Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1968
IbúðarhúsiS í Bakkakoti II í Meðallandi brann til ösku nú í vikunni, eims og frá var skýrt
í blaðinu og misstu fjölskyldur bræðranna Marteins og Sigurgeirs Jóhannssona þar allt inn-
bú sitt og húsnæði. Þessa mynd tók Jón Þorbergsson af brunarústunum fyrir austan.
Stórvirk hafnargerð í Úlafsvík
Enn hœgt að stœkka hötnina geysimikið
ÓLAFSVÍK, 24. október — Eft-
irfarandi frétt barst fréttaritara
frá hreppsnefnd Ólafsvíkur:
í Ólafsvík 'hefur verið unnið
að nýrri og stórvirkri hafnar-
gerð sl. 5 ár. Hefur þegar skap-
azt ágæt aðstaða fyrir stóran
bátaflota og minni flutningaskip.
í sumar hefur verið unnið að
hafnargerðinni. Var gerð dýpk-
un, sem dýpkunarskipið Sandey
framkvæmdi, 20 þús. rúmmetrar,
grjótgarður -endurbættur, og nú
stendur yfir breikkun á harð
viðarbryggju, sem verður eftir
þá framkvæmd 15 m breið og
Peter Serkin leikur
með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
Næstu tónleikar Sinfóníuhljóm
eveitar íslands verða fimmtudag
inn 24. október í Háskólabíói.
Stjórnandi er Sverre Bruland,
aðalstjórnandi fyrra misserisins.
Á efnisskránni er fyrst hið sér-
kennilega skemmtilega „Diverti-
mento fyrir strengjasveit“ eftir
Béla Bartók, en það verk hefur
ekki verið flutt áður hérlendis.
Verkið samdi Bartók að tilstuðl-
an Pauls Sacher og hinnar ágætu
kammerhljómsveitar hans i Basel
sumarið 1939. Þarna gefst
strengjasveit Sinfóníuhljómsveit
arinnar gott tækifæri til að
„taka á honum stóra sinum“.
Því næst verður fluttur ann-
ar píanókonsert Beethovens, en
með því verki korfi hann fyrst
fram opinberlega sem tónskáld
og píanósnillingur í Vínarborg
á sínum tíma, og þar með hófst
frægðarferill, sem einstakur er
í sögunni. Einleikari er ungi,
bandaríski píanóleikarinn Pet-
er Serkin, sem vakti hér hrifn-
ingu manna fyrir þremur árum,
er hann lék á tónleikum Tón-
listarfélagsins, og síðan hefur
nafn hans orðið þekktara með
hverjum deginum, frá tónleika-
sölum og hljómplötum. (sjá með-
fylgjandi upplýsingar).
Peter Serkin er fæddur í
New York 24. júlí 1947 og er
sonur píanóleikarans Rudolf Ser
kin. Hann er fjórða af sex börn
um foreldra sinna og hefur ekki
aðeins erft tónlistargáfuna frá
föður sínum, heldur var móður-
afi hans hinn þekkti fiðluleik-
ari og tónskáld, Adolf Busch.
Peter Serkin hóf tónlistamám
I Curtis Institute of Music í
Filadelfíu árið 1958 og stundaði
þar nám í sex ár. Kennarar hans
voru Lee Luvisi, Miecyslaw Hor
szowski og faðir hans. Kom
hann fram opinberlega í fyrsta
sinni 12 ára gamall og lék pianó
konsert eftir Haydn undir stjórn
Alexander Schneider á tónlistar
hátíðinni í Malboro.
Árið 1961 hélt hann tónleika
í ýmsum borgum Bandaríkjanna
og í október sama ár lék hann
ásamt föður sínum konsert fyrir
tvö píanó eftir Mozart með Fila
delfíuhljómsveitinni. Hann hef-
Peter Serkin.
ur leikið sama verk ásamt föður
sínum með Clevelandhljómsveit-
inni, með hljómsveitum í París,
Brussel, Washington og New
York.
