Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 196« Blaðamannafélagið minníst 70 ára afmælis BLAÐAMANNAFÉLAG fslands var stofnað síðari hluta árs 1898 'og’ er þvi sjötugt um þessar mundir. Stofnendur félagsins voru fimm, Jón Ólafsson („Nýja öldin“), Bjöm Jónsson („fsa- foId“), Þorsteinn Gislason („fs- land“), Valdimar Ásmundsson og Briet Bjarnhéðinsdóttir („Fjall- konan“). Jón Ólafsson vann mest að stofnuninni og var fyrsti for- maður félagsins. Hann segir svo um stofnunina: „Tilgangur félagsins er að styðja að heiðvirðleik og ráð- vendni í blaðamennsku, efla við kynning blaðamanna, og sam- vinnu í þeim málum, þar sem flokksaðstaða eða sannfæring skiptir mönnum ekki í andvigi. Aðgang í félagið fá aðeins út- gefendur eða ritstjórar blaða eða aðrir þeir, sem hafa það atvinnu eða að stöðugu starfi að rita í þvílík rit.“ Skákin fslendingar tefldu gegn Sviss í gærkvöldi og fóru leik ar þannig, að Guðmundur vann Keller á fyrsta borði, en Björn tapaði á fjórða borði fyrir Clauser. Hinar skákim- ar tvær fóra í bið. Bragi á tvísýna biðskák á móti Blau, en Jón hefur betri stöðu í skák sinni á móti Walther á þriðja borði. Stafsetning Blaðamannafélags- ins var eitt af fyrstu stórmálum félagsins og olli í því deilum og klofningi. í fyrstu lá starfsemi félagsins stundum niðri vegna stjórnmáladeilna ritstjóra, en hin síðari ár hefur félagið starfað reglulega. Lífeyrissjóður blaðamanna hef ur verið til í tíu ár. Menningar- sjóður blaðamanna styður að ut- anferðum blaðamanna. „Pressu- ball“ hefur verið árlegur við- burðum í nokkur ár. Þegar lög félagsins voru endurskoðuð ár- ið 1965, var ákveðið, að það væri félag dagblaðamanna, vikublaða- manna, starfsmanna fréttastofa útvrps (og síðar sjónvarps) og fréttaljósmyndara Siðareglur blaðamanna voru samþykktar ár ið 1965, og hefur siðareglunefnd úrskurðað nokkrar kærur síð- an. Eitt helzta áhugamál félags- ins er að vinna að fræðslumál- um blaðamanna, einkum með því að fá blaðamennsku gerða að kennslugrein við Háskólann. Fé lagið er bæði menningarfélag og stéttarfélag, og starfar sérstök launamálanefnd að kjaramálum. í félaginu eru nú 80—80 blaða- menn. Núverandi stjórn skipa: Jónas Kristjánsson, formaður, Tómas Karlsson, varaformaður, Atli Steinarsson, gjaldkeri, Árni Gunn arsson, ritari og ívar H. Jóns- son meðstjórnandi. Félagið minnist afmælisins með hófi í kvöld, en áður um daginn sitja blaðamenn síðdeg- isboð hjá menntamálaráðherra. Slökkviliðið við starf í Félagsbíói í fyrrinótt. (Ljósm. Heimir Stígsson). Milljónatjón í eldsvo&an- um í Félagsbfói í Keflavík Keflavík, 1. nóvember. MILLJÓNATJÓN varð í Félags- bíói hér í Keflavík í eldsvoðan- um í fyrrinótt. Era skemmdim- ar mestar á salnum, en þar brunnu stólarnir, sýningartjald, ýmiss búnaður leikfélagsins og ýmislegt fleira. Húsið er tryggt hjá Bruna- bótafélagi fslands og er bruna- mat þess 8—9 millj. krónur, og sé sú upphæð höfð til hliðsjónar við skemmdirnar má Ijóst sjá að tjónið er gífurlegt. Horfið hef ur verið að því að endurbyggja húsið, en það mun taka langan tíma. Slökkviliðinu í Keflavík barst tilkynning um kl. 1.30 og