Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 3

Morgunblaðið - 02.11.1968, Side 3
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1968 3 Loftárásirnar á N-Vietnam ÁKVÖRÐUN Johnsons um að láta hætta loftárásum á Norð- ur-Vietnam hefur að vonum vakið athygli um allan heim. Þó er ekki unnt að segja að fregnin hafi komið mönnum á óvart, því að legið hefur í loftinu undanfarna daga að mikilvægra tíðinda væri að vænta úr Hvíta húsinu í Was- hington. Ef litið er á sögu loftárás- anna í Vietnam hefur gengið á ýmsu sdðan 7. febrúar 1965, er þær hófust. Ákvörðun John sons um a'ð hefja loftárásirn- ar var tekin eftir árás Viet- Cong skæruliða á flugvöll í nágrenni borgarinnar Pleiku um 385 km fyrir norðan Saig- on. Féllu þar átta bandarískir hermenn og 123 særðust. Áður en þesisi árás var gerð hafði Viet-Cong bæzt 34.000 her- menn vel vopnaðir og þjálfað ir frá Norður-Vietnam, sam- kvæmt upplýsingum Adlai Stevenson, þáverandi aðalfull trúa hjá Sameinuðu þjóðun- um. ÁrásimaT hafa staðið nær samfleytt, nema í 10 skipti, er gert hefur verið hlé á þeim. I fyrsta skipti var gert hlé 13. maí 1965 og var þá beði'ð í fjóra daga eftir gagnkvæmum viðbrögðum Norður-Viet- nama, en til þeirra kom aldrei. 24. desember sama ár var gert hlé, sem stóð til 31. janúar 1966 — meðan á jólahaldi stóð. Aftur var gert hlé á loft árásunum 24. og 25. desember ’66 og um áramótin, gamlárs- dag og nýársdag. Fimmta skiptið, sem gert var hlé á loftárásum, var er nýárshátíð Vietnama stóð sem hæst 8. til 14. febrúar 1967 og aftur 23. maí sama ár á af- mælisdegi Buddha. 25. desem ber var aftur gert hlé á árás- unum og gamlársdag og ný- ársdag 1968. I níunda skiptið, sem hlé var gert á árásunum, var það í tilefni áramótahátíðar Viet- nama 29. janúar sáðastliðinn. Átti þa'ð hlé að standa í 36 klukkustundir, en hætta varð við vopnahléð strax að morgni, vegna stórárása Viet- Cong á borgir og þorp í Suður Vietnam. 31. marz fyrirskip- aði Johnson forseti síðan að árásum skyldi hætt á svæði fyrir norðan 20. breiddarbaug, en það eru 90% af Norður- Vietnam, þar sem langflestir Norðurvietnamar búa. Þessi ákvörðun fylgdi í kjölfaT sam komulagsins um að fri'ðarvið- ræður skyldu fara fram í París. Hinn 7. apríl tilkynnti síðan talsmaður herstjórnar Bandaríkjanna í Saigon, að hersveitir Bandaríkjanna hefðu fengið fyrirmæli um að gera ekki loftárásir á staði norðan 19. breiddarbaugs. Leiðin til friðarumleitana í Vietnam-deilunni hefur verið bæði löng og ströng og legið um margvíslega og krókótta stigu. I fjögur ár hafa stjóm- málamenn margra landa reynt áð finna leið um hið þrönga völundarhús „diplomatiskra" samningaumleitana og í hvert skipti ,sem vonarneisti kvikn- aði reyndist hann ekkert ann- að en mýraljós — blekking ein. Lyndon B. Johnson hefur frá því 1964 stigið rúmlega 30 skref til lausnar deilunni, en orðið harla lítið ágengt, fyrr en 31. marz síðastliðimn, en það leiddi til samningavið ræðna í París svo sem kunn- ugt er. Haustið 1964 gerði hann fyrstu tilraun og lýsti yfir að Bandaríkjastjórn væri tilbúin til vi'ðræðna. U Thant hafði þá skýrt frá því að Hanoi-stjórn væri tilbúin til Vietnam. viðræðna, en það reyndist þó ekki og sagði Dean Rusk, utanríkisráðherra, seinna að Hanoi væri ekki reiðubúin að ræða um frið — hún teldi augsýnilega, að hún væri að því komin áð sigra í styrjöld iinni. Hann sagði, að stefna Bandaríkjastjómar væri sú, að hún hefði „áhuga á undan bragðalausum aðgerðum í frið arátt, þegar Hanoi-stjórnin yrði komin að þeirri niður- stöðu, að hún væri sjálf fús að stefna í þá átt.