Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 19 - FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 17 var upphaflega úthlutað. Nú er þannig komið, að þetta félag er orðið allsterbt vegna þess að við lentum á ákaflega góðum stað og við þurfum að fá meira pláss. Ég vil vekja athygli á því hér við borgarstjóra að þegar við fengum þetta píáss, var ekki ákveðin nein skólabygging þar. Nú er komin stór skó'labygging og þessi skólabygging var ætl- uð fyrir 400 börn. í hitteðfyrra var mér sagt, að börnin væru komin upp í 1100, og ólyginn sagði mér fyrir tveimur dögum, að þau væru komin upp í 1400 og er þetta líkast til stærsti barnaskóli í bænum. Þetta hefur truflað ákaflega mikið okkar svæði og það viil nú þannig til þegar einhverjar framkvæmdir eru gerðar, þá er eitthvað sem verður útundan og það er at- hafnasvæði unglinganna í þess- um skóla. Við höfum rætt það í okkar félagi, að það væri eini möguleikinn að girða af þetta svæði og útiloka þarna athafna- svæði fyrir öíl þessi börn. Og það er náttúrlega hlutur, sem ekki kemur til greina. Nú erum við svo bjartsýnir í dag, og við horfum það fram í tímann, að við gerum ráð fyrir því, að við eigum eftir að eignast þarna inn í hverfinu stálpaða drengi, sem taka þátt í knattspyrnunni og handbolta og við gerum ráð fyr- ir því, að við lendum einhvern- tíma í fyrstu deild, og þá vant- ar okkur meira athafnasvæði, þá vantar okkur grasvöll. Hvar við eigum að koma honum fyrir, er okkur ekki skiljanlegt enn- þá. Því við erum búnir að nýta þarna allt það svæði, sem við erum búnir að fá munnlegt loforð fyrir að hafa í náinni framtíð. Fyrir ofan félagsheim- ilið, milM Grensásvegar og fé- lagsheimi'lisins, er eitt pláss enn þá, en það hefur verið gengið á það líka að minnsta kosti gerð tilraun til þess og þsr á meðal átti að byggja svokallaða kirkju sem fékk til allrar hamingju miklu betri samastað annars stað ar, en við eigum jafnvel von á því að næsti áfangi verði að ein hverjum detti í hug að byggja þarna eitthvað og þá erum við algjörlega úr leik. Og mér er óhætt að segja það hér, að ef við fáum ekki viðurkenningu á þessu svæði okkar þarna fyrir ofan, sjáum við okkur ekki ann að fært en að fara að reyna að leita eitthvað annað og flýja úr þessu hverfi. Og það munum aldrei gera nema algjörlega úr neyð. Því að við erum fluttir þarna inn og erum búnir að eiga þarna heima í 14 ár með ágætis fólki og koma okkur vel fyrir og þaðan viljum við ekki fara, en okkur vantar viður- kenningu á því, að við fáum þetta svæði í hendurnar. Mér er mjög mikið kappsmál, að Vík ingur eigi þarna samastað í fram tíðinni, bæði fyrir okkur í fé- laginu og fyrir fólkið sem er I hverfinu. Við gerum okkur það ljóst líka, að við erum ekki með eitthvað stærsta bnattspyrnufé lagið í dag, heldur erum við að fá þarna stóran híuta af fólki í viðbót úr þessu nýja hverfi sem við verðum að gjöra svo vel að taka við. Við munum gera eins og við höfum gert gagnvart bænum, reyna að aðstoða til að byggja upp félagslífið í hverf- unum, en við þurfum meiri að stoð af bæjarins há'lfu, og þar á meðal að fá viðurkenningu á þessu svæði, svo við getum haldið áfram. Við höfum staðið kyrrir í mörg ár, vegna þess að við höfum ekki haft athafna- svæði til þess að undirbúa og ég beini orðum mínum til herra borgarstjóra og spyr hann hvað við eigum að gera núna. Við er- um búnir að leita til bæjarverk fræðings og til skrifstofustjóra bæjarins um þetta svæði okkar að við fengjum þetta algjörlega til okkar afnota. Hvað er næsti áfangi fyrir okkur að gera eig- um við að bíða og bíða og láta taka þetta af okkur? Borgarstjóri: Sem gamall Vík- ingur vil ég svara fyrirspyrj- anda því, að ég vil gera veg Víkings sem mestan og þeir verði sem stærstir karlar í fram tíðinni. Og þar á meðal hef ég alltaf gengið út frá, að þeir hefðu helgað sér allt það svæði sem autt er nú milli Réttarholts- vegar og Hæðagarðs, Breiða- gerðisskóla og Hágerðis. Þar eru að vísu gömul hús, sem í fram- tíðinni fara burtu og þá eykst | aðeins athafnarýmið. Ég býst1 við, að það sé það svæði, sem fyrirspyrjandi talar