Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUJNTBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1968 17 d) Þar sem menntir eru í jafn litlum metum og hjá oas, væri sennilegt að meira- próf á bifreið væri ungum kennara þarflegra en há- skólapróf. (111,2) Jóhann Hannesson hefur miklar áhyggjur af þeirri þró- un, sem beinist að auðsöfnun, veraldarhyggju og aukinni vél- ræn/u í þjóðfélagi voru. Slíkt mat er í fy'llsta máta eðtilegt og réttlætan/legt, enda mun hann ekld einn um þessa skoðun. En þrátt fyrir það ber oss að horf- ast í augu við veruleikann og meta málefnin í tengslum við þær aðstæður sem skapast hafa í þjóðfélagi voru í dag. Hinn of- stækisfulli dómur, sem JH fellur um starfsemi vísindamanna á meira skylt við miðaldaguðfræði en sjónarmið nútímaguðfræðings. Höfundur drepur á skólarann sóknir, sem athygKsvert fyrir- bæri, Bn í ljósi þess, sem að framan getur er greinilegt að höf á hér við hina hefðbundnu nefndastarfsemi, sem ekkert á skylt við skólarannsóknir í nú- tíma skilnin/gi Höfundur ger- ir enga tilraim til að aðgreina hið jákvæða framlag vísinda- manna til nútíma velmegunar. Eftir greinum hans að dæma eru þeir allir „tæknikrata" upp til hópa, sem vinna gegn lýðræðis- legum hugsunarhætti en stuðía að einræðislegum stjórnarhátt- um. Vísindáleg skipulagning er honum grein/ilega mjög fjarri skapi. Af þessum ástæðum telur hann að alþýða manna eigi að berjast gegn áhrifum þessarra manna sem þrátt fyrir allt, leggja áherzlu á að skýra þau vandamáþ sem almenningur hef- ur ekki aðstöðu til að skilja. En hvers vegna ætti Jóhann Hann esson að hafa áhuga á að skýra mátin fyrir alþýðu manna? í hans augum eru það þingmenn- irnir, ráðherrarnir og skóla- nefndarmennina, og ekki nóg með það, heldur vilja þeir líka taka upp starfshætti, sem ef til viiil eru í andstöðu við hefðina. Svo langt gengur stuðningur JH við kerfið að hann hikar ekki við að segja, að „Skólamenn vorir eigi ekki að ráða því, sem kennt er í skölunum." Þá er ekki furða þótt tæknikraitarnir fái orð í eyra. Hugsunin er öll- mjög í samræmi við þá skýr- ingu að valdhafinn starfi eftir guðlegri útnefningu og þar af leiðnadi sé Ktil ástæða til að kvarta. Reyndar segir JH að gott væri fyrir álþingismervn að læra námsskrána utanað, og sé ég enga ástæðu til að ætla að höfundur sé hér að skopast að sinni eigin hugmynd. Samkvæmt kenningum JH ber oss því um- fram allt að virða og meta það vald, sem alþingismenn ráðherr- ar og skólainefndarmenn hafa, og er margt gott um það að segja. Á hinn bóginn kemur í ljós að ef hinir útnefndu ráðamenn reynast miður færir um stjórn- semi og vizku þá er ábyrgðin ekki þeirra, heldur alþýðunnar. Til þess að tryggja enn fremur hina óhagstæðu aðstöðu almenn imgs, hvetur JH menn tií að berjast gegn sérfræðingum svo að öruggt sé að forsvarsmenn kerfisins geti haldið mönnum í áframháldandi, endalausri for- myrkvun. Jóhann Hannesson segir: „Senndlega fá menn hvorki betri né verri skóla en þeir eiga skil- ið,“ og á öðrum stað segir hann: „Þunn menntun hæfir mörgum og margir sætta sig vel við þunna menntun". Báðar þessar stað- hæfingar eru í samræmi við þær skoðanir, sem hann hefur opin- berað. Þær eru í ósamræmi við þær skoðanir, sem hin nýja kynslóð berst fyrir. Hin nýja kynslóð er ekki þeirrar skoðun- ar að sleifarlag og