Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 23
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Frelsi eön helsi Eftir Freystein Þorbergsson NÚ Á MERKUM tímamótum sak ar ekki að staldra við og skoða ástand heimsmála lítið eitt í ljósi síðustu atburða. Forsetakosningar í Bandaríkj- um Norður Ameríku eru sá mikli viðburður er skipta kann lífi og dauða smáþjóða — frelsi eða helsi. Deila má hnettinum í höfuð- dráttum í fjóra aðalhluta, Austr- ið, Vestrið, Norðrið og Suðrið. Allt frá falli Hitlers og Berlín- ar 1945 hefir Austrið verið að fjarlægjast Vestrið, og Suðrið reynt að nálgast Norðrið, enda þótt sjá megi kaflaskil hér og þar á þeim tíma er síðan er lið- inn. En frumatriði, sem mörgum yfirsést, er að þekkja eðli hinna fjögurra höfuðátta heimsstjórn- málanna í dag, þekkja á komp- ásinn, ef svo má segja. Sjá helztu baráttuaðferðir, áróður og áætl- anir hvers aðila um sig. Vita hver er mest þurfandi, hver er mest gefandi, hver mest ljúgandi og hver mest sofandi hinna fjög- urra höfuðátta. Verður það því skýrt í upphafi: Norðrið er Norðurálfa, gamli heimurinn, Evrópa án Rússlands voldugar vélvæddar þjóðir, sem sofa á alsnægtum og gulli í stað þess að miðla Suðrinu og ráða úrslitum í togstreytu Austurs og Vesturs. Austrið er öfgamennskan, hin nýja stétt, sem öllu ræður í sín- um löndum í skjóli fals og blekk ingar, öfgamæla, lýgi og ofbeldis ritskoðunar, þrælkunnar, fang- eisana, nauðungarflutninga og dýrðarsöngs um kerfið í fjölmiðl un nótt og dag. Suðrið er sveltandi, aflvana, ólæsar þjóðir Afríku og Asíu, sem ýmsar fá of snemma fullt sjálfstæði og mæna í löngun um hjálp til Norðursins, en fá í þess stað austræna útsendara og of 'litla aðstoð úr Vestrinu. Vestrið er von mannkindar all rar, nýi heimurinn, frjálst, táp- mikið hjálpsamt fólk í auðugum löndum. Afl, sem um áratugi hef ir varið frelsið í heiminum, en skortir nú til þess herzlumun, að það megi takast til frambúð- ar — hjálp Norðurálfu, hjálp og skilning annarra frjálsra þjóða, og aðstoð til hjálpar Suðrinu. SÍÐASTA HÖGGIÐ í fersku minni er síðasta högg ið í andlit samvizku heimsins, þegar hinir sönnu heimsvalda- sinnar — kommúnistaflokkur Rússlands — hertóku smáa þjóð sem hafði það eitt unnið til saka að lina fyrri hlekki hins sama kúgara, sem nú reyrir hana þrælaviðjum. Allar voru svo aðfarir, að þar léku fals og svik í meistara- höndum. Löglegum stjórnendum Tékkós'lóvakíu var ýmist boðið upp á bróðurlega fundi, veizlur og vín, loforð og bros, eða hlekki mannlegan gripaflutning, hótan- ir, loforð og svik, svo ekki sé rætt um morð, gripdeildir og kúgun innrásarherjanna. 'Svo grátleg sem nútíðin er Tékkum og Slóvökum, er þeir taka hverju nýju ofbeldi, kúgun öfugmælum, falsi og blekkingum innrásaraðilans með máttvana hatri og þögn, má það vera þeim lítil huggun í sinni, að fórnin Freysteinn Þorbergsson er ekki öll til einskis. Glæpur- inn opnar augu margra, sem blindir voru fyrir á kúgun komm únismans, þótt þeir séu of fáir, sem enn skilja, að kúgunarviðj ar Tékka og Slóvaka í dag eru einungis þær sömu, sem fólk býr við í öllum kommheimi, almúg- inn í Rússlandi sjálfu, í Ung- verjalandi, á Kúbu og í öilum öðrum kommlöndum, með ein- ungis smávægilegum sveiflum. Við, sem dvalizt höfðum í nefnd um löndum, gátum séð, að hvar- vetna tekur þar vöM hin nýja stétt, sem ríkir í skjóli fals og blekkinga, fjölmiðlunartækja og lögreglu, hers, fjármagnsins og ful'lkomins valds yfir smæstu þörfum hvers borgara. Og hin nýja stétt, sem lofsyngur verka- menn sem stjórnendur þjóðanna, lítur á þá sem múlbundna þræla. VANDAMÁLIÐ í VIET NAM Helzti máttarstólpi heimsvalda sinna í dag, en svo nefni ég hina frækilegu öfugmælasmiði — kommúnistana — er moldviðri það, sem þeir hafa þyrlað upp um allan heim um lítið ríki og verk sín þar — Suður-Vietnam. Nú er komið á annan áratug, síðan þeir hófu undirbúning að dulbúinni innrás í land þetta og hefði þegar tekist að hrinda henni ef