Morgunblaðið - 02.11.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 02.11.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 Fyrirspurnir og svðr borgarstjdra á fundi með íbúum Mela- og Vesturbœjarhverfis HÉR fara á eftir fyrirspurnir og svör Geirs Hallgrímssonar * borgarst jóra á fundi með íbúum Mela- og Vesturbæj- arhverfis sl. miðvikudag: Rannveig Jónsdóttir, Ránar- götu 22: Mæður í gamla Vestur- bænum hafa áhyggjur, því að leiksvæði skortir fyrir börn í hverfinu. Við höfum leitað til borgaryfirvalda um úrbætur og sent áskorun 1963 og skrif- a'ð borgarráði til dæmis í marzmánuði 1964. f bréfinu minntum við á fyrrnefnda áskor un og leyfðum okkur jafnframt að benda á nokkra möguleika til lausnar þessu mikilvæga hags munamáli okkar. T. d. lögðum við til, að teknar yrðu á leigu lóðir til lengri eða skemmri tíma og gengið þannig frá þeim, að * viðunandi leiksvæði sköpuðust fyrir börnin. Bentum við á nokkr ar lóðir, er við töldum koma til greina, þar á meðal hluta af landareign kaþólska trúboðsins í Landakoti, þ. e. a. s. Landakots túnið. Einnig lögðum við til að leikvöllur barnaskólans við Öldu götu jrrði lagfærður þannig, að unnt yrði að starfrækja hann á sumrin sem lokaðan gæzluvöll fyrir börn 2ja—6 ára. Frá þvi sumarið 1964 hefur.verið rekinn gæzluvöllur við Öldugötuskól- ann í 3 mán. á ári. f 9 mánuði ársins er gatan því eftir sem áður leikvangur barnanna. Stöð ugt eykst bilaumferðin og götur okkar eru í siauknum mæli not- aðar gem bílastæði fólks sem stundar vinnu eða rekur erindi í miðbænum. Og nú langar mig til að spyrja borgarstjóra. í 1. lagi. Hversvegna hefur málefnum yngstu borgaranna í Vesturbæn um ekki verið sinnt betur en raun ber vitni? Og í 2. lagi. - Hefur borgarráð hugsað sér að gera eitthvað í leikvallamálum hverfisins og þá hvað og hven- ær? Því miður hafði ég ekki tækifæri til að sjá myndina þarna en ég hef mikinn áhuga á að vita hvenær hefur borgarráð hugsað sér að hefjast handa. Borgarstjóri: Ég gat um þetta mál í minni frumræðu og sagði, að á þessu svæði sem frúin nefn ir sé vant leikvalla og sömu sögu er raúnar að segja í gamla aust- urbænum. Við athujfuðum báða þá möguleika sem frúin nefndi I sambandi við Öldugötuskólann og Landakotstúnið. Það var álit manna, að Landakotstúnið væri of fjarri því svæði, sem þarna er verst sett, og kæmi ekki að haldi. Við höfum leitað að kaup- um á lóðum á þessu svæði, frá Mýrargötu og suður úr, en ekki tekist að höndla samfellda lóðar spildu sem heppileg væri. Ég get því ekki sagt ákveðið, hven- ær úrbætur verða gerðar. Okk- ur er ljós þessi annmarki á leik vallamálum þessa borgarhluta, og eina ráðið er í bili að halda á*- fram að leita að nægilega rúm- góðu leiksvæði til þess, að þar megi gera leikvöll allt árið um kring. Og ef til vill er hægt að lengja starfstíma vallarins við Öldugötuskólann, en þó er það annmörkum háð, þegar skóli er starfræktur í hverfinu. Því mið- ur eru engin bráð úrræði, en málið er vissulega á dagskrá. Ég man eftir umræðum í sam- bandi við Landakotstún og erf- iðleika vesturbæjarins, en menn höfðu takmarkaða trú á því að það kæmi að gagni, þar sem það væri of langt í burtu. Páll S. Pálsson: Hvenær kem- ur hitaveita í Skildingarneshverf ið? Borgarstjóri: Það vertíur ekki lögð hitav. í Skildinganeshverfi fyrr en byggðin þar verður þétt ari. Og ástæðan til þess að byggð in hefur ekki þéttst þar meira en raun