Morgunblaðið - 11.10.1968, Page 23

Morgunblaðið - 11.10.1968, Page 23
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 23 Með birgðaflufningaflugvél til Biafra Vonbrigði lýstu sér í andlitum Biafra- manna þegar flugvélin var ekki með vopn Þorsteinn E. Jónsson skrifar: S. Tomé, fimmtud. 3. okt. Ég kom tii þessarar fallegu, litlu eyju, skammt undan Ní- geríuströnd, í fyrradag me8 það fyrir augum að taka þátt í flugi með matvæli og lyf til Biafra. Boeing 707-þotan, sem ég kom með, flutti hingað 33 lestir af þessum varningi, en ennfremur koma hingað fleiri þúsund lestir með skipum. Hér á eyjunni eru 5 flugvélar af gerðinni DC-7 og á hver þeirra að fljúga tvær ferðir á nóttu til Biafra með 10 lestir í ferð. Ég hafði haft af því fregnir, að hingað vantaði flugmenn, og því sló ég til um leið og samningur minn hjá hollenska flugfélaginu, sem ég vann hjá í sumar, rann út. bundið að koma honum hing- að. Önnur vél er me'ð brot- inn vængbrodd eftir að ekið var utan í hana, en vonir standa til að varahlutir komi á næstunni og hægt verði að gera við hana. Eftirlitið með þessum flugvélum er vægast sagt mjög lélegt, a.m.k. eins og stendur, og langt fyrir neð- að það, sem mundi viðgangast hjá jafnvel lélegustu flugfé- lögum, enda verður þessi út- gerð að teljast algjörlega ólög leg, hvar setn er í heiminum. Má nefna sem dæmi, áð engin vélanna er með gildandi loft- hæfnisskírteini, og ekki er verið að spyrja áhafnirnar, hvort mennimir hafi gildandi skírteini fyrir þessa flugvéla gerð, heldur bara hvort þeir Greinarhöfundur í eldhúsi flut ningavélarinnar. Hér á S. Tomé eru þrír aðilar, sem standa fyrir þess- um flutninigum til Biafra. Eiga Caritas (kaþólska kirkj- an) og World Church Council (mótmælendasambandið) sam eiginlega fjórar DC-7 flugvél- ar, en Norchurchaid (skandí- navíska kirkjusambandið) er með eina vél á leigu frá Trans air Sweden. Því miður er á- stand flugvéla Caritas og W. C.C.-samsteypunnar heldur bágborið. Ein þeirra er með brotinn hreyfil og ,þó vara- hreyfill sé til í Lissabon, virð ist það miklum erfiðleikum treysti sér til að fljúga vél- unum. Auðvitað eru bæði vél- arnar og áhafnirnar algjör- lega ótryggðar, en kaupið er óneitanlega mjög gott. Eingöngu er flogið að nóttu til, og leggur fyrsta flugvélin af stað skömmu fyrir rökkur, svo að komið verði áð Nígeríu strönd í myrkri. Flugið til flugvallarins í Biafra, sem gengur undir nafninu Anna- bella, tekur venjulega eina klukkustund og fjörutíu mín- útur, og er flogið í 35 mínút- ur yfir yfirráðasvæði Nígeríu manna. „Flugvöllurinn“ er breikkaður þjóðvegarkafli í gegnum frumskóginn og er hann 2590 metrar að lengd. Lítil útskot eru til beggja enda flugbrautarinnar, þar sem flugvélarnar standa með- an verið er að ferma þær. Annabella er nú um 14 mílur frá víglínunni, en Nígeríuher- menn hafa komizt næst í 6 mílna fjarlægð. Vegna þess hversu bágbor- inn flugvélakosturinn var á S. Tomé, leit ekki út fyrir að ég kæmist að sem flugmáður, a. m.k. á næstunni. Sótti ég þá um og fékk leyfi til að fara eina ferð til Annabella sem aukaáhafnarmaður. Brottför héðan var kl. 5 e.h. og þó að sól væri enn á lofti mundi vera orðið dimmt, þegar við kæmum að Nígeríuströnd, því að hér rétt við miðbaug dimm ir mjög fljótt eftir að sólin er sezt. Flugstjórinn í þessari ferð var Bandarikjamaður, gó'ðkunningi minn frá Amster dam í sumar, þar sem hann fíaug sem aðstoðarflugmaður hjá sama félagi og ég. Aðstoð arflugmaðurinn var norskur en vélamaðurinn frá ísrael. Farmurinn var að mestu leyti þurrmjólk í sekkjum á stærð við sementspoka og framleidd í írlandi. Var farmurinn lát- inn liggja algerlega óbundinn í flugvélinni, sem þætti heldur losaralegur frágangur undir venjulegum kringumstæðum, en hér er áherzla lögð á að affermingin gangi sem greið- ast fyrjx sig og minna hugsað um öryggið. Flogfð var í 16 þús. fetum og það byrjaði að rökkva þegar við vorum hálfnaðir til lands. Eins og venjulega á þessum slóðum var sólsetrið stórkostleg sjón, en aftur á móti var okkur ekki eins vel við gríðarmikið þrumuský yfir ströndinni, sem trónaði upp úr öllu valdi. Sem betur fór voru þau næstum sjálf- lýsandi vegna eldinganna inn Stórar þotur flytja matvæli til hjálparstofnanna á S Tomé. an í þeim, auk þess sem að það var tunglsljós, svo að við gátum slagað á milli þeirra, sem var eins gott, því að ó- neitanlega hefði það verið ó- þægilegt að lenda í mikilli ókyrrð með farminn svo óreirðan. Og auðvitað var rat sjáin í flugvélinni bilu'ð.“ Rétt út af ströndinni eru oft fallbyssubátar Nígeríu- manna, sem skjóta á flugvél- amar, en ekki er skothæfni þeirra talin svo góð að menn hafi almennt áhyggjur af þeim. 1 þetta skipti urðum við ekki varir við neina skot hríð, og skömmu seinna vor- um við komnir í talsamband við flugumferðarstjórann í Annabella. Fengum við veð- urlýsingu og reyndist veðrið hið bezta. Einnig náðum vfð Framhald á bls. 24 Húseignin Klapparstígur 42 er til sölu. í húsinu eru tvær íbúðir, 2ja og 3ja herb. Húsið stendur á eignarlóð. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 símar 24645 og 16870. FAY salernispappír extra mjúkur og sterkur Fœst í mörgum litum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.