Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 20
1
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1Ö6S
Erlendur Jónsson
skriíar um
BÓKMENNTIR
Vandamál Unu
EINU sinni var misskilningur
tízkumótíf í skáldverkum, eink-
um gamanleikjum. Kristján
Fjallaskáld setti saman leikrit,
sem hét einmitt — Misskilning-
urinn.
Annars er misskilningur gam-
alt og nýtt efni í skáldskap: vin-
ir misskilja hver annan; hjón
misskilja hvort annað; börn mis-
skilja foreldra; og foreldrar
misskilja börn. Stundum er mis
skilingurinn sprottinn af því, að
fólk leggur mismunandi merk-
ing í orð málsins. Stundum er
hann sprottinn af vanþekking,
stundum af hjátrú.
Algengustu orsakir misskiln-
ings mundu þó vera ólík við-
horf, mismunandi tilfinningar,
breytilegur tíðarandi, kynslóða-
skipti.
Líf annara heitir bók, sem út
kom fyrir þrjátíu árum; höf-
undur Þórunn Magnúsdóttir.
Ekki mun sú bók, sem er aam-
safn þriggja fjögurra þátta eða
svo, teljast bezta bók síns höf-
undar, enda er skáldskapargildi
hennar harla takmarkað, svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Ekki er heldur sennilegt, að vak
að hafi fyrir höfundi að setja
saman margslungið og djúp-
fundið skáldverk, heldur mun
höfundinn hafa langað að koma
á framfæri ýmsum skoðunum;
hefur talið söguformið hentast
til þeirra hluta.
En sá var einmitt 'háttur rit-
höfunda á þeim árum að fella
inn í skáldverk — sér í lagi
skáldsögur — þau málefni, sem
þeim lágu á hjarta þá stundina.
Einn þátturinn í Lífi annara
segir frá ungri stúlku, Unu að
nafni. Og þá — til að fyrix-
byggja hugsanlegan misskilning
— verður að endurtaka, að saga
ungu stúlkunnar er þrjátíu ára
gömul; gerist fyrir daga heims-
stríðs og hernáms, eða nánar til
tekið undir lok kreppunnar
miklu. Öreigabókmenntir höfðu
þá verið í tízku um sinn. Per-
sónur í skáldverkum óðu ekki
í peningum fremur en annað
fólk.
Foreldrar Unu voru samt það,
sem kallað er bjargálna. Böm-
in voru tvö, bæði stálpuð, telp-
an sjálf og bróðir. Um föður
Unu, sem kemur annars lítið við
sögu, segir, að „hann hefir á til-
tölulega ungum aldri staðnæmzt
á vissu þroskastigi, og honum
skilar ekki lengra áleiðis, hann
er einhliða, en hann bregzt
aldrei“.
Móðir Unu er líka af gamla
skólanum samkvæmt því, sem
gerðist á þeim árum. Foreldr-
amir aðhyllast hina almennu og
viðteknu skoðun á því, hvemig
ala skuli bömin upp og koma
þeim til manns. Hjónin em sem
sagt bjargálna, en ekki meir.
Annað bama sinna geta þau
kostað til langskólagöngu —
aðeins annað. Og auðvitað skal
það vera sonurinn. Hann skal
ganga í menntaskóla og háskóla
TJARNARBUÐ
DÖMBÚ SEXTETT
í neðri sal og
og verða maður með mönnum.
Að vísu hefur hann sjálfur lít-
inn áhuga á þvílíku grefils dútli.
Hann langar að verða sjómaður.
Hann slær slöku við námið. En
„það getur lagazt, hann er svo
ungur enn“, segir móðirin og
marar í svimandi óskhyggju.
Stefnan er mörkuð, og henni
verður ekki breytt. Sonurinn
skal halda „áfram á þeirri braut,
sem hann er byrjaður á“.
En heimasætan — hvað skal
verða úr henni? Móðirin hefur
auðvitað jafnákveðna skoðun á
því: „Ætli það“, segir hún, „fari
ekki fyrir þér eins og flestum
öðrum stúlkum, að það verði
þitt hlutskipti að sjá um heim-
ili og ala upp böm“.
Og móðirin laumar því að dótt
ur sinni, að farsælt kunni að
reynast „upp á hjónabandsást-
ina, að búa til góðar grautar-
lummur".
Móðirin óskar sér, að dóttir-
in sé heimasæta af því tagi, sem
hún telur sjálf vera til fyrir-
myndar. í tómstundum sínum
skal hún sitja heima og sauma
í — að bródera taldist þá æðst
kvenlegra iðna; gott ef sú iðja
taldist ekki til dygða, hreint og
beint.
Annars á heimasætan náttúr-
lega að vera eins og fólk er
flest. Hún á ekki að loka sig
inni yfir bókum, eins og Unu
er vandi, það er ekki kvenlegt,
heldur skemmta sér með öðru
ungu fólki, þegar það á við.
