Morgunblaðið - 16.10.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 16.10.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 196« 11 Jón Ólafsson alþingismaður og bankastjóri - ALDARMINNING - t DAG eru liðin 100 ár síðan heiðursmaðurinn Jón Ólafsson alþingsmaður og bankastjóri fæddist og 31 síðan hann lézt. Eg minnist þess að við útförina var fjöldi manns, og að talað var um að þetta væri ein fjöl- mennasta útför sem menn mundu. Það var eftirtektarvert hversu verkamenn og sjómenn voru fjölmennir við þessa út- föir. Þeir sem þekktu Jón heit- in Ólafsson og starfssögu hans vissu hver ástæða var fyrir þessu. Jón Ólafsson var vinsæll og mikils metinn. Hann skipaði ábyrgðarmiklar stöður í þjóðfé- laginu, en hann gleymdi aldrei uppruna sínum og þóttist aldrei vera upp úr því vaxinn að um- gangast það fólk, sem undir hann var gefið svo sem verka- menn og sjómenn, sem unnu hjá því fyrirtæki sem hann stjórn- aði lengi af miklum dugriaði og skörungsskap. Jón Ólafsson var fæddur í Sumarliðabæ í Holtum, Rangár- vallasýslu, 16. októbsr 1868. Voru foreldrar hans Ólafur Þóirðarson og Guðlaug Þórðardóttir. Bjuggu þau allan sinn búskap í Sumar- liðabæ. Þau hjónin voru bæði góðu atgerfi búin og nutu mik- ils álits í byggðarlaginu. Þau eignuðust 14 börn og komust flest þeirra til fullorðins ára. Voru þau öll mennilegir og vel metnir borgarar. Landskunnir voru þeir bræður fyrir dugnað. Auk Jóns má nefna þá Gunnar Ólafsson, alþingismann, konsúl og útgerðarmann í Vestmanna- eyjum og Boga Ólafsson mennta- skólayfirkennara. Einnig minn- ast margir systranna, Kristinar í Sólheimatungu, Helgu í Vík, Guð laugar á Árbæ, Guðrúnar í Hól og Kristínar í Borgamesi. All- ar voru þær systur mestu mynd- ar og dugnaðar 'konur. Sumarliðabæjarsystkini vönd- ust snemma á að vinna fyrir sér. Jón Ólafsson fór til útróðra frá Stokkseyri 16 ára gamall. Mun hann hafa byrjað sem hálfdrætt- ingur. Formanni og skipsfélög- um hans likari vel við piltinn þótt hann léti ekki mikið yfir sér. En Jón hugsaði sitt ráð og ákvað með sjálfum sér að vinna ekki til lengdar fyrir hálfum hlut. Hann gerði sér einnig grein fyrir því að æskulegt væri að komast á stærri farkost en ára- bát frá Stokkseyri. Hann mun á fyrstu vertíðinni hafa sett sér það takmark sem hann náði svo glæsilega síðar. Jón Ólafsson not aði frístundirnar þann tíma sem hann var á Stokkseyri, til þess að kynna sér siglingafræði, því um þessar mundir voru haldin námskeið fyrir sjómenn á Stokkseyri og Eyrarbakka. Áðuir en Jón yfirgaf Stokks- eyri varð hann formaður þar, þótt ungur væri, og var mjög heppinn og aflamaður mikill. Sfðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist sjómaður á fiskiskútu. Árið 1897 gekk hann í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan fullnaðarprófi 1899. Byrjaði hann þá sem stýrimaður á út- vegi Geirs kaupmanns Zoega, en skipstjóri varð hann skömmu síðar. Hann hafði stjóm á sama skipi þar til hann og nokkrir aðrir menn keyptu þilskip. Var hann skipstjóri á því skipi til 1911. Það kom fljótt í ljós að Jón Ólafsson var sérstaklega vel fallinn til þess að stjóima. Hann naut mikils trausts út- gerðarmannanna og jafnframt vinsælda meðal skipshafnarinn- ar. Um þessar mundir urðu breytingar í útgerðarmálum hér á landi. íslendingar höfðu lun nokkur ár séð fyrir sér erlenda togara hér við land, sem mok- uðu upp fiskinum og öfluðu margfalt meira en mögulegt var að gera á skútunum. Jón var meðal hinna fyrstu forgöngu- manna sem beittu sér fyrir tog- araútgerð. Hann var einn af stofnendum útgerðarfélagsins Alliance, sem byrjaði starfsemi sína 1907. Jón gerðist fram- kvæmdéistjóri þess félags 1911 og stjórnaði því af mikilli rögg- semi. Fiskveiðahlutafélagið Alli- ance vaið annað stærsta útgerð- arfélag landsins. Vorið 1930 tók Jón að sér bankastjórastöðu Út- vegsbanka Islands og gegndi því starfi til dauðadags, en lét um leið af framkvæmdastjóm Alli- ance. Eftir að Jón hætti sjó- mennsku komst hann ekki hjá því að taka að sér ýmiskonar trúnaðarstörf. Það var vitað mál AUGLÝSING um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur: Aðalskoðun léttra bifhjóla (hjóla með hjálparvél) fer fram sem hér segir: 21. október 22. — 23. — 24. — 25. — Skoðun hjólanna er framkvæmd fyrmefnda daga við Bifreiðaeftirlitið, Borgartúni 7, kl. 9.00 — 16.30. Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn R-1 R-401 R-601 R-801 — 400 — 600 — 800 — 1050 R-1051 — 1250 Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að tryggingariðgjald öku- manns ber að greiða við skoðun, hafi það ekki verið greitt áður fyrir árið 1968. Skoðun hjóla sem eru í notkun hér í borginni en skrásett eru I öðrum umdæmum fer fram fyrr- nefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar umrædda daga verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. október 1968. Sigurjón Sigurðsson. að Jón var sérstaklega vinsæll og aUir báru til hans mikið traust. Það var því fast eftir því leitað áð fá hann til að gefa kost á sér í bæjarstjóm Reykjavíkur. Jón var bæjarfulltrúi frá 1918— 1934 og eftir það varafulltrúi tii dauðadags. Það þótti betra að hafa nafn hans á framboðslistan um, einnig eftir það að hann neitaði að vera starfandi bæjar- fulltrúi vegna annríkis. Hann varð alþingismaður Reykvíkinga við aukakosningar 1926 og síðan 1927—1931. Reyk- víkingar vildu hafa Jón fyrir þingmann áfram en Sjálfstæð- isflokknum fannst naúðsyniegt að senda hann í framboð í Rang- árvallasýslu, þar sem baráttan var tvísýn og líklegt mátti telja að Framsóknarmenn næðu kosn- irtgu, nema sérstaklega vinsæll maður eins og Jón Ólafsson gæfi kost á sér til þingmennsku fyrir Rangæinga. Jón vann glæsilegan sigúr í sinni æskubyggð og varð þing- maður Rangæinga til 1937. Eftir kosningarnar 1937 varð hann iandskjörinn þingmaður. 1904 giftist Jón Ólafsson Þóru Halldórsdóttur frá Mið-Hrauni í Miklaholtshreppi, mestu fríð- leiks og myndarkonu. Þau eign- uðust 5 mannvænleg böm, einn son og fjórar dætur og eru þau öll á lífi. Jón aridaðist 3. ágúst 1937. Hafði hann búið vi'ð nokkra van- heilsu síðustu ár ævinnar þótt hann léti ekki á því bera. í því sem hér hefur verið sagt er aðeins minnzt á nokkur atriði í ævi þessa merka manns. Mannsins sem fór 16 ára að heim an, eignalaus og braut sér veg til mannsdóms og virðingar af eigin rammleik. Ólafur Thors segir í æviminningu um Jón Ólafsson: „Þéttur á veli og þétt- ur í lund. Þannig vilja íslending- ar vera. En skildi þessi alkunna mannlýsing hafa átt betur við nokkurn en Jón Ólafsson. Sam- anrekinn kraftajötunn, en þó miklu meiri og frábærari fyrir festuna, þrautseigjuna, kjárkinn — þessu óbilugu karlmanns- lund, sem aldrei lét bugast og aldrei undan síga en þrammaði alltaf í áttina þótt hraðinn færi eftir atvikum. En auk þess var Jón Ólafsson bæði vel viti bor- inn maður og fróður um marga hluti og drengur góður. Hafa margir menn þegið af honum beina og grefða, og eru þó hinir miklu fleiri sem Jón Ólafsson hefur skapað gæfu og gengi með brautryðjandastarfsemi sinni 1 atvinnumálum tslendinga. Var Jón meðal þeirra lánsmanna, er alltaf leiddi gott af en aldrei illt, enda átti hann vini fleiri en flestir, en óvildarmann engan." Ólafur Thors og Jón Ólafsson voru miklir vinir og samherjar. Sýna ofanrituð ummæli Ólafs í æviminningunni hversu mikils hann mat vin sinn. En Jón Ólafs son var ekki aðeins vinsæll með al flokksmanna sinni heldur naut hann almennra vinsælda og trausts. Jón Baldvinsson formaður Alþýðuflokksins segir um Jón Ólafsson látinn m.a.: „Og þótt hann hefði það tii að segja öðr- um til syndanna ef svo bar und- ir var hann þó svo vel látinn af þeim er hann þekktu, og þeir voru margir, að fáir hafa notið meiri og almennari hylli en hann um dagana. Bar þar til vin festa hans og hjálpsemi og ætla ég að í þeim efnum hafi hann aldrei flétt upp í kjörskránni. Sérstaklega li'ðsinnti hann göml- um samstarfsmönnum frá sjó- mennskuárunum ef þá rak í raun, og skyldi mig ekki undra að hjá sumum þeirra væri nú skarð fyrir skildi". Jón Ólafsson var drenglyndur og hjálpfús eins og hér hefur verið drepið á. Hann var sér- staklega trygglyndur, höfðingi I lund og stórhuga. Við Rangárþing hélt hann ávallt sérstakri tryggð og gerði sér oft ferð austur þangað til þess að heimsækja gamla vini og kunningja. Framhald á bls, 19 fra SLIMUA buxnadragtir, síð- buxur, pils. FRÁ DANMÖRKU síðdegis- og kvöld kjólar. Tízkuverzlunin frún f tuverz Gu&t Rauðarárstíg 1 sími 15077. NÝ ÍSLENZK STAFSETNINGARORÐABÓK MEÐ SKÝRINGUM eftir dr. Halldór Halldórsson er komin út. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.