Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Geir Hallgrímsson svarar fyrirspurnum fundargesta. Við hlið hans sitja fundarstjóri, María Pétursdóttir .hjúkrunarkoa, og fundarritari, Agnar Friðriksson, viðskiptafræðinemi. - FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 13 Vesturbænum, vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi fyrirspurn til háttvirts borgarstjóra: Hvenær verður hafizt handa um að fjarlægja hin einskis nýtu blikkport við Fischers- sundið. Þessi stutta gata er einn aðalgöngustígurinn úr gamla hluta Vesturbæjarins í miðborg- ina og margir eiga þar leið um oft á dag. En í skammdeginu er þessi stígur sannkölluð skugga- leið. Og oft hef ég heyrt konur kvarta yfir ónæði drukkinna manna, sem þarna híma í skúma- skotum, er kvölda tekur, og eiga það til að áreita vegfarendur. í miðborginni er mikill hörgull á bílastæðum og virðist því liggja í augum uppi, að nýta beri þessar blikkportalóðir til þeirra hluta. Og þessi skökku og skældu port geta verið hreinn skaðvaldur, en ég veit dæmi þess að vegfarendur hafi rifið fatnað sinn, sem of nærri þeim hafa gengið. Borgarstjóri: Ég er sammála fyr irspyrjanda um það, að þarna er um grindverk að ræða, sem ekki eru til prýðis. í>ó er þarna um að ræða grindverk um eign- arlóðir borgara, sem bærinn út af fyrir sig getur ekki krafizt niðurrifs á nema að metið sé, að um slíka óprýði sé að ræða eða hættu fyrir gangandi vegfarend ur, að nauðsynlegt sé að fjar- lægja þau. Og ég er ekki frá því, að það sé vel hægt að rök styðja slíkt álit í þessu tilviki. Varðandi Grjótaþorpið í heild sinni, er ætlunin að það sé í raun og veru það svæði í gamla bænum, sem helzt komi til kasta borgaryfirvalda að hreinsa veru lega til. Ætlunin er, að Suður- gata framlengist í boga um grjótaþorpið og síðan í brú nið ur í Geirsgötu og jafnframt komi gangbrautir, upp í gegn um Fischersund. Auðvitað verð- ur þetta ekki alveg á næstunni en smátt og smátt þarf að hreinsa til á þessu svæði og með al annars að þessu leyti, sem fyrirspyrjandinn nefnir. Kristmann Magnússon, Tún- götu 29: 1) Þó borgarstjóri hafi að sumu leyti getið framkvæmda í hitaveitumálum, þá langar mig til að spyrja, hvort einhverjar sérstakar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til þess að tryggja nægjanlega heitt vatn á Landa- kotssvæðið og þá um leið um Skólavörðuhæðina. 2) Er möguleiki á því að auka þrýsting á kalda vatninu (og á ég þar ekki við heita vatnið í kuldakasti) í Vesturhænum, en þrýstingur þar er verulega mik ið minni en eðlilegt er. 3) Mér skilst að það sé háð samþykkt borgarstjórnar, hver ökuhraði innan borgarsvæðisins sé. Mig langar því að spyrja hvenær búast megi við hækkun lágmarksökuhraða, svo hægt verði með góðri samvizku að aka á réttum hraða. Borgarstjóri: Varðandi fyrstu fyrirspurnirnar um framkvæmd ir í hitaveitumálum, þá skal ég geta þess, að á s.l. ári hefur hitaveitan gert ýmsar fram- kvæmdir, mismunandi miklar, á dreifikerfinu í Vesturbænum, samtengingar og annað því um líkt á 21 stað. Samsvarandi end urbætur í Austurbænum hafa verið gerðar á 36 stöðum. Jafn- framt hefur svo verið haldið á- fram að koma fyrir hemlakerf- um í hitaveitukerfunum til þess að miðla heita vatninu betur á milli húsanna og jafna þrýst- inginn og hygg ég að nú sé lokið við um það bil að setja slíkt hemlakerfi á helming þeirra kerfa, sem ætlunin er að tengja, eða um 3500 af 7000. Þá hiefur varmaafl hitaveitunnar aukizt mjög mikið á síðasta ári og vonandi verður nýting þess að sama skapi betri. Varðandi möguleika á því að auka þrýsting á kalda vatninu í Vesturbænum get ég ekki svar að fullkomlega. Eg hygg, að við höfum alla