Peter Serkin hefur haldið tón
leika í öllum helztu borgum
Bandaríkjanna og árið 1965 kom
hann fram í fyrsta sinni í Lund-
únum og fór í tónleikaför til
Sviss, Þýzkalands og íslands. Á
starfsárinu 1964-65 kom hann
fram í New York og Filadelfiu,
fór í tónleikaför til Þýzkalands,
lék á tónleikum með Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna og með
ensku kammermúsikhljómsveit-
inni á tónlistarhátíðinni í Edin-
borg.
Tónleikunum lýkur með ann-
arri sinfóníu Brahms. Hún var
samin fyrir 110 árum og er e.t.v.
aðgengilegasta sinfónían hans.
Þar eiga samleið löngunarfull
stef með mildum hljómum og
skírt form, auðskilið og tært.
(Fréttatilkynning)
110 m löng.
Jafnhliða þessum framkvæmd
um hefur verið unnið að athug-
un að tillögum að skipulagi hafn
arsvæðisins. f þessari viku voru
gerðar boranir á svæðinu með
stórvirkum tækjum, sem hafa
leitt í ljós nýja stórkostkga
möguleika til hafnargerðar inn-
an svæðisins. Var borað niður á
10—12 m dýpi, miðað við stór-
straumsfjöruborð, án þess að
finna klöpp, sem þýðir að hægt
er að dýpka allt hafnarsvæðið
upp að Strandgötu og gera stór-
skipalægi innan svæðisins.
Hefur sameiginlegur fundur
hreppsnefndar, hafnarnefndar
og skipulagsnefndar 15. okt. sl.
ákveðið að biðja hafnarmála-
stofnunina að láta gera frekari
rannsóknir á öllu hafnarsvæð-
inu og gera tillögur að skipu-
lagi hafnarsvæðisins með tilliti
tl þessa. Er nú sýnt, að langþráð
ur draumur og baráttumál Ól-
afsvíkinga g;tur orðið að veru-
leika, að skapa hér 1. flokks
báta-‘ og hafskipahöfn. Telja
menn þetta með stærstu við-
burðum í sögu Ólafsvíkur.
— Hinrik.
LANDLEIÐIR hafa keypt nýjan
almenningsvagn til áætlunar-
ferða milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. Er sá mjög tækni-
lega fullkominn og í honum mik
il sjálfvirkni. Hann byrjaði áætl
unarférðir í gærdag.
Vagninn er af gerðinni Scania,
og er hér um að ræða alveg nýja
tegund af vögnum, sem bera
verksmiðjunafnið CR 110. Er
þessi nýi vagn annar vagninn,
sem sænsku verksmiðjurnar
framleiða í fjöldaframleiðslu, að
því að Ágúst Hafberg tjáði Mtol.
í gær.
Ágúst kvað nýja vagninn vera
frá'brugðinn öðrum almennings-
vögnum, sem hér væru í notk-
un, að því leyti, að hann væri
tæknikga mjög fullkominn.
Vélin er aftur í þessum vagni,
sem minnkar mjög hávaða og
auðveldar viðhald. Vagninn
væri algjörlega sj álfskiptur, og
öryggisútbúnaður allur mjög
sjálfvirkur. Til að mynda er
ekki hægt að aka vagninum af
stað fyrr en kominn er nægi-
legur loftþrýstingur í hemlabún
aðinn ,og vagninn stöðvast af
sjálfsdáðum,- ef gat kemur á loft
leiðslur til hemlabúnaðarins.
Þá er ýmis búnaður í vagn-
inum, sem miðar að því að auka
þægindi farþega og ökumanns.
Vagninn Wífur loftpúða í stað
fjaðra, þannig, að í beygjum hall
ast vagninn aldrei, 'því að þá
færist loftþrýstingurinn á milli
púða eftir því sem átakið kem-
ur á þá. Þá eru tvöföld gler í
öllum rúðum, þannig að á þau
sezt aldrei móða né hrím. Þá er
í vagninum einnig mjög full-
komið hitunarkerfi, sem heldur
alltaf jöfnum hita í vagninum.
Vagn þessi er áþek'kur að
stærð og aðrir almenningsvagn-
ar Landliiða — getur tekið 51
í sæti og 30—40 í stæði. Verð
hans er tæplega þrjár millj-
ónir.
