Morgunblaðið - 26.07.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 26.07.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 21 — Húsafellsskógur Framhald af bls. 3 bandalaga HSK, UMSK, HSH, og UMSB. Keppir einn keppandi frá hverjum aðila í hverri grein. Kl. 18 er hljómsveitasam- keppni og valin „Táningahljóm- sveitin 1968“. Kl. 9 um kvöldið verður dans að á þremur pöllum „Hátíða- lundi“ „Paradís og við Lamb- húslind. Kl. 1 eftir miðnætti hefst mið næturvaka í Hátíðarlundi og þar skemmta Gunnar og Bessi, Ríó tríó, Ómar Ragnarsson, Alli Rúts og Hljómar. Kl. 2 um nóttina er varðeldur og almennur söngur. Á sunnudaginn er framhald íþróttakeppninnar fyrir hádegi og kl. 2 hátíðardagskrá með helgistund, þjóðlagasöng, hátíð- arræðu Ásgeirs Péturssonar sýslumanns, þjóðdansa- og þjóð- búningasýning, glímusýning og bændaglíma og fimleikasýning. Kl. 4 hefst keppni í körfuknatt leik og kl. 5 hefst skemmtidag- skrá þar sem Hljómar, Orion og Táningahljómsveitin nýkjörna leika. Leikþættir verða fluttir úr „Pilti og stúlku“ og úr „Hrað ar hendur". Þá skemmta og Gunnar og Bessi. Ómar Ragnars- son, Ríó tríó syngur þjóðlög og Alli Rúts skemmtir. Kl. 7 er knattspyrnukeppni milli HSH og UMSB. Kl. 9 er dansað á þremur stöð- um og kl. 2 um nóttina er flug- eldasýning úr Húsafellsfjalli, varðeldur og söngur. Það er nýjung á útiskemmt- unum hér að á laugardag og sunnudag verða kvikmyndasýn- ingar. ic Hátíð fjölskyldunnar Forráðamenn Húsafellshátíðar innar vilja leggja á það ríka á- herzlu, að með framtaki sínu hafa þeir lagt inn á nýjar braut- ir í samkomuhaldi um verzlun- armannahelgi: stefnt er að því og skipulag hátíðarinnar miðað við það, að allir aldursflokkar mótsgesta fái nokkuð við sitt hæfi. Sem dæmi má nefna að á hinum þrem dansstöðum er séð um mismunandi dansmúsik af mjög vinsælum aðilum í hverju hlutverki. Á sunnudags- eftirmiðdag er bæði hátíðardag- skrá með fjölbreyttu og þjóð- legu efnisvali og einnig skemmti dagskrá með fjölbreyttu og þjóð dagskrá. Kappleikir og íþrótta- keppni fara fram, svo segja má að um samfellda dagskrá sé að ræða alla helgina. Það er von forráðamanna há- tíðarinnar, að með þessu megi takast að skapaskemmtun, sem fjölskyldan getur farið á og not- ið sín. Ef samkomuhald íslend- inga um verzluarmannahelgar undanfarið hefði allt verið með slíku sniði, hefðu þeir leiðu at- burðir, sem tengdir voru ýms- um útisamkomum, og kunnir eru úr blöðum og útvarpi, trúlega ekki gerzt. Bezta trygging for- eldranna fyrir góðri hegðun barna sinna er að leggja á sig það ómak, að skemmta sér með þeim. Fjölskylduafslátturinn. Á sumarhátíðinni er ókeypis aðgangur fyrir alla ófermda ungl inga, sem eru í fylgd með for- eldrum sínum. Unglingar í hóp- ferðum og allir unglingar 14-16 ára greiða kr. 200.— en fullorðn ir kr. 300.—, og gildir miðinn að öllum skemmtiatriðum mótsins. Áfengisneyzia bönnuð Á sumarhátíðinni í fyrra giltu þær reglur, að öll meðferð áfengra drykkja á mótssvæðinu var stranglega bönnuð, meðan mótið fór fram. Þetta kann ýms um að þykja hart aðgöngu, en reynsla undanfarinnar ára hef- ur sýnt að þetta er nauðsynlegt. Það virtist lika sannast í Húsa- fellsskógi um síðustu verzlunar- mannahelgi, að áfengi er óþarf ur fylginautur á skemmtun, sem þessa,þar sem svo mjög er til dagskrárinnar vandað og ekk- ert til þess sparað að fólkið geti sem bezt notið landsins þekkt- ustu skemmtikrafta. Það fer því varla til of mikils mælst af almennum hátíðargest um, að þeir virði reglur þessar, svo að vel skipulagt og undir- búið mót megi fara fram öllum til mestrar ánægju. Kjörorðið er: Förum á fjöl- breyttustu sumarhátíðina og skemmtum okkur þar án áfeng- ir „Táningahljómsveitin 1968“ valin Keppnin fer fram í Hátíðar- lundi og hefst kl. 19 á laugar- dag. Stjórnandi