Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 13

Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1968 13 ormsson og Þorvaldur Arna- son, Kaplaskjólsvegi 45, 47 og 49, bera fram þá fyrir- spurn við yður hr. borgarstjóri, hvort eigi megi bráðlega vænta malbikunar á moldarsvæði því er myndast hefur milli téðra húsa og aðalvegarins, vegna þess, að upphaflega hafði verið fyrirhugað, að Kaplaskjólsveg- urinn yrði miklum mun breiðari. Þetta moldarsvæði, sem notað er jönfum höndum af gangandi fólki og ökutækjum hefur að vísu verið samþykkt að malbika, en með því að íbúum þessara húsa, þykir nábýlið við svaðið, sem þarna myndast, hvenær sem rignir, orðið of langvarandi eft- ir rúmlega 13 ár, eru það ein- dregin tilmæli þeirra, að hér verði bót á ráðin án frek- ari dráttar. Geta má þess að mun nýrra byggðarsvæði í næsta nágrenni við Kaplaskjóls veg býr nú þegar við stórum betri kost í þessu efni. Borgarstjóri: Ef einhverjir þessara fyrirspyrjenda eru á fundinum þá held ég, að ég mundi nú strax á stundinni, jafn vel treysta mér til þess að spyrja þá um, hvort þeir vilji ekki hafa þetta svæði sjálfir til umráða og lagfæra það á sinn eiginn kostnað, og stækka lóð- ir sínar á þann hátt, og auka umsvif sín. Því að sannleikur- inn er sá, að þetta svæði væri rökrétt áframhald og stækkun á lóðum sem fyrir eru í hverf- inu. Það er hinsvegar svo, að ■nokkur kostnaður er samfara frágangi þessa svæðis og þess vegna mundi ég skilja það, ef lóðarhafarnir afþökkuðu þetta góða boð. Og það er þá líka skýringin á því, að ég get ekki fullyrt að frá þessari ræmu verði gengið á næsta ári, en ég býst við því að það verði gert innan 2ja ára. Það er svo, að það á sér ávallt stað nokkur munur á því, hve vel er endan- lega gengið frá einstaka götum og hverfum og fer þá ekki allt- af eftir aldri hverfanna, held- ur hversu haganlega það snýr að vinnuflokkum borgarinnar. Ég held þó, að Kaplaskjólsveg- arbúar hafi fengið þær endur- bætur núna undanfarið, sem umtalsverðar séu. Þótt ég við- urkenni aftur á móti, að þeir bjuggu áður fyrr við mjög slæm ar aðstæður. Við undirritaðir, sem allir erum á aldrinum 8-13 ára, og búum í næsta nágrenni Sundlaugar Vest urbæjar förum þess hér með á leit við þig hr. borgarstjóri, að þú beitir þér fyrir því, að lóð Sundlaugarinnar verði á ný opn uð til afnota fyrir þá 50-80 krakka, sem jafnan stunduðu leiki þar, jafnt sumar sem vet- ur. Við treystum því, að þú bregðist hér við af þínum al- kunna áhuga og skilningi á mál- efnum æskunnar og verðir við tilmælum okkar. Með beztu óskum Virðingar- fyllst, Gunnar Ingimundarson, Kaplaskjólsvegi 55 Jónas Jóns- son, Kaplaskjólsvegi 57, Rúnar Aðalsteinsson, Kaplaskjólsveg 53 Ingvar Haukur Sigurðsson Kapla skjólsvegi 65, Ellert Már Jóns- son, Einimel 12, Kristinn Ingi Sigurjónsson, Kaplaskjólsvegi 55, Jón Magnússon, Einmel 9, Árni Guðmundsson, Kaplaskjóls veg 65, Pétur Bjarnason, Eini- mel 15, Ólafur Ingvi Höskulds- son, Einimel 15, Júlíus Aðal- steinsson, Einimel 5, Aðalsteinn Finsen, Einimel 1, Halldór Kjart ansson, Einimel 7. Borgarstjóri: Ég get nú ekki annað en bráðnað við svona vin- samlegt bréf og lofáð öllu fögru og góðu. Ég veit, að svona góð- um mönnum dettur náttúrulega ekki í hug að trufla Sundlaug- argesti, eða stinga sér í laug- ina án þess að greiða aðgangs- eyri, og þess vegna ætti að vera óhætt að leyfa þeim frjálsan af- notarétt að þessu svæði. Alla- vega skal ég vissulega kanna málið og gera mitt til þess að þeir hafi athafnarými. Björgvin Hannesson, Kapla- skjólsvegi 29: Mig langar til að spyrja borgarstjóra um fyrirhug að verzlunarhús, á Hagamel 67. Þessari lóð var úthlutað 1956, en litlar sem engar framkvæmd- ir hafa átt sér þar stað. Borgarstjóri: Á þessum stað var gert ráð fyrir verzlunarhúsi, þegar við fyrsta skipulagsupp- drátt, og ástæðan til þess, ef til vill, að ekki hefur verið rekið á eftir byggingu þess, er sú, að það hafa komið fram þær radd- ir í hverfinu, að það væri nægj- anlega mikið af verzlunum. En ég býst við því, að borgaryfir- völd geti hvenær sem er sett ákveðinn byggingarfrest og kraf ist þess, að framkvæmdir hefj- ist innan hans, ef þörf er talin vera fyrir verzlunarþjónustu á þessum stað til viðbótar þeirri þjónustu sem þarna er í nágrenn inu. Björgvin Hannesson: Ég skrif aði bæjarráði tvisvar sinnum bréf út af þeseu og fékk þau svör að það hefði verið gefinn ákveðinn frestur, en það hefur ekki verið staðið við það. Borgarstjóri: Þá skal ég at- huga hvort ástæða er til að taka lóðina. Það er eina ráð- ið, sem borgin hefur í slíkum til- vikum og úfhluta þá til ann- arra. Baldur Jónsson: Er von á hita veitu 1 Skerjafjörð? Er mögu- legt að fá gangbraut suður fyrir flugbraut? Verður Baugsvegur malbikaður á næstunni? Borgarstjóri: Fyrstu fyrir spurninni tel ég mig hafa svarað, um hitaveitu í Skerjafjörð. Varð andi gangbraut suður fyrir flug braut, þá er það áreiðanlega mögulegt. Spurningin er hven- ær það er unnt, fjárhagsins vegna. Um malbikun Baugsveg- ar mundi ég ekki þora að svara ar. Þá langar m ig einnig að spyrja, hvort ekki væri hægt að koma fyrir gangbraut hinum megin götunnar. Undantekningar laust fara þar um margmenni vegna viðskipta við Hótel Sögu svo og Háskólabíós. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra, sem búa hér í nágrenninu, er ég vænti þess, að eitthvað verði gert til þess að hressa upp á lóðirnar fyrir sunnan bæjar- blokkirnar við Hringbraut. Þær minna mann helzt á götutroðn- inga, sem hestar og kvikfénað- ur hafi þar aðeins farið um. Mætti ekki tyrfa það upp á ný og steypa lágan en smekklegan steinvegg, sem hindraði það að fólk stytti sér leið yfir lóðir- nar, því þær eru nú sem fyrr í gapandi ósamræmi við hinar allar í grenndinni. Ekki alls fyr- ir löngu var sem betur fer tek- in sneið af graseyjunni gegnt Melavellinum svo fólk traðkaði ekki á grasinu, er það fer yfir Hringbrautina til móts við gang- brautina kirkjugarðsmegin. Fyr ir blessað grasið, sem fyrir var, var bílhlassi af sandi skellt í sárið, en það gerði það að verk- um, að flestir forða sér frá að ösla þar yfir, og hafa merkt sér gangstíg, á grasinu, beggja meg- in þar við, sem óhjákvæmilega hrópar á hreinlegar hellur í stað inn. En gangstéttin yfir Hring- braut sem verður að vera á þess- um stað, til þess að endarnir mætist, virðist mér all hættulega nærri sjálfu hringtorginu. Það er segin saga, að ef maður er ekki því léttari á sér og laus við erfiði og liðagigt, gæti farið svo að bifreiðir sem skjótast út úr Helgi Sæmundsson ber fram fyrirspum til borgarstjóra. játandi, alla vega ekki á næsta ári. í og með vegna þess, að gatnakerfi Skerjafjarðar hefur setið á hakanum vegna þeirra samningaumleitanna, sem ekki hafa borið árangur við landeig- endur á þessu svæði. Valtýr Guðmundsson, Grana- skjól 42: Hvernig hefur borgar- stjóri hugsað sér skipulagið fyrir vestan Kaplaskjólsveg eða nánar tekið, milli Granaskjóls og Grandavegar (Eiðsgranda). Borgarstjóri: Hér sjáum við landamerki Seltjarnarness og Reykjavíkur. Við höfum rætt um að rétta þessi landamerki af, og þá er í höfuðatriðum skipu- lagið hugsað þannig að hérverði iðnaðarhverfi, en síðan komi í áframhaldi af KR-svæðinu nokk ur stækkun þar og grænt svæði. Kristinn Magnússon, Birkimel 10B: Er mögulegt að breikka gangstéttina, sem liggur eftir Birkimelnum um 1-2 gangstéttar hellur, þar sem gangstéttin er það