jafna og raunar er hægt að fullyrða það, að nægi- legt vatnsmagn er til staðar eft- ir að Bullaugnavirkjunin var tekin í notkun. Þó er hún ekki nema að nokkru leyti nýtt. Þar er hægt að fá meira vatn og auka þess vegna aðfærsluna í bæinn og þrýstinginn almennt í bænum. Mér skilst, að það sé nú ekki annars staðar heldur en í og við Landakotshæðina og ef til vill á örfáum stöðum í Skóla- vörðuholti, sem ber á því, að þrýstingur kalda vatnsins falli, til úrbóta er dælustöð og ein- hverjar endurbætur á dreifi- kerfi. Það er rætt um ökuhraða inn- an borgarsvæðisins. Ég veit ekki hvenær álitið er óhætt að hækka lágmarksökuhraða eftir H-daginn. Það hefur verið svo að slysatölu hefur verið haldið í skefjum eftir H-daginn, þó bar á því núna með haustkomunni að slysafjöldi jókst, og það get- ur verið þess vegna, að nokkuð verði dregið við sig að auka ökuhraðann, en með því að ég renni þarna blint í sjóinn, þá held ég, að ég hafi ekki fleiri orð um það, hvenær slík hækk- un mun eiga sér stað. Jóhannes Jóhannessen, Vest- urgötu 41: Mig langar til að spyrjast fyrir um örlög Selbúð- ar. Ég reikna með, að þær eigi að rífa, og þá vildi ég gjarnan vita hvenær, og mér dettur í hug í sambandi við Selbúðirnar, hvort ekki gæti þarna orðið um lóðir undir barnaleikvelli, gæzlu leikvelli eða hvað það nú heitir að ræða. Og svo vil ég að lok- um þakka borgarstjóra fyrir fundinn. Borgarstjóri: Selbúðir eru á skrá sem heilsuspillandi hús- næði, sem verði að rífa, ásamt með húsum eins og til að mynda Höfðaborginni. Það hafa verið gerðar áætlanir um skipulagt niðurrif þessara húseigna í eigu borgarinnar, sem heilsuspillandi eru, og samkvæmt því verða rifnar 10-15 íbúðir í Höfðaborg núna fyrir áramót og síðan 20 íbúðir þar á hverju ári, en áætl unin tekur að vísu ekki til vals á einstökum húseignum eða röð á niðurrifi einstakra heilsuspill andi húseigna borgarinnar, en ég hygg að Selbúðirnar séu þar mjög ofarlega á dagskrá. Og án þess að ég geti áttað mig á því nú á stundinni, þá getur vel kom ið til greina að við getum leyst það mál, sem var hér fyrr á dag skrá á fundinum, þ.e.a.s. varð- andi leiksvæði fyrir þau börn sem búa við Vesturgötu og Rán argötu og ekki hafa fullkomið leiksvæði enn sem komið er, í sambandi við það. Hjörtur BjÖrnsson, Holtsgötu 26: Þó alltaf sé verið að bora í Blesugróf og 120 stiga heitt vatn komi úr hverri holu, kemst þó ekkert af þes3u vatni vestur yf- ir Túngötuhæð Þar hefur hita- veita verið mjög léleg í haust, og í dag 30.10. rétt seytlar þar úr krönum. Borgarstjóri: Það eru mér mik il vonbrigði að heyra þessa fyr- irspurn. Eg get alveg trúað ykk ur fyrir því, að ég gerði það nú síðast allra mála, áður en ég kom á þennan fund, að hafa sam- band við hitaveitustjóra og spyrja um hvernig hitaveitan stæði sig í þessu fyrsta kulda- kasti vetrarin3. Og sannleikur- inn er sá, að það er nóg heitt vatn á geymunum og ég held þess vegna, að þarna hljóti ann- að tveggja að vera um að ræða, að í þessari götu og í nágrenni Holtsgötu 26 sé enn ábótavant um einhverjar götuleiðslur eða tengingar, eða að innanhúskerf- ið hafi svikið. Það er alveg sjálf sagt að hafa samband við hita- veitu varðandi þetta og leiðbein ingadeild hennar. Ég tel ofmælt að þarna komi ekkert heitt vatn vestur yfir Túngötu og alla vega getum við núna sagt það sem við gátum ekki sagt áður, að það á að vera til nóg vatn fyrir alla borgarbúa. Og þess vegna getum við takmarkað þá möguleika sem um er að ræða og koma í veg fyrir það að hiti komist í tiltekið hús. f þessu tilviki get ég þess vegna ekki ímyndað mér að annað sé að heldur en að ein- hverju leyti gatnakerfi í allra næsta nágrenni eða þá húskerfið sjálft. Helgi Sæmundsson: Mig lang- ar að þakka þorgarstjóra fyrir fundinn, þetta er skemmtileg til breyting og það er margt, sem hefur komið á dagskrá. Mig langar að spyrja um tvö eða þrjú atriði. Það er í fyrsta lagi um þá starfsemi sem er rekin á mótum Suðurgötu og Reykja- víkurvegar. Það er nú kannski erfitt að fara nákvæmlega út í þetta, en í stuttu máli sagt á þarna sér stað Viðgerð á langferðabílum. Og afleiðing sú, þessari starfsemi er eðlilega sú, að gatan flóir út í olíu. Þarna er mikil umferð og ekki sízt umferð á börnum á leið í skól- ann að vetrinum og sem leika sér þarna á sumrin. Og í tilefni af þessu langaði mig að spyrja: Er nauðsynlegt að hafa svona starfsemi eftir að í hverfinu hefur risið fjölmenn og falleg byggð, og viðhorfin eru orðin allt önnur heldur en var áður en þessi nýja byggð kom þarna til sögu. Ég veit að það er kannski erfitt að koma þessu í kring vegna þess að það mætti kannski deila um fegurðar- og þrifnaðarsjónarmið almennings annars vegar og einkahagsmuni hins vegar, en í þessu efni verð- ur að koma til samvinna meðal aðila, sem hlut eiga að máli. Og í sambandi við þetta langaði mig að spyrja borgarstjóra um Njarð argötuna eftir að henni var lok- að, sem var mjög þörf ráðstöf- un á sínum tíma, Njarðargatan var hin mesta slysahætta í borg- inni og þarna höfðu átt sér stað mjög hryllileg slys á ára- skeiðinu frá striðslokum og þangað til fyrir 3-4 árum, a.m.k. fjögur stórslys er ég man eftir, og var því alveg sjálfsagt að loka Njarðargötunni. Að vísu hefði kannski verið ástæða til að reyna í millitíðinni að upplýsa hana eins og aðrar götur, en það er nú önnur saga. En eftir þetta væri mikil á- stæða til að íhuga, hvort ekki þyrfti að gera eitthvað fyrir Reykjavikurveginn annars vegar og hina götuna, sem liggur að flugvellinum hins vegar. Þá götu kann ég nú ekki að nefna, það er nú af því ég er nýfluttur i hverfið og kannski af því að ég er ekki eins minnugur á nöfn eins og sumt annað. En væri ekki ástæða til a.m.k. að mal- bika Reykjavíkurveginn og gera eitthvað fyrir þetta umhverfi, sem er eitt af borgarhverfum Reykjavíkur. Ég vil segja borgarstjóra, vini mínum, það, að mín skoðun er sú að það sé gert alltof lítið fyTÍr borgarhliðin í Reykjavík. Það lagast inn við Elliðavog, þegar ný brú kemur á Elliðaárnar og nýr vegur út úr bænum þar, en aðstæður hafa verið mjög erf- iðar við það borgarhlið. Hitt borgarhliðið sem er þegar komið er úr Hafnarfirði til Reykjavíkur eða farið úr Reykjavík til Hafn arfjarðar, er ekki einn af feg- urðarblettunum á borginni, og furðulegt, að ekki skuli vera gert neitt til að bæta aðstæð- urnar þarna, bæði til þess, að þær séu út af fyrir sig betri með tilliti til samgangnanna, sem er auðvitað aðalatriðið, og svo hitt hvað þetta er hryllilega ljótt. Þetta er eins og varta á andliti borgarinnar. Reykjavíkurflugvöllur er orð inn svo fjölsóttur staður, að það verður áreiðanlega að gera eitt- hvað í sambandi við það. Ég vinn á skrifstofu í Þingholtun- um og þrjú kvöld ekki alls fyrir löngu átti ég leið úr Þingholt- unum og niður í Lækjargötu til að taka strætísvagn suður í Skerjafjörð. f öll þessi kvöld átti sér stað kappakstur bíla eft ir Lækjargötunni upp Amt- mannsstíginn, eftir Þingholtun- um, og þetta var eins og hring- ekja í kappakstri, en bara mun urinn sá að þetta gerist á ákaf- lega hættulegum slóðum í Reykjavík. f eitt skipti munaði mjög litlu að slys yrði, vegna þess að gamall maður, sem var að fara yfir götuna, var hér um- bil lentur undir einum bílnum. Það var alveg ljóst, að í öll skiptin var um að ræða sömu bíl ana. Ég tók að vísu ekki núm- er af þeim vagna þess, að