ekki væri stöðugt hald- ið fram í formi skæruhernaðar með fullkomnum, nýtízku, rússn esku vopnum, sem beitt er af grimmd í skjóli myrkurs og ó- mannúðar. Og ef Bandaríkin, sem nokkuð seint komu þjóðinni til hjálpar, hefðu ekki á stund- um sýnt óþarfa linkind. Svo öflugur er áróður hinna austrænu sérfræðinga og blekk ingin vel heppnuð, að í vestræn- um löndum, þar sem eðlilegt væri að mótmæ’Ii gegn styrjöld- innd færu fram fyrir dyrum rússneskra sendiráða, eru komm leppar og þeim nytsamir sak- leysingjar vanir að halda þau frammi fyrir hinum bandarísku! Ekki er rúm í stuttu yfirliti fyrir sundurliðun og sögu vanda málsins í Viet-Nahm. Um það hefi ég ritað á öðrum vettvangi. Segir þar an.a. frá því, að árið 1958 — fyrir réttum tíu árum — var mér í Moskvu sagt frá und- irbúningi árásarinnar á Suður Viet-Nahm, og sýnir það vel, hve sú laumulega og margslungna árás átti sér langan aðdraganda. ABt bar skipulagið á sér ein- kenni annarra fyrirfram gerðra og þaulhugsaðra samsæra heims- kommúnismans, sem grundvölluð eru langt fram í tímann líkt og leikflétta á skákborði. Sú aukna friðsemi, sem síð- ustu vikur nokkuð bryddaði á í París og Viet Nam, á rætur að rekja til kosninga for- seta í Bandaríkjunum Norður Ameríku. Rússar, Norður Viet Nahm og stjórn Johnssons for- seta vinna að því sameiginlega 23 áhugamáli, að styrkja sigurlík- ur Hu'berts Humphreys. Ástæð- ur fyrir hinni óbeinu sam- vinnu kommúnista við Banda- ríkjamenn í þessu máli eru þær að þeir vita, að friðsamir dagar í Vietnam fyrir kjördag styrkja Hubert Humprey, sem er vara- forseti Johnsons, og þeir óska að fá í forsetastól ístöðulítinn flautaþyril, sem með aðgerðum sínum í framtíðinni, og aðgerðar leysi, er 'líklegur til að færa þeim takmark þeirra á silfurfati eða auðvelda þeim að ná því ella, það er hernaðarlegum yfir- ráðum um allan heim. PÚÐURTUNNAN Á sama há'tt og Viet Nam er sálfræðilega stærsta vanda- mál hins frjálsa heims nú, þar sem hann vegna vanrækslu á stofnun sterkrar upplýsingamið- stöðvar og skorts á samheldni hefir að talverðu 'leyti gleypt við hluta hins ofboðslega áróð- áróðursstraums úr austri, sem hamrar lýgina, unz hún er melt, þá er stærsta púðurtunnan ekki Viet Nahm, heldur Mið-Austur- lönd eða Suð-Austrið, eins og ég kýs að kalla það. Rússar hafa löngum stefnt að opnun þjóðbrautar fyrir sig til Afríku. Á sama tíma og þeir sá eitri í opin sár ógróinna þjóðar- brota, víðsvegar um Afríku stefna þeir að framsýnni áætl- un um opnun hervegs til á'lfunn ar í suðri. Reglu trúir, að beita öðrum fyrir vopnin í lengstu lög, hyggjast þeir þaulvopna Eg ypta og siga þeim svo oft á ísrael sem reynslan kvarðar. Það er hlálegt, að eftir hægfara árás Egypta á fsrael í fyrra, sem hrundið var með snarpri gagn- árás, sem menn muna, stigu ráða menn Sovétríkjanna á stokk og kváðu samband vera milli Viet Nahm og atburðanna við Súez. Framhald á bls. 24 4 LESBÓK BARNANNA Hvaða dýr er þetta ? m Gerið strik frá 1 og áfram I skólanum — Hvað stendur þarna á töflunni, Pétur litli? spurði sögukennarinn sem hefur skemmt sér við að rugla bókstöfun- um. Pétur er þarna kóf- sveittur við að finna lausnina, getið þið hjálp- að honum? 12. árg. Ritstjóri: Kristjan J. Gunnarsson 2. nóv. 1968 Fyrsta hagn ýta gufuskip heims var byggt af Bandaríkjamanninum Robert Fulton árið 1807. Dag nokkurn í ágúst lagði hann af stað í hina mikilvægu ferð sína niður Hudson-fljótið til Albany. Bakkar fljótsins fylltust fljótt af vantrúuðum áhorfendum, sem allir bjuggust við ódýru gamni, þegar þessi ungi glanni hæfi sýningu á skipi sínu, „The Clermoni“ — fyrsta gufuknúna skipi lieims. Áhorfendur fengu þó ekkert tækifæri til þess að gera grín að Fulton og skipi hans. Gufuskipið renndi niður fljótið, og stöð- ugt og rólega sigldi það í áttina til Albany, sem lá um 240 km. frá byrjunarstað gufuskipsins. Olli þessi ferð Fultons timamót- um i sögu skipaferða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.