mjó, að fólk neyðist til að traðka á grasinu me'ðfram henni ellegar ganga fyrir umferðina, þegar það mætir hvert öðru ó leið sinni, ekki sízt ef það er með barnavagna eða þess hátt- I hringnum dragi mann uppi og fækkuðu þar með atkvæði við ínæstu borgarstj órnarkosningar. Ég tel að hringtorgahallæri eins og Melatorgið er tilkomið, þurfi að breyta á þann veg að það verði sem allra fyrst lagt niður, en þess í stað komi hinar klass- isku krossgötur, með umferðar- ljósum, sem leysa af hólmi sí- vaxandi tafir, sem réttur hrings- ins skapar þeim sem áfram ætla að halda. Vil ég að lokum geta þess að ég hef gist Melana yfir 30 ár, og þessvegna haft tæki- færi til að fylgjast með hinum glæsilegu framförum, sem þar hafa átt sér stað, ekki sízt í tíð núverandi borgarstjóra. Og leyfi ég mér að færa honum og fylgd- arliði hans innilegar þakkir, yf- ir að sýna í verki, loforð sem gefin voru. Borgarstjóri: Ég býst við því, að fyrr verði ef til vill gerð gangstétt austanmegin við Birki melinn heldur en að gangstéttin vestanmegin verði breikkuð, en hvort tveggja þetta skal verða tekið til athugunar. Þá eru bæj- arblokkirnar við Hringbraut, og lóðir þeirra teknar til meðferð- ar, og það er engin furða. Sann- leikurinn er sá, að Reykjavíkur- borg, seldi íbúðirnar í svoköll- uðum bæjarblokkum, og lengi vel var lóðin algjörlega um- hirðulaus, þar til bærinn taldi rétt að koma lóðinni í lag, en með það fyrir augum, að síðan yrði viðh. og ummönnun á veg- um húseigenda, íbúðareigenda. Því miður hefur samkomul. ekki verið þannig í húsinu að unnt hafi verið að koma á reglulegu viðhaldi og hörmum við það vissulega. Það er að vísu svo, að Reykjavíkurborg og borgaryfir- völd þyrftu að hafa miklu sterk- ari heimildir til þess að knýja húseigendur og lóðarhafa, til góðrar umgengni um lóðir og opin svæði, sem einstaklingar og samtök þeirra hafa undir hönd- um, Ég er svo fyrirspyrjanda sammála um umgengnina um grasvöllinn hjá Malarvellinum, og gangstétt yfir Hringbraut. Varðandi hringtorgin er það ætl unin samkvæmt aðalskipulagi al mennt að koma gatnamótum þannig fyrir að þau verði ef um mikil umferðargatnamót er að ræða, á tveim hæðum, að göturn ar skerist í sinn hvorri hæð, eða þá að það verði leyst með ljósa- útbúnaði, ef umferðin er held- ur minni, en þó allmikil, með ljósaútbúnaði í sama fleti. Ég vona að ég hafi svarað fyrir- spyrjanda að öllu leyti, og öll erum vfð honum sammála að vernda beri atkvæðin. Sverrir Sigurðsson, Ægissíðu 46. 1. Hvenær er fyrirhugað að fullgiera tengibrautina Ægissíðu? 2. Hvenær má búast við skrúð- garði með göngubrautum á ræm- unni milli Ægissíðu og sjávar, eins og aðalskipulagsuppdráttur borgarinnar gerir ráð fyrir. Borgarstjóri: Það er rétt, að Ægissíða er ekki komin í fulla breidd, en ég býst þó við, að það verði nokkur bið á því, að hún komist í fulla breidd, en vonandi verður það innan 2-3ja ára. Varðandi skrúðgarð með göngubrautum á ræmunni milli Ægissíðu og sjávar, þá er það rétt, að þarna verður opið svæði, og nú þegar þarf að snyrta það til að einhverju leyti. M.a. þyrfti að framlengja þau holræsi sem renna í sjóinn, meðfram Ægis- síðunni, og gera gangstíg, fyrir fótgangandi á þessu bili milli Ægissíðu og sjávar. En ég efast um, að þarna eigi að koma skrúðgarður, ég mundi álíta rétt ara að hafa þetta svæði, her um bil óbreytt, að öðru leyti en því er gangstíginn snertir, og al- menna hreinsun á svæðinu, óg hrognkelsakúrarnir mættu gjarn an standa eitthvað áfram, er sæmilega er um þá gengið. Auður Torfadóttir, fyrir hönd húseigenda að Dunhaga 23. Er nokkur von til þess, að borgar- stjórn taki sjoppumál til endur- skoðunar á næstunni? Er borg- arstjórn kunnugt um að