Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Helgi Kr. Jónsson frá Vatnsenda — Minningarorð í 1 DAG verður gerð útför Helga Kr. Jónssonar frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann andaðist að Vífilsstöðum þann 26. þ.m. eftir nokkurra ára vanheilsu, nærri 78 ára að aldri. Han<n var fædd- ur að Mjósundi í Villingaholts- hreppi, Árnessýslu, þann 13. febr úar 1891, og voru foreldrar hans þau hjónin Alexía Guðmundsdótt ir og Jón Jónsson bóndi þar. f foreldrahúsum var Helgi til 18 ára aldurs, en hóf þá búskap á Vatnsenda í sömu sveit með unnustu sinni Ingbijörgu Sig- mundsdóttur, heimasætunni þar, og voru þau gefin saman árið 1910. Bjuggu þau á Vatnsenda til ársins 1922 að þau fluttu til Reykjavíkur, eftir 13 ára búskap Á þessum árum stundaði Helgi jafnframt sjóróðra frá verstöðv unum „austan fjalls", var um skeið formaður og gerði út bát frá Þorlákshöfn um tíma. Þeg- ar til Reykjavíkur kom fékkst hann við ýms verzlunarstörf og rak eigin verzlun. Árið 1927 réðst hann vörubíl- stióri til Fiskveiðihlutafélagsins ALIIANCE, en vorið 1934 þeg- ar h.f. DJÚPAVÍK hóf byggingu síldarverksmiðju í Djúpavík viðð Reykjarfjörð, voru sendir vöru- bílar þangað norður, og var Helgi með einn þeirra, til þess að ann- ast aðflutninga á sandi og möl til bygginganna. og starfaði hann fyrir það félag upp frá því með- an starfskraftar leyfðu. Verzlun fyrir síldveiðiskipin og starfs- fólkið í landi, var komið á fót þegar síldarverksmiðjan tók til starfa um mitt sumar 1935, og var Helgi ráðinn til að stjórna henni. Eftir að síldin hvarf frá Norðvesturlandi upp úr 1944, vann hann jafnframt ýms önnur störf fyrir félagið, sá um söltun á því sem barst á land af síld og fiski, og vann að bókhaldi. t Paul Ó. G. Einarsson Winnipeg, Manitoba, Canada andaðist 30. okt. sl. Fyrir hönd ættingja. Sveinn Einarsson Lúðvík Einarsson. t Móðir okkar María Matthíasdóttir andaðist 31. okt. Börn hinnar látnu. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns Tómasar Þorsteinssonar verzlunarmanns, Ránarg. 5a Fyrir hönd vandamanna. Hrefna Jónsdóttir. Helgi var þannig í nærri 40 ár hjá ofangreindum félögum, og innti öll sín störf af hendi með samvizkusemi og af dugn- aði, var traustur og vel látinn af yfirboðurum sínum og öllum er honum kynntust. Helgi var greindur vel, las mikið og kunni mikið af ljóðum, og unni tónlist. Hann lærði ung- ur orgelleik hjá fsólfi Pálssyni á Stokkseyri, föður dr. Páls ís- ólfssonar, lék í kirkju í sinni sveit og átti ætíð orgel og lék á það, sér og öðrum til ánægju. Hestamaður viar Hélgi ágætur og átti lengi góða hesta hér í Reykjavík, sem hann hugsaði vel um og fór vel með. Ákveðinn var Helgi alla tíð í stjórnmálum og fylgdi Sjálf- stæðisflokknum, var félagi í landsmálafélaginu Verði, og um skeið í fulltrúaráði flokksins. Helgi var gjörvilegur maður, mælskur og hagmæltur nokkuð, tryggur og góður vinur vina sinna, ljúfur í lund og kátur og góður félagi. Ingibjörg og Helgi eignuðust 2 syni, annar dó nýfæddur en hinn er Sigmundur Ragnar skrif stofumaður, sem er kvæntur Pál ínu Sigurjónsdóttur, hjúkrunar- konu, og eiga þau 3 börn, tvær dætur Ingibjörgu og Helgu, og einn son, Helga Kristin. Ingibjörg kona Helga, sem var hin mesta mannkostakona, lézt hinn 5. október 1961. Ég sem þetta rita þekkti Helga síðustu 40 ár ævi hans, og send- um við kona mín og ég, syni og tengdadóttur og börnum þeirra svo og frændfólki hans og vin- um , okkar beztu samúðarkveðj- ur. Ólafur H. Jónsson. HÉR að ofan hefur Helga Kr. Jónssonar verfð minnzt svo vel og fagurlega, að ég hef enga ástæðu til að rekja æviferil hans eða segja frá störfum hans um liðna ævi. — Hins vegar langar mig til að færa honum þakkir mínar fyrir langa og trygga vin- áttu, — þakka honum þá fyrir- mynd sem hann var mér og öðr- um um drengskap, háttprýði, æðruleysi og aðra góða mann- kosti. Ég get ekki stillt mig um að láta í ljós aðdáun mína á því, hve óbrigðul skapstilling hans var, hve framkoma hans var í senn hlý og virðuleg ekki að- eins á fyrri árum í önn dagsins, heldur einnig á sfðustu árum, er hann barðist við langvinnan og þungan sjúkdóm. Fyrir nokkrum árum missti Helgi konu sína, Ingibjörgu Sig- mundsdóttur. Hann tók sér missi hennar nærri, þó að hann slægi ekki sorg sína utan á sig, og tók t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Halldór Eiríksson tJthlíð 13 verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju mánud. 4. nóv. kl. 10.30. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Börn, tengdabörn og barnabörn. heilsa hans mjög að bila eftir það. Leitaði hann nokkru síðar athvarfs að Vífilsstáðahæli og hefur dvalizt þar síðan, fyrst meira og minna veikur, en fár- sjúkur hina síðustu mánuði. En hvernig sem líðan Helga var, voru viðbrögð hans við kunn- ingjum, er vitju'ðu hans, mótuð af hressilegri glæðværð, þakk- læti og virðulegri karlmennsku og æðruleysi. — Helgi kunni helzt ekki að kvarta. — Ef Helgi mætti nú mæla, mundi hann þakka af alhug læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki, sem reyndu að létta honum sjúkdómsþrautirnar, öðrum sjúklingum, sem styttu honum marga stund, og vinum og kunningjum, er vitjuðu hans. En sérstakar þakkir mundi hann vilja færa frændkonu sinni, Sig- urþóru Þorbjörnsdóttur, sem af fúsleik og alúð hefur reynt að hjálpa honum og verða við ósk- um hans í fjarveru sonar hans og tengdadóttur. Ég kveð Helga Kr. Jónsson með þakklæti og söknuði. Gúð blessi hann og minningu hans. Magnús Finnbogason. Ferming á morgun Ferming í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 3. nóv., kl. 2 síðd. Dr. Jakob Jónsson. Viðar Norðfjörð Guðbjartsson, Lambastekk 10, Breiðholti. Sigurður Ásgeirsson, Laugavegi 27 B. Kristinn Guðbjartur Guðmunds- son, Óðinsgötu 25. Stefán Rúnar Bjarnason, Bald- ursgötu 13. Haukur Vilbergsson, Suðurlands braut 75. Guðríður Vilbergsdóttir, sama stað. Ingibjörg Vilbergsdóttir, sama stað. Sigrún Halldóra Einarsdóttir, Ljósheimum 18. María Anna Guðbrandsdóttir, Skarphéðinsgötu 6. Á sjónvarpskvöldum Framhald af bls. 10 fimmta sýningin mín, og hef alltaf selt sæmilega. Já, já, alltaf fyrir kostnaði og vel það.“ Hann kveðst ýmist mála út I náttúrunni eða á vinnustof- unni eftir minni. „Ég ér bú- inn að ferðast um allt land- ið og mála. Svo mála ég líka eftir minni. Þið sjáið hérna myndina af Hólum í Hjalta- dal. Hana málaði ég eftir minni, og hún er alveg eins og raunveruleikinn.“ f þessu bar að sýningar- gest til að skoða sýninguna, þannig að spjallið féll niður. Gesturinn var Guðrún Broddadóttir ásamt tveimur börnum, sem ísleifur sagði að yrðu áreiðanlega málarar, þeg ar fram liðu stundir. Og það gladdi ísleif mikið þegar Guð rún lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna, sem hún kvað vera hina fyrstu, er hún sæi með ísleifi. Annars hafa margir lagt leið sína í Hrafnistu til að skoða sýningu ísleifs, og í þeirra hópi er Rafn Hafn- fjörð. Við spurðum hann álits á sýningunnL „Sýningin er stórkostleg," sagði Rafn. „Ég fer yfirleitt á al'lar sýningar, hef séð all- ar fyrri sýningar ísleifs, en þessi er með allra skemmti- legustu sýningum, sem ég hef séð um ævina. „Nævisminn" er hér ríkj- andi, og það er sérstaklega athyglisvert, hve mikla