Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUE 2. NÓVEMBER 1968 verða hrifin bráðum. Hann sneri sér til þess að sjá betur, og þegar Jill sneri sér líka, tók hann utan um hana til þess að styðja hana á valta sæt- inu. Ljósin voru deyfð um leið og fjórar stúlkur komu fram á dansgólfið og sveifluðu glitrandi slæðum er þær skiptu sér í rað- ir, eð granna fótlemggi í hvít- um silkibuxum og með bera fæt ur með gylltar neglur og nú sner ust þær með ofsahraða. Tveir menn léku undir á einhver strengjahljóðfæri. Svo hnigu stúlkurnar niður á gólfið, hver í sínu horni, og þá dundi við trumbusláttur um leið og hin fræga Asia sveif fram fyrir tjald ið. Jill datt fyrst af öllu í hug, hve ljót hún væri. Svarta hár- ið var úfið og litla andlitið var flatt og sviplaust og augnahárin óhóflega svert. En svo byrjaði hún að dansa og híalínskenndi gullguli kjóllinn sveiflaðist kringum hana alla, svo að þetta varð eins og einhver draum- mynd. Og dansinn var býsna í- smeygilegur, sterklegur og ginn andi. Jill fannst sem væri hún undir einhverjum töfrum. Hún gat ekki litið af dansmeynni. Hún fann, að Davíð hreifði sig eitt- hvað hjá henni, en vissi ekki, hversvegna. En takið um mitti hennar hertist ofurlítið, en henni fannst það ekki nema eðlilegt. Það var ekki fyrr en Asia hneig niður á dansgólfið í lok dansins, að Jill og aðrir áhorf- endur tóku að lifna við. Það heyrðist suða af hrifningu og ljósin kviknuðu smámsaman aft- ur. Jill andvarpaði og leit á Söndru, sem hallaðist upp að öxl- inni á Graham og horfði í augu honum. Þetta var allt í fullu sam ræmi — draumkennt og róman- tiskt. Og það var eins og töfr- arnir lægju enn í loftinu. — Hún er farin, sagði Sandra. — En hún kemur víst áreiðan- lega með skálina sína á eftir? — Nei, það gerir Asia Jashar ekki! En ef einhver karlmaður vill slá henni gullhamra, þá get- ur hann beðið um að mega heim- sækja hana bak við tjöldin. Til sölu — SKODA Eftirtaldar bifreiðar eru til sölu með hagstæðum greiðsluskilmálum. SKODA OCTAVIA SUPER 1964 — verð kr. 70.000,— SKODA 1202 STATION 1964 — verð kr. 85.000,— SKODA 1202 SENDIFERÐABIFREIÐ 1965 — verð kr. 70.000.— SKODA 1000MB 1965 — verð kr. 95.000,— SKODA 1000MB 1966 — verð kr. 105.000,— SKODA OCTAVIA COMBI STATION 1966 — verð kr. 105.000.— Bifreiðarnar eru allar nýskoðaðar af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Hagstæðir greiðsluskilmálar og vaxtalaus lán. Til greina kemur að taka eldri gerðir upp í. Bifreiðarnar eru til sýnis að afgreiðslu okkar, Elliðaár- vogi 117 í dag kl. 1—5 e.h. Gerið bifreiðakaupin strax, áður en verðið hækkar. Tékkneska bifreiðaumboðið hf. símar 19345 og 82723. tannburstinn hreins- ar tennurnar sam- kvæmt nútímakörf- um. Sterkleg hreyfing upp og niður frá tannholdi til tann- krónu. Fimm burstar í mis- munandi litum fylgja. Svissnesk gæðavara frá Lenco. Ársábyrgð. Fæst í flestum lyfja- og snyrtivöruverzl- unum. ^juuiria’i StytgjámiM kf Soðnrlandsbrauf 16 - Revkiavfl ■ Rinwefni- »Volverv - JWml 36900 — Heldurðu ekki að ég hafi g leymt að fara í pósthúsið með böggulinn. — Já, það er allt með fullu velsæmi, bætti Davíð við. Og nú skilst mér Graham, að við eigum að fara upp og fá eitthvað bragð meira að drekka en þennan á- vaxtasafa. Barinn og danssalurinn voru samskonar og gerist á Vestur- löndum, stórir og með miklu gullskrauti, með hávaðasama hljómsveit og nýtízkulegan hús- búnað. Þau settust niður við lít- ið, og snarlegi ungi þjónninn kampavíni. — Við skulum halda trúlofunina ykkar hátíðlega sagði Davíð. — Það er enn ekki farið að gera það almennilega, hvort sem er. Fjögur glös voru sett á borð- ið, og snarlegi ungi þ jónninn var að ljúka við að fylla þau, þegar rödd heyrðist, sem sagði: — Ég þarf að fá glas líka. Svo tók komumaður sér stól og sett- ist hjá þeim. — Ég er sýnilega á síðustu stundu, sagði hann. — Oliver! Hvar í dauðanum hefur þú verið? sagði Sandra. — Við héldum, að þú hefðir velt bílnum eða orðið fyrir árás af þessum andstyggilegu úlföldum, eða eitthvað slíkt. Hversvegna léztu okkur ekki vita? — Afsakaðu, Sandra. En þetta hefur verið_ heil óhappakeðja í allan dag. Ég fór seint úr tjald- stað, afþví að ég varð að bíða eftir að hann Christie kæmi. Það átti ekki vera læknislaust þarna. Svo sprakk á einu hjóli hjá mér á miðri leið og Karim varð að skipta um. En svo illa vildi