Morgunblaðið - 21.09.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968.
mér alveg sama um það, svaraði
Sandra og gekk burt. Það var
rétt svo að Jill gæti náð í hana.
— Þetta hefðirðu ekki átt að
segja, sagði hún ávítandi. — Það
var ókurteisi.
— En það var ekki nema satt
hvæsti Sandra. — Hvað vill þessi
hraðfrysta piparjúnka vera að
ybba sig? Hún er vitanlega af-
brýðisöm. Maður hittir nóg af
svona kvenfólki. Vonsviknar og
önugar, af því að enginn karl-
maður hefur nokkurntíma vilj-
að líta á þær.
— Reyndu að gleyma því,
sagði Jill. — Kannski er hún
óþarflega nöldursöm, en það er
ekki vert að taka það of hátíð-
lega. _
— Ég kann bara ekki við, að
fólk sé að skipta sér af mínu
einkalífi. Ef út í það er farið,
erum við ekki í vinnu í dag. Og
það fer í taugarnar á mér, þegar
— Jæja, taugarnar í þér eiga
nú kannski von á einhverju
skárra áður en langt um líður,
tók Jill fram í. Viltu sjá, að Joe
og Larry eru að bíða eftir okk-
ur þarna.
Eftir stutta sund voru þau öll
farin að busla i sjónum. Katie
kom til þeirra og Jill dokaði við
hjá henni stundarkorn, en þá
kallaði Sandra til hennar að slást
í hópinn, sem hún hafði safnað
kring um sig. Það var gaman
að vera svona úti í sólskininu
með kátu og hamingjusömu fólki.
Þau köstuðu knetti og syntu út
að björgunarflekanum og til
baka og horfðu á einn manninn,
sem framdi list-dýfingar. Síðan
var etinn hádegisverður, sem fé-
lagið lagði til, undir beru lofti.
Þegar ungfrú Gilmore gekk fram
hjá borðinu, þar sem Dandra og
Jill sátu, lét hún eins og hún
sæi þær ekki, en yrti aðeins á
Katie um leið og hún gekk fram
hjá.
Síðar kom það í ljós, að Larry
átti bíl, og þeir Joe fóru með
þær stöllur í bílferð um borg-
in, að sýna þeim það helzta,
sem þar var að sjá. — Okkur er
þá sleppt út úr fangelsinu? sagði
Sandra.
Larry glotti til samþykkis. —
Já, víst svo. — Það er hægt að
beygja grindurnar frá gluggan-
um, ef maður vill. Sandra. Við
tvö skulum borða úti eitthvert
kvöldið og fara í bíó á eftir,
hvað segirðu um það?
Þau sáu stóra hvíta ameríska
háskólann, sem stóð innan um
olívutré og óku kring um St.
Georgsflónn með ninum frægu I
klettum úr þjóðsögunum. — Já, |
stúlka mín. Hér er það, sem j
gamli drekinn fékk fyrir ferðina. I
Rétt þarna. Síðan fóru þau eft- ■
ir gömlu krókóttu götunum, sem ,
voru svo þröngar, að bíllinn gat 1
rétt smogið milli húsanna, dular
fullar og með hlerum fyrir öll-
um gluggum, og horfðu á hand-
verksmennina, sem stunduðu
iðju sína úti á gangstéttinni.
Loksins ók Larry út í vestur-
enda borgarinnar að Stjórnar-
torginu og í stórt veitingahús.
Þar settust þau öll fjögur undir
trjánum við gangstéttina og
drukku þykkt kaffi með
andlegum kökum, sem voru allar
þakktar hnetum og fræjum. Feit
ir menn, sem sátu skammt frá og
drukku arak, brostu vingjarn-
lega til þeirra. Öðru hverju kom
arabisk kona, þakin frá hvirfli
til ilja í einhvern pokakjól og
gekk þegjandi framhjá og hvarf
síðan út í rökkrið.
Larry ók þeim þeim í Hótel
Ramuddin, skömmu fyrir mið-
nætti, en þá urðu allar stúlkur
félagsins að vera komnar heim.
