Morgunblaðið - 02.11.1968, Page 18

Morgunblaðið - 02.11.1968, Page 18
.T,2 □ÆA í>tl 'w you. 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Erlendur Jónsson •*>.. féjtöt ■ «•-.%,> • Á/Tý ý-X • ■ '>>' vjí- : ; skrifar um BÓKMENNTIR Handa hverjum ? VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVI- SKRÁR. Benjamín Kristjáns- son bjó undir prentun. III. bindi. 445 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1968. KOMIÐ er út þriðja bindi af Vestur-íslenzkum æviskrám eft- ir Benjamín Kristjánsson, mikið rit sem hinn fyrri, fallegt útlits, prýtt fjölda mynda. Auðséð er, að höfundur hefur enga vinnu sparað til að fram- kvæma þetta yfirgripsmikla verk sitt. Sömuleiðis hefur útgefandi kostað kapps, að útlit hæfði efni. Erfiði höfundarins hefur áreið- anlega verið margvíslegt. Ef til vill hefur þó verið þrautin þyngst að afla efnisins. Höfund- ur segir í formála: Benjamín Kristjánsson „Þegar um niðjatöl landnáms- manna er að ræða, er alltaf hætt við, að örðugt reynist að ná þeim til hlítar. Ættbálkurinn hefur dreifzt svo víða um ná-. lega aldabil, að það verður mikl- um annmörkum bundið að ná heimilisfangi fólks, og jafnvel þótt það takist, hafa sumir ekki fyrir því að svara bréfum eða það lendir í undandrætti. Og loks þó að einhverjar upplýsing- ar berist, eru þær svo misjafnar að gæðum og nákvæmni, að víða hattar um“. Ekki þarf annað en fletta þess- um æviskrám Benjamíns til að sannfærast um, að íslenzk-ættað fólk í Vesturheimi er fleira en tödu verði á kastað. Margar eru myndirnar. Og fleiri eru nöfnin. Og efni höfundar er ekki þrotið. „Má því gera ráð fyrir“, segir hann, „að framhald verði á út- gáfunni, meðan áhugi er fyrir henni bæði austan hafs og vest- sn . Þrátt fyrir það sýnist ekki ör- grannt, að höfundur óttist nokk- uð um árangurinn af þessu erf- iði sínu ,enda þó hann segist vera „sannfærður um, að þeir timar koma, að betra þykir en ekki að hafa í höndum þær myndir og upplýsingar, þó í mol um séu, sem hér eru varðveitt- 3f . Vafalaust munu íslenzkir grúskarar vita af ættartölum Benjamíns og hafa af þeim gagn, að minnsta kosti fyrst^ um sinn. En hvað um Vestur-íslendinga sjálfa? Eru þeirra eigin æviskrár ekki samdar jafnframt handa þeim? Hvaða gagn kunna þeir að hafa af þessu riti? Smáútúrdúrar: Ég spurði einu sinni útgef- anda, hversu margar bækur færu frá honum vestur um haf til íslendingabyggðanna þar. Ég ábyrgist ekki að muna svar hans orðrétt, en það fór nærri því, sem hér segir: „Við höfum“, sagði hann, „lítillega reynt að vekja athygli á bókum okkar þar. En árangurinn varð enginn. Sumir gáfu í skyn, að þeir mundu ef til vill taka við ein- hverjum bókum, ef þeir fengju þær heimsendar og þyrftu ekk- ert fyrir þær að borga, annars ekki. í sumar leið var frá því skýrt, að nú gætum við hér í Reykja- vík keypt blað Vestur-íslend- inga, Lögberg-Heimskringlu, sem • er gefið út vestaníhafs með styrk frá íslenzka ríkinu. Þannig mun okkur ætlað hvort tveggja: að styrkja blaðið og treysta böndin við frændurna. En hversu margir eru þeir á hinn bóginn Vestur-íslendingarnir, sem halda okkar íslenzku dag- blöð og fylgjast þannig með því, sem gerist hér heima? Fróðlegt væri að fá úr því skorið. Ég til- tek sem dæmi Morgunblaðið og Tímann, sem munu vera hér út- breiddustu blöðin. Ég spyr af fá- fræði og þó ekki