Morgunblaðið - 09.07.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 196«
23
Berthelsen sigraði örugg-
í fimmtarþrautinni
Berit
lega
— árangur tiennar betri en gild-
andi Norðurlandamet
Berit Berthelsen, Noregi sigr-
aði örugglega í fimmtarþrautar-
keppni kvenna á Norðurlanda.
meistaramótinu. Hlaut hún 4733
stig í keppninni. Danska stúlkaq
Nina Hansen, veitti Berthelsen
lengi vel harða keppni og hlaut
hún 4585 stig.
Fimmtarþrautin er raunveru-
lega ekki sérgrein Berthelsen,
- SUMARJÓL
Framh. af bls. 17
— Hvað eru 'þeir margir, sem
á einhvern hátt koma fram í
sambandi við hátíðahöldin?
— Það munu vera um tvö
hundruð manns í allt, sem er
hneint ekki svo lítið, þegar haft
er í huga, að við síðasta mann-
tal töldust íbúar Siglufjarðar
rúm tvö þúsund.
— Tónlist skipar stóran sess
í félagslífi Siglfirðinga?
— Já, hér snýst allt fyrst og
fremst um tónlistina og allt í
kring um hana. Við höfum hér
afburðafólki á að skipa, sem dríf
tir hlutina áfram af ódrepandj
áhuga og kjarki. Má þar m.a.
nefna Geirharð Valtýsson og frý
Silke Óskarsson.
Fyrir nokkrum árum má heit?
að allt tónlistarlíf væri útdautt.
Þá kom Sigursveinn D. Krist-
insson til skjalanna og stofnaði
sinn tónskóla, en þegar hann
fór fengum við dugmikið fólk í
staðinn, sem gat tekið við og
lyft tónlistinni í þann sess, sem
hún skipar nú hér í Siglufirði.
— En eitthvað er nú fleira
en tónlistin ein?
— Það held ég nú. fþróttalíf
stendur hér í miklum blóma. Á
veturna drottnar skíðaíþróttin og
síðan við fengum gólfið i Sund-
höllina hefur fjölbreytnin auk-
izt mikið í innanhússíþróttunum
Nú iþróttahreyfingunni bárust
tvær góðar gjafir í tilefni afmæl
anna, bæjarstjórnin færði henni
að gjöf húsnæði að Hóli og Sigl-
firðingafélagið í Reykjvik og ná-
gnenni gaf 250.000 krónur til
kaupa á skíðalyftu. Þessar gjafir
eru ómetanleg lyftistöng fyrir
viðleitni okkar til að koma hér
upp íþróttamiðstöð.
Nú ýms fleiri félög starfa hér,
leikfélag, kvenfélag, skátafélög
og fleiri. Tómstundaheimili höf
um við rekið fyxir börn- og ungl
inga í fimm ár og þar hafa ýms
félagasamtök líka aðstöðu. Og
ekki má gleyma spilunum. Ég
held, að óvíða sé meira spilað
en hér er gert á veturna.
Ég held, að félagsiíf hér í
Siglufirði sé bæði gott og fjöl-
breytt og ég vona að við höfum
getað sannað með þessum hátíð-
arhöldum að svo sé.
Að þessum orðum mæltum var
Júlíus rokinn, því nú þurfti hann
að kynna næsta atriði á dag-
skránni.
Eftir viðtökum og orðum há-
tíðargesta að dæma sönnuðu Sigl
firðingar svo ekki Merður um
villzt, að félags- og menningar-
líf stendur með miklum blóma
í þeirra bæ.
Þegar við vorum að fara frá
Siglufirði heyrðum við einn gest
inn segja: „Ég hélt, að hér í
Siglufirði lægju allir í dvala,
en þessi hátíð hefur sannfært
mig um, að svo er aldeilis ekki
Þietta eru þau skemmtilegustu
sumarjól, sem ég hef lifað“.
