Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1963 19 Sýning á vegum Tengla I UNUHÚSI við Veghúsastíg stendur þessa dagana yfir merki- leg sýning, sem verð er fyllstu athygli hins almenna borgara, því að hún varðar hvern ein- stakan. Er hér um að ræða sýn- ingu á verkum vangefinna barna. Vangefni hefur lengi verið mis- skilinn hlutur og er Það víðast hvar enn, og er því þörf aukirui- ar þekkingar á vandamálinu til meiri almenns skilnings og heil- brigðara mats. Sýningarskrá fylgir lítill bæklingur með fróð- legum upplýsingum um þetta al- varlega vandamál, sem flestir hliðra sér hjá að horfast í augu við, meðan það ekki varðar þá persónulega — en er þó þess eðlis, að það getur borið niður hjá hverjum sem er, því sam- fevæmt upplýsingum í bæklingn- um getur vangefni að visu að vissu marki verið arfgeng, en er þó miklu flóknara atriði. Það má í stuttu máli skýra það þannig: Einstaka kynfrumur hafa í sér erfðavísa, sem valdið geta van- þroska. Ef svo vill til, að báðar þær frumur, sem hitta á að frjóvgast, hafa slíka vísa, getur það valdið meðfæddum ágalla á afkvæminu. Þess vegna geta nær því hvaða foreldrar sem er eign- ast vangefið eða sérlega vel gef- ið barn. Ennfremur stendur þar: IÞessi vitneskja ætti að koma mönnum í skilning um það, að afburða hæfileikar barna eru ekki foreldrum að þakka, og hæfileikaskortur er ekki þeirra sök. Þetta eru mjög svo íhugun- arverðar upplýsingar, og er þó ivandamálið hvergi nærri afgreitt I— sem sagt þá getur hver og einn á einhvern hátt orðið þátt- itakendi í vandamálinu af eigin raun, og því er einstaklingrium ibezt að líta sér nær. Ég ætla mér ekki að kryfja eða fjalla um þessi vandamál, heldur vékja athygli á atriði, sem ég hefi mikinn áhuga á. Eru það teikningar og mynd- listaverk vangefinna og geð- söfn opnað dyr sínar á gátt slík- um sýningum. Ein mikil sýning á slíkum myndum var t. d. í Lundúnum sl. sumar og vakti mikla athyglí listfróðra og ann- arra, er almennt láta sig mynd- list eitthvað varða. Flestir kann- ast við list barna, en líta mis- munandi alvarlegum augum á fyrirbærið, og raunar er ennþá mikils skilnings vant á mikil- vægi myndlistar barna og ungl- inga í uppeldismálum, en það er annað mál. Heilbrigða barnið heldur áfram að þroskast, en hið vangefna situr eftir eða þroskast miklu hægar — hið vangefna heldur því áfram að tjá heim sinn í myndrænu táknamáli, sem oft er töfrandi vegna falslauss upprunaleika og ósjálfráðrar tjáningar á því, sem inni með Á þessu stigi er teikningin ekki því býr, og afstöðu hvers fyrir skynjun og tilfinning fyrir þvi, sem er hart eða mjúkt, heitt eða kalt, létt eða þungt hrjúft eða slétt o. s. frv. — lýsingin nær sem sagt langt út fyrir hið sýni- lega svið. Því er það í raun og veru móðgun og fellur um sjálft sig að segja, að það sé fávita- skapur að halda því fram, að teikning eigi að vera uppdráttur hins sýnilega, því að hér er um að ræða þekkingarskort og skammsýni — teikningin og raunar myndlistin öll er miklu altækara meðal en að vera sjón- reynsla ein saman. Við getum einungis í teikningum vangef- inna og geðveikra fylgzt með því, hvernig viðkomandi tileinka sér heiminn, því að þau láta ekki eftir sig aðrar skýrslur, og vissu- lega er þessi heimur furðulegur og leiðir