fordómalaust, því mig grunar, að áskrifendur þessara blaða í Vesturheimi muni vera harla fáir af þeim „mörgum tugum þúsunda“, sem höfundur Vestur-íslenzkra ævi- skráa telur vera þar af íslenzk- ættuðu fólki. Við íslendingar erum ekki einir um að telja til frændsemi við fólk handan hafsins. Sama máli gegnir um flestar, ef ekki allar þjóðir Evrópu og raunar um flestar þjóðir heims. Sumir vestmenn hafa rækt með prýði þjóðerni sitt og samband við uppruna, t.d. Frakkar í Kanada, sem ótrauðir halda tungu sinni og menning, þó leynt og ljóst hafi verið reynt að neyða upp á þá enskri tungu. Ekki þarf beinlínis að taka mið af Frökkum, sem skipta milljón- um í Ameríku, þó spurt sé, hversu Vestur-íslendingar hafi rækt sitt þjóðerni og hvernig háttáð sé tengslum þeirra við land forfeðranna? Fáeinir leggja leið sína hirugað í sumarleyfum, satt er það. Gef- ið er út áðurnefnt blað, Lögberg Heimskringla, að nokkrum hluta ritað á ensku. Þá mun vera við lýði þjóðræknisfélagið gamla. Var það fleira? Hér er aðeins spurt — sum- part af vanþekking, sumpart af hinu, að sé hér gróflega vantalið, væri æskilegt, að einhver fróður maður bætti við talninguna, t.d. höfundur þess rits, sem hér ei lítillega gert að umræðuefni. Uppistaðan í þessum ævi- skrám Benjamíns Kristjánssonar eru fyrst og fremst nöfn, fæð- ingardagar og ártöl, einnig heim- ilisföng, svo sem gerist og geng- ur í ritum af svipuðu tagi. Ýms- ar persónulegar upplýsingar fylgja þó með, og -kennir þar margra grasa og sundurleitra. Hér fara á eftir nokkur dæmi: „Bjuggu þau Jakob og Jórunn í grennd við Hekkla til æviloka. Pósthúsið skírði hann eftir eld- fjallinu, en af misskilningi var heitið skráð með tveim k-um og fékkst það aldrei leiðrétt". „Er nú háskólakennari vestra og standa honum mörg störf til boða“. „Hann ferðaðist víða um heim m.a. um Norðurlönd, en kom aldrei til íslands". „Sýndi afburða hæfileika í mörgum námsgreinum og hlaut heiðurspeninga fyrir leikni í vél ritun, hraðritun og bókfærslu". „Hafði yfirumsjón á nætur- vakt frá kl. 7 e.h. til 11 f.h. og réð yfir miklu starfsliði". ....söng í útvarp við bezta orðstír. Eftir að hún giftist byrj- aði hún að kenna söng og hafði fjölda nemenda". Þessi atriði, sem eru svo sem hvorki merkileg né ómerkileg, eru tekin af handahófi héðan og þaðan upp úr bókinni. Ef til vill skipta þau máli fyrir ættfræð- inga og aðra fræðigrúskara; veit ekki um það; þeir mega svara því. En ég fyrir mitt leyti sakna þarna ýmissa upplýsinga, sem mér finnst ættu framar öðru að standa í svona löguðu riti, upp- lýsinga, sem máli skipta, ein- mitt með hliðsjón af áframhald- andi kynnum frændanna austan hafs og vestan. Framar öðru sakna ég, að ekki skuli vera tekið fram um núlifandi fólk, hvort læst sé, skrifandi og mælt á íslenzka tungu. Hversu margt af því ólst upp við íslenzku sem móðurmál? Og hversu margt talar hana enn að staðaldri? Hvernig er íslenzk tunga yfirhöfuð varðveitt vest- anhafs? Hvert er t.d. hlutfall ís- lenzkumælandi fólks meðal fimmtugra annars vegar og tví- tugra hins vegar. Ekki væri aðeins gaman að hafa þann fróðleik tiltækan, heldur mætti líka notast við hann vegna ýmissa félagslegra rannsókna. Þannig mætti meðal annars komast að raun um, hve lengi systir hennar... vann seinna fámennt þjóðarbrot er að eyðast í fjölmennu þjóðahafL Skemmst er frá