Og frá þessum gesti er fyrir-
sögn þessarar greinar komin.
heldur er þaff langstökk, en í
þeirri grein á hún bezt 6,67 m
Heimsmetiff í greininni er 6,76
metrar. Norffmenn gera sér mikl
ar vonir um að Berthelsen nái
verfflaunum á Mexikóleikunum
og sjálf kvaðst hún gera sér
vonir um aff verffa framarlega.
Það var öðru fremur langstökk
fimmtarþrautarinnar, sem færðj
Berthelsen sigurinn í keppninni.
Hún stökk 6,31 metra, sem gaf
1058 stig og var þar með lang-
bezta afrekið í þrautinni. At-
hyglisviert var, að þegar hún
náði því stökki stökk hún upp
fyrir aftan plankann. Var stökkið
mælt til gamans, og reyndist það
vera 6,51 metrar.
Nina Hansen hafði góða for-
ystu í keppninni eftir tvær fyrstu
greinarnar, 80 metra grindahlaup
og kúluvarp. í hástökkinu sigr-
aði svo Berthelsen með 1,61 m
stökki, sem að sjálfsögðu er vall-
armiet á Laugardalsvelli. Há*
stökkskeppnin gekk reyndai
ekki hljóðlaust fyrir sig. Stúlk-
urnar voru mjög óánægðar með
latrennubrautina og vildu stöð-
ugt láta færa súlurnar fyrir sig.
Eigi að síður settu þær flestar
hverjar persónulegt met í grein-
inni.
Eftir fyrri daginn hafði Nina
Hansen 2716 stig, Gunilla Cedei
ström, Sviþjóð var önnur mieð
2711 stig, Berthelsen þriðja meí
2707 stig, Sidsel Kjellaas, Nor-
egi fjórða með 2698 stig, Heikk-
ila, Finnlandi fimmta með 2573
stig, Britt Johansson, Svíþjóð
sjötta með 2533 stig, Wiese, Dan-
mörku sjöunda með 2473 stig,
áttunda var Manninen, Finnlandi
með 2417 stig og íslenzku stúlk-
urnar ráku lestina, Þuríður Jóns
dóttir með 2014 stig og Sigrún
Sæmundsdóttir með 1996 stig.
Má af þessum tölum sjá hversu
geysilega hörð keppnin var millj
fyrstu stúlknana. Aðeins 18 stiga
munur var á 1. og 4. sæti.
En svo tók Berit Bert-
helsen af öll tvímæli í lang-
stökkinu og einnig náði húnbezt
um tíma í 400 metra hlaupi 24,6
sek. Hiefur hún aldrei áður náð
svo góðum árangri í fimmtar-
þraut, enda afrek hennar betra
en gildandi Norðurlandamet, en
afrek hennar verður ekki stað-
fest sem met, þar sem nmeðvind-
ur var of mikill.
Mikil keppni var um þriðja
sætið milli Hansen og Ceder-
ström. Sú síðarnefnda virtist eiga
góða möguleika til að ná því
og hafði lengi framan af betur
í 200 metra hlaupinu. Á síðari
helmingi hlaupsins tókst Ninu
Hansen að vinna upp forskot
sænsku stúlkunnar og kom vie]
á undan í mark. Úrslit í þraut-
inni urðu þessi:
1. Berit Berthelsen, Noregi
4733 stig
2. Nina Hansen, Danmörku
4585 stig
3. Gunilla Cederström, Svfþjóð
4543 stig
4. Sidsel Kjellaas, Noregi
4487 stig
5. Britt Johannsson, Svíþjóð
4150 stig
6. Orvokki Manninen, Finnlandi
4121 stig
7. Alice Wiese, Danmörku
4076 stig
8. Þuríður Jónsdóttir, íslandi
3372 stig
9. Sigrún Sæmundsdóttir, fslandi
3292 stig
Ssgja má að framkvæmd móts-
ins hafi yfirleitt gengið vel fyr-
ir sig. Keppnin var reyndar afar
langdreginn og hefðu forráða-
menn mótsins gjarnan mátt hafa
keppni í fleiri aukagreinum. Á
laugardaginn var keppt í 400
metra hlaupi og sigraði Þor-
steinn Þorsteinsson, KR, á 49,5
sek., og á sunnudaginn var keppt
í kringlukasti og sigraði Erlend-
ur Valdimarsson, kastaði 50,01
metra. Á sunnudag hefði t.d. ver
ið tilvalið að láta kepþa í 800
metra hlaupi og kúluvarpi, og
gefa þannig þeim íþróttamönnum
okkar sem nú reyna við Olim-
pýulágmörkin að reyna sig í
góðu veðri. Jafnframt hefðu þeir
veitt áhorflendum skemmtun.
