Morgunblaðið - 26.07.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.07.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 15 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Stjörnubíó: DÆMDUR SAKLAUS (The Chase) Bandarísk kvlkmynd. Framleiðandi: Sam Spiegel Leikstjóri: Arthur Penn Meðal leikenda: Marlon Brando Jane Fonde KVIKMYND þessi sýnir okkur bæjarlífið í smáborg einni í Texas og dramatíska atburði, sem þar eru látnir gerast. Hún sýnir okkur bæði veikgeðja fólk og huglítið, sem er hrætt við af- leiðingar sinna eigin verka, fólk tryllt af múgsefjun og ölæði, sem þyrstir í að misþyrma öðru fólki, og svo sýnir hún okkur hetjur, sem berjast fyrir sann- færingu sinni og leggja líf sitt að veði. Margt hefur maður heyrt og lesið um múgæði það, sem stund um grípur um sig í bandarísk- um borgum, ekki sízt er hvítum og svörtum mönnum lýstur saman. Þessi kvikmynd fjallar hins vegar nær ekkert um kyn- þáttaóeirðir, blóðþorsti múgsins beinist einkum að hvítum ung- lingi, sem nýsloppinn er úr fangelsi — en þangað var hann dæmdur fyrir minniháttar af- brot — svo og lögreglustjóra staðarins, sem vinnur að því, að þessi piltur nái réttum lög- um. Sé lýsing þessarar kvik- myndar nærri lagi, þá getur maður hins vegar vel hugsað sér, hvernig kynþáttaóeirðir í bandarískum borgum kvikna, við kynnumst þarna þjóðfélags- ábyrgð eða ábyrgðarleysi borg- aranna, hamsleysi fólksins og misbeitingu þess valds, sem hlaðin skammbyssa veitir hand- hafa sínum. Sem bakgrunnur hinna æsi- legustu atburða er ástalíf nokk- urra hjóna á staðnum dregið fram í dagsljósið. Ekkert hjóna- band sýnist þarna regulega gott og snurðulaust, nema lögreglú- stjórans og konu hans. Hins veg ar kemur þarna fram kona nokk- ur (Jane Fonda), sem virðist bera nokkuð jafna ást til tveggja manna. Er. það eigin- kona hins unga afbrotamans, sem leggur jafnhliða ást á son auðugs olíukóngs þarna á staðn- um. Hafði hún beðið kóngsson margoft að giftast sér, á meðan maður hennar sat í fangelsinu, en þegar er hún fréttir, að hann hafi strokið, hleypur hún úr ból inu frá friðli sínum. Ást hennar til eiginmannsins verður þá skyndlega yfirsterkari, enda finnst henni hann nú hjálpar- þurfi. Er þó vandséð, hvort ást slíkrar konu gagnar nokkrum. kennd. Ekkert kemur honum á óvart og fátt kemur honum úr jafnvægi. Hvorki brosir hann né hlær, starfserfiðleikarnir hvíla þungt á honum. — Kannski er leikur hans fulleinhæfur, hefði kannski mátt koma við meiri sveigjanleka. — Eða var hann of heiðarlegur, til að geta brosað í slíku umhverfi? Lögreglustjórafrúin (Angie Dickinson) og eiginkona hins unga afbrotamanns (Jane Fonda) leika báðar kunnáttu- samlega. Önnur er fulltrúi hinn- ar óbrigðulu hjúskapartryggðar, hin getur að minnsta kosti tví- skipt sér, eins og fyrr segir. — Þrátt fyrir allt vekur hún þó fremur samúð en andúð: þótt slík kona kunni að gagna öðrum lítið, þá er hún þó trúlega sjálfri sér verst. með byssum, án nokkurra saka. Það er ekki sjaldgæfur efnivið- ur í kvikmyndum. — Hitt tekst oft miður vel að skapa það ógn- þrungna andrúmsloft og spennu, sem jafnan hlýtur að leika um slíka atburði. — En' það hefur tekizt með ágætum í þessari kvikmynd. Þar sem hún er og að öðru leyti gerð af mikilli tæknilegri kunnáttu, þá fer ekki hjá því, að hún verður minnis- stæð. Að minnsta kosti fólki, sem býr við jafn kyrrlátan bæjar- brag og við hér á Reykjavíkur- svæðinu. S.K. Þessi mynd er í flokki áhrifa- meiri kvikmynda. Hún sýnir mannlegt ofbeldi og ofbeldis- hneigðir í óvenju nakinni mynd. Raunar er umhverfi og andrúms loft ofbeldisins leitt jafnvel enn betur í ljós en sjálf framkvæmd þess. En það er styrkur myndar- innar fremur en veikleiki. Við höfum séð mikið magn kvik- mynda, þar sem menn eru barð- ir til óbóta eða skotnir niður Óskum eftir LAGERHÚSNÆÐI 100 til 150 ferm. til leigu eða kaups á góðum stað í borginni Þarf að hafa innkeyrsludyr. Upplýsingar í síma 19943 kl. 9—5. Framkvæmdir í Ölafsvík BLA0BURÐARF01K OSKAST Ólafsvík, 24. júlí. Framkvæmdir á vegum Ólafs- víkurhrepps eru allmiklar í sum ar og aðrar á döfinni samkvæmt upplýsingum Alexanders Stefáns sanar, oddvita og verða þær tald ar hér á eftir. Ólafsvíkurhreppur opnaði tann lækningastofu í bamaskólahús- inu í byrjun júní sl. I stofunni eru vestur-þýzk tannlækninga- tæki af fullkomnustu gerð, rönt- gentæki og fleira. Tannlæknir er Eyþór Þórhallsson frá Reykja vík. Hefur hann haft mikið verk efni. Skólabörn úr Ólafsvík og Hellissandi og víðar úr héraðinu hafa til þessa ekki fengið að- stöðu hjá tannlækni. Ólafsvíkur hreppur greiðir helming af við- gerðarkostnaði tanna bama á