Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULÍ 1908
Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135.
Garðeigendur Á lager garðhellur. Einnig í litum og fasaðar og kant- steinar. Hellu- og steinsteypan sf., við Breiðholtsveg. S. 30322.
Kafarabúningur til sölu, lítið notaður. — Upplýsingar í síma 20098, milli kl. 7—8 á kvöldin.
Trésmíðavél til sölu „Steinbergs“, minni gerð. Upplýsingar í síma 40227 eftir kL 7 á kvöldin.
Hjón með tvð uppkomin böm, óska eftir 4ra herb. íbúð. Æskilegt að væru þrjú svefnherbergi. Upplýsingar I síma 81424 eftir kl. 1.
Bamavagn vel með farinn barnavagn til sölu, sími 82864.
2ja til 3ja herb. íbúð óskast frá miðjum ágúst, í Reykjavík eða Kópavogi, simi 30622.
Stýrisvafningar Vef stýri. Margir litir. — Verð kr. 275.00. Upplýs- ingar i síma 13305.
Tvær röskar stúlkur óskast í sveit, þurfa að hafa bílpróf. Upplýsingar í sima 84189.
Lán Óska eftir 200 þús. kr. láni I 2| ár. — Tilboð sendist blaðinu fyrir 13. þ. m., merkt: „öruggt 8373“.
Telpna- og dömusláin komin atftur. Verð frá kr. 800.00. Einnig nokkur stk. ljósar kvenkápur á mjög læfckuðu verði. Saumastof- an, Víðihv. 21, s. 41103.
Fyrirtæki óskar eftir 100 þús. kr. láni til eins árs. Fasteignatrygging. — Tilboð, merkt: „100 8374“, sendist afgr. MbL
NýsmífK Tötkum að okkur smíði á eldhúsinnir., klæðask. o. fl. Gerum föst tilb. Ath. gr,- skilm. Trésmíðaverkstæði Þorv. Björnss., s. 21018.
Plötur á grafreiti ásamt uppistöðum fást á Rauðarárstig 26. — Sími 10217.
Góður kvenreiðhestur hvítur, til sölu. Einnig 4ra vetra jörp hryssa, band- vön, ættuð úr Sbagafirði, Svaðastaðak. Uppl. í Helgu dal, Mosf.sv., s. (91) 6242.
Sjaldgæfur vfð.burður, — 1€ fánar við hún,
sveiflast í kaldanum hátt yfir gróin tún.
15 þjóðir friðsama ráðstefnu halda,
fengur væri, ef hún mætti straumhvörfum valda.
Guðmundur Agústsson.
(Myndin er tekin við setningu ráðherrafundar NATO
í Háskólabíó hinn 24. júní 1968).
Storhurinn
óclcj&l
að þessl veðurblíða hérlendis
gæfi ekkert eftir þeirri suður á
Mallorca, og er þá mikið sagt, því
að jafn heillandi lognmolluhiti, sem
þó er þægilegur, er vart finnanileg-
ur á jarðríki, nema auðvitað þar,
sem ég er upprunninn, suður i
Egyptó, en það er nú önnur saga.
Mig dreymdi eina nóttina, að til
mín kom unglingurinn í skóginum
og kvað fyrir mig þessa vísu:
Velkomin bjóða þig víkur og
vogar.
vættir jökiar — og tjöliin há!
Er borgin í kveldroðans litagióð
logar,
ég ieik mér I anda við sundin
blá!
Og ég var yfir mig hrifin af
þessum fallegu orðum, sem mér
fannst að ættu svo einstaklega vel
við veðurblíðuna.
Sem ég nú Gaug leiðar minnar í
fyrradag ofan úr Kjós, hitti ég ryk
ugan mann við áningarstaðinn
Esju á Álfsnesmelum, og sá var
þungur á brúnina.
Storkurinn: Eitthvað ert þú ryk-
ugur í kollinum. manni minn?
Maðurinn bjá Esju: Og er það
nema von. Maður ekur þetta í einu
rykskýi I bæinn. Verður helzt að
aka með fullum ljósum. Skyldi það
annars kosta svo óskaplega mikið
fyrir vegagerðina að senda vatns-
bíla eftir helztu umferðavegunum
um helgar og bleyta svolítið upp
í þessum ákolla?
Þetta er alveg rétt athugað hjá
þér, sagði storkur, og við skulum
beina þessu hérmeð til ryknefndar
vegagerðarinnar til athugunar. Með
það flaug storkur í háaloft, og nú
ætla ég i frí það sem eiftir er atf þess
ari viku, mínir elskanlegu, sleikja
sólskinið og kynna mér fuglalífið,
vinir minir. Bless á meðan, sjáumst
aftur sólbrún og hress.
FRÉTTIR
Minningarathöfn.
f kvöld, þriðjudaginn 9. júlí,
verður minningarathöfn um Arnúlf
Kyvik trúboða, sem lézt 25. fyrra
ménaðar i New York. A. Kyvik
starfaði um langt árabil á íslandi
og ávann sér marga vini. Minn-
ingarathöfnin verður i Fíladelfíu,
Hátúni 2. og hefst klukkan 8.30
Allir hjartanlega velkomnir.
f dag er þriðjudagur 9. júií og er
það 191. dagur ársins 1968. Eftir
lifa 175 dagar. í gær var Seiju-
mannamessa og tungl lægst á lofti
og næst jörðu. Árdegisháflæði kl.