um og í mín' um huga hefur það alltaf stað- ið svo að Víkingur fengi þetta svæði til afnota. Varðandi ná- býlið við Breiðagerðisskóía vildi ég segja, að þar eru nú 1000 nemendur, með þeim nemendum sem koma úr Fossvogshverfi og ég held nú, að Víkingur hafi ekki tapað á nábýlinu við Breiða gerðisskó'la eða Réttarholtsskóla Víkingur nýtir nú helming af þeim tíma, sem Réttarholtsskóla íþróttahúsið er í notkun og auð- vitað hefur Breiðagerðisskóli gert þarna leikvelli sem Víking- ur getur haft til afnota. Á sama veg hefur að vísu Breiðagerðis- skólinn notið mjög góðs af Vík- ingi, leigt félagsheimili Víkings og notfært sér það auða svæði sem félagssvæðið er. Þama var ekki upphafíega skipulögð sam vinna milli skóla og íþróttafé- lags eins og er varðandi Álfta- mýrarskóla og Knattspyrnufé- lagið Fram en ég held að bæði Fram og Víkingur og viðkomandi skólar hafi mjög gott af þessu nábýli og gagn- kvæman hagnað til þess að auka og efla þroska æskunnar í borg inni. Og vonandi kemst svo Vík- ingur í fyrstu deild. Sigfús Jóhannsson: Er ekki hægt að hafa meira eftirlit með skúrabyggingum við Sogaveg sem ekki eru nema til að safna bíl- hræjum og drasli. Eigum við að sjá um húsasund frá Sogavegi. Borgarstjóri: Ég vildi mjög gjarnan að unnt væri að herða eftiríitið með skúrabyggingum og óleyfisbyggingum. Þarna hef ur við uppbyggingu Austurgerð is og Byggðarenda þurft að rýma slíkar byggingar og bær- inn jafnvel lent í útgjöldum vegna þessa. Af þessum sökum og útlits borgarinnar er nauð- syn að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir óleyfisbyggingar. Hvað viðhald húsasunda frá Sogavegi snertir, fer það eftir ákvæðum lóðasamninga, en ég hygg, að samkv. samningum eigi lóðarhaf ar að sjá um þau. — Drykkjusjúklingar Framhald af bls. 8 verkana alkoholismans gætir ekki hjá þeim. Þó er það kald- hæðnislegt að alkoholisminn skell ir þessum mönnum stundum á hælkrók. Þeir berjast árum og áratugum saman við að afsanna að þeir séu alkoholistar, — og einn góðan veðurdag gefur svo eitthvert líffærið eftir, gefst upp, — og þeir liggja flatir. Almenn- ingur segir: Sagði ég ekki,brenni vínið er að drepa hann. En hann hrópar: „Ég er ekki alkoholisti". Og báðir hafa rétt fyrir sér. Auðnuleysingi, utangarðsmað- ur eða útigangur er þekkt fyrir- bæri í öllum þjóðfélögum. At- hugendur telja einn af þúsundi er áfengis neyta meðal menning- arþjóða, flokka undir þennan hóp. Af 200.000 íslendingum, má ætla að ekki færri en 80 000 neyti víns á einhvem máta. Samkvæmt því ættu útigangarnir að vera eitthvað um 80 talsins, og kem- ur það heim við nýlegar upp- lýsingar lögregluyfirvalda í Rvk. Sumir álíta þennan hóp svo vera hina raunverulegu alkohol- ista — eða drykkjusjúklinga, eins og það er kallað. Þetta er reginvilla. Því þótt þeir að vísu séu oft alkoholist- ar, eru þeir ekki fyrst og fremst alkoholistar, — þeir eru auðnu- leysingjar, og margir þeirra vilja l vera það — þeir skoða það sem sitt hlutskipti í lífinu. Og þá er ég kominn að síðasta atriðinu, — því atriðinu sem ég tel erfiðast, og kalla: HÓF- DRYKKJA, plús. Hófdrykkjumenn flokka ég í þrjá liði, en þeir eru þessir: 1. Sá er grípur í glas að gefnu tilefni. 2. Sá er ætíð drekkur sig full- an þegar tilefni gefst. 3. Sá sem skapar átyllu til að geta drukkið sig fullan. Fyrsta flokkinn tel ég til tæki færisdrykkju — og liggur hann utan áfengisvandamálsins. Annan flokkinn tel ég til drykkjuskapar, og þriðja tel ég vera ofdrykkju. Af þvi að menn freistast til að kalla þetta allt „hófdrykkju" hefi ég valið hluta þess nafnið „hófdrykkja, plús,“ en meðal þess hóps er stærsta uppsprett- an virkra alkoholista. Peningogjöf fil knupo ó nýrnotækjum HINN 23. október 1968 aifhenti stjórn Minningar og líbmarsjóðs Páls Arnljótssonar fnajnreiðslu- manns höfuðstól sjóðsins kr. 210.601.58 handa Landspítaia fs- lands til kaupa á nýnmatækjum. Stjórn sjóðsins færir öllum þeim, sem lagt hafa framlög í sjóð þemnan beztu þafckir og þá sér í lagi LIONSfclúbbnum. Fjölmi fyrir myndarlegar pein- imgaigjafir, sem frá homum hafa borizt. Ofaimgreiimdum mimnimgair og