Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 31 33 Samvinnuskólanem endurföstuðu í 2 daga — til að minnast sveltandi fólks f FRÉTTATILKYNNINGU, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Samvinnuskólanum á Bifröst segir m.a., að 33 nemendur skól- ans hafi fastað í 2 sólarhringa til að minnast sveltandi fólks í heiminum. Fréttatilkynningin fer í heild hér á eftir: „Dags Sameinuðu þjóðanna var minnst í Samvinnuskólanum að Bifröst 24. þ.m. og flutti Skúli Möller, form. Æ.S.Í. erindi um starfsemi samtakanna og vanda mál þau, er við væru að etja. Hugsjónir og stefna S.Þ. vekja ætíð til umhugsunar og koma róti á hugi manna. Það er hryggileg staðreynd, að á meðan þúsundir, jafnvel millj- ónir manna deyja úr vannæringu, sulti, eru aðrir, sem deyja úr of- áti og sællífi. Ef til vill er það rétt, að ís- lenzka þjóðin hafi hlaupið vel undir bagga með vanþróuðu þjóðunum, en hefur hún gert Bóðstefna hags- munaaðíla um landhelgismól ó ísafirði ísafirði, 1. október. Á SUNNUDAG verður haldin hér ráðstefna vestfirzkra hags- munaaðila um landlhelgismál. Forgöngu í þessu máli hefur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á ísafirði haft, en til ráðstefnunnar eru boðaðir full- trúar frá öllum samtökum sjó- manna og útvegsmanna á Vest- fjörðum, og einnig fulltrúar frá hraðfrysti'húsunum. Er búist við að um 50 fulltrúar sæki ráðstefnuna, en hún mun fjalla um tilhögun fiskveiða inn- an 12 mílna fiskveiðimarkanna út af Vestfjörðum, og munu sam þykktir ráðstefnunnar verða send ar nefnd þeirri, sem nú fjallar um 'andbelgismálið, og öðrum að ilum sem málið er skylt. — H.T. sér næga grein fyrir þessu ógn- vekjandi orði „hungur?" Sagt er, að senn fari kreppu- tímar í hönd á íslandi og ef til vill þá fær fólk að kynnast sulti og seyru af öðru en skrifum trú- boða og dreifibæklingum S.Þ. f tilefni þessa, söfnuðu fjórir piltar að Bifröst, undirskriftum inan skólans og árangurinn varð sá, að frá klukkan 22 á sunnu- dag, til sama tíma þriðjudags, föstuðu 33 netnendur af 76. Þeir sem sultu mættu til borð- stofu, en neyttu ekki matar, en heimilt var að drekka vatn, enda þótt slíkt megi telja til munaðar í landi eins og t.d. Biafra. Óhætt ér að fullyrða, að þeim nemendum, sem á þennan hátt minntust hinna sveltandi, varð að nokkru ljóst hvað sultur er og vannæring. Ekki er vitað til, að þetta hafi verið gert í skól- um landsins áður.“ Síðasti sýningurdagur | f DAG, laugardag, er síðasti dag ur sýningar þeirrar á verkum vangefinna, sem haldin hefur ver ið í sambandi við GHV 1968. Sýningin, sem hefur verið mjög fjölsótt og hlotið geysigóðar við tökur, er opin milli kl. 14.00— 22.00 í Unuhúsi við Vegahúsa- stíg. Krossinn á kortinu sýnir fundarstaðinn, þar sem borgarstjóri svarar fyrirspurnum íbúa hverfanna. Auðveldust leið að fundar. stað — félagsheimili Rafveitunnar — er þessi: Beygt er suður veg inn að Elliðaárrafstöðinni og síðan er ekið að henni og upp veg- inn næst ánum. Þennan veg er ekið unz á hægri hönd er einlyft ljósmálað steinhús — félagsheimili Rafveitunnar. Einnig er unnt að komast austan