að segja, að í Vestur-íslenzkum æviskrám er rækilega þagað um þessa hluti, rétt eins og þeir væru helg asta leyndarmál, jafnvel þar sem hver hégóminn rekur þó annan. Svo dæmi sé tekið, er okkur fortalið, að kvenmaður nokkur „lærði hjúkrun í sama skóla og með systur sinni ... hlaut gullúr að verðlaunum er hún útskrifað- ist... og safnaði frímerkjum“. Konan, sem hér um ræðir, sýn ist vera enn á lífi, þegar þessi æviskrá hennar er í letur færð. Ekkert er þó tekið þar fram um íslenzkukunnáttu hennar. Að hún hafi safnað frímerkjum; það stendur í bókinni, svart á hvítu. En hvort hún getur að eilífu les- ið þessa líka merkilegu æviskrá sína — það má guð vita! Ekki er ég beint að ásaka höf- undinn, þó mér þyki ritinu þannig ábótavant. Höfundi var sjálfsagt ærinn vandi á höndum. Og veitir þá ekki af að óska hon- um — hann á það skilið fyrir alla fyrirhöfnina — að þetta verk hans komi að einhverjum tilætluðum notum. Menn setja ekki saman margra binda verk til þess eins, að það rykfalli, gleymt og grafið, í drungalegum bókageymslum. Erlendur Jónsson. Hringform Jóhannesar ÞAÐ er jafnan viðburður, er Jóhannes Jóhannesson kemur fram með nýjar myndir, en það líður jafnan nokkur tími á milli sýninga hans og mislangur. Enn er mörgum í góðu minni sýn ing hans og Valtýs Péturssonar í Listamannaskálanum sáluga fyr ir fjórum árum. Jóhannes hefur lengi staðið í eldlínunni meðal íslenzkra myndlistarmanna bæði sem málari og fyrir afskipti af félagsmálum og verið umdeildur fyrir hvort tveggja, eins ogvera ber. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga fyrir íslands hönd erlendis og er því samkvæmt ofanskráðu enginn ný græðingur í íslenzkri myndlist. Jóhannes er leikinn með liti og form, gengur hreint til verks, og jafnan hefur myndir hans ein- kennt einhver ákveðin festa og karlmannlegur traustleiki, sem er ekki ósvipað því hvernig mað urinn kemur fyrir persónulega. Þessi sýning hans í sýningarsal húsgagnaverzlunar Reykjavíkur að Brautarholti 2 sýnir að það hafa orðið töluverðar breyting- ar á Jóhannesi frá síðustu sýn- ingu, formin í myndum hans eru nú mýkri og sveigjanlegri, einn- ig þar sem hringform er ekki aðaluppistaðan. Ég tel þessa breytingu nýjan landvinning fyr ir Jóhannes, og finnst mér hann kunna betur við sig í þessum heimi en í hinu stranga formi, sem einkenndi hann áður. Raun- ar hefur hann síður en svo s'lak- að á kröfum sínum, hvað upp- byggingu myndheildar snertir, en það sem mér finnst skorta, er einhver dýpt og fylling, sem einkennir verk margra, er helga sig alla málverkinu. Einhvern veginn kemur silfursmiðurinn fram í sumum myndum hans á þessari sýningu, sem ekki skal lasta, en mér þykir sýningin benda á þörf til að mála heils- hugar í alllangan tíma, ef Jó- hannes vi’ll dýpka verulega spor sín í íslenzkri myndlistarsögu. Mér virðist hann vera á tímamót- um og sýna tilþrif, sem bendi til, að hann standi á markalínu mik- illa breytinga. Um það bera sum ar myndir hans vott, einkum hin ar minni, t.d. mynd hans í glugg- anum niðri og ein lítil dökk út í horni uppi. Athyglisverð þótti mér mynd nr. 3 „Á ferð, en þó kyrrð* fyrir það, hvernig hvíti hringurinn dregur þann rauða að sér, og hinn grái dempar hinn hvíta. Þannig skapast víxlverk- un sem myndar samræmi og ró þrátt fyrir hreyfingu innan flat arins. Hún er nokkuð dæmigerð