undir hlaupið. Xil þess að eiga möguleika á sigri þurfti Daninn að vinna hlaupið með töluverðum yfir- burðum. Hann átti fyrir miklu betri tíma í hlaupinu en Sviinn, svo hann átti vissulega mögu- leika. En Hedmark var líka ákveðinn. Fyrir hlaupið sagðist hann vona fastlega að það 73 stiga forskot sem hann hefði eft- ir 9 greinar mundi nægja. Svo gall flauta ræsisins við og von bráðar var hlaupið hafið. Eftir nokkra metra hafði Jensen tekið forystuna og stikaði áfram, einbeittur á svip. En lledmark gaf sig ekki; gætti þess að sleppa ekki Jensen of langt á undan sér„sér. Þannig fylgdust þeir að þrjá fyrstu hringi hlaupsins. Þeg ar'300 metrar voru eftir í mark- íð lét Jensen til skarar skríða. Hann tók mikinn sprett og neytti síðustu krafta sinna. Hedmark átti ekki svar við sprettinum og óðum dró í sundur. Báðir gerðu eins og þeir gátu og komu ör- magna í mark. Aðeins eitt var eftir, að bíða úrskurðar tíma- varðanna, — bíða og sjá hvort sigur Jensens í hlaupinu hefði orðið nógu stór. En svo reyndist ekki vera. Jensen hljóp á 4:26,2 mín., en Hedmark á 4:33,8 mín. Stigin sem skildu að voru aðeins 22. Hedmark hlaut 7625 stig og Jen- sen 7603. Báður voru því yfir gildandi Norðurlandameti Dan- ans í þrautinni, en hins vegar fást þessi afrek ekki tekin gild sem met, þar sem of mikill með- vindur var í fyrstu greinum keppninnar. Þegar dómarar birtu úrskurð sinn eftir hlaupið, gekk Daninn til Svíans og ósk- aði honum til hamingju m<|Ö handabandi. Harðri en drengi- legri keppni var lokið. ★ Valbjörn hætti Það varð snemma ljóst í tugþrautarkeppninni, að aðal- keppnin mundi standa milli Jen- sens og Hedmark. íslendingar höfðu gert sér miklar vonir um að Valbjörn mundi blanda sér i þá baráttu og eftir fyrstu grein keppninnar leit út fyrir að þær vonir mundu rætast. En svo kom á daginn að Valibjörn hætti keppni eftir þrjár greinar. Kvað sig kenna svima. Þá varð Páll Eiríksson einnig að hætta eftir 2 greinar. Tognaði hann illa í langstökkskeppninni. Jón Þ. Ólafsson var því einn eftir til að halda uppi heiðri fslands, og verður ekki annað sagt en hann hafi staðið sig með sóma. Hans aðalkeppikefli að undanförnu hefur verið Olympíulágmarkið i hástökki, og hann hefur því lít- ið sinnt þvi að æfa undir tug- þraut. Jensen tók forystuna eftir fyrstu grein, en í næstu grein, langstökkinu, náði Hedmark Framhald á fbls. 24 Við getum hjálpaö hvor öðrum að ná Evrópuklassa Sagði Hedmark að unnum sigri í tugþraut Það voru fyrst og fremst hinar hörðu og góðu hlaupa- brautir á Laugardalsvellinum, sem gerðu gæfumuninn fyrir mig, sagði Linnart Hedmark, sigurvegarinn í tugþraut að keppni lokinni. Að vísu er vindurinn erfiður viðureignar og kaldinn bætir ekki úr skák — en þessi tvö atriði eru þau einu sem ég hef yfir að kvarta. En umfram allt látið koma fram þakklæti til vall- arstjórans fyrir hinn ágæta völl og göðu brautir. Lennart Hedmark er 23 ára og íþróttakennari. Hann hef- ur tvö undanfarin ár einbeitt sér a'ð tugþraut og keppt 7 sinnum hvort ár. Hann er einkar þægilegur maður í við móti og hógvær í framkomu. Ég ætla mér að reyna að ná Evrópuklassa á þessu ári. Það skortir enn nokkuð á að svo sé. Lágmark til að teljast til hans er 7800 stig. Það er mitt takmark — helzt í ár. Eg tel að Steen Schmidt Jensen geti einnig náð þeim klassa, en hann þarf einkum að leggja áherzlu á að bæta kast árangur sinn. — Ég setti persónulegt met í einni grein í þessari tug- þraut. Það var í 100 m hlaupi. Árangurinn í stangarstökki, 400 m og kúluvarpi var lakari en ég hef áður náð í þraut. I öðrum greinum náði ég mín- um bezta árangri í þrautar- keppni. Það réði úrslitum. — Spjótkastið — mín bezta grein tókst ekki vel — sagði Hedmark er við beindum tali að þeirri grein. Og hann bætti við. Ég hef kennt eymsla í handlegg, þannig að ég hef ekki viljað taka á í spjótkastinu, því ef ég beitti mér að fullu nú, yrði ég e.t.v. frá mánuðum saman. að er hins vegar ekkert leyndar- mál, áð á Mexico-leikjunum læt ég ekkert ósparað. Þá beiti ég mér til fulls í spjót- kastinu — næst síðustu grein- inni — og hleyp þá 1500 m með hendina í fatla ef með þarf. Við beindum tali að gagn- rýni Dana á tímatökuna í 100 m hlaupinu, þar sem þeir töldu Hedmark hafa fengið of góðan tíma og töldu Ijós- myndir sanna sitt mál. Tímatakan í 100 m hlaup- inu voru mistök. Ég átti 1/10 úr sek. lakari tíma en Val- bjöm. En eftirá gleðst ég yfir að sá tímamun'ur gef.ur 22 stig eftir stigatöflu en ég vann þrautina með 22 stiga mun. Að lokum ítrekaði Hed- mark að hann væri Dananum þakklátur fyrir „dráttinn“ í 1500 m hlaupinu og einmitt 1500 m hlaupið hefði odðið til að hann náði bezta árangri sem náðst hefur á Norður- löndum. En hann kvaðst og vona að bæði hann og Jensen næðu sem fyrst Evrópuklassa og til þess gætu þeir hjálpað hvor öðrum. Hér kvaðst hann hafa átt góða daga og góða dvöl og sér mundi ekki úr minni líða ágæti Laugardals- vallarins. — A. St. Jensen Danmörku og Hedmark Svíþjóð virtust perluvinir spjölluðu saman áður en 1500 metra hlaupið hófst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.