keppninnar er Alli Rúts. Eftirtaldar táninga- hljómsveitir koma fram: Falcon úr Kópavogi, Falkon úr Ólafsvík, Hippies úr Garða- hreppi, Instrument úr Reykja- vík, Kims úr Garðahreppi, Smile úr Garðahreppi, Stjörnur úr Mos fellssveit, Trix úr Reykjavík. Hver hljómsveit leikur þrjú lög eftir eigin vali. Dómnefhd skipa: Andrés Indriðason, Bessi Bjarnason, Gunnar Þórðarson, Ómar Ragnarsson, Sigrún Harð- ardóttir, Skafti Þórólfsson. Sigurvegarar taka þátt í sam- eiginlegum „bítlahljómleikum" ásamt „Hljómum“ og „Orion“ kl. 17 á sunnudag. Sú hljómsveit er sigur ber úr býtum hlýtur 15000 kr. verð- laun. Ferðahappdrætti. Allir aðgöngumiðar eru tölu- settir. Á skemmtidagskránni á sunnudag verður dregið úr seld- um miðum vinningur er Sunnu- ferð til Malljorka 6. okt. n.k. Forsala aðgöngumiða. Samkomugestum á Sumarhá- tíðinni í Húsafellsskógi gefst nú kostur á því að tryggja sér tjald stæði á góðum stöðum, og vera >annig óháðir því að koma fyrir allar aldir á mótsstað. Prentað- hafa verið sérstakir miðar, sem ætlazt er til að festir verði á bílrúðu. Miðar þessir eru merkt ir „tjaldstæði A“, „tjaldstæði B“ og „tjaldstæði C“. Á síðustu sumarhátíð gerðist það, að hin skipulögðu tjaldstæði yfirfyllt- ust, og síðbúnir gestir urðu að tjalda utan þeirra. Hér er því um nýjung að ræða: forsjálir samkomugestir geta tryggt sér góð tjaldstæði, áður en farið er af stað. Bílamiðarnir verða af- hentir í forsölunni að Banka- stræti 10 ísverzlun um leið og miðasala fer fram. og óbreytta borgara en á sama félag seldi fyrrverandi eigend- - VIETNAM Framíiald af bls. 1 menn Viet Cong myrt, sært eða numið á brott allt að því helm- lngi fleiri stjórnarembættismenn tíma í fyrra, að því er banda- rískur talsmaður skýrði frá í Sai gon í dag. í skýrslu frá bandaríska sendi ráðinu segir, að 7.424 óbreyttir borgarar hafi fallið og 15.434 særzt í febrúar, þegar bardag- ar geisuðu í tugum borga vegna Tet-sóknar Viet Cong. Þessar tölur voru ekki teknar með, því að ekki er vitað hvort þessir óbreyttu borgarar hafj fallið vegna bardaganna eða hryðju- verka Viet Cong. Að sögn sendi ráðsins hafa hermdarverkamenn fellt 2.462 óbreytta borgara, sært 5.020 og rænt 4.321 í jan- úar, marz, apríl, maí og júní. í síðustu viku féllu 157 banda rískir hermenn í Vietnam, og hef ur mannfall í liði Bandaríkja- manna aldrei verið eins lítið í níu mánuði. Þar með hafa 26.000 bandarískir hermenn fallið síð an 1961. Að sögn Bandaríkja- manna hafa 372,636 hermenn Viet Cong og Norður-Vietnam fallið á sama tíma. Sókn i miðbálendiniu Mikils liðssafnaðar kommún- ista hefur orðið vart í miðhá- lendi Suður-Vietnam, og er því um það rætt hvort stórfelldar hernaðaraðgerðir séu þar í und irbúningi. Bandarískar sprengju þotur réðust á skotmörk á þessu svæði í dag. 23 ára gamall stúdent var í dag dæmdur í fimm ára fang- elsi í Saigon fyrir að gefa út stúdentablað, sem stjórnin segir að hafi verið hlynnt kommúnist- um. - HANS SIF Framhald af bls. 32 Mbl.) við þá menn, er samning inn gerðu, að björgunarlaun yrðu um 50% af matsverði skips ins eftir að það væri komið í höfn og væri matshæft að dómi beggja aðila“. Svo sem kunnugt er af frétt- um tókst að bjarga skipinu í júlí byrjun og var það dregið til Raufarhafnar. Síðan sagði Ein- ar: „Eftir það vann björgunarflokk urinn af fullum krafti að lag- færingum á skipinu í góðri trú um að hann væri að auka verð- mæti þess og það myndi síðar auka ágóðahlut þeirra. Raunin varð þó önnur. Engin ákveðin lagafyrirmæli fundust um hlut björgunarmanna í svona tilfelli og þar sem um efnalitla menn var að ræða í björgunarfl. urðu þeir að sætta sig við eftir margs konar vífilengjur og ósann indi, a<5 hið danska trygginga- útgerðarfélagi skipsins, skipið fyrir kaupverð er nam 4.5 milljónum króna. Kaupverðið