fyrir viðleitni hans í dag. Á sýn- ingunni sjáum við töluvert af hringformum, sem standa kyrr eða iða af lífi og dularfullu ljósi, sem stundum virðist fjarlægjast og nálgast á víxl. Mynd nr. 22 ,,Mbngi“ er athyglisverð fyrir það hve vel Jóhannesi tekst að einangra mörg hringform á sann „Mengi“ nr. 22 í sýningarskrá færandi hátt innan myndflatar- ins — þessi mynd getur virzt hrá í fyrstu en venst vel. Gamla myndin hans frá ,49 er einnig skemmtileg og traust. f henni er dularfullur, magnaður kraftur. Það er margt athyglisvert á þess ari sýningu Jóhannesar og hann á vafalítið eftir að þróa þennan stí'l sinn til meiri um- svifa, taki hann hlutina fastari tökum. Ég þakka svo Jóhannesi fyrir sýninguna og hvet sem flesta til að láta ekki tækifæri ónotað að kynnast þessum áfanga í list eins okkar traust- ustu málara af kynslóð þeirra, er komu fram á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöldina. HEIMUR ÍSLEIFS KONRÁÐSSONAR. Ég hefi séð 3-4 sýningar á verkum frá hendi ísleifs Konráðs sonar að þessari meðtalinni, sem hann var svo frumlegur að opna í Hrafnistu s.l. laugardag. Á þessum tíma hafa ekki orðið miklar breytingar á list hans. Hann notar keimlík yrkisefni og áður og víkur lítið frá fyrri túlk un á viðfangsefnunum. Þeim ný stárleika, sem fyrstu sýningu hans fylgdi, er því ekki lengur til að dreifa, en mér finnst hann vera orðinn traustari og forvitni legri um margt. Kynnin af mynd um hans verða manni æ hug- þekkari, eftir því sem maður sér þær oftar, og því flýtir margur maðurinn sér á hverja nýja sýn- ingu frá hendi hans. Það er ein- hver mannlegur hlýleiki í mynd- um hans, sem er í ætt við al- þýðulist og kemur manni kunn- uglega fyrir sjónir. Máski er hann að reisa þeim konum minn isvarða, sem auðguðu heimilin forðum með alls konar útsaumi. Stundum verða áhrif mynda hans sem ívaf liststefnu „naiv- ista“, og stundum nálgast þær „naiva“ alþýðulist. Klettar fs- leifs hafa andlit og talast við, fuglarnir standa svo undarlega kyrrir í einfaldri niðurröðun sinni, og skúturnar skapa sér sín eigin þyngdarlögmál á haf- fletinum og virðast frekar svífa áfram en sigla. Hvíta línan í mynd nr. 8 „Glymur í Hvalfirði" gerir myndina svo lifandi og vatnslækina sannfærandi. Að því leyti finnst mér hún fremri mynd nr. 32 af sama „Mótívi“ en sú mynd hefur einnig aðra punkta. Þetta þykir mér t. d. bera vott um vinnubrögð „naiv- ista“. Myndir nr. 16 „Horn- bjarg“ og 31 „Hvítserkur í Húna flóa“ eru í sama flokki. Nr. 3 „Skjaldbreiður" er byggð upp á einfaldan hátt og sannfærandi, einnig nr. 7 „Útræði í fjörðum vestra“. Nr. 17 „Álfheipiur" hef ur yfir sér sérstakan og dular- fullan svip. Annars finnst mér myndir fsleifs ákaflega misjafn- ar, þótt jafnan sé eitthvað for- vitnilegt í þeim að finna. Fólk ætti að kynna sér list ísleifs, því að það er ómaksins vert, og margfalt tel ég myndir hans verð mætari obbanum af því, sem sem margur leyfir sér að tjalda yfir í þessari borg. Það er ekki að vita, hve lengi myndir hans verða á verkamannataxta, því að söfn eru farin að fá áhuga á verkum hans, og tvær mynd- ir á þessari sýningu eru þegar seldar á safn í Köln. Við skulum óska þess, að ísleifur haldi lengi áfram að mála af krafti, myndir hans eru nokkuð sérstæð ur þáttur í íslenzkri myndlist. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.