manndóms- leysi, sem einkenmt hefur stjórn fræðslumálanna á síðustu árum sé á ábyrgð almennings. Jóhann Hannesson íeggur mikið á sig við að afsaka stjórnarvöldin, og það þrátt fyirir þau hörðu orð, sem hann notar í gagnrýni sinni á hinu algera stjórrileysi, sem ríkt hefur í þessum málum und- ir stjórn núverandi menntamála- ráðherra. Rök hans eru þau, að vegna þess að almenningur hef- ur valið þessa menn til - að stjórna, þá beri alþýða manna einnig ábyrgð á afleiðingunum. JH leggur einnig á það áherzlu að sérfræðingar séu þjóðfélag- inu til óheilla og stuðli að hvers kyns vandræðum. Á hinn bóg- inn vi'll JH. viðhalda úreltum vinnubrögðum, þar sem hinar vel þekktu nefndir kerfisins starfa eftir misjöfnum starfsreglum. Þrátt fyrir gagnrýni þá, sem JH. setur fram er trúmennska hans við valdið og hefðina slíkt að hann segir óhikað, „flest er í lagi“. Það er reyndar eitt at- riði, sem ég get, að endingu bent Jóhanni Hannessyni á, að er í lagi. Hin nýja kynslóð hefur vaknað til meðvitundar um að fíest er í ólagi með fræðslukerf- ið. Hin nýja kynslóð á betra skilið en úrelt og ómannúðlegt skólakerfi, kerfi sem hæðist að þeim, sem ekki hafa skerpu, að- stöðu eða skap til að fullnægja þeim kröfum, sem úreltir náms- hættir fela í sér, kerfi sem lam- ar Kfsþrótt og sjálfsvirðingu þess stóra hóps, sem ekki er bú- inn þeim námsgáfum, sem nauð- synlegar eru til þess að stand- ast þær prófkröfur, er hinn „al- vitri dómstóíl“ setur. Það kerfi sem þjóð vor þarfn ast í dag mun stuffla að því að efla og styrkja þjóðfélag Vort. Það mun veita hverjum einstak- lingi aðstöðu til að hljóta þá menntun, sem hann óskar, og halda slíku námi áfram svo lengi sem hann getur sýnt fram á hæfileika til að leysa af hendi þau verkefni, sem gefa til kynna viðunandi hæfni. Kerfið á að stuðla að því að æska vor öðl- ist glöggan skitning á hinu já- kvæða effli fræðslu- og mennta- stofnana þjóðfélagsins. Það skóla kerfi, sem vér höfum í dag hefur ekkert af þessum eiginleikum. Það einkennist öllu fremur af þeim eiginleikum, sem eru í ætt við stöðnun, úrkynjun og mann dómsleysi. Hið íslenzka skóla- kerfi stuðlar gegn því að æska vor vaxi upp frjáls, þróttmikil og hugmyndaríki. Kerfið hefur lamandi áhrif á hvern venju- legan nemanda, það gerir nem- endur þreytta og leiða, það ger- ir kennarana þreytta og leiða, 85^3 ISAL Hliðvörður Óskum eftir að ráða sem fyrst mann til starfa á vöktum við hlið Álbræðslunnar í Straumsvík. Nánari uppl. hjá starfsmannastjóra. Skriflegar umsóknir sendisl til íslenzka Álfélagsins h.f. pósthólf 244, Hafnarfirði. það gerir fore'ldrana þreytta og leiða og það gerir þjóðina alla þreytta og leiða. Kerfið gerir nemendur skólanna óörugga og hrædda, þannig að þeir vita naumast hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki. Kerfið gerir heil brigða nemendur að sjúklingum, sem í fálmandi lbindu leitast við að gera eitthvað til að Ijúka þeim verkefnum, sem þeim er falið að íeysa af hendi. Kerfið gerir skóla landsins óvinsæla, það gerir lærdóm óvinsælan, það gerir kennarana að leiðinlegum stöglurum. Kerfið er óhnitmiðað, stefnulaust og sundurlaust og gefur þess vegna duglausum og hugmyndasnauðum menntamála- ráðherra lagalegan rétt til að viðhalda ófremdarástandi og réttlæta slíka framkomu, enda þótt þjóðin láti í ljós einbeittan vilja til