ber vitni um, er ef til vill fyrst og fremst sú, að samn- ingar hafa ekki tekizt milli land eigenda og borgarinnar, um kaup og skipti á landi, sem fer undir götur og vegi, og opinber svæði. Meðan byggðin er svo strjál borg ar sig engan veginn að leggja hitaveitu í þetta hverfi. Kristján Júlíusson, Kvisthaga 18: Lóðir við Kvisthaga voru fullbyggðar fyrir um 10 árum, að undanskilinni einni lóð, Kvist haga 2, sem enn er óbyggð. Byggðar lóðir eru allar að fullu frágengnar fyrir mörgum árum, með skrúðgörðum og girðingum að stærsta svæðinu undanteknu sem er innan í Kvisthaga-skeif- unni. Þetta svæði hefur ætíð ver ið í megnustu óhirðu og íbúum götunnar til mestu leiðinda. Á að segja ekki unnist tími til eða haft fjármagn til að ganga frá þeim. Það hefur átt sér stað mikil aukning á opnum svæðum í ræktun í Reykjavík, á undanförnum árum. Þau erunú öll um 113 hektarar að stærð og aukast um 6 hektara á hverju ári til jafnaðar. Þar af eru skrúð garðar aðeins um 20—30 hektar- ar, og Miklatúnið stærst skrúð- garðanna. Á næstunni, eftir því sem unnizt hefur að ganga frá gatnakerfinu, kemur að frá- gangi þessara opnu svæða og m. a. frágangi á ýmsum götustígum. Ég mundi ekki þora að lofa því núna, að það mundi eiga sér stað á næsta ári, en á næstu árum þurfum við að ganga frá götustígum frá Kvisthaga yfir á Hofsvallagötu og Ægissíðu, frá ur verið Strætisvagnaleið. Nú hefur það óneitanlega vakið at- hygli mína að það hefur ver- ið byggð gangstétt eða einhvers- konar múr þvert fyrir Kapla- skjólsveginn, á Hringbrautinni, og verða því strætisvagnar að krækja langleiðina vestur und- ir Selsvör til að komast út á Seltjarnarnes. Og vitaskuld heft ir þetta ákaflega mikið umferð um þessar slóðir fyrir öll öku- tæki og fyrirspurn mín er sem sagt: Hvaða knýjandi nauðsyn hefur hvatt til þess að byggja þennan múr. Það hlýtur að vera einhver sérstaklega knýjandi nauðsyn, vegna þess, að mér virðist þetta hefta ákaflega mik ið alla umferð á þessu svæði. Og aðra fyrirspyrn, vildi églíka nefna: Hvað líður ráðhúsbygg- akerfið er komið í endanlegt horf eins og gert er ráð fyrir á uppdrætti aðalskipulags, og þess vegna geti einstakar breyt ingar, sem þessar komið einkenni lega út. En það er einkenni á aðalskipulaginu og ' gatnakerfi þess að ýmsar götur eru lokaðar algerlega í annan endann, til þess að hindra gegnumakstur. f þessu tilviki er ætlunin að Hringbraut verði hraðbraut, en Ánanaust og Hofsvallagata verði tengibrautir, en siðan komi framhald Framnesvegar, og vestasti hluti Kaplaskjólsveg ar sem safnbrautir, en mest af þessum götum inni i hverfinu er afmarkast af Hringbraut, Ána- naust og Hofsvallagötu er reynt að halda sem húsagötúm friðsæl um götum án gegnum aksturs. Spurt er um hvað líði ráðhús- byggingu og því er til að svara, að mér er fullkomlega Ijóst, að borgarstjora Sulnasal Ilotel Sogu hverfafundi voru Milli 300—350 manns undanförnum árum hef ég beðið um að svæðið verði hreinsað, þótt ekki væri meira en drepa njólann, sem þarna vex óhindrað ur. En ekkert hefur verið gert til þess, að undanskildu því, að í einn dag í sumar komu nokkr- ir unglingar frá borginni og voru látnir slíta njólastilkanna. En það var auðvitað lítil sem engin bót. Spurning mín er því þessi. Hverj ar eru fyrirætlanir borgaryfir- valdanna um þetta svæði og hve nær má vænta framkvæmda? Borgarstjóri: Það er sama sag- an um mörg opin svæði í borg- inni, eins og um þetta sem fyrir- spyrjandi getur sérstaklega um. Ég man þó að hvað þetta svæði snertir og raunar er það sama um mörg önnur, að þar voru gjarnan haugar af uppgreftri frá húsunum, Borgaryfirvöld vildu ekki hreinsa það, sögðu, að lóð- arhafar ættu að hreinsa upp- gröft úr sínum húsgrunnum, og þannig er víða og jafnvel enn- þá slíkir haugar til staðar. Þessi svæði eru almennt ætluð sem leik svæði, opin svæði, og skemmti- garðar, og okkur hefur sannast miðvikudagskvöld. Tómasarhaga yfir á Lynghaga og Ægissíðu, frá göngustíg eftir Fjallhaga götustæðinu gamla. Ýmiss slík frágangs atriði koma í kjölfar gatnagerðar í hverju hverfi fyrir sig, en því miður hefur ekki verið unnt að vinna verulega að gerð þessara opnu svæða og frágangi inni á milli húsa hingað til, en í kjölfar gatnagerðarinnar verður það nú gert. Um lóðina á Kvisthaga 2 er þetta að segja: Henni var út- hlutað til erfðafestuhafa í sam- bandi við uppgjör á búi, sem erfðafestuhafi rak, og ég man ekki eftir því, hvort sérstakur byggingarfrastur var settur gagn vart lóðarhafa. Ég býst tæpast við því, því að þá ætti hann að vera liðinn, og þá ætti að vera tími til þess að setja þann bygg- ingarfrest, ef þessi auða lóð er nágrenninu til ama, í því ástandi sem hún er nú. Stefán Pálsson, Stýrimanna- stíg 14: Við þekkjum öll Bræðra borgarstíginn og ennfremur götu, sem heitir Kaplaskjólsvegur og hefur verið áframhald af Bræðraborgarstíg og þetta hef- ingu, og er nokkur von um, að borgarstjórn sjái sér fært að endurskoða samþykkt sína um byggingu ráðhúss út í Tjörn- ina. Ég spyr að þessu, vegna þess að við vitum það öll, að það er ákaflega almenn and- staða gegn þessu fyrirtæki þarna á þessum stað. Svo þakka ég fyrir. Borgarstjóri: Fyrst er spurt hvaða nauðsyn hafi knúið borg- aryfirvöld til að loka Kapla- skjólsvegi við Hringbraut. Og því er til að svara, að samkvæmt aðalskipulagi og gatnakerfi aðal skipulags, þá er gert ráð fyrir sundurgreiningu á götur í a'ðal- umferðaræðar eða hraðbrautir, í tengibrautir í safnbrautir oghúsa götur. Á þessum stað er gert ráð fyrir því, að Kaplaskjólsveg urinn næst Hringbraut verði húsagata með stórum blokkum sitthvoru megin og væntanlega með miklum barnafjölda. Þessi sundurgreining á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til öryggis og friðsældar íbúðarhverfanna. Það má segja, að menn sjái ekki heildarmynd þessa, fyrr en gatn það er ekki sú sama eining með- al borgarbúa, um staðarval ráð húss, eða teikningar af ráðhúsi eins og innan borgarstjórnar, þar sem staðarvalið var sam- þykkt með öllum atkvæðum |allra borgarfulltrúa og teikn- ingar samþykktar með 12 at- kvæðum af 15. Ég býst við því, að framkvæmdir muni hins veg- ar ekki hefjast á næstunni, bæði skapast það af efnahagsástand- inu og vegna hins, að ýmis verk- efni eru brýnni. En ástæðan er einnig sú, að það er fullur vilji meðal borgarfulltrúa og í ráð- húsnefnd að leita allra mögu- legra ráða til að skapa einingu meðal borgarbúa um þetta sam- einingartákn þeirra, sem ráðhús- ið á að verða. Og ein sú leið, sem menn hafa kannað, er hvort unnt væri að sameina undir sama þaki borgarleikhús og ráðhús. Uppdrættir hafa verið gerðir í þeim tilgangi að leiða í ljós, hvort það er unnt og verða teknir til meðferðar í ráð- húsnefnd og meðal borgarfull- trúa. Ingi Jónsson, Sigurður Gutt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.