Morgunblaðið - 24.10.1968, Page 3

Morgunblaðið - 24.10.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1968 3 DAGUR Sameinuðu þjóðanna er í dag og eru 23 ár liðin frá stofn- un þeirra. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi minnist dagsins eins og undanfarin ár með fyrirlestrum í skólum, og auk þess 'hefur tfræðsluefni, 20 stórar myndir með skýringum, verið sent í flesta skóla landsins. í framhaldsskólunum í Reykja vík tala m.a. eftirtaldir menn: Baldvin Jónsson, hrl., Guðrún 'Eriendsdóttir, Sigmundur Böðvarsson, S'k'úli Möller og I>ór Vil’hjálmsson, prófessor. í fréttaauka útvarpsins þ'enn- an dag mun forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, flytja ávarp i tilefni dagsins. Þess er vænt ,að kennarar um land allt minnist dagsins í skólunum. Þennan dag kamur einnig út toæklingur sem heitir: „Svona .starfa Sameinuðu þjóðirnar“, sem Upplýsingaskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna fyrir Norður- lönd gefur út, og er hann prent- aður í Leiftri 'h.f. Er ætlunin að nota þennan bækling að ein- hverju leyti í skólunum. Frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á ísland. Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Nefndarmenn frá Evrópuráðslöndunum skoðuðu Alþingi í gær. ÚT er komin bók Axels Thor- steinssonar, rithöfundar og blaða manms, „Ævintýri íslendings og aðrar sögur.“ Sölu á bókinni ann- ast bókaútgáfan Rökkur, Reykja- vílk. Sögurnar í bókinni heita Ævintýri íslendimgs (birt fyrst 1923), Heim, er haustar (1933), Nýir tímar (1917), Póker (1917),' Komdu hingað til min (1916) og Maddama Þorgerður (1917). í inngamgi bókarinnar segir Axel Thorsteinsson, að sögurnar séu allar að meina eða minna leyti sannar. Bókin er 175 blaðsíður að stærð prentuð hjá Leitftri hf. Kápumynd gerði Ragnar Lár. DAGUR SAMEINUÐU ÞJÚÐANNAí DAG Fulltrúar á Evrópuráðsfundi skoðuðu Alþingi Erfiðar flugsamgöngur seinkuðu mörgum FTJLLTRÚAR á fundi Evrópu- netfndarinnar, er hefur samband við þjóðþin.g og almenning í að- ildarríkj unum, munu nú flestir vera komnir til Reykjavíkur, en hinir eiginlegu nefndartfundir átitu að hetfjast í morgun. Full- trúunum seinkaði mjög, vegna þess hve flúgsamgöngur til ís- lands voru úr skorðum.. Þeir, sem áttu að koma í fyrrinótt komu ekki fyrr en kl. 6 síðdegis í gær þar á meðal formaður nefndarinnar, og flestir voru í gær að koma á eftir á ætlun, og eftir langa og erfiða ferð. í gær heimsóttu fulltrúar Al- þingi og fylgdust með þingstörf- um. Tóku þar á móti þeim for- seti Sameinaðs þings, Birgir Finnsson, formaður íslenzku full trúanefndarinnar á ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins Þorvaldur Garðar Kristjánssom, aðrir netfnd armenn Eysteinn Jónsson og Bragi Sigurjóngson og varamenn í nefndinni Pétur Sigurðsson og Jón Ármann Héðinsson, Flutti Birgir Finnsson erindi um Al- þingi íslendinga. í 'gærkvöldi sátu fulltrúar kvöldverðarboð í boði Aliþingis, en voru áður í síðdegisdrykkju hjá formanmi ís- lenzku fulltrúanefndarinnar. Fundir nefndarinnar hefjast kl. 10 í dag á Hótel Sögu. Síðdegis verður Reykjavík skoðuð og tek- ur Geir Hallgrímsson borgar- stjóri á móti gestunum að Höfða. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. NÝJAR VÖRUR TEKNAR UPP í DAG í RÁÐAR DEILDIR DÖMUDEILD ★ PEYSUR FRÁ JOHN GRAIG (Vestispeysur — Heilerma vesti — Heilar peysur o. fl.) ★ BLÚSSUJAKKARNIR EFTIR- SÓTTU KOMNIR AFTUR. ★ ALPAHÚFUR — BÆÐI VENJULEGAR OG ANGÚRU. ★ SÍÐBUXUR ÚR ALLSKONAR TWEEDEFNUM FÓÐRAÐAR. ★ DRAGTIR OG KÁPUR ÚR ALLSKONAR TWEED. HERRADEILD ★ STAKIR JAKKAR FRÁ BRUMMEL OG FOX. ★ STAKAR BUXUR ÚR TERYLENE OG ULL. ★ SKYRTUR — RUFFLE — BLÚNDU, NÝ SNIÐ. ★ PEYSUR FRÁ „CITY KN1TWEAR“ LONDON. ★ STUTTJAKKAR ÚR FRÁBÆRU LEÐURLÍKI Á BÆDI KYNIN. SIAKSTEI^AR Sjaldgæí hrósyrði Það er sjaldgæft, að borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík hljóti sér- stakt hrós af hálfu andstæðing- anna, er það hefur þó gerzt nú með lagafrv. sem tveir Framsókn arþingmenn hafa flutt á Alþingi þar sem lagt er til, að aðstöðu- gjöld megi hvergi vera hærra en i Reykjavík. Þeir Skúli Guð- mundsson og Stefán Valgeirsson segja í greinargerð fyrir frv. sinu að „aðstöðugjöldin koma mjög misjafnlega þungt á gjald- endur eftir því, hvar þeir eru búsettir á landinu. Veldur þetta óþolandi ranglæti og er hér brýn þörf lagfæringar". Sem dæmi um þetta ranglæti segja þeir, að íbúar Reykjavíkur „greiði nú aðstöðugjald, sem nemur %% af matvörum í smásöluverzlun- inni en á mörgum öðrum stöð- um er gjaldið af þessum vörum 1-1%% og dæmi fá finna um, að það sé 2 prs. eða 300 prs. hærra en í Reykjavík“ segir í greinargerð þeirra félaga. Þann- ig er niðurstaða þessara Frarn- sóknarþingmánna, að önnur sveit arfélög þ.á.m. þau, sem Fram- sóknarmenn stjórna eða eiga þátt í að stjórna, eigi að taka sér skattaálagningu Sjálfstæðis- manna í Reykjavík sér til fyrir- myndar. Trúnaðarbrot þingmanns í fyrradag var þingmönnum afhent skýrsla EFTA-nefndarinn- ar. Aðrir aðilar t.d. dagblöðin gátu ekki fengið þessa skýrslu. Hins vegar birti kommúnistablað ið í gær, eitt blað, upplýsing- ar úr þessari skýrslu. Einn af ritstjórum kommúnistablaðsins er jafnframt alþingismaður og ligg ur því beinast við að ætla upp lýsingar Þjóðviljans um efni skýrslunnar séu frá honum komn ar. Verður því ekki annað séð en þessi alþingismaður hafi fram ið vítavert trúnaðarbrot og gef- ur það harla einkennilega hug- mynd um afstöðu hans til þing- mennskunnar og þeirrar skyldu sem henni fylgir. Hafa þeix gleymt Tékkóslóvakíu ? Síðustu vikur hafa menn fylgzt með þeim átakanlegu atburðum er Sovétríkin hafa smátt og smátt hert tökin á hinum hearteknu Tékkóslóvökum. Leiðtogar þeirra hafa verið kallaðir til Moskvu við og við og látnir sæta afar- kostum. Nú síðast hafa þeir ver- ið látnir skrifa undir nauðungar- samninga um varanlega dvöl sov ézks herliðs í landi. Um allan heim hafa menn fylgzt með þess- um atburðum, sem vakið hafa fyrirlitningu allra lýðræðissinn- aðra manna jafnframt því sem samúð manna með Tékkóslóvök- um er óskipt. Þegar innrásin var gerð i Tékkóslóvakíu í ágúst- mánuði gerði kommúnistablaðið á tslandi ákafar tilraunir til þess að þvo hendur sínar af þeim verknaði en tókst óhönduglega. „Mikið mega Tékkóslóvakar fagna því að eiga engan Sjálf- stæðisflokk. — Og ekkert Morg- unblað", sagði einn af ritstjórum kommúnistablaðsins sama morg- unn og glæpaverkið var framið. Þar með var því lýst yfir af kommúnistum á íslandi að Tékk óslóvakar hefðu ekkert að gera við frjálsa flokka og frjáls blöð. Að undanförnu hefur verið hljótt um Tékkóslóvakíu á siðum komm únistablaðsins. Það blað hefur ekki séð ástæðu til að taka af- stöðu til síðustu nauðungarsamn- inganna, sem pínt var upp á Tékka og Slóvaka. Með þögn- inni hafa kommúnistar staðfest það, sem alltaf var vitað, að þeir gráta þurrum tárum örlög tékk- nesku þjóðarinnar. * <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.