að koma á umbótum. Af þessum sökum er kerfið einnig óábyggilegt og óljóst og ískjóli þessháttar fyrirkomulags getur stöðnunarstefnan auðveldle^a þróast. Þetta skólakerfi þarf nú að endurskoða rækilega, en ekki á þann hátt sem gert hefur verið á undanförnum árum, ekki til þess eins að gera breytimgar, vegna þess að fólkið viH breyt- ingar. Hér dugar ekki hin ímynd aða skarpskyggni afburðamanns ins, sem 'leitar niðurstöðunnar í hugmyndaflugi kaffibollaheim- spekinnar. Þetta mál verður ekki leitt til lykta með því að fela það í hendur mönnum, sem ekki skilja hvað að er. Slíkir menn geta ekkert gert til úr- bóta, enda sjá þeir ekkert til úr- bóta. Þessi mál geta ekki gengið eins og verið hefur að undan- förnu. Þjóð vor hefur ekki efni á því að viðhalda stétt dug- lausra fúskara, sem ekkert sjá til úrbóta þegar æska landsins rís upp til almennra mótmæla vegna hörmungarástandsins, sem forráðamenn íslenzkra fræðslu- mála hafa leitt yfir almenning. Hér þarf þjóðin sjálf að grípa í taumana. Hið úrélta embættis- mamnakerfi þarf einnig að end- urnýjast frá grunni. Þjóðin vill fá fleiri dugandi embættismenn, sem nú eru of fáir, embættis- menn sem kunna til verka og geta notfært sér þá tækni og menntun, sem vísindi nútímans hafa skapað. Þessum mönnum Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga Richard Tiles IQ VEGGFLISAR Fjölbreytt litaval. H. BBEMKTSSON Hf. Suðurlandsbraut 4. Sími 38300. þarf þjóðin svo sannarlega á að hálda. Þjóðin vill einnig gefa embættismönnum sínum tækifæri til að sýna að þeir eru starfi sínu vaxnir. Slíkt fyrirkomulag fæst ekki með því að sitja við orðin tóm. Framtakssamir, dug- andi menn og konur í öllum stjórnmálaflokkum þurfa þvi að sameinast um að knýja stjórn- málamenn þjóðarinnar til að virða kröfu þjóðarinnar. Sá menntamálaráðherra, sem vér sitjum nú uppi með hefur ekk- ert þess háttar á sinni könnu. Hann hefur ekki í huga að gera 1 neinar breytingar, er leiddu til þeirra umbóta, sem ég hefi drep- ið á hér að framan. Hvers vegna? Vegna þess að hann sér ekker-t athugavert við fræðslumálin. f hans augum er þetta allt harta gott. Ég hef þær fréttir að flytja menntamálaráðherra að þjóðin ætlar sér að knýja þessi mál fram til sigurs á grundvelli þess réttar, sem frjálst þjóðfélag heim ilar. Frá hendi menntamálaráð- herra getur þjóðin ekki vænzt neinna slíkra umbóta, enda hef- ur hann svo sannarlega fengið ærinn tíma til að sýna hæfi- ’leika sína og getu. Stórt iðnaðar- og verilunarfyrirtæki hér í borg óskar eftir að ráða ungan mann til að annast verðútreikninga, tollskýrslur og sölumennsku. Enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendis/t afgreiðslu Morgunblaðsins merktar: „Starf — 6750“ fyrir 28. þ.m. Sjúkraíiðar óskast Sjúkraliða vantar nú þegar í Vífilsstaðahælið. Latm samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Allar upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og í síma 51855. Reykjavík, 22. október 1968 Skrifstofa ríkisspitalanna. Baðskápar Fjölbreytt úrval. — Hagstætt verð. A /. Þorláksson & Norðmann M. BOCAGE MADE IN FRANCE FRANSKIR KVENSKÓR NÝTT ÚRVAL 8PILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður fimmtudaginn 24. október kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. N EFN DIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.