Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.11.1968, Qupperneq 14
Alla hluti er hægt að nota. Við rákumst á þessa mynd, sem pýnir gömul „tarínu“-lok, sem notuð eru sem lampaskermar. kostir og gallar Acetate Kostir: Má þvo, þornar fljótt, krypplast ekki. Ókostir: í>olir ekki heitt straujárn Acrylic Má þvo, þornar fljótt, krypplast ekki. Kaknar upp Baðmuli Má þvo Krypplast Hleypur Hör Mlá þvo Krypplast Upplitast Nylon Má þvo, þornar fljóítt, krypplast ekki, hrindir frá sér vatni. Upplitast 1 sjó. Tekur liti úr öðr- um efnum í þvotti. Bráðnar undan heitu járni. Polyester Má þvo, þorraar fljótt, krypplast ekki. Þarf Lík- lega ekki að strauja. Blettir og óhreinindi oft mjög föst. Rayon EndLst vel Krypplast, getur hlaupið, jafnvel teyg’zt, lætur lit. Silki Kryppla«t ekki Getur látið lit, gulnar með aldrinum. Ulil Krypplast ekki Getur hlaupið, dregur að sér möl. . Á markaðinum eru nú eins og allir vita slík ógrynni af alliskon- ar efnum, að illmögulegt er að fátta sig á hvað er hvað, ef af- greiðslustúlkur geta ekki gefið (upplýsingar um leið og keypt er. Venjulegast er þó hægt að fá að vita nöfnin og því birtum við hér nokkrar upplýsingar um mis munandi efni, þ.e.a.s. kosti og galla þeirra. | Eldhússkærin eða fiskiskærin ' eru tii margra hluta nytsamleg. Fyrir utan að vera afbragðsgóð LÖ1 að klippa ugga og roð, má m.a. nota þau til að klippa skorp una af hveitibrauðssneiðum, ef á að gera þær kringlótíar til prýðis á brauðfatinu. Fiskur í matinn Þýzkur fiskbúðingur fyrir 6. 3 bollar (ca. 750 gr. af soðnum fiski (ýsa eða þorskur) llaukur saxaður smátt V\ bolli smjörlíki 2 matsk. hveiti 2 bollar mjól'k 1 ts'k. salt 2 matsk. kapers 3 matsk. rifinn ostur y2 tsk. sítrónusafi 750 gr. kartöflur í þunnum sneiðum 2 matsk. þurrir franskbrauðs- molar 1 mafcsk. smjörlíki. Laukurinn látinn sjóða í smjör likinu, á ekki að brúnast, hveiti bætt út í og smám saman mjólk- inni meðan hrært er vel í. Jafn- ingurinn verður frekar þunnur, salti, kapers, osti og sítrónusafa bætt út í. Fiskur og kartöflur látin í lög í smurt eldfast fat, kartöflur hafðar efstar. Jafn- skipt jafnt niður á fiskflökin, sem eru rúlluð upp utan um þetta og sett í eldfast mót. Gott ,að festa rúllunum saman með því að stinga tannstöngli í. Bræddu ismjörlíki penslað yfir fiskinn. Bakað í meðalheitum ofni í 30 mínútur. Manhattan fiskflök. 1 dós af tómatsúpu 500 gr. fiskflök, salt, pipar 2 matsk. smáttskorin steinselja 6 sítrónusneiðar. Fiskurinn skorinn í stykki. Einni matskeið af súpu smurt á hvert stykki. Þeim síðan rúllað upp. Súpunni hellt yfir, sítrónu- sneiðum stungið með. Bakað í 25 mín. í meðalheitum ofni. Au Gratin fiskur. Úr soðnum fiski. Vi bolli smjörlíki V\ bolli hveiti Vz tsk. salt y4 tesk. pipar 1 tsk. steak sauce 2 bollar mjólk 1 bolli rifinn, sterkur ostur Vá bolli brauðmolar 2 bollar soðinn fiskur (ýsa, þorskur). Smjörlíkið brætt í potti, hveiti og kryddi bætt í, þymnt með mjólkinni. % bolli af rifnum osti settur út í. Soðni fiskurinn sett- .ur í eldfast mót, sósunni hellt yfir, því sem eftir er af ostinum stráð yfir ásamt brauðmolunum. .Smjörlíkisbitar settir á víð og dreif. Bakað í nokkuð heit- um ofni í 20 mínútur. ingnum hellt yfir. Brauðmolar látnir yfir, smjörlíkisbitar settir efst á víð og dreif. Bakað í með- al'h-eitum ofni í 1 klst. eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Karrý-fiskur fyrir fjóra. 