að að húsnu — úr Árbæjarhverfi. - IÞROTTIR Framhald af bls. 30 Auðunn Óskarsson, FH Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Ingólfur Óskarsson, Fram Ólafur Jónsson, Val Jón Hj. Magnússon, Víking Einar Magnússon, Víking. íþróttafréttamenn hafa ákveð- ið að velja ekki lið sitt fyrr en að loknum úrslitaleik í Reykja- víkurmótinu á sunnudag, en þá Þrennt slasaðist í umferðinni ÞRENNT slasaðist í tveimur um- ferðaslysum í Reykjavik í gær. Fyrra umferðaslysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbraut ar og Háaleitisbrautar. Gerðist það þannig, að bíl er ekið var austur gatnamótin, en leigubif- reið kom í sama mund norður Kringlumýrarbraut. Skall leigu bíllinn á hægra frambretti og hjóli hins bílsins, og við það snerist leigubíllinn og kastaðist upp á gangstéttina. Skemmdist leigubíllinn gífurlega að fram- an, og hinn einnig nokkuð. Öku maður og kona voru í leigubíln- um, og slösuðust þau bæði, en ekki þó alvarlega að því að tal- ið er. Siðara umferðarslysið varð um kl. 1 í gær á gatnamótum Skot- húsvegar og Tjarnargötu. Þar var drengur á reiðhjóli á leið norður Tjarnargötu og var kom- inn langleiðina yfir, er hann varð fyrir fólksbíl á leið vestur götuna á 40 km. hraða, að því er ökumaður telur. Drengurinn mun hafa fótbrotnað og var flutt ur í sjúkrahús. — Hverfafundur Framhald af bls. 32 hafi sérstakan áhuga á að sækja þennan fund og beina fyrirspurnum til borgarstjóra um málefni þessara nýju hverfa. — Einhliða.. Framhald af bls. 1 Hlé var gert um stundarsak ir á fundi Öryggisráðs S- Vietnam um hádegisbilið í dag á meðan Thieu, forseti, Nguyen Cao Ky, forsætisráð- herra, og aðrir háttsettir em- bættismenn voru viðstaddir móttöku og kampavíns- drykkju í tilefni þjóðhátíðar- dags S-Vietnam, sem var í dag. Viðstaddur var einnig sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, Ellsworth Bunker. Góðar heimildir segja, að Thieu, forseti, hafi barizt gegn stöðvun loftárásanna á Norð- ur-Vietnam allt til síðustu stundar. Thieu var tilkynnt um ákvör’ðun forsetans er Ellsworth Bunker, sendiherra, gekk á fund hans. Opinber viðbrögð í Saigon hafa ekki verið mikil enn, en ljóst er þó, að ræða Johnsons hefur haft mikil áhrif þar. Bandarískir hermenn heyrðu ávarp Johnsons til bandarísku þjóðarinnar í beinni útvarpssendingu frá Washington, en útvarpsstöðv- ar Saigonstjórnar sögðu ekki strax frá ávarpi forsetans í fréttum á vietnömsku. Orðalag ávarps Johnsons, að viðbættri þeirri staðreynd, að ekki var tilkynnt samtím- is í Washington og Saigon um stöðvun loftárásanna, bendir ótvírætt til þess, að Washing- — Heybrunar Framhald af bls. 32 Hvolsvelli kom á staðinn, og tókst fljótlega að slökkvá eld- inn. Skemmdir á húsum urðu óverulegar, en nokkuð brann aí heyi. Hlaðan er áföst öðrum hús um, en logn var, og má þakka því að ekki varð stórtjón. Eldur kom upp í fjárhúshlöðu í Vatnsdal í Fljótshlið um kl. 10 í morgun. Þegar slökkvilið frá Hellu kom á staðinn skömmu síð ar, var hlaðan alelda ásamt skúr og fjárhúsi, sem áföst voru við hlöðuna. Brann hlaðan og skúr- inn, og fjárhúsið að