okkur inn á ókunn svið sálarlífsins. Snilld er oft sam- sig til umheimsins. Myndlistin er' spegill sálarinnar, og margur heilbrigður mundi verða furðu lostinn, ef hann vissi hve verk hans afhjúpa sálarlíf hans al- gjörlega. Eins og barnið tjáir sig miklu fyrr með myndrænu táknmáli í teikningum sínum en í tali, er bland hæfileika og geðveiki. Snillingar lenda ósjaldan á geð- veikrahælum, og því skyldu þá ekki vera til geðveikir snilling- ar? Hvað erfið og innilokuð börn snertir, þá er oft síðasta úrræðið til að komast að vanda- málum þeirra, að láta þau fá ritblý í hönd og blað til að teikna á. Það sem þau vilja ekki segja frá, hvað sem á gengur, kemur þá ósjaldan fram um- búðalaust í teikningunni. Máski eru einhverjir farnir að skilja þýðingu þessara hluta til að varpa ljósi á innri tilfinningar og einnig sem uppeldislegt atriði, og ef svo er, þá er það vel. Sýningin í Unuhúsi er ekki stór, en nokkrar tjáningarríkar myndir prýddu þar veggi, þar á meðal þessar myndir er grein- inni fylgja, sem ég vona að komi vel út í blaðinu, því að ég held, að þær segi allar sérstaka sögu um höfundana. Um annað á sýningunni fjalla ég ekki þó það sé sjálfsagt góðra gjalda vert. Væri vel ef þessi sýning yrði vísir að stærri sýningu, þar sem einungis yrðu til sýnis teikning- ar og önnur myndlistarverk, og þá skal ekki standa á mér að gera myndlist vangefinna og geð- veikra fyllri skil í yfirgripsmeiri grein. Ég vildi með þessu grein- arkorni vekja athygli á þætti í myndlist, sem er algjörlega ó- þekktur meðal almennings hér á landi, og árétta þörf á því, að þessum málum sé gefinn verð- skuldaður gaumur. Bragi Ásgeirsson. Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR ÁST í SPÉSPEGLI sjúkra og annarra, sem eiga á einhvern hátt ekki sömu mögu- leika til almenns þrosaka £ iþjóð- félaginu og heilbrigðir. Á síð- rastu tímum eru myndlistarverk ivangefinna og geðsjúkra orðin að sálfræðigrein, sem sálgreinir Bjúklinga og er þýðingarmikið atriði við að finna hin sérstöku ivandamál þeirra — draga þau ifram og fjalla um þau. Þá þykja ósjaldan verk þessa fólks svo merkileg í listrænum skilningi, að opinberar sýningar eru haldn- ar á þeim, og hafa jafnvel fræg teikningin oft fyrir hinn van- gefna einasta meðalið til að tjá tilfinningar sínar og skilgreina afstöðu sína á umheiminum. Hið heilbrigða barn tapar mynd- rænni gáfu sinni með vaxandi þroska talmálsins er það fer að geta notað það til að skilgreina hlutina, — svo að þegar barn þroskast ekki, er það gefið mál að það heldur áfram að tjá sig í myndum sínum, því að það er einasti hátturinn til tjáningar ótal fyrirbæra sem það á til. alltaf sjónreynsla, heldur einnig WiUy Breinholst: ELSKAÐU NÁUNGANN. 238 bls. Kristmann Guðmundsson sneri á íslenzku. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1968. HVAÐ fyrir Willy Breinholst vakir, þegar hann setur saman Elskaðu náungann — það er mér meir en ókunnugt. En segja mætti mér, að hann hafi annað tveggja 'hugsað sér af rælni eða skemmtun, að líkja eftir grínmyndum, eins og þær löng- um gerðust, eða blátt áfram samið sögu sína með það fyrir augum, að hún mætti notast sem efni í kvikmynd. Tökum sem dæmi tiltekið atriði: Stúlka kemur inn í veizlu og rekur manni einum rembings koss, og það