sjoppa hefur verið starfrækt um all- langt skeið í næsta nágrenni við einn stærsta skóla hverfisins. Sjoppa þessi er á jarðhæð fjöl- býlishúss eins og hefur bakað íbúum þess margvísleg óþægindi svo og beint eignatjón. Þrátt fyrir kröftug mótmæli íbúanna til þeirra sem um þessi mál fjalla þrátt fyrir margendurtekin brot á reglum þeim, er settar voru og þrátt fyrir ákafa andúð skóla stjóra áðurnefnds skóla er sjoppa þessi enn starfrækt. Og að lokum tvær spurningar.? Stendur hinn almenni borgari varnarlaus gagnvart borgaryfir völdum í tilfellum sem þessu. Og til fundargesta almennt, hver skyldi vera afstaða foreldra í hverfinu til þessara mála. Borgarstjóri: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem sæti hefur átt í borgarráði að sjoppa hefur verið rekin á Dun- haga 23. Við höfum orðið varir við kvartanir yfir rekstri þess- arar sjoppu sérstaklega, og gert raunar nokkrar ráðstafanir til þess að rekstur hennar væri með sæmilegum brag. Þær tilraunir hafa m.a. leitt til þess, að fyrri sjoppueigandi lét af rekstrinum og annar tók við. Og menn bjuggust við bót og betrun. En því var nú ekki að heilsa. og þá var tekið til bragðs að ganga úr skugga um það, að engin rekst- Auður Torfadóttir ber fram fyrirspurn til borgarstjóra. ur væri alla vega eftir kl. 6 að kvöldi. f málum sem þessum, kem ur til greina með hvaða kvöð- um lóðin er látin í té, hvað stendur í lóðar3amningi um starf rækslu í því húsi, sem reist er á lóðinni og að svo miklu leyti sem um verzlunarpláss er að ræða, hvaða verzlun má reka í húsinu. Réttarstaða borgaryfir- valda eftir að húsið er komið upp og verzlun er gerð, er ekki alveg einhlít, þannig að borgar- yfirvöldin geti bannað án þess að skapa sér skaðabótaskyldu. f þessu tilviki var í einn tíma reynt að koma á samtökum með- al íbúðareigenda að kaupa þetta húsnæði upp. Það var ef til vill ekki von að það tækist. Varð- andi sjoppumál almennt í borg- inni, þá hefur verið gerð sam- þykkt um lokunartíma sölubúða, sem átti á sínum tíma að koma í veg fyrir margumrætt sjoppu- hangs unglinga og skilyrði var gert um, að ekki mætti afgreiða nema um lúgu eftir tiltekinn tíma á þeim stöðum sem vildu hafa opið frameftir á kvöldin. Þetta fyrirkomulag hefur í reynd inni farið út um þúfur. Það eru margir sem hafa opið eftir kl 6 og hleypa inn í búðina og í íbúð arhverfum höfum við almennt haft þá reglu að veita ekki kvöldsöluleyfi, þ.e.a.s. leyfi til af greiðslu eftir kl. 6 ef íbúar við- komandi húss hafa mótmælt. Og eftir því sem ég bezt veit, þá hefur alla vega þarna verið stöðvuð öll sala nú, og reynt af heilbrigðiseftirlitsins hálfu að hafa eins strangt eftirlit og unnt er með öllum rekstri. Varðandi nálægð slíkra verzl- ana við skóla, þá er nú hvort- tveggja 1 senn, að skólar eru víðsvíegar um bæinn og verzlan- ir á ennþá fleiri stöðum og reynslan hefur sýnt það, að það er ákaflega erfitt að skilgreina einhverja lágmarksfjarlægð, sem eigi að vera milli skóla og verzlana af því tagi, seorn hér er um að ræða og hafa á boð- stólum sætindi og ýmsar þær vöur, sem foreldrar eru ekloert fíknir að börn þeirra séu að kaupa á leið úr og í skóla. Þetta mál hefur sem sagt vissulega verið á dagskrá, ákveðnar ráðstafanir verið gerð ar, sumar misheppnazt, aðrar heppnast að nokkru leyti. Rétt arstaða borgarans og réttarstaða borgaryfirvalda og einstaklings- ins, sem verzlunina rekur, eru þarna í myndinni og aðgreining á réttarstöðu hvers aðila fyrir sig getur orðið mál dómstólanna, ef ekki næst viðhlítandi lausn i samningum manna á meðal. Bjarnveig Bjarnadóttir, Stýri mannastíg 5: Fyrir mína hönd og nokkurra annarra kvenna 1 Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.