til, að blílinn rann yfir handlegginn á honum og braut hann. Og þegar ég var búinn að ganga frá honum, varð ég að aka honum í sjúkrahúsið og sjá um, að vel færi um hann þar. Þegar ég svo loksins kom á bú- garðinn, voruð þið öll farin, eins og vænta mátti. En eins og þið sjáið hef ég samt farið í skárri garmana svo að ég vona að geta tekið þátt í því sem eftir er sam- kvæmisins. Hann sneri sér að Da víð. — Þakka þér fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig, kall minn. Eg er feginn að þú skyldir geta gert það. Jill fann það samstundis á sér, að Davíð var ekkert hrifinn af þessari nýju skipan mála, enda þótt hann kinkaði kurteislega kolli til Olivers. Seinna, þegar þau voru að_ dansa sagði hann önugur: — Ég skil ekki í því, að honum Oliver skyldi þykja þetta ómaksins vert. Fimm er svo ólánleg tala. Nú fer allt út um þúfur, því að vitanlega þarftu að dansa við hann næst. — En þér hlýtur að vera sama um það, Davíð? — Nei, víst er mér ekki sama. Ertu að reyna að gera þér upp heimsku. Enginn maður er hrif- inn af því að láta taka frá sér stúlkuna sína, jafnvel lána hana til bráðabirgða. — Nú ertu orðinn afbrýðisam ur. Þetta kom illa við Jill að verða þessa vör. Aldrei hafði annað eins komið fyrir hana. Hér var maður sem kallaði hana sína og var sýnilega eitthvað snortinn af henni. Hún var ekki lengur eintómur skuggi. Hún vakti aðdáun af eigin ramleik. Það fór titringur um hana alla og ósjálfrátt bar hún dökka höf uðið hærra. — Er ég virkilega stúlkan þín, Davíð? spurði hún, og ekki af því að hún efaðist um það, held- ur til þess að heyra hann segja það sjálfan. - Ég vona, að þú sért það, Jill. Og ég vildi óska, að þú værir það.Þú hefur haft ein- hver áhrif á mig, sem engin önn- ur hefur nokkurntíma haft. Ég er alltaf að hugsa um þig, þegar ég er úti í eyðimörkinni, og velti því fyrir mér, hvar þú sért og hvað núna að gera. Ég býst við að ég sé orðinn ástfanginn af þér og það er sannarlega hlægi- legt, því að ég er maður, sem hefur alltaf gert gys að ástinni. og kallað hana uppgerð og tíma- eyðslu. En nú virðist ég vera orðinn sízt betri en hinir. Jill þagði stundarkorn. Dans- inum lauk og þau gengu að borð inu sínu, þar sem Graham sat aleinn, þar eð Sandra hafði ver- ið að dansa tango við Oliver. Næsti dans var hægur vals og þá kom að Davíð að sitja yfir, og hann hleypti brúnum, er hann sá Jill svífa burt í örmum Olivers. Hún leit upp og horfði á hann og sagði - Þetta ör á kinninni á þér. . e það skurður? — O, þaðð er bara smárispa, svaraði hann. Ég hef gengið frá því svo að það spillist ekki. Ég fékk það í andlitið þegar sprakk hjá mér. Það var annars hrein- asti viðburður. — Veslings Karmin. Hann er annars góður bílstjóri. Ég vona að handleggurinn á honum batni. — Þá, það eru góðir læknar í sjúkrahúsinu hérna. Þeir ganga frá honum og gera hann jafn- góðan aftur. Það vildi nú ann- ars svo skrítilega til, að ég miiiiiiiiimiiii Fjölbreytt úrval af notuð- um bílum. Hagst. greiðslu- skilmálar. Gloria (japanskur) árg. ’67 Rambler Classic árg. 1963. Chevy II árg. 1965. Rambler Classic árg. 1965. Scout jeppi árg. 1967. Rambler Classic árg. 1966. Rambler American árg. ’66. Rambler American árg. ’67. Dodge Dart árg. 1966. Willys jeppi (nýr) árg. ’68. Bílar nýkomnir á söluskrá: Vauxhall árg. 1966. Rambler Classic árg. 1966. Rambler Classic árg. 1965. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Sýningarsalir okkar, Hring braut 121 eru opnir í dag frá 9—12 og 2—5. mU Rambler- JUN umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll Til sölu snyrtivöruverzlun í fullum gangi á góðum stað. — Uppl. gefur JÓN ÓLAFSSON, HDL., Tryggvagötu 4, sími 12895 og 36002. Vörubifreið — tilboð Tilboða er óskað í vörubifreið af gerðinni Ford D-800 árg. 1967 með 6 cyl. dieselvél, í því ástandi sem hún nú er í eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis á bifreiðar- verkstæðinu Sleytustöðum, Skagafirði og uppl. veittar þar af Þorvaldi Óskarssyni verkstjóra. Upplýsingar einnig veittar í síma 35300, Reykjavík. Bílar - bílar Seljum í dag Volkswagen árg. ’56, ’61 og ’63. Willy’s árg. ’46, ’54, 66. Bronco árg. ’66. Mikið af bílum á sölulista hjá okkur. Látið skrá bílinn hjá okkur. Opið til kl. 8 í kvöld. BÍLA OG BÚVÉLASALAN, við Miklatorg, simi 23136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.