Morgunblaðið - 21.09.1968, Side 21
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968.
21
Á vegum kvenfélag-sins Hrings.
ins var haldið námskeið í list-
munagerð og dvaldi Sigrún
Jónsdóttir úr Reykjavík hér í
20 daga og kenndi listmuna-
gerð og fleira. Þá var sýning á
munum þeim, sem unnir voru á
þessu námskeiði, og voru þeir
bæði margir og margvíslegir.
Þar voru bæði dúkar málaðir,
leir og tré og ýmislegt annað.
A þessari sýningu var einnig
tízkusýning og sýndur klæðnað-
ur Cbatik). Námskeið þetta
sóttu um 40 konur og voru þær
mjög ánægðar með árangurinn.
Konurnar á námskeiðinu og f jöl-
skyldur þeirra fóru svo í
skemmtiferð með m.b. Gullþóri.
Var farið fyrst út í Bíldsey og
lagzt þar við klettana, klifrað
þar upp og gengið til bæjar þar
sem konurnar útbjuggu ágætis
veitingar. Var þessi ferð öll hin
ánægjulegasta, farið í leiki og
eyjan skoðuð og ýmislegt gert
sér til skemmtunar. Síðan siglt
inn um eyjar að Klakkeyjum
og Hrappsey og síðan heim. Veð
ur var hið ákjósanlegasta.
Fréttaritari.
Með elztu húsum í Stykkishólmi er svonefnt „Kúldshús". Það
var upphaflega byggt í Flatey en síðan flutt og reist á ÞingvöII-
um í Helgafellssveit, en seinast reist í Stykkishólmi úti á Höfða
þar sem það stendur enn í dag. Húsið er kennt við séra Eirík
Kúld, sem var lengi prestur í Helgafellsprestakalli og bjó í
Stykkishólmi. Hann var og prófastur Snæfellinga um skeið. Þetta
hús er nú 100 ára á þessu ári. Það á sér langa og að mörgu
leyti merka sögu og margir hafa þar á liðnum árum átt ánægju-
ríkar stundir. Séra Ami Þórarinsson minnist margs þar í sinni
ágætu ævisögu.
Þessi mynd er af sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Þar hefir farið
fram gagngert endurbót og viðbygging og fást nú um 20 sjúkra-
rúm í viðbót. Auk þess eru þar nú tvær lækningastofur og vist-
legt biðherbergi. Þá hefir farið fram gagnger breyting á eld-
húsi og því sem tilheyrir, og eru það mikil viðbrigði.
Tjarnarbúð — Festival
TrÍX DANSADTIL FLOWERS
KLIiKKAN 2
Soul —
Opus 4 —
Fjör á öfllum
hæðum
F
O
FLOWERS
E
R
S
Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur.