Morgunblaðið - 02.11.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 02.11.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NOVEMBER 1968 - FRELSI EÐA... Framhald af bls. 23 Þeir hittu þar naglann á höfuð- ið, en snéru við staðreyndum að vanda. Hið rétta var, að þeir siguðu Egyptum fram einmitt þá, þegar ófarir kommúnista í Viet Nahm voru hvað mestar, til þess m.a. að draga athyglina þaðan í von um að Johnson siakaði á sókninni og hægt yrði að end- urskipuleggja innrásarliðið. Einvaldur Egyptalands — Nass er —, sem er tíður gestur í Moskvu. sjálfur hefi ég hlustað á hann halda þar hjartnæma ræðu um Sovézk-Egypska sam- vinnu, er liðugt leiktromp herr- anna í Moskvu. Breznev kippir í spotta. og brúðan dansar. En leikslok I það sinn urðu barinn hundur. lafandi skott og skólaus « ir egypskir hermenn, sem þrátt fyrir margfaldan liðsmun bar- áttulandanna flýðu palestínu- stúlkurnar á leistunum í ofboði miklu, vindlausir orðnir af stór- yrðum um eyðingu fsraels. Urðu því brátt móðir og fótsárir. Nasser kenndi sér réttilega um ófarirnar og lét því skjóta eða fangelsa helztu samstarfsmenn sina. Ný árás Egypta fyrir atbeina Rússa er líklegasta upphaf heims styrjaldar þrjú, sem væntanlega verður á þessari öld, ef svo fer fram, sem nú horfir. Ef ekki finnast nýjar friðarleiðir og vest rænar þjóðir halda áfram að standa sundraðar gegn austrænu ofbeldi. Rússar undirbúa kjarnorku- styrjöld af kappi, m. a. með stað setningu stórs herskipaflota á Miðjarðarhafi og auknum her- æfingum á Atlantshafi. Til dæm- is i átt til íslands, sem þeir munu hafa augastað á sem kjarn- orkubrú fyrir kafbáta og flug- vélar og af öðrum sökum. Floti Rússa á Miðjarðarhafi og herlið þeirra í Tékkóslóvakíu er sú stóra röskun á valdahlutföll- um heimsblakkanna siðustu mán uði, sem fyrir löngu hefði átt ma'lverka- S A L U R I N N Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 að framkal'la mótleik og góða einingu Atlantshafsríkjanna, ef elliær stjórnandi Frakklands, pólitískur vanmáttur Johnsons forseta erlendis og aðrar ástæður hefðu ekki hamlað á móti. Þetta er þeim mun raunalegra og al- varlegra mál, sem líkur benda til að leynivopn vissrar austrænnar þjóðar hafi nýlega grandað „í tilraunaskyni“ a. m. k. sumum þeirra þriggja vestrænu kafbáta sem hurfu á dularfullan hátt með stuttu millibili. Að sjálfsögðu kysu Russar frem ur að ná heimsyfirráðum án heimsstyrjaldar, sem talin er ó- hjákvæmileg í kenningum Len- ins, en hvað sem öðru líður, reyna þeir að veikja baráttu- þrótt og siðferðisþrek banda- rísku þjóðarðinnar á hinn marg- slungnasta hátt um leið og þeir ræða af kappi um frið. Forseta- morð, óeirðir og alls kyns sundr- ungsstarfsemi telja þeir heppi- leg meðul. Af ástæðum, sem óþarft er að skýra, þegja Bandaríkjamenn um ýmis viðkvæm mál að jafnaði, ef blákaldar sannanir vantar á borðið, svo sem um hugsanlegan þátt Rússa í hvarfi kjarnorku- kafbátsins Skorpions, eða þátt í morðum Kennedybræðra, sem báðir teljast nú opinbert myrtir af heimskommúnismanum, en at burðir þessir hafa stórlega veikt og reynt á þrek þeirrar þjóðar, sem er helzti málsvari frelsis á þessari jörð. HELZTA VONIN Einhver hættulegasti galli í bandarískri stjórnarskrá, nú á dögum kjarnorku og forseta- morða, er löng og þunglamaleg aðferð til forsetakjörs, sem veik ir mjög afstöðu ríkisins og alls hins frjálsa heims, ásamt þeirri staðreynd að varaforseti skuli vera aðeins einn. Forseti Bandaríkjanna, mikil- vægasti maður til varnar frjálsum heimi, þarf að eiga sér minnst tvo varaforseta, ef gætt er ýtrustu varfærni um staðsetn ingu þeirra og öryggi, en ann- ars mættu þeir vera allt að sex talsins. Af þessum sökum virð- ist, að listakosning til forseta- kjörs gæti verið heppileg. Þann ig mætti hugsa sér til dæmis, að síðasta flokksþing Republik- ana hefði stillt upp sjö manna forsetalista, þar sem efstu nöfn- in væru Richard Nixon og Nels- on Rockefeller, en næstu fimm menn yrðu varaforsetar á eftir Rockefeller, ef listinn næði kjöri. Hafa vestrænir menn lítið hug leitt, hví Rússar, þjóð sem sem- ur áætlanir um kjarnorkustyrj- öld, hafa marga varaforsætisráð- herra? Sú ráðstöfun er ekki gerð af hégómagirni einni sam- an. Þar sem Johnson forseti, sem að ýmsu leyti var einn af merk- ustu og beztu forsetum Banda- ríkjanna, varð á sú stóra van- geta, að missa tengsli og trausta samvinnu frjálsra Evrópuþjóða, m. a. fyrir vanrækslu á stofnun sterkrar upplýsingamiðstöðvar fyrir hinn frjálsa heim, sem skýrt gæti og túlkað dagleg afglöp, glæpi, galla og ýmsar hræringar hins kommúnistíska heims, auk atburða annars staðar, er það höfuðnauðsyn nú, að hinn nýi forseti Bandarikjanna nái upp góðri samvinnu á nýjan leik við frjáls ríki Evrópu um virka af- stöðu gegn ofbéldi úr Austri og fátækt í Suðri. Þetta atriði er enn mikilvægara heldur en kom- andi afskipti forsetans af varn- arstríði Bandaríkjamanna í Víet Nahm. Hitt má ljóst vera, að tök hins nýja forseta á Viet Nahm málinu munu ráða miklu um álit hans heima og erlendis. Þau verða að vera hnitmiðuð, þar sem Johnson forseti hleypti málum í nokkurt óefni með lin- kind á síðustu timurn, eftir góð- an árangur um tíma. Til dærriis virðist augljóst, að hann hefði átt að hóta að eyðileggja höfn Hei- pong á sínum tíma, með ákveðn- um fyrirvara, og standa við það. ef innrásaraðilinn drægi sig ekki til baka, eða settist að raunveru legu samningaborði um frið, en ekki áróðursborði árásaraðilans vegna stöðvunar loftárása einna, sem nú er setið við í París. Aðeins eiim þeirra þriggja manna, sem nú keppa um for- setastól Bandarikjanna, virðist hafa til að bera þá hugkvæmni stjórnvizku, seiglu, reynslu og og aðra heildarskaphöfn, sem þau erfiðu verkefni, sem biða forsetans erlendis, þegar hann Iikleg er til að nægja fyrir tekur völd eftir áramót. Þetta forsetaefni, sem eitt sinn beið svo nauman ósigur í for- setakosningum fyrir einum vin- sælasta forseta Bandaríkjanna fyrr og síðar, að fullyrða má, að þar hafi fjármunir einir ráð- ið herzlumun, hefir átt hug minn allan til þessa máls, allt síðan 31. marz, þegar Johnson forseti flutti hina stórmannlegu ræðu sína um afsögn sem forseta. f ferð minni til Bandaríkjanna á liðnu sumri varð ég þess var, að andstæðingar þessa forseta- efnis, töldu manninn sigurstrang legastan, áður en skoðanakann- anir leiddu í ljós að svo var, auk þess sem menn töldu hann líklegan til að ráða vel málum erlendis. Andstæðingar hans ótt ast helzt um stjórn hans á inn- nlandsmálum, en gæta þess naum ast, hve mjög innanlandsmálin munu leysast, ef vel tekst til um samvinnu við Evrópu, lausn Víet Nahm málsins, vörn Palestínu og önnur utanríkismál. Af áralangri dvöl í ríkjum kommúnista %eit ég hins vegar, að þeir óttast mann þann mest — meira en gífuryrði George Wallace. Hinir einu sönnu heims valdasinnar — heimskommúnism inn — óttast réttláta meðferð og vörn af hólfu hins skarpvitra manns, þess bezta, sem hinn frjálsi heimur á nú völ á í for- setastól Bandaríkjanna, hins eina af þrem, sem gefur sterka von um frelsi en ekki hélsi. Nafn hans er Richard Nixon. Varmahlíð, 28. okt. Freisteinn Þorbergsson. 2 LESBÓK P.ARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 SOKKADÚKKAN ÞESSI dúkka er búin til úr sokk. Fallegast er að hafa sokkinn hvítan. Mynd 1: Þií skalt byrja með því að klippa 5 cm af fitinni. Það sem eftir er af fitinni skaltu klippa í miðju eftir endilöngu í áttina að hælnum á skokkn- um — þetta verða fæt- urnir á dúkkunni. Stoppaðu síðan sokk- inn með bómull eða öðru frá tá og að hæl. Síðan skaltu sauma fótleggina saman, nema neðst. Þegar þú hefur saumað þá, skaltu líka stoppa þá með bómull og sauma síðan fyrir. Mynd 2: Þá eru það handleggirnir. Þeir eru gerðir úr 5 cm fit- inni, sem þú klipptir af í byrjun. Þú skalt nú klippa það til helm- inga langsum. Saum- aðu síðan brúnirnar saman, en skildu ann- an endann eftir opinn. Snúðu þeim við, stopp- aðu þá og saumaðu handleggina síðan á sinn stað. Mynd 3: Til þess að búa til hárið skaltu klippa tólf til fimmtán 40 cm langa enda af ullar- bandi. Vefðu spotta fast utan um annan endann ca. 2 cm frá endanum. Skiptu þeim síðan í 3 hluta og flétt- aðu. Vefðu vel á end- anum og settu síðan slaufur. Nú skaltu sauma hárið umhverf- is andlitið á dúkkunni, en láta samt fléttuend- ana vera lausa. Mynd 4: Búðu nú til fallegt andlit á dúkk- una. Þú getur málað það með þekjulitum, límt með fílti eða saum að það. Einnig er til- valið að hafa fallegar tölur fyrir augu. Mynd 5: Kjóllinn er bú- inn til úr 12x24 cm efni. Þræddu nú saum 1% cm frá brún og rykktu sauminn þar til hálsmálið er hæiflega stórt. Festu síðan vel endann og saumaðu borða yfir rykkispor- in — skildu eftir nógu langa enda til þess að hægt sé að binda slaufu aftan á hálsi dúkkunnar. Klipptu göt fyrir handleggina á hliðunum. Mynd 6: Hatturinn er búinn til úr sama efni. Þú skalt klippa hring, 10 cm í þvermál. Því næst skaltu þræða saum 2% cm frá brún allan hringinn. Dragðu lítið eitt í endann til þess að fá pífur um- hverfis. Festu vel end- ann og saumaðu hatt- inn fastan við höfuðið. Síðan geturðu gert slaufu til þess að skreyta hattinn. SMÆLKI VEL DÆMT Dag nokkurn komu þrír ferðamenn að gest- gjafahúsi og báðust gist- ingar. Einn þeirra var foringi í hernum, annar var dómari og hinn þriðji prestur. Nú vildi svo illa til, að veitinga- maðurinn hafði aðeins eitt rúm autt. Hvað átti hann nú að gera? Þá datt honum í hug, að fá vitn- eskju um, hvaða stöðu þeir hefðu. Ef til vill gæti það hjálpað honum úr klípunni. „Ég hef legið í hern- aði í 15 ár“, sagði herfor inginn. „Ég hef setið við skrift ir í 20 ár“, sagði dómar- inn. „Og ég hef staðið í prédikunarstólnum í 25 ár“, sagði presturinn. „Þá er þetta ofur ein- falt“, sagði gestgjafinn. „Herforinginn hefur leg- ið í 15 ár, dómarinn hef- ur setið í 20 ár, en prest- urinn hefur staðið í 25 ár. — Vitanlega hefur hann mesta þörf á hvíld inni. Hann fær því rúm- ið“. Bóndinn: Hvað er þetta, herra héraðslæknir. Þér heimtið peninga fyrir að lækn'a mislinga í strákn- um minum. Hann, sem hefir smitað alla sveit- ina. Þér ættuð heldur að borga mér. f ------- -- L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.