líknarsjóði hefur nú verið lokað. f sfjóm sjóðsins voru: Skmon Siigurjónsson, Halldór S. Grön- dal, Bjarmi Guðjómsson, Einar A. Jónsson og Árni Jórasison. « LO FT U R H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Suðurlandsbraut 6 Simi 38640 Hafnarstræti 11 - Simi 19406 Herbert Guðmundsson: Ný umdæmaskípun og einmenningskjördæmi Fyrir tæpum áratug var kjördæma- skipun okkar Is'lendinga breytt. Áður voru kjördæmin 28 talsins, eitt með 8 þingmönnum, 6 með 2 þimgmömnum hvert og 21 með 1 þingmanni hvert, en jöfnunarþingsæti allt að 11, eða þinig- menn alls allt að 52. Með breytingunni ur’ðu kjördæmin 8, eitt með 12 þimg- mönnum, 2 með 6 þingmönnum hvort og 5 með 5 þingmönnum hvert, en jöfnunar þumgsætin 11, eða þingmenn alls 60. Markmiðið með þessari breytingu var að jafna atkvæðisrétt kjósenda. Hann var orðinn mjög misjafn, bæði í gegn um búsetu og stjómmálaflokkana. T.d. voru áhrif flokkanna miðað við kjós- enöafjölda orðin svo hróplega misjöfn, að Framsóknarflokkurinn hafði a'ðeins 760 kjósendur að baki hvers þingmanns síns, en enginn hinna flokkanna þriggja færri en 1843. Þessi breyting var sú eina, sem sam- staða náðist um, en að henmi stóðu Sjálf stæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Víst er að hún vairð til að jafna atkvæðisréttinn, enda munar nú aðeins 77 atkvæ'ðum á kjósendafjölda að baki þingmamna þeirra flokka, sem fæsta og flesta kjósendur hafa að báki sínum þingmönnum, svo dæmi sé nefnt. Annan kost hafði breytingin og í för með sér. Samstarf þingmanna í byggðar- lögunum jókst í einhverjum mæli. En þar með eru kostir breytingarinn líka taldir og jafnvel nauðsynlegt að viðhafa fyrirvara varðandi þann síðamefnda. Ókostir núverandi kjördæmaskipunar ve-rða hins vegar naumast taldir í stuttu máli. Og þegar þeir fara samam við úr- elta starfshætti stjómmálaflokkanna, er um óviðunandi ástand að ræða. Gallar kjördæmaskipunarinnar og flokksræðið eru um það bil að gera stjórnmálin að hundaþúfu í annars rækt ariegu túni. Almenningur og alveg sér- staklega umga fólkið líta stjómmálin hornauga. En stjómmálin em það snar þáttur í lífi hvers borgara, að þjóðinni er nauðsyn að þekkja þau og virða. Það þarf að breyta kjördæmaskipuininni og þar me'ð að blása að sínu leyti nýju lífi í stjómmálaflokkana og stjórnmálin. Með múverandi kjördæmaskipun verð- ur meira en helmingur af þimgmönnum sjálfkjörinn að heita má. Kjósendur hafa engin áhrif nema á nokkur baráttusæti. Þessu verður ekki breytt verulega með raunverulegum prófkosningum, vegna samspils þéttbýlis og strjálbýlis innan kjördæmanna. Þetta og fleira hliðstætt í núverandi kjördæmaskipun er eitt -helzta fóður doðans í stjómmálaflokkunum, þar sem fámennir hópar farystumanna hafa víg- girt sig, jafnvel ævilangt, og stjóma flokkunum af gömlum vana þeirra, sem fyrstir lærðu að aka dráttarvélum á Islandi. Auðvitað em margir og jafnvel flestir í þessum hópum meira og minna hæfir forystumenn. En án aðhalds og án skilnings almennra flokksmanna og kjósenda yfirleitt verður þeim ekki ágengt sem skyldi við lausn vandeunála og uppbyggingu þjóðfélagsins. Það veld- ur óánægja og óbeit á stjómarháttunum hjá öllum almenningi, sem er eitthvert hættulegasta fyrirbæri í lífi einnar þjóð- ar. Það þarf að breyta kjördæmaskipun- inni. Og þá þarf margs að gæta. Flokks- bundnir kjósendur eiga að velja fram- bjóðendur flokkanna, Kjósendur eiga að velja beint alla þingmennina. Til þessa þarf einmenningskjördæmi. Byggja á nýjan samstarfsgrundvöll fyrir þing- menn á afmörkuðum svæðum, enda á að bæta afkomumöguleikana með verka- skiptingu og samstarfi á slíkum svæð- um. Til þess þarf stór lögsagnarumdæmi með verulegri sjálfstjóm. Því þarf að breyta umdæmaskipuninni um leið og kjördæmaskipuninni. Þa'ð er skoðun mín, að þetta tvennt, ásamt sameiningu Alþingis í eina deild og afsali stjórnmálaflokkanna á heljar- tckum þeirra í peninga-, atvinnu- og menningarmálum, horfi til slíkrar um- bóta, að ungt fólk eigi að sameinast um að vinna að því af odd og egg, án tillits Framhald « bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.