Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 17
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 17 Blaðamaður Mbl. skrifar frá Bandaríkjunum: Kosningarnar kosta álíka og íslenzku f járlögin Eftir Ingva Hrafn Jónsson MADISON 27. október. — Senn fer nú að líða að lokum kosningabaráttunnar hér í Bandaríkjunum og verða sjálfsagt flestir fegnir að losna við allt stjómmálaþras- ið, sem tröllriðið hefur land- inu nú um 12 mánaða skeið, eða allt frá því að Eugene McCarthy fyrst lýsti yfir framboði sinu. Á þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar, og miklum fjármunum verið eytt á vegum hinna fjölmörgu frambjóðenda, til forsetaembættisins, Fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, Öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, ríkisstjóra í ýmsum fylkjum og hinn ótölulega fjölda embætta í öllum fylkjum, bæjum og héruðum í landinu. Ég las einhvers staðar að mjög laust ágizkað næmi upphæðin eitthvað í nánd við 6 milljarða ísl. kr. eða svipað niðurstöðutölum íslenzku fjár laganna. Allt starfið í sambandi við kosningabaráttuna kostar ó- hemjufé og krefst mikils i starfsliðs, launaðs og ólaun- aðs. Útgjöldin við prentun áróðursrita, dreifingu þeirra, símtöl, burðargjöld o. s. frv. eru óheyrileg miðað við is- lenzkan mælikvarða. Auðvit- að eru það forsetaefnin sem mestu fé eyða og verði Nixon kjörinn forseti mun það kosta hann um 1,2 milljarða ísl. kr. og er þá aðeins miðað við þessar kosningar. Væri upp- hæðin sem hann eyddi 1960 lögð við, má telja víst að eng- inn maður hafi kostað jafn miklu fé til að komast til valda í allri veraldarsögunni. Humphrey mun eyða um 570 milljónum isl. kr. og Wallace um 200 milljónum, laust ályktað, því enginn veit með vissu hve mikið fé hann hefur til umráða. EFABLANDIN BJARTSÝNI í dag brá ég mér í heim- sókn í aðalstöðvar forsetaefn- anna hér í Madison og ræddi við ráðamenn á hverjum stað um starfssvið þeirra. Ég kom fyrst í aðalstöðvar Humphreys sem eru skammt frá stöðvum Nixons á Höfuðborgartorgi, en Madison er höfuðborg Wisconsin. Ég hitti þar fyrir Richard Di Prima yfirmann kosningastarfsemi Humphreys í Wisconsin. Ég spurði hann fyrst hvernig baráttan gengi. — f dag get ég með sanni sagt að baráttan gangi vel. f>að var eins og framboð Humphreys fengi hressilega vítamínssprautu fyrir tveimur vikum og þá hófst mikil sókn, sem hefur magnazt með hverj um degi og er að ná há- marki þessa dagana. Sjálf boðaliðar streyma til okkar og fjárframlögin hlaðast upp. Nú er fyrst að verða gaman“. hér aðallega fólgið? — Áróðri. Áróðri sem mun setja okkar mann í Hvíta húsið. Ég gæti haldið yfir þér margra klukkutíma ræðu um starfið en í stuttu.máli þá er það okkar að semja og koma á framfæri allskonar auglýs- ingum, dreifiritum, upplýs- ingabæklingum, hringja í fólk, tala við. fólk, fá fólk til starfa, sem sagt selja banda- rískum kjósendum Hubert Humphrey með öllum ráðum sem við kunnum. — Engin takmörk? — Richard hlær við og seg ir „Við myndum ekki fremja morð“. Richard Nixon segir stuðningsmönnum sínum, að honum muni ekki veitast ýkjaerfitt að „slá demókratana kalda“ í kosningunum á þriðjudaginn. — Heldurðu að þessi sókn dugi til sigurs? — Ég er sæmilega bjart- sýnn á að við munum sigra hér en, ef ég á að vera al- veg hreinskilinn, þá er sú bjartsýni dálítið efablandin. Ef við hefðum þrjár vikur til stefnu í stað einnar, mynd- um við sigra glæsilega. Demo krataflokknum urðu á alvar leg mstiök með að halda flokksþingið svo seint, mis- tök sem_ geta kostað HH sig urinn. Ég er samt nokkuð viss um að Humphrey muni vakna að morgni 6. nóvember sem nýkjörinn forseti Banda ríkjanna. ■— í hverju er starf ykkar um 50 milljónir ísl. kr. og á ég þá við allt fylkið. SIGURVISSA Það er mikið um að vera í aðalstöðvum Nixons, tugir manna á þönum símar hringdu án afláts og á borð- um og hillum voru staflar af allskonar bæklingum og rit- um. Það var engu líkara en að sprengja hefði sprungið á miðju gólfi. Mér var sagt að yfirmaðurinn væri því miður ekki við, hann væri á fundi með Nixon, einhversstaðar á ég hjón afhenda gjaldkeran- um sem svarar 2400 ísl. kr. og er þá eins og alltaf í þess- ari grein, miðað við 57 kr. í dollaranum. „MÉR ER EIGINLEGA ALVEG SAMA“ Skrifstofur George Wallace eru í litlu húsi all langt frá miðborginni. Þar hitti ég fyrir ungan pilt, Mark Davis sem sagðist vera eini starfsmaður- inn þennan dag, því að hinir væru uppteknir. Mark er 15 ára að aldri og stundar nám Myndin er tekin í New York fyrir nokkrum dögum, en þar fékk Humphrey mjög