svo kröftuglega, að hún „keyrði hnakkann á honum niður í fullt fat af rjómakökum“. Hver kannast ekki við senu af þessu tagi í gömlum (og ef til vill einnig nýjum) grínmyndum? Þá er ekki fjarri lagi, að kafla og atriðaskipting í sögunni fari nærri því, sem gerist í hraðri kvikmynd. Willy Brein'holst þræðir víða bilið milli hins sennilega og ótrúlega .Söguhetjur hans hegða sér ekki alveg eins og venju- legt fólk, ekki heldur eins og grínfígúrur. Sumar senurnar eru ótrúlegar og gætu tæpast gerzt nema í gamansögu eða þá „und- ir vissum kringumstæðum". Mannlega eymd hefur höfundur hvergi að skotspæni. í sögunni ríkir félagslegt jafnræði. Þar er enginn öðrum heimskari eða óheppnari. Breinholst er kunnáttumaður og ræður við form sitt. Elskaðu náungann er ósvikinn skemmti- saga ,sem lesa má bæði sér til ánægju og afþreyingar. Hvort efnisatriði sögunnar eru skopleg hvert út af fyrir sig — það kann að vera álitamál. En frásögnin er hröð og mögnuð með tilbreyt- Wli.LV BREINHOLST sögunnar felst í samhengi, rað- atriði kallar á ing. Jafnvægi ákjósanlegu kvæmni: eitt annað. Sagan gerist í skandínavísku löndunum þrem, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og sneiðir að efni, sem er þjóðum þeirra landa kunnara en okkur, sem sé klám- ritunum, pornógrafíunni. Aðal- söguhetjan er — einis og Krist- mann orðar það í þýðingunni — kynþokkaskáld. Leikur um það mikil og kitlandi frægð, og ger- ir fólk sér ósjálfrátt þá hug- mynd um þennan voðalega höf- und, að hann hljóti að vera jafn siðlaus í lífi sínu og list. En þar er nú aldeilis annar flöturinn uppi, því kynþokkahöfundurinn má gera svo vel að sóa allri sinni náttúru í þær djörfu ástar- sögur, sem í staðinn afla honum svo mikillar frægðar. Kona hans, ung, hraust og ást- ar þurfi, vægast sagt, er því frek lega vanrækt, vesalingurinn, þar til annar karlmaður miskunnar sig yfir hana. En í gamansögu endar allt í lukkunnar veLstandi. Og Willy Breinholst er meira að segja svo klassískur að láta sögu sína enda með fáeinum giftingum. Þá leið- ir hann líka saman kærustupar, sem búið er að þreyja samvistir í sextíu og átta ár. Enda þó Willy Breinholst beini skeytum sínum að efni, sem í fyrstunni var skoðað sem hneykslismál, síðan sem vanda- mál og loks sem óhrekjandi staðreynd (klámritunum), er saga hans engin ádeilusaga, að- eins græskulaus gamansemi, góð- látlegt spaug, sem allir moga njóta; einnig þeir, sem því að- eins fella sig við hlut, að hann sé kunnáttulega gerður. Kristmann Guðmundsson hef- ur þýtt söguna á lipurt íslenzfct mál. Sögu af þessu tagi nægir ekki að þýða „orðrétt“. Púðrið kann að felast í hárfínum blæ- brigðum, jafnvel í óþýðanlegri skírskotun, sem skilst ekki til fulls nema í einu landi, og verð- ur þýðandi þá með einhverju móti að staðfæra hugtakið. Tilsvör Kristmans eru létt; sömuleiðis frásögnin, en þar koma þó fremur fyrir orðasam- bönd, sem gengu sér til húðar í igóðum sem iélegum þýðingum 'fyrir langa löngu og hljóta því að teljast úrelt, þar eð þau ■koma nú sjaldan fyrir í mæltu máli og framkalla ekki þau hug- myndatengsl, sem þeim mun ætlað. Á undan hverjum kafla bók- arinnar fer teikning eftir Léon. ■Hæfilega lítið fer fyrir þeirri myndskreyting. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.