En dóttirin fellst ekki á það
hlutverk, sem samfélagið og for-
eldramir ætla henni. Gagnstætt
því dreymir hana um eigin
framabraut, hliðstæða þeirri,
sem syninum er fyrirhuguð —
nauðugum. Una sættir sig ekki
við að vera skipað skör lægra
honum, vegna þess að hún er
kvenmaður, en hann karlmaður.
Og karlmannsgorgeir hans fer í
hennar fínustu.
Hún má sveitóst blóðinu til að
ganga undir duttlungum bróður
síns, jafnvel skríða undir dívan
til að „leita að skyrtuhnappi,
sem Leifur missti á gólfið og
nennti ekki að taka upp. Þegar
hún skipaði honum að ieita sjáif-
um að hnappnum, svar-aði hann
flissandi, að hann hefði bein-
serk, og bætti svo við: „Til
hvers heldurðu að kvenfólkið
sé?“ Unu langaði til að leggja
í hann, þetta óþolandi mont
hans og mikilmennska yfir að
vera karlmaður rann henni í
skap“.
En Una lætur ekki verða af
að „leggja í“ bróður sinn, held-
ur trúir hún móður sinni fyrir
áhugamálum sínum: hún ætlar
að menntast, lesa sálarfræði og
uppeldisfræði. Hvað þá um
hjónaband, heimili, eiginmann,
börn?
Ekki stendur á svarinu: „Ég
ætla aldrei að gifta mig“, stað-
hæfir unga stúlkan af miklum
móði.
En þar brestur hana hrein-
skilnina. Því „þvert á móti gerir
hún ráð fyrir að njóta ásta, —
seinna, þegar hún hefir tíma til
þess. Hana langar til að eiga
heimili og lifa fjölskyldulífi, —
seinna, þegar námi hennar er
lokið, og hún er komin á rétt-
an kjöl í lífinu. Hún reiknar
þetta út eins og karlmaður, hún
þarf að fá stöðu og helzt að hafa
hlotið viðurkenningu fyrir rök-
réttar ályktanir og tillögur, áð-
ur en hún giftir sig“.
Að sjálfsögðu vill hún vera
góð dóttir á sama hátt og móð-
irin vill vera góð móðir. Því móð
irin vill jú allt fyrir dóttur sína
gera; allt, sem ex á hennar valdi
og talizt getur skynsamlegt með
hliðsjón af sjálfsagðri framtíð
ungrar stúlku. Aðeins brestur
hana skilninginn. Misskilningur-
inn rís á milli mæðgnanna eins
og reginhaf, sem hvergi sér út
yfir. Dóttirin er ung. Hún finn-
ur á sér, hvaða tímar eru í
vændum. En móðirin — hún er
ekki lengur ung. Hún skynjar
ekki, hvað í vændum er. Fyrir
hennar sjónum eru dagdraumar
dótturinnar hvorki annað né
meira en ungæðisleg, óþægileg
fjarstæða, sem varla er hægt að
taka mark á; vonandi það eld-
ist af henni.
Móðirin vill. búa sér til dóttur
samkvæmt þeim formúlum, sem
giltu, þegar hún var sjálf ung.
Dóttirin á að vera prúð og kven-
leg. Hún á að sauma í, svo hún
eigi gnægð púða, duka, dregla
og renninga, þegar draumaprins
inum þóknast að kveðja dyra og
nema á brott sína brúði.
Dóttirin vedt, að þefta hlut-
skipti er henni ætlað. Hún hefði
ekki þurft að knýja móður sína
né neinn annan til að segja það
opinskátt. Það svo sem lá í loft-
inu.
En hlutskiptið er henni and-
stætt, ógeðfellt. Hún vill vera
sinnar eigin gæfu smiður og
öðrum jöfn í samfélaginu; per-
sóna, einstaklingur, en ekki lít-
il og sæt brúða handa einhverj-
um að leika sér að. Og þó, og
þó?
Því hvar stendur hún með
sínar ungu hugsjónir? Hvers
getur hún krafizt af sjálfri sér
og samfélaginu? Ósjálfrátt heit-
ir hún að gjalda frelsi sitt dýr-
ara verði en hún treystir sér að
standa við. Enginn minnist á,
að bróðir hennar skuli dæmd-
ur til einlífis, þó hann gangi
menntaveginn. Hvað kemur til,
að hún heitir sjálf, óbeðið, að
sæta slíkum afarkostum? Hvers
vegna skrökvar hún um hug
sinn, einmitt þegar þau mál ber
á góma?
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
POPS
í efri sal skemmta í kvöld.
Handknattleiksdeild Þróttar.
Iðmaðarhúsnæði
Til Jeigu er 140 ferm. nýlegt iðnaðar- eða
lagerhúsnæði í Vogahverfi. Húsnæði þetta er
á jarðhæð, fullfrágengið með góðri inn-
keyrslu. Uppl. í símum 34619 og 12370
eftir kl. 6 á kvöldin.
Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík.
Til sölu
þriggja herb. íbúð í 10. byggingarflokki. Þeir félags-
menn, sem neyta vilja forkaupsréttar að íbúðinni,
sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stórholti
16, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 22. ágúst nk.
Stjórnin.
Ef til vill ber að skilja sög-
una svo, að tími athafnarinnar
sé ekki runninn upp: Heimasæt-
an atyrðir bróður sinn. En hún
megnar engan veginn að fylgja
eftir orðum sínum. Hún lúffar
— skríður undir dívan eftir
hnöppunum hans. Á s6mu leið
fara skipti hennar við móður
sína. Eins og hún væri þjálfað-
urur ræðumaður, predikar hún
fyrir móður sinni kvenréttindi
sinna tíma. En unga stúlkan er
jafn máttvana gegnt þessum
fulltrúa gamla tímans. Móðirin
situr við sinn keip.
Að lokum treystir ungmeyjan
einungis einni persónu til að
tala máli sínu. Sú persóna er
kennari hennar, ungur maður,
meira að segja vinur hennar.
En þá er líka svo komið, að
óskyld mál taka að blandast í
höfði ungu stúlkunnar. Sagan
af Unu, sem virðist fram að því
munu verða saga kvenréttinda-
baráttu ,ef ekki menningarbylt-
ingar, rennur þannig út í sand-
inn sem dýsæt ástarsaga — „hún
horfdr á eftir honum unz hann
hverfur út í húmbláa nóttina“.
— ★ —
Þegar Þórunn Magnúsdóttir
samdi þessa sögu, hefur eflaust
vakað fyrir henni að knýja fólk
tii að hugsa um aðstöðu kon-
unnar í því samfélagi, sem i
vændum var fyrir þrjátíu árum.
Svo kom stríðið rétt á eftir
og flýtti öllu, bylti við gömlum
hugmyndum, gerði fomar
dygðir hlægilegar og einskis
nýtar og skapaði hér nýja þjóð,
svo þeim, sem nú muna eitthvað
fyrir stríð, finnst þeir muna aft-
ur í gráa og skitna og ótrúlega
forneskju.
Vandamál Unu sem konu í
ríki kanla eru ekki lengur á dag-
skrá í skáldverkum kvenna, að
minnsta kosti mundu þau ekki
lögð fyrir nú á þann hátt, sem
gert er í Lífi annara.
Hins vegar má skoða sögu
Unu frá öðrum sjónarhomum,
sem betur skiljast nú í andar-
takinu. Til dæmis má skoða
hana með hliðsjón af aðstöðu
unglings andspænis fullorðnum.
Og sá var raunar tilgangurinn
með þessairi fátæklegu hugleið-
ing.
Saga Unu er saga um mis-
skilning milli unglings og for-
ráðamanns. Slíkur misskilning-
ur sprettur líklega oft upp milli
kynslóða. En sárastur verður
hann ,þegar umhverfi og sam-
félag breytist ört.
Á þeim árum, sem Líf annara
varð til, ámnum fyrir stríð,
gátu skapazt mörg tilefni slíks
misskilnings. En unglingurinn
var þá, enn sem komið var, und-
irgefinn. „Unglingavandamál" í
nútímaskilningi voru tæpast enn
komin til sögunnar.
Una nöldrar, en hún gerir
enga uppreisn. Hvort sem hún
vinnur stríð sitt eða tapar því,
persónulega, breytir hún jafn-
litlu um skoðun síns samfélags.
Athyglisvert er líka, að höf-
undur lætur Unu einangrast
vegna menntaþrár sinnar.
Menntaáhugi ungrar telpu tald-
ist þá enn til sjaldgæfrar, en
hvimleiðrar sérvizku, sem heið-
arlegt hversdagsfólk þoldá önn
fyrir.
En hvernig stæðu mál Unu,
væri hún ung stúlka á okkar
tíð? Skriði hún undir dívan eft-
ir hnöppum bróður síns? Léti
hún í minni pokann fyrir móð-
ur sinni? Væri hún einangruð
vegna menntaþrár sinnar? Eða
storkaði hún samtíðinni og
ákvarðaði sjálf sína framtíð,
jafnvel þó ákvörðunin bryti i
bág við hefðbundið almennings-
álit? Eða mundi suga hennar
enda, slétt og fellt, með kossi
og trúlofun?
Gaman væri, að ungar skáld-
konur svömðu þeim spuming-
um í skáldverkum næstu ára
ekki lakar en Þómnn Magnús-
dóttir svaraði fyrir Unu forð-
um daga.
Una og jafnaldrar hennar eru
nefnilega orðin afl í veröldinni;
afl, sem hefur þegar látið til
sín taka.
Erlendur Jónsson.