Sigurðui Bjoraoson for-
mnður utunríkisnefndur
Á FUNDI Sameinaðs-Alþingis í
gær var frá því skýrt að utan-
ríkisnefnd hefði kosið sér Sig-
urð Bjarnason formann nefnd-
arinnar og Gylfa Þ. Gíslason
menntamálaráðherra fundarskrif
Olympíuskákmótið í Sviss:
íslendingar unnu á öllum borðum
gegn Andorra og eru nú í öðru sœti
ásamt Tékkum með 14 vinninga
ÍSLENZKA skáksveitin sigraði á
öllum fjórum borðunum gegn
Andorra á Olympíuskákmótinu í
Lugano, Sviss í gaer, en þá fór
fimmta umferð fram. Ingi R.
Jóhannsson vann Giminez, Bragi
Kristjánsson, sem tefldi á öðru
borði, vann de la Casa, Bjöm
Þonsteinsson vann Soler og
Ingvar Asmundsson vann Pant-
ebre. fslenzka sveitin er nú í
öðru og þriðja sæti ásamt Tékk-
um, með 14 vinninga. Önnur úr-
slit í 7. riðli urðu þessi:
Búlgaría - Tékkóslóvakía ZVi'Wi
Tyrkland - Túnis......Z%:1V2
Kúba - Singapore .... 2Í4:1V2
Vinningastaðan eftir 5 uim-
ferðir er þessi:
Búlgaría .16 — 4
ísland ..... 14 — 6
Tékkóslóv. . . 14 — 6
Kúba ....... 13 — 7
Túnis .......9f — 104
Tyrkland .... 7f — 12J
Sirigapore 6 —14
Andorra 0 — 20
Islenzka sveitin tefldi gegn Tún-
is í gærkvöldi í næstsíðustu um-
ferð íorkeppninnar.
Staðan í hinum riðlunum er
þessi:
1. riðill:
Sovétríkin 1914 vinn., England
17(1), Filippseyjar 13, ísrael 11
(1), Ítalía 8 (1), Portúgal 5,
Kýpur 3% (1) og Mexíkó 214
vinningur.
2. riðill:
Danmörk 13, Bandaríkin og Ytri-
Mongólía 1014 hvor, Austurríki
714, Ástralía 7, Venezuela 6 og
Frakkland 514 vinn. Frammi-
staða Danana er með þeim á'gæt-
um að athygli vekusr á mótinu.
Sveit DammerkÚT skipa þessir
aðalmenn: Bent Larsen, Björn
Brink-Claussen, Svend Haman
og Sejer Holm.
3. riðill:
Spánn 16, Júgóslavía 14, Pólland
11, Skotland 8, Suður-Afríka 514,
Domeníkanska lýðveldið 314 og
Luxemburg 2 vinninga.
4. riffill:
Ungverjaland 16, Kanada 1514,
Holland 1114, Belgía 9 (D, ír-
land 9, Paraguay 8 (1), Monaco
614 og Costa Rica 314 vinning.
5. riðill:
Vestur-Þýzkaland og Rúmenía
1414, Sviss 1314, Brasilía
1114, Noregur og Puerto Rico 9,
Hong Kong 514 og Lebanon 214
vinning.
6. riðill:
A-Þýzkaland 1514, Argen'tína 13,
Finnland 914, Svíþjóð 714, Grikk
land 614, Virgin-eyjar 414 ag
Marokkó 314 vinning.
NÝJUSTU FRÉTTIR:
Úrslit 6. umferðar urðu þessi:
ísland — Túnis 1:2 og biðskák.
Guðmundur tapaði gegn Belkadi,
Bragi gerði jafntefli við Bouaziz,
Jón á biðskák móti Kchouk,
Björn gerði jafntefli við Alagha.
Tékkóslóvakía — Singapore 4:0.
Búlgaría — Andora 4:0.
Kúba — Tyrkland 1:0.
Úrslit úr 5. umferð urðu þessi:
Búlgaría — Tékkóislóv. 214:114.
Tyrkland — Túnis 214:114.
Kúba — Singapore 314:14.
Aðolfundur
Fjölnis
AÐALFUNDUR Fjölnis, félags
ungra sjálfstæðismanna í Rang-
árvallasýslu, verður haldinn að
Hellu sunnudaginn 27. október
og hefst kl. 3 e.h. — Stjórnin.
Landleiðir f á nýjan
almenningsvagn