verulegu leyti. í hlöðunni voru 300-400 hestar af heyi. Var heyinu mok- að út úr hlöðunni, en mikið af því brann eða skemmdist. Húsin og heyið voru óvátryggð, og er tjón bóndans, Andrésar Magnús- sonar, því mikið. Hver ók Iró Hvera- gerði á Ford-lólksbíl? — aðfaranótt 13. október UMFERÐARDEILD rannsókn- arlögreglunnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eft- ir einni bifreið til viðbótar vegna dauðaslyssins, sem varð við Geitháls aðfaranótt sunnudagsins 13. október. Hefur komið fram í fram- burði vitna, að maður, sem staddur var í Hveragerði þessa nótt, sá fólksbíl af Ford gerð, dökkan að lit og tveggja dyra, fara frá Hótel Hvera- gerði laust fyrir kl. 1.30 og beygja inn á Suðurlandsveg, eins og hann stefndi til Reykjavíkur. Miðað við brott- farartíma þessa bíls ætti hann að geta hafa verið nálægt slys staðnum um líkt leyti og það varð. Vill lögreglan skora ein dregið á ökumann að gefa sig fram og eins farþegar, hafi þeir einhverjir verið. Þá má geta þess, að leigu- bílstjóri sá, sem fyrr hefur verið auglýst eftir, hefur enn ekki gefið sig fram, og vill rannsóknarlögreglan ítreka til mælin til hans. ton hafi stigíð þetta skref éin fulls samþykkis Saigonstjórn ar. Enda þótt Thieu forseti hafi verið þögull í dag um málið, hafa ekki allir embættismenn í Saigon verið það. Ngueyn Ba Luong, forseti fulltrúa- deildar þings S-Vietnam sagði: „Því halda þeir (Banda ríkjamenn) ekki áfram að stunda árásir sínaT? Hér hlýt- ur að hafa verið á ferðinni leynilegt samkomulag milli Bandaríkjanna og Hanoi. Hví hjálpa Bandaríkjamenn okkur ekki að sigra og halda freLsi okkar?“ Ellsworth Bunker, sendi- herra Bandaríkjanna í Saigon, sagði síðdegis í dag, að stöðv- un loftárásarma væri skref í áttina til alvarlegra friðarvið ræ'ðna, en bætti við: „Enginn vafi leikur á hinum ákveðna stuðningi lands míns við lýð- veldið Vietnam, stjórn þess og þjóð.“ Yfirlýsing Bunkers var ber- sýnilega fram komin til þess að róa embættismenn í Saig- on, einkum þó Thieu, forseta, sem hafa verið mjög andsnún ir stöðvun lofárásanna. „Markmið okkar er nú, líkt og ávallt áður, að komizt verði að sanngjömu og frið- samlegu samkomulagi í núver andi deilu. Við hyggjumst vinna me'ð ykkur (S-Viet- nömum) að því takmarki. Eg tel, að sameiginlega höfum við getu og vilja til þess að koma á heiðarlegum friði fyr ir þjóð Vietnam, við samn- ingaborðið", sagði Bunker. „Eg er þess fullviss, að við munum brátt hefja alvarleg- ar viðræður við Hanoi sökum þess að Hanoi hefur án efa gert sér grein fyrir vonleysi árásarstefnu sinnar gegn S- Vietnam Hanoi og árásar leppum hennar hefur verið kennd sú lexía, að hernaðarað gerðir geta ekki sigrast á hug rekki eða vilja Vietnömsku þjóðarinnar. Við getum verið þess fullvissir að aðstaða okk- ar í samningaviðræðum við Hanoi. er sterk", sagði Bunk- er. Hann bætti því við, að Hanoistiórn skvldi ekki lít.a á þennan sögulega atburð sem merki veikleika eða tregðu frjálsra þjóða á að varðveita málstað sinn. - LOFTLEIÐIR Framhald af bls. 8 leiða sækja námskeið í öryggis- reglum og rifja upp meðferð hinna ýmsu