Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 Jörundur loftskeytamaður FREGNIN um sviplegt fráfall Jörundar Sveinssonar barst til heimabyggðar hans hinn 30. sept. og var reiðarslag fyrir venslafólk hans og vini. Hann, sem kvaddi svo hress og hlýr að vanda, var nú horfinn. Vegir almættisins eru órann- sakanlegir. Hvers vegna er mað- ur í blóma lífsins, burtu kallaður frá forsjá ungbarna og fram- færi heimilis? Hin íslenzka þjóð færir „Ægi“ stöðugt sínar fórnir fyrir það framfæri, sem hafið hefir veitt okkur í þúsund ár. Skörin koma í fremstu víglínu t Faðir okkar, Jakob Guðjohnsen raf magnsstj óri, lézt aðfaranótt föstudagsins 11. október í Landsspítalanum. Kristín Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen, / Þórður Guðjohnsen, Dóra Guðjohnsen. t Eiginmaður minn og faðir, Guðmundur Bjarnason Langholtsveg 87, lézt í Borgarspítalanum Foss- vogi, 10. þ.m. Ragnhildur Halldórsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdéttir. t Faðir okkar, Hálfdán Halldórsson fyrrum verzlunarmaður í Viðey, lézt að Sólvangi hinn 10. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinn B. Hálfdánarson, Örlygur Háifdánarson. t Möðir og tengdamóðir okkar, Auðbjörg Jónsdóttir frá Bólstað Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 9. okt. sl. Bára og Páll Gíslason, Lilja og Ragnar Runóifsson, Óskar og Soffía Sophaniasdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjörleifur M. Jónsson bifreiðastjóri, Efstasundi 56, sem lézt 6. þ.m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. þ.m. og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm eru vinsamljegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra. _ Vegna vandamanna. Jón Ó. Hjörleifsson. Sveinsson — Minning en Jörundur stundaði sjó- mennsku á togurum nær 20 ár. Tryggð og drengskapur, seigla og æðruleysi voru þættir í fari hans, sem minntu á hinn skaftfellska uppruna. Árið 1945 fluttust hjónin Hildur Jónsdóttir og Sveinn Jónasson frá Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri á landsnáms jörðina Skeggjastaði í Mosfells- sveit með sjö börn stálpuð. Þessi fjölskylda vakti athygli fyrir atgjörvi og dugnað og varð þegar gott til vina. Jörundur heitinn var þriðji elztur þessara systkina og af- bragð annarra ungra manna. Hann eignaðist eina glæsilegustu heimasætu byggðarlagsins, Mar- gréti Einarsdóttur frá Laxnesi. Jörundur Sveinsson var fædd- ur 2. september 1919 að Borgar- felli í Skaftártungu, en Sveinn faðir hans var frá Hlíð en Hild- ur móðir hans frá Þykkvabæjar- klaustri. Æskan leið við sveitastörf í Álftaverinu en 1941 settist Jör- undur í annan bekk Flensborg- arskóla og lauk þaðan ágætu gagnfræðaprófi. vorið 1943. Hann vistaðist þá til Gunnars skálds t Faðir okkar, * Guðmundur Jónsson skósmiður, Skipasundl 33, lézt að Hrafnistu 11. október. Börnin. t Eignkona mín og móðir okkar, Ásthildur Magnúsdóttir, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarð ar fimmtudaginn 10. október sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Hjalti Jónsson og börn. t Innilegar þakkir fyrir vin- semd og samúð við andlát og jarðarför, Ólafíu Kristínar Ólafsdóttur frá Ósi í Bolungarvík. Guðbjörg og Jón Fannberg. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför manns míns, föður, tengda- föður og afa, Ólafs Jónssonar. Jarþrúður Jónsdóttir, Jón H. Ólafsson, Rósa Haraldsdóttir, Örn Ólafsson, Þórunn Ólafsdóttir, Baldur Ásgeirsson, barnabörn. Gunnarssonar að Skriðuklaustn og seinna til Bjarna á Laugar- vatni. í Loftskeytaskólann fór hann 1945 og lauk þaðan prófi 1946, og varð það hans ævistarf. Starfsvettvangur hófst á Rjúpna hæð og Gufunesi en síðan á tog- urum og lengst af á FylkL Jörundur heitinn var ötull og verklaginn og greip hvaða verk sem var til sjós og ágætur sjó- maður. Árvekni og sérstakt snar ræði sýndi hann er Fylkir fórst af tundurdufli hér við land 1956. Honum tókst að komast í klefann á hinu sökkvandi skipi og senda út neyðarkall, ásamt staðarákvörðun. Þetta gerði gæfu muninn í það sinn. Hlaut hann lof félaga sinna en lét jafnan sjálfur lítið yfir. Prúður og yfirlætislaus var Jörundur heitinn ávallt en at- orkumaður að hverju sem hann gekk. Heimilið og börnin var það sem hann lifði fyrir og unni af öllu hjarta. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför, Laufeyjar Pálsdóttur. Sólveig og Poul Dyhre-Hansen, Valgerður Þorsteinsdóttir, Steingrimur J. Þorsteinsson, og aðrir aðstandendur. t Hjartanlega þökkum við öll- um þeim sem sýndu samúð og vináttu við andlát og jarð- arför, Guðríðar Þorsteinsdóttur Lindargötu 30. Sérstaklega þökkum vfð lækn um og hjúkrunarliði Lands- spítalans. Sonja Valdimarsdóttir, Erlingur Herbertsson og barnaböm. t Innilegustu þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur okkar, Jakobínu Björnsdóttur kennslukonu. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgar sjúkrahússins og Hvitabands- ins fyrir ómetanlega aðstoð og ljúfa framkomu í veikind- um hennar. Ólöf Bjömsdóttir, Unnur Bjömsdóttir, Indriði Bjömsson. Friðrik Karlsson Fimmtugsafmæli 28. sept. 1968. Sem leiftur á himni er líf hvers manns, eða lauf sem í skóginum grær. Við horfum á straum er með bakkanum ber okkur, börnin sem fæddumst í gær. í upphafi dags er ei kveðið um kvöld heldur keppni sem markinu nær. En misjöfn er sagan og mörgum er tamt að miða við lyngholt og stekk, en fáir sem horfa á bláfjallsins brún og braut þess er fremstur gekk. En þetta er viðhorf sem vísar án hiks sínum vinum á efsta bekk. Friðrik er maður með fjallsins hug, hann er foringt í lýðsins sveit. Hann treður sinn veg fram á tæpustu brún. Hans tilfinning rík og heit er leiðarstjarnan sem líf hans er gsett, hans lögmál og fyrirheit. Hann varðar ei alltaf um vörður og brýr á vegum sem fjöldinn kýs. Hann víkur þv: frá, ef á veginum er, hverjum vanda sem hæstur rís. Með sannleikans járni er sver’ð hans brýnt og sigurinn ætíð vís. Nú stendur hann Friðrik á fimmtugu í dag. Ég flyt honum vinarljóð. Ég veit að hans för upp á fjallið er tryggð, það fennir ei í hans slóð. Ég óska honum friðar á fjalLsins leið og að framtíðin verði góð. Sigurður Pétursson. L. Þau Margrét giftust 1949 og bjuggu alla sína tíð að Litjfa- landi í Mosfellssveit, í sambýli við foreldra Margrétar, sæmdar- hjónin Helgu Magnúsdóttur og Einar Björnsson frá Laxnesi. Ég kynntíst Jörundi bezt á seinni árum og átti marga ánægjustund á heimili hans og tengdáföður hans. Fann ég glöggt hversu hlýtt var með þess um tveim mönnum og hve heill og heiður heimilisins var þeim sameiginlegt áhugamál. Heimilið á Litlalandi var á alla lund, úti sem inni, fagurt og vel umgengið, viðmót fólksins hlýtt, til manna og málleysingja og mannbætandi var að blanda geði við heimilisfólk þar. Helga Magnúsdóttir lézt fyrir nokkrum árum og varð þar skarð fyrir skildi. Nú verða þau mæðginin að sjá á bak ástkærum tengdasyni og maka frá blessuðum litlu drengjunum tveim, sem aðeins eru 5 ára gamlir og sár er sorg dætranna þriggja, sem eldri eru. Mjög á nú þetta heimili um sárt að binda er ástkær heimilisfaðir fellur frá í blóma lífsins. Við jafnaldrar og vinir Jör- undar söknum hins ljúfa vinar, prúða og vel gerða drengs, sem almættinu hefir nú þóknazt að kalla á sinn fund. Fjölskyldan- leit með tilhlökk- un til næsta árs, þá verður elzta dóttirin stúdent, en Jörundur hefði orðið fimmtugur. Enginn má við sköpum renna. Ekkjan ber sorg sína með hug- prýði og trú. Megi guð blessa hana og styrkja í ábyrgðarmiklu Framhalð i bU. 11 Jarðarför mannsine míns JÓHANNESAR JÓSEFSSONAR fyrrverandi hótelstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 12. október kl. 10.30. Brynhildur Sigurðardóttír. Hugheilar þakkir færi ég öll- um vinum mínum og vanda- mönnum, er með ýmsu móti glöddu mig á sextugsafmæli mínu þann 16. september s.l. Einnig þakka ég þeim félags- samtökum, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vin- semd og virðingu við þetta tækifæri. — Þesisi sviphreini sólskinsdagur mun vaka í vit- und minni og verða ógleym- anlegur. Hallgrímur Th. Björnsson. Hugheilar þakkir til allra er glöddu mig á 80 ára afmæli mínu. Krístján Jóhannesson Háteig, Patreksfirði. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför konu minnar, móður og systur. Arni Pálsson, Kristín Ámadóttir, Eva Jóhannesson. Ég þakka af alhug öUum þeim er glöddu mig á 70 ára af- mæli mínu þann 8. október með skeytum, gjöfum og blóm um. Hamingja fylgi ykkur öllum. Kristín Sigurgeirsdóttir frá Ólafsvík. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.