Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968
3
Signrður
Halla
Einar Oddur
Gunnar
Birgir
Ingólfur
Héraðsmót Sjálfstæöisflokksins
— um nœstu helgi á Siglufirði, Blönduósi
og Sœvangi, Strandasýslu
EM NÆSTU helgi verða haldin
Jjrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks
ins á eftirtöldum stöðum:
Siglufirði, föstudaginn 26. júlí
kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur
Jónsson, ráðherra, Birgir Kjar-
an, alþingismaður og Herbert
Guðmundsson, ritstjóri.
Blönduósi, laugardaginn 27.
júlí kl. 21. Ræðumenn verða Ing-
ólfur Jónsson, ráðherra, Gunnar
Gíslason, alþingismaður og Halla
Jónsdóttir frú.
Sævangi, Strandasýslu, sunnu-
daginn 28. júlí kl. 21. I«eðumenn
verða Ingólfur Jónsson, ráðherra,
Sigurður Bjarnason, alþingismað
ur og Einar Oddur Kristjánsson,
fulltrúi.
Skemmtiatriði annast leikar-
arnir Róbert Arnfinnsson og
Rúrik Haraldsson og hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar. Hljóm-
sveitina skipa Ragnar Bjarnason,
Grettir Björnsson, Árni Schev-
ing, Jón Páll Bjarnason og Árni
Elfar. Söngvarar með. hljómsveit
inni eru Erla Traustadóttir og
Ragnar Bjarnason.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur, þar
sem hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar leikur fyrir dansi og söngv
arar hljómsveitarinnar koma
fram.
Mannfjöldinn á Suiharhátíðinni í Húsafellsskógi í fyrra,
Wmm
Iþróttakeppni, þjóðdansar, glíma, fimleikasýning, hljóm-
sveitakeppni, ótal skemmtikraftar, kvik myndasýningar
og flugeldasýning i Húsavíkurfjalli
UM Verzlunarmannahelgina
verður efnt til „Sumarhátíðar í
Húsafellsskógi“. Að henni standa
Ungmennasamband Borgarfjarð-
ar og Æskulýðsnefnd Borgar-
fjarðar. I fyrra sóttu sömu há-
tíð um 8—10 þúsund manns og
ágóðinn af samkomunni þá —
og meira en það — var varið til
endurbóta á mótssvæðinu. Eru
nú alllr aðilar undir það búnir,
að taka við jafnvel enn meiri
fjölda. Forráðamenn hátíðarinn-
ar, Vilhjálmur Einarsson skóla-
stjóri og Höskuldur Goði Karls-
son ræddu við fréttamenn um
mótið og fórust orð m.a. á þessa
leið:
islegt hafi farið úrskeiðis við
mótsstjórn og tilhögun, var það
þó almannarómur að vel hefði
tekizt í öllum aðalatriðum.
Nú er reynt að byggja á feng-
inni reynslu og enn hefur fjöldi
manns verið að verki í skógin-
um. Helztu umbætur frá því í
fyrra eru:
1. Rafmagnslína hefur verið
leidd um svæðið.
2. Vegabætur gerðar í Vestur-
skóg og að nýjum dansstað.
3. Stækkaðir báðir danspallarn-
ir, Paradís og Hátíðarlundur.
4. Aukin hreinslætisaðstaða.
5. Steyptur 250 fermetra dans-
pallur við Lambhúslind.
Að þessum endurbótum hafa
unnið um 40 manna hópur úr
ungmennafélögum Borgarfjarðar.
Með því að leggja fram ákveð-
inn stundafjölda í sjálfboðavinnu
öðlast félögin rétt til að hafa
söluskála á mótssvæðinu og
þannig standa mörg félagasam-
tök að því að undirbúa og fram-
kvæma mótið sem bezt.
Á siðustu samkomu var það
sérstaklega vinsælt að leyfa gest
um að hafa bifreiðar sínar hjá
tjaldið. Þess vegna hefur nú ver-
ið stækkað um meira en helm-
ing fjölskyldutjldbúðasvæði, og
prentaðir hafa verið sérstakir
bílámiðar, merktir tjaldstæði A
og tjaldstæði B. Handhafar slíkra
miða hafa heimild til að aka
bifreiðum sínum inn á afmörk-
uð svæði og láta þær standa hjá
tjöldum sínum um mótstímann.
Þá hafa sérstakar unglingatjald-
búðir verið skipulagðar þar sem
einnig má hafa bifreiðar hjá tjöld
um. Tjaldbúðir þessar eru merkt
ar „tjaldstæði C“. Heildarsvæði
ætlað fyrir unglingatjaldbúðir
hefur því einnig verið tvöfald-
að.
Dagskrá mótsins.
Mótssvæðið er opnað kl. 2 e.
h. á föstudag og þá um kvöldið
leika Hljómar í Hátíðarlundi.
Á laugardag hefst íþrótta-
keppni kl. 2 e.h. milli fjögurra
Framhald á bls. il
Óþarft mun að kynna Húsa-
fellsskóg fyrir íslendingum, svo
frægur sem staðurinn er að fornu
og nýju. Sá maður, sem á síð-
ar árum mun öðrum fremur
hafa komið auga á hina einstöku
náttúrufegurð og útsýni á Húsa-
felli mun vera Ásgrímur Jóns-
eon listmálari, sem dvaldi þar
á hverju sumri árum saman. Þá
hafa hinar vinsælu samkomur,
sem þar hafaverið haldnar um
undanfarnar verzlunarmanna-
helgar opnað augu tugþúsunda
manna fyrir hinni margvíslegu
náttúrufegurð.
