Morgunblaðið - 02.11.1968, Page 16

Morgunblaðið - 02.11.1968, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands, Kr. 8.00 eintakið. SKÍRNARA THÖFNIN TFannibal Valdimarsson . komst hnyttilega að orði í viðtali við Morgunblað- ið í gær, er hann nefnir landsfund þann, sem Alþýðu- bandalagið nú heldur, skírn- arathöfnina. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kommúnistar hafa nú búið þannig um sig í hinu svokall- aða Alþýðubandalagi að þeir hafa þar tögl og hagldir. Með hliðsjón af því hafa þeir nú ákveðið að hætta starfsemi hins svokallaða Sameiningar- flokks alþýðu, Sósíalista- flokksins, en færa starfs- vettvang sinn inn í Alþýðu- bandalagið, með öðrum orð- um, að skipta enn um nafn á flokki sínum og kalla komm- únistaflokkinn héðan í frá Alþýðubandalag. Þegar Hannibal Valdimars- og félagar hans gengu til samstarfs við kommúnista 1956, töluðu þeir digurbarka- lega um, að þeir mundu efla áhrif sín innan samtaka þeirra, sem þeir mynduðu, og einangra kommúnista. Sjálfsagt hafa þessir menn trúað því, að þeim mundi tak- ast þetta, en þó áttu þeir að vera minnugir reynslu Héð- ins Valdimarssonar og ann- arra þeirra, sem til samstarfs hafa gengið við kommúnista og beðið af því pólitískt skip- brot. Reynslan hefur líka orð ið sú, að kommúnistar hafa snúið á Hannibal Valdimars- son og félaga hans marg- sinnis, og nú eftir tólf ára samstarf þessara manna við kommúnista er svo komið, að harðsnúnustu Moskvu- kommúnistar ráða öllu í hin- um nýja kommúnistaflokki og munu þar útiloka áhrif allra þeirra, sem einhvern snefil hafa af sómatilfinningu og trú á lýðræðislega stjórn- arhætti, þótt þeir munu auð- vitað héðan í frá eins og hingað til hagnýta sér nyt- sama sakleysingja. Athyglisvert er, að Karl Guðjónsson sækir ekki lands- fund Alþýðubandalagsins og má af því ef til vill draga þá ályktun, að hann hyggist fylgja Hannibal og þeim öðr- um, sem nú brjótast undan yfirráðum kommúnista. En hitt vekur raunar líka at- hygli, að Gils Guðmundsson, sem lengst af hefur þótzt vera lýðræðissinnaður, skuli meta svo frama sinn og þing- mennsku að liggja marflatur fyrir verstu kommúnista- klíkunni. STÖÐVUN LOFTÁRÁSA Johnson, forseti Bandaríkj- anna, hefur tilkynnt, að öllum loftárásum á Norður- Víetnam hafi verið hætt og talið, að nú væri að vænta skjótrar, árangursríkrar og alvarlegrar tilraunar til samn ingaviðræðna, sem hafizt gætu í andrúmslofti, sem hlyti að stuðla að því að í samkomulagsátt miðaði. Vonandi á þessi bjartsýni Bandaríkjaforseta við rök að styðjast, en hins er þó að minnast, að þegar Banda- ríkjamenn hættu loftárásum að mestu á Norður-Víetnam, var svipuð bjartsýni ríkjandi, en árangurinn hefur enginn orðið fram að þessu, eins og menn vita. Vafalaust mun því verða haldið fram, að bjartsýni sú, sem ráðamenn í Bandaríkj- unum nú láta í ljós um lausn Víetnam-deilunnar, sé til þess ætluð að styrkja Hubert Humphrey í kosningabarátt- unni. En hvað sem því líður er vissulega vonandi, að ráða- menn Norður-Víetnam noti þetta tækifæri til þess að setjast að alvarlegum samn- ingaviðræðum, því að þeim mun haldið áfram, hvor flokkurinn sem sigrar í Bandaríkjunum, ef einhver von er til að þær beri árang- ur. SJGURÐUR