3 laukar, brytjaðir smátt 1 blað hvítlauk, pressað 1 lítill grænn pipar, brytjaður smátt 1 matsk. karrýduft y4 bolli smjörlíki 4 negulnaglar 1 heill kanill Vt bolli mjólk 500 gr. ýsa eða þorskur í smá- um bitum salt Heit soðin hrísgrjón -borin með. 4 fyrstu hlutirnir llátnir krauma í smjörlíkinu í 5 mínútur. 4 næstu hlutir látnir út í og allt látið sjóða við lágan straum og með lok á pottinum í 10 mín- útur. Fiskur í ofni fyrir sex. 1 kg. ýsu- eða þorskflök 4 kartöflur í sneiðum 3 laukar í sneiðum dálítið sellerí 1 lárviðarblað 4 negulnaglar 1 blað hvítlauk Vá tsk. þurrkuð dill fræ V\ tsk. pipar 2y2 tsk. salt 125 gr. smjörliki Vz bolli þurrt hvítvín 2 bollar sjóðandi vatn 2 bollar rjómabland steinselj-a. Þessu er öllu, nema rjóma og steinselju, komið fyrir í eldföstu móti. Á-lpappír settur yfir, bakað í meðalhei-tum ofni í 1 klst. Þá er heitu rjómablandi hellt yfir, isteinselju stráð ofan á og matur- inn er tiibúinn. Rúlluð fiskfiök fyrir isex. 1 kg. flök, smálúða, rauðspretta brætt smjörlíki 2 gulrætur, rifnar gróift 2 matsk. brytjuð steinselja 1 lítill laukur, saxaður 6 sneiðar hveitibrauð 2 pimientos Fiskurinn er skorinn í hæfi- leg stykki. Út í brætt smjörlíkið er síðan sett gulrætur, brauð og krydd. Þessari blöndu er sáðan hirða fallega, mislita smásteina, sem verða á vegi þeirra. Ein aðferð við að nota þá til að prýða með, er að setja þá í botninn á glærum blómavasa, stinga síðan blómaleggjunum niður á milli þeirra. Éggjahvítuefni úr olíu FRANSKIR vísindamenn vinna nú ötullega að merkum tilraunum og rannsóknum í rannsóknarstofum BP olíufé- lagsins, og talið er að af til- raunum þeirra geti leitt al- gera byltingu í matvælafram- leiðslu, vegna þeirra mögu- leika sem gasolían hefur í sér falda til matvælaframleiðslu. Norskur vísindamaður hefur fengið aðstöðu til að vera við staddur þessar rannsóknir og er mikill áhugi fyrir málinu í Noregi, enda augljóst hví- lík áhrif það hefði ef í ljós kæmi að úr gasolíu mætti vinna matvæli. Franski vísindamaðurinn, prófessor Champagnat, veitir rannsóknarstofu BP forstöðu. Hann hóf fyrir ellefu árum athuganir á því, að gera gas- olíu að betri framleiðsluvöru með því að láta gerla éta ó- hreinindin úr olíunni. Þá hafði mönnum enn ekki hugkvæmzt að vinna mætti eggjahvítu- efni úr olíunni eins og nú virðist komið upp á teninginn, en skömmu síðar hugkvæmd- ist prófessornum, að láta gerl ana éta óhreinindin úr olíunni samtímis því, að þeir fram- leiddu eggjahvítuefni. Og ef tilraunum þessum miðar vel áfram og þær gefa af sér þær niðurstöður, sem vonazt er eft ir er ekki vafi á, að gerbylt- ing verður í matvælaiðnaði heimsins. Norðmenn telja að þetta muni hafa gífurlega þýð ingu fyrir norska snurpunóta flotann og fyrir norskan síld- armjölsiðnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.