þegar það kom á vettvang logaði upp úr þaki hússins í norðurenda þess. Skömmu síðar breiddist eldurinn um rishæð hússins, og féll þakið niður að stundu lið- inni. Slökkviliðið í Keflavík barð ist við eldinn ásamt flugvallar- slökkviliðinu allt til kl. 7 í morg un, en þá fyrst hafði hann ver- ið slökktur til fulls. Sem fyrr segir er salurinn og sýningarsviðið gjöreyðilagt, en hins vegar skemmdust forstof- ur á efri og neðri hæð húss- ins tiltölulega litið. Eldsupptök eru ókunn, en greinilegt er að eldurinn hefur kviknað á efstu hæð hússins. hsj. Papandreou, fyrrum for- Úttazt um feöga í sætisráiherra, látinn | fjárleit á Vestfjörðtim — flugvél fannþá heila á húfi í gœr — Verður grafinn á kostnað ríkisins í trássi v/ð óskir fjölskyldu hans Aþenu og Stokkhólmi, 1. nóv. — AP—NTB. GEORGE Papandreou, fyrr- um forsætisráðherra Grikk- lands, lézt i sjúkrahúsi í Aþenu á fyrsta tímanum að- faranótt föstudags, áttræður að aldri. Hann hafðj gengizt undir mikinn uppskurð að- fararnótt miðvikudags vegna mikilla magablæðinga og virt ist vegna vel fyrst á eftir, en kl. 00:20 í nótt að ísl. tíma, batt heilablóðfall endi á líf hans. Papandreou verður grafinn á kostnað rikisins og með viðhöfn i dag, laugardag, þrátt fyrir andmælí fjöl- skyldu hans, sem óskaði eftir því að sjá sjálf um útförina. Andreas Papandreou, sonur hins aldna stjórnmálamanns, sem nú dvelst í útlegð í Stokkhólmi, sagði í dag, að „dauði föður míns mun hvíla á samvizku þeirra (herfor- ingjastjórnarinnar) alla tið.“ Eins og fyrr getur hafði Papandreou gengizt undir uppskurð aðfaranótt miðviku- dags í Evangelismos- sjúkra- húsinu í Aþenu. Hann var fluttur í sjúkrahúsið fyrri föstudag vegna innvortis blæðinga. Líðan hans versn- aði skyr.dilega á þriðjudag og ákváðu læknar uppskurð í dögun á miðvikudagsmorgun, sem síðustu tilraun til þess að bjarga lífi Papandreou. — Tók skurðaðgerðin sex klukkustundir. Sag er, að Papadopoulos, forsætisráðherra herforingja- stjórnarinnar, hafi fylgst mjög náið með líðan Papan- dreou, og hafi skipað svo fyrir, að hann skyldi fá alla þá beztu læknishjálp, sem tök væru á. Georges Papandreau. Um miðnætti á fimmtudags kvöld varð ljóst, að Papan- dreou mundi ekki lifa af að- gerðina, er andardráttur hans varð mjög óreglulegur. Lézt hann skömmu síðar og mun heilablóðfall hafa verið ástæð an. Stjórnmálaferill George Papandreau spannaði meira en hálfa öld. Hann var síðast forsætisráðherra Grikklands frá nóvember 1963 tll júlí 1965. Papandreou var mjög opinskár í gagnrýni sinni á herforingjastjórnina grísku, sem tók völd í landinu fyrir 18 mánuðum. Hann var áður formaður Miðflokkasambands ins í Gri’kklandi, en sá stjórn málaflokkur hefur verið bann aður og lýstur upp af herfor- ingjastjórninni. Skv. grískum reglum eiga fyrrum forsætisráðherrar rétt á því að vera jarðsettir á kostnað ríkisins með viðhöfn. Jafnframt kveða grísk lög svo á um, að jarðsetja verði inn- an 24 klst. frá andláti manns. Ákvörðun um að útför Papandreou farf fram á kostn að gríska ríkisins var tekin eftir að fulltrúar stjórnarinn- ar höfðu setið fund með ætt- ingjum hins látna, sem áður höfðu óskað eftir því að út- förin færi fram á vegum fjöl skyldunnar. Eftir fundinn var send út tilkynning þar sem sagði, að „stjórnin hefði ákveðið að útför George Pap- andreou fari fram á kostnað rí'kisins og með þeirri við- höfn, er her fyrrum forsætis- ráðherra.