“ Þegar 20 ár voru lfðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna í júní 1965 sagði Johnson, for seti, í ræðu í San Fransisco, að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ættu hvert í sínu lagi og í sameiningu að vinna að því, að koma á viðræðum þeirra, sem virðast ákveðnir í að heyja styrjöld, eins og hann komst a'ð orði. Þetta endurtók hann í bréfi til U Thants hinn 28. júlí 1965. Laust fyrir miðjan janúar 1966 fór stjóm Bandaríkj- anna þess á leit við Samein- uðu þjóðirnar, að þær könn- uðu möguleika á þvi að koma á friðsamlegri lausn mála í Vietnam. Þá var lögð fyrir Öryggisráðið tillaga, þar sem hvatt vatr til, að þegar í stað yrðu hafnar viðræður án nokk urra skilyrða. Ræða skyldi, hvernig koma ætti á ráð- stefnu, þar sem rætt yrði um leiðir til að koma á friði í Suðaustur-Asíu. Málið hefur til skamms tíma enn verið á dagskrá Öryggisráðsins, eða þar til Parísarviðræðurnar komust á. Meðal stærstu skrefa Banda ríkjanna til friðar stigu þau um áramótin 1965 til' ’66, er þeir gerðu hlé á loftárásun- um. Johnson sendi þá fimm sérlega sendimenn sína, m.a. Averell Harriman til 34 höfuð borga í heiminum. Hann hafði samband við stjórnarleiðtoga víðsvegar og bandarískir em- bættismenn áttu um 300 fundi með hinum ýmsu fulltrúum kommúnistiskra og andkomm únistiskra ríkja. M.a. hafði Bandaríkjastjórn þá beint sam band við fulltrúa Hanoi í Moskvu og orðsendimg var send til Ho Chi Mihns, sem hafði þó áður en vika var lið in lýst yfir því, að tilboð Bandaríkjamanna væri ekkert annað en brella. Jafnframt krafðist Hanoistjórnin að Bandaríkin hættu öllum hem aðara'ðgerðum sínum í Viet- nam. Áður en þetta kom til hafði Johnson boðið í fyrsta sinn víðtæka efnahagsaðstoð Suð- austur-Asíuþjóðum, en áður átti friður að hafa komizt á. Þetta boð tilkynnti hann 25. marz 1965 og endurtók það síðar — 7. apríl í ræ'ðu er hann hélt við Johns Hopkins- háskólann í Baltimore. Þar sagði hann, að Bandaríkja- stjóm væri fús til að hefja — án nokkurra skilyrða — við- ræður við Hanoi-stjórnina, er miðuðu að þvi að binda endi á styrjöldina í Vietnam. Johnson bauð Norður-Viet- nam að eiga a'ðild að efnahags áætlun, er gerð yrði fyrir Vietnam að friði sömdum, með um 1 milljarð dala efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjun- um. í októbermánuði 1965 var tilkynnt á Manillaráðstefn- unni, þar sem saman komu stjórnarleiðtogar Bandaríkj- anna og bandalagsríkja þeirra I Vietnamstyrjöldinni, að her- ir þeirra skyldu farnir frá Vietnam sex mánuðum eftir að hermenn Norður-Vietnam væm famir frá Súður-Viet- nam og friður tryggður. Að lokinni ráðstefnunni sendi Johnson Harriman í annað ferðalag til Indónesíu, Ceylon, Indlands, Pakistans, írans, Þýzkalands, Bretlands, Mar- okkó, Túnis, Alsír, Spónar, Fralkklands og Italíu — þar sem hann ræddi bæði við stjóm landsins og Pál páfa VI. Enn sendi Johnson bréf til Ho Chi Mi'hns í tilefni af stöðv un loftárásanna í tilefni ára- mótanna í febrúar 1967. Þar Xagði hann til, að þeir settust að samningaborði einhvers staðar á rólegum og kyrriát- um stað, þar sem þeir væru lausir við ágengni blaða- og fréttastofnana. Bauð forsetinn