skólaskyldualdri. Er mikil á- nægja hér um slóðir, að þetta átak skyldi hafa verið gert. Næstu daga verður byrjað á byggingu læknisbústaðar í Ólafs vík fyrir Ólafsvíkurlæknishérað. Hefur undirbúningur a’ð þeirri byggingu staðið í eitt og hálft ár. Verktaki við bygginguna er Trésmiðjan hf., Ólafsvík. í hús- inu, sem er á þremur hæðum, verður íbúð fyrir héraðslækni, lækningastofur með aðstöðu fyrir sjúklinga og húsnæði fyrir lyfsölu. Á neðstu hæð verða tannlækningastofur. Lífsnauðsyn er a‘ð hraða byggingu þessa húss, þar sem héraðslæknirinn fer senn að hætta störfum vegna aldurs og heilsufars, en enginn læknisbústaður er hér til. Verð- ur lögð áherzla á að ljúka bygg ingunni árið 1969. Unnið er nú við vatns- og hita lagnir í íþróttahúsinu svo og múr verk að innan. Verður reynt að ljúka við bygginguna á þessu og næsta ári. Engin aðstaða hefur verið í Ólafsvík til sunds- og íþróttafðkana til þessa. Er þetta því langþráð takmark. íþróttavöllurinn hefur nú verið stækkaður í 60x100 metra. Lagði Ungmennafélagið Víkingur mik- ið framtak í það verk. Er nú góð aðstaða til iðkunar knatt- spyrnu og annarra útiíþrótta. Hefur hreppurinn lagt fram styrk ti'l íþróttakennara í sumar. í framhaldi af framkvæmdum við íþróttahús og sundlaugar hefur verið unnið að nýrri hol- ræsalögn frá íþróttahúsinu og liggur hún út fyrir hafnarsvæð- fð. Ennfremur verður lögð ný holræsalögn í göturnar Hjarðar- tún og Kirkjubraut. Hafnarframkvæmdir verða talsverðar í sumar. Er áætlað að unnið verði fyrir 5—6 milljónir króna. Dýpkunarskipið Sandey er nú að dýpka kringum harð- viðarbryggjuna. Er gert ráð fyr ir að dýpka 20—25 þús. rúm- metra. Síðan verður bryggjan breikkuð í 15 metra upp í upp- fyllingu. Eru staurar og dekk- efni þegar komfð á staðinn. Enn- fremur verða skemmdir á hafnar mannvirkjum frá því í vetur fullviðgerðar. Gefin hafa verið út fimm bygg ingaleyfi það sem af er árinu og er byrjað á þremur húsum. Ennfremur er unnið í bygging- um, sem byrjað var á á síðast- liðnu ári. Gengið hefur verið frá lóð krmgum nýju kirkjuna. Mikill ferðamannastraumur hefur ver- ið hér í sumar og hafa allir fengið a'ð skoða nýju kirkjuna, sem þess hafa óskað, og hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir fegurð og form. — Hinrik. Það er lögreglustjórinn, sem er merkisberi réttlætisins í þess ari borg. Olíukóngurinn áður- nefndi hafði látið skipa hann í starfið og vill í staðinn ráða flestum embættisathöfnum hans. En lögreglustjórinn (Marlon Brando) vill hafa réttlæiskennd sína og lögin ein að leiðarljósi. Það fer því ekki hjá því, að í odda skerist milli hans og kon- ungs, og þar kemur, að nokkrir úr hirð hins síðarnefnda ráðast á lögreglustjóra og berja svo rækilega á honum, að eftir flest- um öðrum lögmálum en þeim, sem gilda í „villta vesturs kvik- myndum“, hefði það átt að vera honum nægilegt tilefni til að skyggnast inn á önnur og betri tilverusvið. En lögreglustjóri stendur á fætur að mínútu lið- inni, hann á enn ólokið einu starfi í þágu réttlætisins, þótt miður takizt með framkvæmd þess en skyldi.......... Eítirtalin notuð járnsmíðaverkfæri óskast: Rennibekkur af meðalstærð. Borðborvél eða stærri. Hefill 6” eða 12”. Rafsuðutransformer. Tilboð, merkt: „Verkfæri — 5146“ sendist til afgr. Mbl. fyrir nk. mánaðamót. Bílskúr Bílskúr til leigu að Grettisgötu 10. Er með gryfju og notaður sem bílaverkstæði. Upplýsingar í síma 12841 og 10115. Brando fer þarna með stærsta hlutverkið, þar sem hann leik- ur lögreglustjórann ódrepandi, með hina ódrepandi réttlætis- Viljum ráðn skipstjóra á ms. Höfrung II, AK 150. í eftirtalin hverfi: Árbæjarbletti. Talib v/ð afgreiðsluna í sima 70700 Látið mæla og athuga rafgeyminn áður en lagt er í langferð. RAFGEYMAÞJÓNUSTA PÓLA Þverholti 15. Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi. LÖGTAK Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi úrskurð- ast hér með lögtak. Verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rík- issjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Hækkunum á þungaskatti af dísilbifreiðum skv. lögum nr. 7 frá 1968 (vegalögum), sem féllu í gjalddaga 1. júlí sl., söluskatti 1. og 2. ársfjórðungs og nýálögðum við- bótum við söluskatt eldri tímabila, áfölinum og ógreidd um skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af inn- lendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, almennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöld um af skipshöfnum 1. og' 2. ársfjórðungs 1968 ásamt skráningar g j öldum Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. júlí 1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.