“ Ljóst er talið, að fjölskylda Papandreou hafi orðið að fall ast á þessa skipan mála nauð ug. Jafnframt er sagt, að hún hafi óskað eftir því að útför- in yrði á sunnudag, en ekki laugardag. Andreas Papandreou, elzti sonur hins látna stjórnmála- manns, sagði í Stokkhólmi í dag, að gríska herforingja- stjórnin hefði móðgað fjöl- skyldu sina með því að lýsa þvi yfir að faðir hans yrði grafinn með allrj viðhöfn og á kostnað ríkisins. Papandreou sagði, að fjöl- skyldan hefði ekki viljað að um neins konar opinbera við- höfn yrði að ræða varðandi útförina, „en þeir vilja slá sér upp á andláti lýðræðissinna, sem ætíð hefur barizt gegn þeim — þetta er móðgun. — „Dauði föður míns mun ætíð hvíla á samvizku þeirra." ísafjörður, 1. nóvember. I MORGUN var óttast um 2 menn, sem fariff höfffu til fjár- leitar í Grunnavík í gær, en flug vél fann þá í dag og voru þeir heilir á húfi. Helgi Þórarinsson, bóndi í Æðey og Jónas sonur hans fóru snemma í gærmorgun í fjárleit og ætluðu fótgangandi norður í Grunnavík og hugðust koma aftur um kvöldið. Þegar þeir feðgar voru ekki komnir um 11- leytið í morgun, var Slysavarn- ardeildinni á ísafirði gert aðvart og var þá fengin flugvélin „Vor- ið“ frá Bi.rni Pálssyni, flugmað- ur Þórhallur Karlsson og var vél in komin á svæðið um kl. 13,30. Flugmaðurinn sá ekkert í fyrstu yfirferð og voru þá björgunar- sveit Slysavarnafélagsins og Hjálparsveit skáta á ísafirði Sölfunorsíldar- verð ókveðið f FRÉTTATILKYNNINGU frá Verðlagsráði sjávarútvegsins seg ir: Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær var ákveðið að lágmarksverð á síld veiddri sunnan- og vestanlands til sölt- unar frá byrjun síldarsöltunar haustið 1968 til 31. desember 1968 skuli vera kr. 2.30 kg. kallaðar út. Skömmu síðar tilkynnti flug- maðurinn, að hann hefði fundið spor uppi á heiðinni og gat rak- ið þau að Stað í Grunnavík og þaðan niður að sjó. Flaug hann með fjörunni vestur fyrir Núp og sá þá skömmu síðar feðgana á göngu, skammt fyrir autan Snæfjöll. Munu þeir feðgar hafa gist í Grunnavík og var ætlunin að einn rækjubátanna sækti þá síð- degis í dag og fyltti heim í Æð- ev. — HT. MORGUNBLAÐINU barst í 1 ’ gær svofelld yfirlýsihg frá I Gjaldeyrisdeild bankanna: „Að gefnu tilefni vill Gjald ’ eyrisdeild bankanna taka eft-' ’ irfarandi fram: Fréttamaffur frá Þjóffviljan , | um spurffist fyrir um þaff hjá ’ , Gjaldeyrisdeildinni í gær, ’ hvort umsóknir lægju fyrir1 1 frá 3 ráffherrum um gjaldeyris | | heimildir vegna innflutnings á . I bifreiffum. Var fréttamannin- ' ' um tjáff, aff svo væri ekki. I ) Samt sem áður birti Þjóffvilj- | | inn í dag frétt um aff ráffherr- , ar hafi lagt inn umsóknir fyr * ’ ir gjaldeyri til kaupa á bif- I ) reiffum." Þá barst blaðinu einnig yf- [ irlýsing sama efnis frá Lands ' ' banka íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.