gl æsilegar móttökur. — Og nú er lokasóknin ein framundan? — Já til allrar hamingju. Ég er satt að segja farinn að hlakka mikið til, ég fer að vinna hjá New York Times sem blaðamaður þegar þetta er búið og ég get varla beðið. Við munum á næstu dögum virkja 3-500 manns hér í Madi son til að koma öllum okkar kosningabrellum á framfæri og auðvitað vonumst við öll til að starfið beri tilætlaðan árangur. — Hvað kostar svo starf- semin? — Það veit ég ekki fyrir víst, en líklega verður upp- hæðin einhversstaðar í kring Austurströndinni, en mér var bent á aðstoðarkonu hans, frú Annie Johnson. Hún tók mér ljúfmannlega, bað mig að af- saka allt draslið, en svona væri nú umhorfs í stöðvum sigurvegarans. — Þið eruð svona bjart- sýn? — Ridhard Nixon verður næsti forseti Bandaríkjanna og ekkert getur komið í veg fyrir það. Ég viðurkenni vel að Humphrey hefur sótt á undanfarið, en ekki svo að það nægi honum til sigurs. — Það er ekki að sjá á látunum hér að þið séuð of sigurviss. — Sigurinn er auðvitað ekki innsiglaður fyrr en at- kvæðin hafa öll verið talin, en það er ekki það að við séum ekki viss um sigur, við viljum bara hafa hann sem stærstan, og það verður ekki slakað á hér fyrr en síðasta mínútan er liðin. — Hver er kostnaðurinn hjá ykkur? — Ég hef bara ekki hiíg- mynd um það, en einhver sagði mér að við hefðum helm ingi meira fé til umráða en vinir okkar hér í næsta húsi og ég get fullvissað þig um að við munum nota hvern ein asta eyri. Um leið og ég geng út sé við gagnfræðaskóla hér í borginni og var hann með stærðfræðibók sína fyrir framan sig og sagðist vera að reikna heimadæmin. — Hvernig gengur hjá ykk ur? — Ég veit það nú ekki, en þeir segja að það sé svona eftir atvikum. — Heldur þú að Wallace eigi möguleika á að vinna kosningarnar? — Ekki held ég nú það. — Hversvegna ertu þá að eyða tíma þínum í að vinna fyrir hann? — Mér finnst gaman að því. — Hafa einhverjir komið til þín í dag? — Já, já, það eru minnsta- kosti 10 búnir að koma og einn gaf 5700 ísl. kr. í sjóð- inn. Hinir voru bara að koma til að kjafta. — Vildir þú að Wallace yrði kjörinn forseti? — Mér er nú eiginlega al- veg sama, en auðvitað vilja allir að sinn maður sigri, ekki satt? Svo mörg voru þau orð. Eftir 11 daga liggja svo úr- slitin fyrir, þ.e.a.s. Ef einhver frambjóðendanna fær hinn til skilda meirihluta 270 kjör- manna, annars verður enn tveggja mánaða bið. „Byssugikkur erfið- ari en píanðborðiö" ÍSRAELSK tónlistarkona, Hadassa Schwimmer, er stödd hérlendis um þessar mundir og hefur haldið tónleika á ísafirði og í Reykjavík. Had- assa hélt sína fyrstu stóru tón leika í Tel Aviv árið 1953, þá aðeins 15 ára gömul. Hún er nú búsett í Sviss, en mun flytja til ísrael aftur áður en langt um líður. Við röbbuðum stuttlega við listakonuna og fer viðtalið hér á eftir: — Hvar hefur þú stundað þitt tónlistarnám? — Ég stundaði nám í Tel Aviv þar til ég var 18 ára göm ul, en þá hélt ég til S’vilsa til hins kunna píanóleikara Stefáns Askenazi og hélt þar áfram námi. Síðustu árin hef ég svo búið í Sviss og ferðazt víða, bæði í Sviss og til ann- arra landa til tónleikahalds. — Hvaða tónsniLlingar hrífa þig mest? — Ég held að ég segi Moz- art, Ohopin og Haydin og svo franska nútímatónskáldið Pierre Boulez sem semur í mjög nútímalegum stíl. Áður en ég hóf nám hjá Stefáni Askenazi hélt ég mest upp á Baoh og Braihms, en nú er ég orðin meira rómantísk. Þó að fólki líki ekki újltaf nútímátónlist finnst mér að það eigi að kynnast he|ini og Hadassa Schwimmer vita eitthvað um hana. Fyrir mig t.d. finnst mér mun betra að túlka og skilja klassísku gömlu tónverkin með því að kynnast einnig nútíma tónlistinni. — Hefur þú haldið tónleika víðar en í Evrópu? — Nei, það hef ég ekki nema í mínu heimlandi. Ég hef haldið tónleika í Ber- lín, Basel, París, Sviss og víðar og nú síðast hé’’ á þessu inöæla landi, sen^ er það fjarlægasta frá mínu landi, sem ég hef ferðazt til. — Hefur þú verið í israebka hernum? —- Nei, það hef ég ekki Ég átti að fara í herinn, þega1" ég var 18 ára gömul, en va’ þá send til framihaldsnáms í són- list og þegar ég kom svo frá því námi aftur til Ísrael 28 íra gömul frá Basel gifti ég mig og giftar konur fara ekki í her inn. Ég var þó áður á ár'eg- um námskeiðum ,sem standa í 2 vikur og eru til þess að þjálfa almenna borgara í skot fimi. En ég var aldrei góð að skjóta af byssu og ég heM að ég geti aldrei lært það, mér finnst erfiðara að fást við e-'nn gikk á byssu, heldur en allt pianóborðið. á. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.