— Ég vildi ógjarnan komast á
svarta listann hjá henni Söru Gil
more, sagði hann. Karlmennirnir
bjuggu í öðru gestaheimili,
skammt frá Þau buðu góða nótt
og Jill og Sandra fóru upp i
herbergið sitt.
— Jæja, það var nú gaman í
dag, sagði Jill. — Ég kann ágæt
lega við Joe og Larry. Ég hélt
alltaf að Bandaríkjamenn væru
hrottalegir og háværir, en þeir
virðast vera vel siðaðir.
— Já, ágætis strákar, sagði
Sandra. En bara hálfgerðir græn
ingjar. Ég fyrir mitt leyti vil
hafa karlmenn þroskaðri. Og ég
hitti líka einn annað kvöld.
Hann Oliver skilurðu.
— Ertu orðin skotin í honum?
sagði Jill.
Sandra yppti öxlum. — Ekk-
ert um of, góða mín. Þú þekkir
mig nú. Vitanlega dáist ég að
honum. Hann er reyndur og
auk þess skemmtilegur. Maður
getur virkilega fundið, til ör-
yggis með honum.
Morgunkaffið kom stundvís-
lega klukkan sjö næsta morgun
og stundarfjórðungi fyrir átta
sátu þær stöllur í félagsbílnum
á leið inn í borgina, ásamt öll-
um hinum. Ungfrú Gilmore var
farin á undan í eigin bíl. Þegar
stúlkurnar komu, var hún þegar
komin til starfa, taldi þær inn
og gaf nýliðunum bendingar.
Langi salurinn með borðaröð-
inni var gjörólíkur því, sem ver
ið hafi hjá tryggingarfélaginu.
Jill var ánægð, er hún lenti í
sæti við hliðina á Katie en
Sandra spölkorn frá þeim, og
var þegar farin að fást við töl-
urnar sínar, án sýnilegra erfið-
leika. Hún lærði fljótt að reikna
í dollurum í stað sterlingspunda.
Stundum leit hún út um glugg-
ann og sá trjátoppana handan
við sólroðin fjöllin í fjarska. Nú
var hún orðin fegin að vera
þarna komin.
— Þetta er hreint ekki sem
verst, sagði hún við Söndru við
hádegismatinn.
— Það verður slæmt þegar
verulega heitt er orðið. Þessi
loftræsting er hreint ekki sem
bezt, er ég viss um. Og Gilmore
er andstyggileg, eins og hún
gengur um og snuðrar.
— Hún er nú víst að hafa
auga með okkur, af því að við
erum alveg að byrja, Og hvað
sem því líður, kann ég ágætlega
við mig hérna, Sandra. Ég er
fegin, að ég skyldi herða mig
upp í að koma með þér. Bíllinn
fer með okkur heim klukkan sjö
svo að við höfum kappnógan tíma
til að hafa fataskipti. Hlakk-
arðu til í kvöld?
— Vitanlega. Kjóllinn minn
aflagaðist sem betur fer ekki
mikið á leiðinni. Ég þarf ekki
að spyrja, í hverju ætlar þú að
vera?
— Gamla græna silkikjólnum
býst ég við, sagði Jill. — Ég
hef ekkert annað. Og að minnsta
kosti tekur hann Graham Dunc-
an víst ekki mikið eftir klæða-
burðinum hjá manni.
— Þurfum við að segja Gil-
more, að við ætlum út? vildi
Sandra vita. Jill svaraði strax,
að því byggist hún við og tók
að sér að tilkynna það. Umsjón-
arkonunni virtist vera alveg
sama. Hún gaf ÍUl heimilisfang
eins áreiðanlegs leigubílstjóm,
sem mundi koma og skila þeim
í Hotel St. Georgs. — Og heim
fyrir miðnætti, ungfrú Chad-
burn. Þér verðið að vera upp-
lagðar í fyrramálið. Jill kinkaði
kolli og fór.