öryggistækja, sem eru um borð í RR-4O0 flugvélum félagsins. Þessi þjálfun er í 'hönd um Jóns Óttars Ólafssonar, sem séð hefur um þessa þjálfun und- anfarin ár. Á hverju ári eru, auk þessa, allir flugmenn félagsins þjálfað- ir sérstaklega í flugi og fara allir flugstjórar í hæfnispróf vor og haust, en aðstoðarflugmennirnir einu sinni á ári. Loftleiðir eiga mjög fullkomið þjálfunartæki, einskonar gervi- flugvél, sem starfrækt er allan ársins hring. í þessu tæki er hægt að þjálfa flugliða í ýmsu, sem ekki gefst tækifæri til í flug vélum félagsins, svo sem hvernig bregðast skal við ef eldur kem- ur upp í flugvélinni, eða ef flug- vélin lendir í slæmum ísingar- skilyrðum o.s.frv. Um þetta tæki sjá Hörður Sigurjónsson, flug- stjóri, og Halldór Sigurjónsson. Komið hefur verið fyrir í kennslustofunni afturhluta far- þegarýmis flugvélar með tilheyr- andi eld'húsi og fer þar fram verkleg þjálfun flugfreyja. Far- þegarýmið verður notað til kennslu og reglubundinna æf- inga til þess að viðhalda þeim reglum, sem þegar gilda í far- þegaþjónustimni og fullþjálfa nýjar flugfreyjur, áður en þær fara í reynsluferð. Kennslan mun fara þannig fram í aðalatriðum, að flugfreyj- ur munu mæta 10-12 saman oig hópnum skipt þannig niður, að nokkrar taka að sér störf flug- freyjanna sem í raunverulegri flugferð væri og aðrar verða sem farþegar. Jafnframt þessu verður fylgzt með almennri hegðun og sam- skiptum flugfreyjanna við far- þegana og mismunandi vanda- mál, sem upp koma rædd og út- skýrð svo og hvernig eigi að leysa þau. f þessum kennslustofum fer einnig fram kennsla starfsfólks sölu- og farþegaafgreiðsludeildar Loftleiða. Sérstök námskeið eru haldin fyrir nýliða í starfi. Síðan eru svo haldin framha\Is námskeið og þar lögð sérstök áherzla á sérhæfingu starfsfólks- ins. Nýlega er lokið tveimur slík- um námskeiðum fyrir starfsfólk í Keflavík, og fyrr á árigu voru námskeið í fargjaldaútreikningi fyrir sölu- og afgreiðslufólk Loft leiða á íslandi og í Evrópu. Voru þátttakendur alls 109. Starfsemi þessi er enn ekki fastmótuð, enda stutt síðan þessi ágæta aðstaða skapaðist, en í ráði er að efla kennsluna og verða þá haldin regluleg nám- skeið fyrir starfsfólk á ýmsum stigum . - EIMSKIP Framhald af bls. 32 vörugeymslur hafa hindrað frek ari þróun slíkra flutninga. Nú er ætlunin að bæta úr geymslurým isskortinum til hagsbóta fyrir E.Í., Akureyri og Norðurlandi. Fyrirhuguð skemma er liður í framkvæmdaáætlun félagsins, sem hyggst á næstunni ráðast i fleiri stórverkefni, m.a. smíði nýrra skipa. Þá skiptir miklu máli að ná sem mestri hagkvæmni með samræmingu einingarstærða vörupalla, húsa og lestarýmis svo að nokkuð sé nefnt. Auk þess sem hin væntanlega vöruskemma getur orðið E. f. til hagræðis í rekstri hlýtur hún að auka á öryggi Norðlendinga í hugsanlegum siglingateppum og hafíslögum, því að þar má koma fyrir miklum birgðum nauðsynja varnings. Einnig eflir hún að- stöðu Akureyrar sem innflutn- ingsahafnar, samgöngumiðstöðv- ar og umhleðsluhafnar fyrir önn ur byggðarlög. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.