Að aflokinni keppni bauð stj.
F.R.Í. keppendum til kvöldverð-
ar að Hótel Sögu og afhenti þar
Björn Vilmundarson, formaður
F.R.Í. verðlaunin. Hlutu 3 fyrstu
í hverri grein fallega bikara að
sigurlaunum, auk þess sem öll-
um erlendu keppendunum og
fararstjórunum var færð bók að
gjöf.
— stjl.
- SPORLÉTTIR
Framh. af bls. 10
létu þess getið, að varla yrðu
‘þessi sékúntuibrot gerð að ásteyt
'inigarsteini. Bo Joihansson færi á
leikana.
Úrslit í Maraþonhlaupinu
1. Pentti Rummakko, Finn-
landi, 2-17:47,2 klst.
2. Raimo Tikka, Finnlandi,
2-18:49,2 kist.
3. Paavo Pysteneh, Finnlandi,
2-18:18,4 klst.
4. Bo Joihansson, Sviþjóð,
2-20:00,8 klst.
5. Erik Östbye, Svíþjóð,
2-20:54,6 klst.
6. Harald Bjerge, Noregi,
2-22:51,4 klst.
7. Tryiggve Sommerfeldt, Nor-
egi„ 2-22:55,0 klst.
8. Lars Kallberg, Svíþjóð,
2-23:38,8 klst.
9. Bo Nordquist, Svíþjóð,
2-25:17,2 klst.
10. Kalervi Ihaksi, Fdnnlandi,
2- 30:00,8 klst.
11. Jón Guðlaugsson, íslandi,
3- 51:03,8 klst.
Mjög mairigir fylgdust með
hlaupinu. Bæði flólk, sam var á
ferðinni milli H'afnarfjarðar og
Reýkjavíkiur og fók, sem kom til
að sjá hlaupið. Að lokum gefum
við .orðið tveimur mönnum, sem
fylgdust með hlaupurunum frá
upphafi til enda:
Engin þreytumerki aff sjá.
Sigurðtir Sigurgeirsson lög-
reglumaður: Við vorum 6 lög-
reglumenn sem fylgdum Mara-
þonhlaupurunum eftir og greidd
um götu þeirra. Þrátt fyrir mjög
mikla umferð á Reykjanesbraut
inni gekk það greiðlega og allir
vegfarendur sýndu fyllstu til
litsemi. Margir sem á leiðinni
voru urðu til þess að stöðva og
fylgjast með hlaupinu og nokkr-
ir fylgdu hlaupurunum alla leið.
Mér fannst áberandi hvað þeir
sprettu úr spori undan brekk-
unni, en reyndar má segja að
þeir hafi einnig hlaupið mjög
röskliega upp brekkurnar. Á
fyrstu mönnum virtust mér eng-
in þreytumerki að sjá. Það var
helzt á þeim sem voru síðastir.
Það er vissulega mjö.g gaman að
svona mót skuli haldið hér og
að fá þessa frábæru hlaupara til
keppni.
Sigurvegarar í fimmtarþraut kvenna: Frá vinstri: Nina Han-
sen Danmörku er varff þriffja, Berit Berthelsen, Noregi sem
sigraffi og Gunilla Cederström, Svíþjóff er varð þriffja.
Taldi sigurinn vís-
ann eftir fyrri dag
— scrgð/ Berit Berthelsen er sigraði
i fimmtarbraut kvenna
i— Ég bef aldrei æft sérstak-
ilega fyrir fimmtarþraut,
isagði Berit Berthelsen, norska
stúlkan, sem sigraði í fimmit-
•arþraut kvenna og vakti jafn-
framt mesta athygli við-
i9taddra fyrir myndugleik og
þokka.