er eins og kaupverð 20 smálesta vélbáts á íslandi í dag, en þess ber að geta“, sagði Einar enn- fremur, „að grunur' leikur á að sömu eigendur séu að útgerðar- félaginu og hinni dönsku trygg- ingastofnun. Byggjum við heim- ildir okkar á viðtali við hinn danska mann, er tók við skipinu fyrir hönd útgei'ðarfélagsins á Raufarhöfn og fer þá málið að skýrast mjög. Ennfremur ber þess að geta að við samningana um björgunina, þóttist samninga maður tryggingafélagsins hafa hug á að selja skipið Englend- ingi“. Að lokum sagðist Einar vilja þakka öllum félögum sínum, er að björgun skipsins og mjölsins hefðu staðið, gott samstarf, en sagði síðan: „í stuttu máli sagt: Þeir menn, er lögðu fram fé og vinnu til þess að bjarga umræddu skipi, hrósa nú happi yfir því að hafa ekki þurft að greiða hinu danska tryggingafélagi stórar fjárhæðir fyrir það eitt að hafa fengið ánægjuna af að rétta þeim m.s. Hans Sif upp í hendurnar til- tölulega lítið skemmt og tilbúið innan lítils tíma til siglingar um heimshöfin". í viðtali við Berg Lárusson í gærkvöldi, sagðist hann gruna að um einhvern skyldleika væri að ræða með þessum tveimur dönsku fyrirtækjum. A.m.k. sagði hann tryggingafélagið hafa haft öll spjót úti til þess að geta selt útgerðarfélaginu skip- ið á sem lægstu verði. Skipið kvað hann tveggja ára og kosta nýtt allt að 30 milljónum. - TEKKOSLOVAKIA Framhald af tols, 19 isskuldabréfum, sem bera vexti og unnt er að selja öðr um. Skaðabótagreiðslunum verður skipt á 10 ára tímabil, því að ella yrðu þær efna- hag landsins ofvaxnar. Hafi maður verið tekinn af lífi, þá á ekkja hans og börn rétt til bóta eftir hann, því að bótakrafan gengur í arf. Ennfremur fá ekkja hans og börn áfram þau laun, sem hann hafði og eftirlaun hans. Þá er ennfremur verið að undirbúa löggjöf um bætur þeim til handa, sem vikið var úr stöðum sínum, án þess að þeir hefðu nokkuð til saka unnið eða var meinað að halda áfram námi sínu. Margt er einnig unnt að bæta, án þess að til þess þurfi löggjöf. Prófessorar Karls-háskólans hafa allir tekið við stöðum sínum á nýj an leik. í öllum fyrirtækjum starfa nefndir, sem vinna að því að veita þeim uppreisn æru, sem eiga einhvers að gjalda, og þá er úr því bætt á staðnum, ef einhver gefur sig fram,' sem af pólitískum ástæðum var sviptur atvinn- unni. Allir þeir, sem einhverja aðild hafa átt að pólitískum dómum yfir saklausu fólki, verða látnir víkja úr stöðum sínum og þeim fenginn ann- ar starfi i engum tengslum við réttarframkvæmd í land- inu. í framtíðinni eiga dóm- arar að vera óháðir fram- kvæmdavaldinu og dóms- málaráðuneytið á ekki fram- ar að hafa neina möguleika á því að hafa áhrif á dómsnið- urstöður í réttarhöldum. Nú eru í fangelsum í Tékkóslóvakíu um 80 fangar, sem hlotið hafa dóm fyrir pólitísk afbrot, þ.e. brot gegn ríkinu .Á meðal þeirra eru einnig njósnarar og stríðs- glæpamenn. Þetta væri ekki há tala og á síðustu mánuð- um hefðu ekki farið fram nein pólitísk réttarhöld í Tékkóslóvakíu né neinar handtökur af því tagi. — Sameining Framhald af bls. 1 því er hal'di*ð fraxn, að ef bank- arnir þrír saniieinuðust yrðu þeir fjórða stærsta banikafyrirtæki heims og sameining þeixra mundi sennilega leiða tiil þess að þeir. tækju einnig við rekstri ann- arra banka eins og Midland Bank og National Westminster Bank. Lagalega séð getur stjórnin ekki, strangt tekið, komið í veg fyrir sameiningiu bankanna, en heimildir frönsku fréttastofunn- ar AP herma, að líklegt megi telja að stjórnir bankanna þriggja fari að vilja ríkisstjórn- afinnar. RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFtíREIÐSLA*SKRIFSTOFA sími io*ioa JBVNANGSGVLTHDÖKKGRÆNT~GVLTOKKUR LJÖMAGVLT Jlííí*** VELJUM ÍSLENZKT <H> ÍSLENZKAN IÐNAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.