það er ekki mitt verk að kæra svona atferli til lögreglunnar, en það er ákaflega hvimleitt að ekki sé hægt að koma svona atriðum í viðunandi form. Og mig grun- ar, að þarna eigi sér stað kapp- akstur eða einhverjar skemmti- siglingar eftir götum hjá ung- lingum. f eitt skiptið af þessum vakti það mjög athygli mína, að tveir lögregluþjónar stóðu fyr- ir framan Menntaskólann og gátu haft eins aðstöðu til þess eins og ég að fylgjast með þessu en þeir höfðu öðru að sinna. Þeir voru að deila um það hvor yrði betri forseti í Bandaríkj- unum, Humprey eða Nixon. Væri ekki ástæða til, að það verði frekar hugsað um umferðina í miðborginni að þessu leyti en að við bíðum bara eftir úrslitunum í Bandaríkjunum á þriðjudag- inn kemur? Borgarstjóri: Varðandi bif- reiðaverkstæði langferðabíla við Reykjavíkurveg og Suðurgötu, hefur það eins og fyrirspyrjandi sagði reyndar verið þarna um áratuga skeið og þótt það hafi ekki gert skaða í upphafi, þá er það til trafala nú orðið. Og í þeim tilgangi að koma þessari starfrækslu burtu þaðan, hefur félaginu verið úthlutað lóð á öðru svæði, sem ætlað er til slíks reksturs. Hinsvegar hafa framkvæmdir ekki gengið mjög hratt, eftir því sem mér sýnist alla vega, og skal ég því ekki lofa hvenær þessi starfræksla getur farið þarna burtu. Ég veit ekki hvernig samningsaðstaða fyrirtækisins er á húsnæði þar eða lóðum. Um Rvíkurveg er það að segja, að hann á samkvæmt aðalskipu- lagi að falla niður á þessum kafla fyrir norðan og austan þessa bílabragga. Hins vegar eiga tengslin við byggðina hérna meg in flugbrautarinnar að fara um nýja veginn meðfram flugbraut- inni og eru það einu tengslin, sem sú byggð á að hafa við gatnakerfið, þar til ákveðin hef ur verið nákvæmar nýting lands ins austur og suður af núverandi prófessorabústöðum en það land svæði er meira og minna haft til haga fyrir háskólann og starf- semi hans og stofnana hans í framtíðinni. f sambandi við tengslin við flugvöllinn almennt, þá hafa þau verið talin nægileg, ef til komi vegur frá Loflteiðahótelinu yfir í Hafnarfjarðarveginn, sem hef- ur verið byggður nú í sumar, ásamt með framlengingu Sóleyj- argötu fram hjá Loftleiðahótel- inu og suður fyrir Öskjuhlíð, er fari svo eftir suðurhlið Foss- vogsdals og tengist aðal gatna- kerfinu upp við Elliðaár. Ég get verið sammála Helga Sæmundssyni um það, að það skiptir miklu máli, hvernig geng ið sé um borgarhliðin. Borgar- hlið Reykjavíkur eru hinsvegar utar heldur en Elliðaárnar eru, en vegna þess að hann nefndi Elliðaárnar, þá gefur það mér tilefni til þess að nefna, að bygg ing Elliðaárbrúar og aðalumferð argötu frá henni og austur úr og norður úr er á vegum Vegamálastjórnar ríkisins þar sem skilin á milli innanbæjar- gatna og þjóðvega eru þar sem Elliðaár eru nú. En það breytir ekki nauðsyninni á því, að þarna sé vel gengið um, þar sem um- ferð er mest. Ég skal svo ekki leggja mörg orð í belg um keyrslu ungling- anna um miðbæinn eða kappakst ur, veit þó, að lögreglan hefttr haft töluverð afskipti af þessu máli og rent að loka ýmsum göt- um og breyta til frá viku til viku í þeim tilgangi að stöðva slíkan eltingarleik eða tilgangs- lausa rúntkeyrslu. Slíkar ráð- stafanir hafa gagnað misjafnlega og þess vegna held ég það breyti ekki miklu, þótt forseta- kosningar gangi um garð I Bandaríkjunum, það er alltaf hægt að finna sér eitthvað at- hyglisvert umræðuefni og ég held það sé ekki vegna þess, að lögreglan hafi ekki gert sér grein fyrir þessum vanda og gert ráðstafanir til þess að koma f veg fyrir þetta, heldur hitt að unga fólkið brýtur sér alltaf nýjar leiðir meira og minna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.