— Mín grein er langstökk.
Að langstökki hef ég og mun
einbeita mér um sinn, ekki
sízt fyrdr Mexólkóleikana. Ef
ivel tekst til á ég að hafa góða
enöguleika þar í þeinri grein.
Berit hefur nýlega stokkið
8.67 m, sem er sérlega góður
'áranigur. Hér náði hún 6.31 í
'langstökki, en hitti afarilla á
•plankann. Lengsta etökk
•hennar mældist frá tá 6.57.
— Mér heflur líkað vel að
keppa á íslandi, en vindurinn
•er erfiður viðfangs ibæði í
hlaupum og stökkum. Maður
'veit aldrei með hverju maður
Þrekvirki.
Baldur Jónsson, vallarstjóri,
fylgdi hlaupurunum eftir alla
leið og tók millitímahn og sendi
til Laugardalsvallarins. Baldur
sagði: Það má segja að hlaup-
ararnir hafi allir, að Jóni und-
anskildum, verið þétt saman suð
ur fyrir Hafnarfjörð og svo að
segja alla vegalengdina fylgd-
ust fjórir fyrstu menn að. Þeir
voru reyndar ekki langt á und-
an aðalhópnum. Danirnir sem
gáfust upp hlupu báðir sérstak-
lega vel fyrri hluta leiðarinnar,
en þegar snúið var við frá
Straumsvík mátti glögglega sjá
að það var farið að draga af
þeim.
Hlaupararnir hlupu alltaf
rösklega, en þó greinilega hrað-
ast 5-10 km. kafla hlaupsins. Þá
lá leiðin niður Fossvogsbrekk-
una, og þeir „keyrðu á fullu“.
Á bakaleið var hinsvegar greini
legt að sama brekkan var örð-
ugasti hjallinn.
Mér verðuir þetta hlaup minnis
stætt. Þegar þeir Rummakko og
Tikka fóru fram hjá okkur við
40 km. markið og hlupu létt og
skemmtilega, líkt og menn í 5-10
km. hlaupi fannst mér mikið til
þreks þeirra og snierpu koma.
Þetta eru afburðamenn.
stjl.
'á að reikna þegar vinduirinn
■er annars vegar.
' — Fram að þessu hef ég
■verið með í fimmta'iþrautinni
meira upp á happdrætti, ef
'svo mætti segja, frekar en
'vera viss um góðan árangur.
'Ég hetf enn alls ekbi náð því
•öryggi í kúluvarpi og 80 m
igrindahlaupi sem til þarf til
•að teljast góð fimmtarþrautar
•kona. Þessar greinar — fyrri
dagurinn — er alltaf höfuð-
•verkur fyrir mig. En ef þær
•takast vel, þá er sigurinn vís i
á Norðurlöndum, því síðari
dagurinn — 200 m hlaup og
•langstökk eru ,,minar“ grein-
•ar. Þegar ekki munaði nema
•9 stigum á mér og Ninu Han-
een eftir fyrri daginn. taldi
■ég sigurinn nokkuð vísann,
■nema eitthvert slys kæmi fyr-
•ir mig.
tit BHndravinafé
lags íslands
HALLDÓRA Einarsdóttir Thor-
oddsen frá Vatnsdal í Rauða-
sandshreppi, sem síðast bjó að
Lindargötu 22 A, í Reykjavík,
og lézt hinn 31. marz 1967,
ánafnaði Blindravinafélagi ís-
lands kr. 45.000.00 eftir sinn dag
og fól hún nokkrum ættingjum
sínum afhendingu þessarar fjár-
hæðar. Halldóra heitin bjó lengi
hér í borginni og stundaði löng-
um saumaskap. Hún vildi öllum
liðsinna og hjálpa, enda sést
það bezt á hennar síðustu ráð-
stöfunum. Blessuð sé minning
hennar og þökk sé þeim, erhún
fól framkvæmd sinnar síðustu
óskar.
F.h. stjórnar
Blindravinafélags íslands
Þ.Bj.
RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA
AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10.100