ÞÓRÐARSON, TÓNSKÁLD lFTeð Sigurði Þórðarsyni, tón ■*■"•■• skáldi, er til moldar hnig- inn merkur íslendingur og mikill og fjölhæfur listamað- ur. Þessi hlédrægi, hógværi maður afkastaði miklu lífs- starfi. Hann var skrifstofu- stjóri Ríkisútvarpsins í 35 ár og átti þar með ríkan þátt í uppbyggingu og mótun þess- arar merku og áhrifamiklu menningarstofnunar. Störf sín þar vann hann við allra vinsældir og traust. Eiga all- ir þeir, sem með honum störfuðu í útvarpinu, bjartar og fagrar minningar um það samstarf. Sigurður Þórðarson var einn af framherjunum í ís- lenzku tónlistarlífi. Hann var ástsælt tónskáld, sem lætur eftir sig mikinn fjölda tón- verka, stórra og smárra. ygsj UTAN ÚR HEIMI Verður Ludwig Erhard næsti forseti Vestur-Þýzkalands ? I VESTUR-ÞÝZKALANDI er nú að tjaldabaki stöðugt unnið að því innan stjórn- málaflokkanna, hvern þeir skuli bjóða fram eða styðja til forseta á næsta ári, en Heinrich Liibke, núverandi forseti landsins. lætur af em- bætti næsta vor. Allt málið er undarlega laumulegt, en sökinni af því verður að skella á Banda- menn, sem á sínum tíma sömdu stjórnarskrá Sam- bandslýðveldisins. Forsetinn má ekki vera neinn umdeild- ur maður og hlutverk hans er ekkert annað en að koma fram fyrir hönd lands síns og vera sameiningartákn. Völd hans eru nær engin. Engu að síður er forseta- embættið talið skipta tals- verðu máli, að því er snertir álitsauka og hróður þess stjórnmálaflokks, sem á þann frambjóðanda, er kjörinn verður. Þess vegna deila stjórnmálaflokkarnir þegar af krafti um, hver eigi að taka við forsetaembættinu. Forseti landsins er kjörinn þannig ,að þingmenn sam- bandsþingsins og jafnmargir fulltrúar frá 11. fylkisþingum landsins koma saman á fund og kjósa forsetann. Á slíku sameiginlegu þingi hafa hvorki kristilegir demó- kratar, CDU/OSU éða jafnað armenn, SPD, hreinan meiri- hluta, þannig, að þeir verða báðir að leita á náðir frjálsra demókrata, FDP, um stuðning við frambjóðendur sína — og það sem ennþá verra er, á þessu sameiginlega þingi verða einig nú í fyrsta sir.n nokkrir fulltrúar þýzkra þjóð ern sinna, NPD, og enginn veit hvaða afstöðu og í hvaða tilgangi þeir munu taka til frambjóðendanna, en enginn flokkanna óskar þess að koma sínum frambjóðanda að, ef Ludwig Erhard það yrði sökum þess, að NPD hefði lagt sitt 1-óN á vog- arskálina. ÁHRIF NEYÐARÁSTANDS- LAGANNA Þar til fyrir skemmstu voru viðhorf stjórnmálaflokkanna í þessu máli þau, að CDU/ CSU stefndi að því, að G#r- hard Schröder, varnarmála- ráðlherra, yrði forseti, SPD stefndi að kjöri Gustav Heine manns, dómsmálaráðherra, en FDP vildi ekki sætta sig við neinn þessara manna. Sagt er, að Kiesinger kanzlari sé einn ig andvígur því, að Schröder verði forseti. Hann yrði hvorki vel metinn af þjóð- Fiskar sofa fast — og hafa steina fyrir kodda Sumar fisktegundir steinsofna á kvöldin og er mjög erfitt að vekja þær. Hefir þetta komið í ljós við rannsóknir sérfræð- inga á vegum FAO (Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sam einúðu þjóðanna). Rússneskur heimsskauts- könnuður að nafni O.N. Kisel- ev veitir þessum rannsóknum forstöðu. Hann hefur árum saman athugað lifnaðarhætti djúpsævar-fiska einkum í Hvítahafinu út af Murmansk. Hefur Kiselev og samverka- menn hans kafað niður á rúm lega 600 metra dýpi og athug- að hina sofandi fiska og reynt að vekja þá með ljósköstur- um. Kvað Kiselev ómögulegt að vekja þá, en hinsvegar var og ófyllt. En eftir lifir minn- ingin um góðan dreng og mikinn listamann. í allri framgöngu var Sig- urður Þórðarson sérstakt prúðmenni. Hann kom hvar- unnt að ganga úr skugga um, að fiskarnir falla í svefn seint á kveldin. Þeir snúa sér ætíð á móti straumnum og sofa sumir út af fyrir sig, en aðrir í hópum eða torfum. Amerískir vísindamenn stað festa þessa uppgötvun Rúss- anna í aðalatriðum og telja að það taki a.m.k. 10 mínútur að vekja sofandi fisk. Segja Ameríkanarnir að fiskarnir leggist venjulega á hliðina eða halli sér upp að steini, en í svefninum ranki þeir við sér, ef beint er að þeim sterku ljósi eða miklum hávaða. Sagt er að frásögn FAO sé byggð á upplýsingum sem komið hafi fram á ráðstefnu í Bergen. (Þýtt úr „Fiskaren"). vetna fram til góðs, lagði alls staðar gott til mála. Þegar slíkir menn hverfa sviplega, fer ekki hjá því að mikið rúm standi eftir autt Jafnframt var hann frábær inni né heldur erlendis frá. Meiri andstæður en Schröder, sem þykir kuldalegur, allt að því hrokafullur og Kiesinger, sem er vingjarnlegur og vin- sæll, er vart unnt að hugsa sér. Andstöðuflokkarnir, í þessu tilfelli bæði SPD og FDP, hafa ekki heldur gleymt því, að það var Schröder, sem á sínum tíma lagði fram fyrsta frumvarpið að svonefndum neyðarástandslögum, en það þótti bera vott um mikla hörku, og SPD tókst að milda það að mun, áður en það var samþykkt. Er nú talið, að möguleikar Schröders á for- setakjöri fari nú ört minnk- andi. í stað hans hafa önnur nöfn komið upp eins og t.d. nafn Ludwigs Erhards, sem nýtur mikilla vinsælda á meðal al- mennings og virðingar á al- þjóðavettvangi, enda þótt hann reyndist ekki eins og menn höfðu vonað sem kanzl- ari. Honum er einnig lagið að koma fram og er snjall ræðu- maður. Fortíð hans á sér heldur engan blett, sem Walt- er Ulbright og hinir ötulu á- róðursmenn hans gætu not- fært sér til þess að finna höggstað á. Þá er einnig annar maður nú nefndur i sambandi við forsetakosningarnar. Það er Georg Leber, samgöngumála- ráðherra, sem líka er mjög vinsæll meðal fólks og hefur reynzt mjög ötull í embætti sínu. Hann er úr flokki SPD, en nýtur víðtæks velvilja inn an CDU/CSU og ekki hvað sízt af hálfu Kiesingers kanzl ara. BRIDGE NÝLBGA lauk einmennings- keppni hjá Bridgefélagi Reykja- víkur og bar Ríkarður Stein- bergsson sigur úr býtum. Alls voru spilaðar 3 umferðir og var þátttaka mjög mikil. Röð efstu varð þessi: 1. Ríkarður Steinberg. 1128 stig 2. Páll Bergsson 1126 — 3. Hörður Þórðarson 1094 — 4. Karl Ágústsson 1090 — 5. Örn Guðmundsson 1079 — 6. Eiríkur Baldvinsson 1063 — 7. Hjalti Elíasson 1056 — 8. Þorgeir Sigurðsson 1056 — 9. Ingunn Bernburg 1050 — 10. Lilja Guðnadóttir 104)7 — 11. Reimar Sigurðsson 1041 — 12. Þröstur Sveinsson 103« — Alls tóku 48 spilarar þátt í keppninni. kórstjórnandi, sem var landi sínu og þjóð til sóma út á við og inn á við. íslenzka þjóðin þakkar líf og starf Sigurðar Þórðarson- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.