5.27.
Hugsið um það, sem er hið
efra, en ekki um það, sem er á
jörðinni (Kol 3,2).
Upplýslngar um Iæknaþjónustu i
uorginni eru gefnar í síma 18888,
eímsvara Læknafélags Keykjavík-
ur.
Læknavaktin í Heilsuverndar-
stöðinni hefur síma 21230.
Slysavarðstofan í Borgarspítal-
anum er opin allan sólahringinn.
Aðeins móttaka siasaðra. Sími
81212 Nætur- og helgidagalæknir er
í síma 21230.
Neyðarvaktin r*varar aðeins á
vrrkum dögum frá kL 8 til kl. 5,
• ími 1-15-10 og laugard. ki. 8—1.
Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar
unc hjúskaparmál er að Lindar-
götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis
miðvd. 4—5, viðtalstimi prests,
þriðjud. og föstud. b—6.
Kvöldvarzla í iyfjabúðum í
Reykjavík vikuna 6. júlí — 13. júlí
er I Vesturbæjarapóteki og Apó
teki Austurbæjar.
Næturlæknir í Hafnarfirði
aðfaranótt 10. júlí er Kristján T.
Ragnarsson sími 52344 og 17292
Næturlæknir í Keflavík.
10.7. Arnbjörn Ólaísson
Keflavíkurapótek er opið virka
daga ki. 9—19, laugardaga kl. 9—t
og sunnudaga frá kl. 1—3-
Framvegis verður tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.,
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9—11 f h. Sérstðk athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Rvik-
jr á skrifstofutima er 18-222. Næt-
>»r- og helgidagavarzla, 18-230.
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir' í fé-
ragsheimilinu Tjarnargötu 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langholtsdeild, 1 Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð iífsins svarar í síma 10-000.
KVIKMYNDAKLÚBBURNN
Litlabíó.
þriðjudag og miðvikudag.
Kl. 9 Opið (tékknesk, frá 1963)
K1 6 Goupi-„Rauða lúkan“ (frönsk
frá 1936.
Frá foreidra og styrktarfélagi
heyrnardaufra.
Mæður Vinnukvöld í kvöld, þriðju
dag, kl. 8.30 i Heyrnleysingjaskól-
anum. Hafið með ykkur skæri.
Munið sjálfboðavinnuna hvert
fimmtudagskvöld kl. 8.
Sjálfstæðiskvennaféiagið Edda i
Kópavogi
Bústaðakirkja
efnir til eins dags skemmtiferð-
ar fimmtudaginn 11 júlí. Farið verð
ur í Skálholt og að Laugarvatni. Fé
lagskonur tilkynnið þátttöku sína i
sima 41286 og 40159
Sumarstarfið að Jaðri
Greiðsla á vistgjöldum barna á
2 .og 3. námskeiði að Jaðri stendur
yfir í Góðtemplarahúsinu uppi, 9-
11. júli.
Turn Hallgrímskirkju
útsýnispallurinn er opinn á laugar-
dögum kl. 8-10 eJi. og á sunnu-
dögum kl. 2-4 svo og á góðviðris-
kvöldum, þegar flaggað er á turn-
inum
Skálhoitskirkja
í sumar verða messur i kirkjunni
á hverjum sunnudegi og hefjast
þær að jafnaði ki. 5 Séra Guðmund
ur Óli Óiafsson.
Heyrnarhjáip
Maður frá félaginu verður á
ferðalagi um Norðurland frá
1.—15. júlí til aðstoðar heyrnar-
daufum. Allir sem óska, geta
snúið sér til hans. Nánar auglýst
á hverjum stað.
Óháði Söfnuðurinn
Ákveðið er að sumarferðalag Ó-
háða Safnaðarins verði sunnudag-
inn 11. ágúst. Farið verður 1 Þjórs-
árdal, Búrfellsvirkjun verður skoð
uð og komið við á fleiri stöðum.
Nánar síðar.
VISUKORIM
f óþurrkatið
Sumarið er sjaldan bjart,
sinnir fárra hylli.
Flesta daga fer í hart
fólks og guðs á milli.
Þorsteinn Magnússon.
sá NÆST bezti
Hjón nokkur voru á skemmtigöngu hér í borg. Þau mættu stúlki
og heilsaði bóndinn henni, en konan þekkti hana ekki.
„Hvaða kvenmaður er þetta?“ spyr konan.
„Það er stúlka, sem ég þekkti dálítið, áður en við kynntumst,
segir hann.
„Nú, já“, svarar konan þá. „Svo að þú hefur verið farinn að ven
mér ótrúr, áður en við kynntumst.“
25 stúlkur
á síldarmið
BLESS GÓÐI MINN! GLEYMDU EKKI AÐ ÞÚ ÁTT KONU í LANDI ! ! !