Sandra var töfrandi í ljóárauða
kjólnum sínum og lifandi hárið
á hennir firtist bjartara en
nokkru sinni áður, yfir fölum
hörundslitnum. Augun ljómuðu
af tilhlökkun, næstum eins og
og tilsvarandi armband.
Leigubílstjórinn áreiðanlegi
kom og þeysti þeim gegn um
blásvart náttmyrkrið, eftir göt-
unni, að hinu fræga hóteli. Þeg-
ar þær gengu gegn um marmara
lagðan forsalinn, tók Jill eftir
því, að höfuð ýmissa karlmanna
þarna litu við með aðdáunar-
svip, en horfðu síðan á Oliver
og Graham, sem stóðu upp af
hægindastólum til að taka móti
þeim. Og enn vakti fallega enska
stúlkan aðdáun, er þau settust
að borðum. Sandra fann þetta,
nú sem endrnær og það jók enn
á Ijóma hennar og fegurð.
Jill sat þögul hinumegin við
aflanga borðið, ásamt Graham
Duncan, sem var nú stærri og
dekkri en nokkru sinni áður, í
venjulegum smókingjakka, enda
þótt Oliver væri í hvítum og með
rautt blóm í hnappagatinu.
Sandra naut sín nú til fulls og
eaf nærfærna og lifandi mynd
CETIÐ ÞÉR CERT BETRI
INNKAUP?
Aðeins kr. 14,50 í smásölu
Heimdnllur FVS
KLÚBBFUNDUR
Gestur fuudarins: prófessor Ólafur Jóhannesson,
formaður Framsóknarflokksins, ræðir um
VIÐHORF FRAMSÓKNARFLOKKSINS til
þjóðmála í dag.
N.k. laugardag 21. sept. verður' klúbbfundur 1
Tjamarbúð, niðri, og hefst hann kl. 12,30. Gestur
fundarins verður prófessor Ólafur Jóhannesson,
form. Framsóknarflokksins, og mun hann ræða um
viðhorf Framsóknarflokksins til þjóðmála í dag.
STJÓRNIN.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Gerðu hreint fyrir þínum dyrum, þannig að þú getir tekið
áköfum breytingum, sem kunna að verða um helgina. Farðu
varlega.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Reyndu að beina kröftum þínum á réttar brautir, þannig að
árangur megi verða sem beztur. Vinir verða furðanlega hjálplegir.
Tvíburirnir, 21. maí — 20. júní.
Ef þú býður mörgu fólki og málugu heim, muntu verða margs
vísari, og greiðast úr ýmsum flækjum. Konur eru afar viðkvæmar
þessa dagana.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Hleypidómar hafa sjaldan reynzt gagnlegir. Einhver nákominn
þarfnast hjálpar þinnar. Varaztu að binda þig við neitt til langs
tíma, því að breytingar eru í aðsigi.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Vertu rólegur og ihaldssamur. Breytingar eru á næstu grösum.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Peningar, sem þú ætlar að hjálpa vinum þínum með virðast
tregir f innheimtu. Vertu vakandi, og sinntu einkamálum.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Þér ha.ttir til að segja of mikið til að fá þínu framgengt. Pukur
helzt ekki lengi, og þvl er óhætt að hverfa frá því strax.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Ef þú ferð ’ þér hægar, er líklegt, að þér verði mikið ágengt.
Gefð'i þér tíma til að njóta lífsins, og miðla öðrum.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Athafnasemin heldur áfram, þótt smáatriðin kunni að taka aðra
stefnu. Byrjaðu strax að skipuleggja.
Steingeitin, 22 .des. — 19. jan.
Dagurinn er alvöruþrunginn. Forðaztu fjölmenni og farðu var-
lega í umierðinni. Þér gefast tækifæri til að launa greiða.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Gefðu öðrum tækifæri til að greiða úr máluunm. Sýndu enga
yfirburð'., og safnaðu þreki.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz.
Auðveldara er að halda frið. Það mun borga sig, er fram I sækir.
Vertu rólegur I kvöld.