aðúð ísleifur virðist leggja í mynd ir sínar og hversu mikið yndi hann hefur af því að mála. Og þó svo kunni að virðast við fyrstu sýn, eru myndir- nar ekki mjög keimlíkar. Mað ur þarf að skoða þær öðru vísi en hjá öðrum málurum. Maður verður að skoða hvern sentimetra myndarinnar mjög nákvæmlega til að njóta henn ar. Og þá koma í ljós furðu- mörg smáatriði, sem gaman er að. Hver einasta pensilstroka virðist gerð af mikilli alúð, og það er ekkert tilviljunar kennt í myndunum. Ég vil óska ísleifi til ham- ingju með þessa sýningu, og einnig óska þess að hann verði metinn meira að verðleikum í framtíðinni en verið hefur. Ennfremur tel ég vel viðeig- andi að myndir ísleifs verði á sýningum, sem fslendingar senda til útlanda, segir Ólaf- ur. Sýning ísleifs verður opin fram í næstu viku, daglega frá kl. 2-10 NIU ÁRA ÞÖGN Loks er að geta um sýn- ingu Karls Kvarans sem opn uð var í dag. Karl hefur ekki sýnt undanfarin 9 ár, en nú Ég þakka af alhug öllum þeim sem sýndu mér vináttu með heimsóknum, fögrum gjöfum, blómum og heilla- skeytum á 80 ára afmæli mínu 28. okt. Guð blessi ykkur öll. Ögn Jónsdóttir, Laugateig 32. Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörn- um og bamabörnum, vinum og kunningjum fyrir allan vinarhug með skeytum, blóm- um og margvíslegum stór- gjöfum á 80 ára afmæli mínu 30. septerhber og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Steinsdóttir Karlsskála. mun hann sýna milli 30 og 40 myndir. Þegar okkur bar það að, þar sem verið var að hengja myndirnar upp, voru miklu fleiri myndir í salnum en fyrirsjáanlegt væri að kæmust á veggina. „Ég tók hingað um 100 myndir til að velja úr“, sagði Karl. „ En myndirnar verða milli 30 og 40 og til þess að koma öllum fyrir hef ég látið gera fleka til að setja upp í salnum og hengja myndirnar á. Held ég að það sé í fyrsta skipti, sem þetta er gert hér í Bogasaln- um.“ Og Karl segir ennfremur: „Annars tel ég mig bera ákaf lega litla ábyrgð á að þessi sýning er haldin. Það er mest fyrir fortölur Gunn- laugs Þórðarsonar að úr henni varð. Ég var alls ekki í sýningarhugleiðingum, þeg- ar Gunnlaugur kom til mín og hvatti mig til sýningar- ha'lds. Nú ég sló til og hér er ég.“ f þessu bar að Gunnlaug — „sökudólginn" eins og Karl kallaði hann — og kvaðst hann fúslega viður- kenna að hafa talið Karl á að halda þessa sýningu. „Mér finnst Karl í hópi okkar beztu málara, en hann er ekki gjarn á að koma með verk sín fyrir almenningssjónir, heldur þeim út af fyrir sig. En mér tókst að fá hann ofan af því að þessu sinni og nú fær al- menningur að njóta listar hans“. Tel Aviv 28. okt. AP. MANDY Rice Davies, sem mjög kom við sögu í hneykslismálinu um Profumo og Christine Keeler, á sínum tíma, ól eiginmanni sín- um stúlkubam á sunnudaginn. Mandy hefur undanfarin tvö ár verið gift ísraelskum manni og búa þau í Tel Aviv. KIM missir minnið. Bókin er jafn skemmtileg fyrir drengi og stúlk- ur. — PÉTUR STÝRIMAÐUR er bókin sem hraustir drengir lesa. AÐ HEIMAN OG HEIM, endur- minningar Friðgeirs H. Bergs. Þóroddur Guðmundsson sá um útgáfuna. Góð bók og vel rituð. Innilegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu. Soffía Hansen Alftamýri 32. Hugheilar þakkir til allra vina og vandamanna, sem heiðruðu okkur með heim- • sóknum og heillaskeytum, blómum og góðum gjöfum á fimmtugsafmælum okkar 6. og 29. okt. Kærar kveðjur. Asta Friðbjamardóttir Friðbjöm Benediktsson Hraunprýði, Hellissandi. Höfum flutt verzlun og verkstæði okkar að SKEIFUNNI 17 Símar 84515 og 84516. Þ. JÓNSSON & CO., Brautarholti 6. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.