Síðastliðna verzlunarmanna-
helgi hófust æksulýðssamtökin í
Borgarfirði handa um samkomu-
hald í Húsafellsskógi í fyrsta
skipti. Fyrir samkomuna var
unnið mikið starf í þegnskyldu-
vinnu að því að bæta aðstöðu
til móttöku fólks á fjöldasam-
komu. Vegur var lagður um skóg
inn og malborinn, byggðir tveir
danspallar, reist leiksvið og sölu
skálar, byggð brú yfir Kaldá,
bætt hreinlætisaðstaða. Mann-
fjöldinn lét ekki á sér standa og
þama var haldin fjölmennasta
eumarskemmtun sl. ár. Þótt ým-
Unnið að því að steypa 250 m2 danspall við Lambhúsalind. Da nspallar í Húsafellsskógi eru nú
um 800 m2 samtals.
STAKSTEIHAR
Sízt minni
ævintýramennska!
Það hefur verið hljótt um Al-
þýðubandalagið að undanförnu
enda höfuðpersónur leiksins viðs
fjarri. Lúðvík hefur verið fyrir
austan, Björn fyrir norðan,
Hannibal fyrir vestan og garm-
urinn hann Ketill í heimsókn hjá
Ho Chi Minh. Nokkrar hreyfing-
ar hafa þó átt sér stað undir ró-
legu yfirborðinu og einna at-
hyglisverðastar þær, að klofn-
ingur virðist kominn upp í liði
I-lista-manna. Hann hefur m.a.
komið fram í því, að nokkrir
þeirra, sem sæti áttu á I-listan-
um sl. vor hafa gengið til sam-
starfs við aðstandendur blaðsins
„Frjálsrar Þjóðar“. Þetta eru
menn á borð við Guðjón Jóns-
son, Sigurð Guðgeirsson, Véstein
Ólason og Jóhann J. E. Kúld.
Athygli vekur hins vegar, að t.d.
synir Hannibals koma þar
hvergi nærri og er ástæða til að
ætla, að þeir hafi af ráðnum hug
verði útilokaðir. Eftir kosning-
arnar sl. vor gengu aðstandend-
ur ofannefnds blaðs frá sam-
starfi við I-lista-fólkið og gripu
Hannibal og stuðningsmenn hans
þá til þess ráðs að gera „Verka-
manninn“ á Akureyri að mál-
gagni sínu í Reykjavík. í nokkr-
ar vikur mátti sjá þess merki á
blaðinu, að því væri ætlað slíkt
hlutverk, en svo er ekki lengur.
Það framtak hefur koðnað nið-
ur eins og annað, sem þessir
menn taka sér fyrir hendur. En
nú eru deilur risnar upp á viku-
blaðinu „Frjáls Þjóð“. Ein af
stuðningskonum I-listans lýsti
yfir því í grein fyrir nokkru,
að Hannibal væri gamall, hefði
ástundað ævintýramennsku á
þingi og ætti að taka sér hvíld.
I nýútkomnu tölublaði tekur Vé-
steinn Ólason upp hanzkann fyr
ir Hannibal og segir: „Ég get
ekki fallizt á, að þessi klofning-
ur þingflokksins hafi verið að
kenna ævintýramennsku þeirra
Hannibals Valdimarssonar og
Björns Jónssonar .... en ég full
mesta „ævintýramennsku" og
sizt verið minni í breytni ann-
arra þingmanna Alþýðubanda-
lagsins og mesta ábyrgð ber sá
maður, sem fastast sótti að
verða formaður hans hvað hann
og varð, Lúðvík Jósefsson".
Fjölbreytileg skipting
Annars verður skipting hins
svonefnda Alþýðubandalags í
klikur og smáhópa sifellt fjöl-
breytilegri og kostulegri. Megin-
klofningurinn hefur um langt
árabil verið á milli hinna svo-
kölluðu Hannibalista annars
vegar og kommúnista hins veg-
ar. Hinir síðarnefndu hafa svo
skiptzt í marga smáhópa, en þó
fyrst og fremst tvo, klíkuna í
Sósíalistafélagi Reykjavíkur og
hina kommúnistana. Fram til
þessa hafa Hannibalistar verið
svo fáir og smáir að menn
héldu, að þeir gætu vart getið
af sér minni afkvæmi. Sú er þó
orðin raunin. Þeir eru augljós-
lega klofnir í tvennt, þá, sem
nú hafa safnazt saman utan um
„Frjálsa Þjóð“ og hina, sem
kenna sig við „Verkamanninn".
En fyrrnefndi hópurinn er þó
greinilega ekki á eitt sáttur.
Ljóst er, að I-lista-mennirnir
innan hans eru klofnir í afstöð-
unni til þess, hvort Hannibal og
Björn hafi sýnt „ævintýra-
mennsku“ eða ekki og hvort
veita eigi þeim hvíld frá störf-
um eða ekki og svo er auðvitað
litla klíkan hans Bergs, sem
hvergi rekst í flokki. Og til þess
að kóróna þessa marglitu hjörð
upplýsir Vésteinn Ólason að
.„ ... nokkrir miðjumenn ....
vilja kljúfa út úr þvi (þ.e.
Alþbl.) til „hægri“ og „vinstri"
.... (og) fá . .. heldur lítinn en
samstæðan flokk“ Er mönnunum
nokkur vorkunn?