að Bandaríkin sendu ekki fleiri hermenn til Vietnam og hættu loftárásum á Norður Vietnam, gegn því að Norður- Vietnam hætti íhluttm í Suð- ur-Vietnam, bæði á landi og sjó. Hanoi-stjómin svaraði ekki fyrr en daginn eftir, er Johnson hafði fyrirskipað að loftárásirnar skyldu hafnar á ný. Var þá svarið á þá leið, að Norður-Vietnamar myndu aldrei fallast á fri'ðarviðræður meðan þeim væri ógnað með loftárásum. Hinn 29. september 1967 bauðst Johnson til þess að fara sjálfur, eða senda Dean Rusk hvert á land sem væri til friðarviðræðna um Viet- nam. Þetta kom fram í ræðu forsetans í San Antonio í Tex- ar. Hann sagði þá að loftárás um yrði hætt, þegar Hanoi- stjómin féllist á viðræður og þá myndi Bandaríkjastjóm vænta þess, að Hanoi nota'ði ekki hléið til árása í því skjmi að bæta hernaðarlega aðstöðu sína. Næst gera Bandaríkjamenn hlé 29. janúar, vegna áramóta- hátíðar Vietnama. Ætlunin var að hléið stæði í 36 klukku stundir, en afLýsa varð því, þar sem skæruliðar Viet-Cong og hermenn frá Norður-Viet- nam gerðu heiftarlegustu árás til þess tíma. Réðust þeir á marga flugvelli og herbæki- stöðvar, 8 borgir og bæi í mfð- hálendi landsins og nokkrar hafnarborgir. Bardagar geis- uðu í Saigon og Da Nang og gerð var tilraun til innrásar í sendiráð Bandaríkjanna í Saigon. Þessi árás meðan á vopnahléinu stóð setti óhug að mönnum og búizt var við hinu versta af hendi kommún- ista. Þessari stórsókn linnti ekki fyrr en eftir um það bil fjóra sólarhringa og búizt var við að 300.000 manns hafi misst heimili sín í henni. Eng an hafði grunað að meðal hinna fjölmörgu, sem streymt höfðu til Saigon til þess a'ð taka þátt 1 áramótahátíðahöld unum leyndust skæruliðar Viet-Cong. Borgir stóðu opn- ar. Skipulag árásarinnar var mikið og hún heppnaðist Áframhaldandi árásir komu siðan í kjölfar og mestallan febrúarmánuð virtist svo sem Norður-Vietnam ynni hvem sigurinn á fætur öðrum. Það er ekki fyrr en 27. febrúar að halla fer undan fæti fyrir kommúnistum og á hlaupárs- daginn tilkynnir franska stjórnin að Hanoi-stjómin sé fús til viðræðna, ef Bandarik in hætti loftárásum. Þessar leifturárásir urðu til þess að skipt var um yfirhers höfðingja í Vietnam. Hinn 31. marz ávarpaði Johnson banda rísku þjóðina og takmarkaði loftárásir á Norður-Vietnam svo sem áður er getið. Bauð hann Hanoi-stjóm til við- ræðna og leið svo og beið í nokkra daga. Hinn 4. apríl tilkynnti Ho Chi Minh, að hann væri reiðuibúinn. Stóð þá lengi í stappi um fundar- stað. Bandaríkin stungu upp á hlutlausum löndum sem fundarstöðum, en Hanoi neit- a’ði ávallt. Hanoi-stjómin stakk upp á fjöldamörgum viðræðustöðum í kommún- istaríkjum og Bandaríkin neit uðu. Loks samdist um París sem fundarstað 3. maí og 10 dögum síðar hófust fundir. Síðan hafa þessir fundir staðið yfir og verið haldnir hvern miðvikudag. Viðlbrögð fólks hafa verið mismunandi. T.d. hefur það verið álit Rússa a'ð eitthvað þyrfti að breytast í þessu vandasama deiluháli, en aðrir t.d. Mao formaður hefur lýst því yfir, að samn- ingafundirnir væru samsæri heimsvaldasinna. Tapaði veski með 30 þús. kr. MAÐUR tapaði í fyrradag 30 þúsund krónum, en hann varð tfyrir því óhappi að týna veski sinu. Veskið kom þó aftur í leit- iraar, en peningarnir voru þá horfnir. Maður þessi hafði farið í banka og tekið út sparimerki fyrir 'kr. 30 þúsund. Fór hann síðan til vinnu sinnar á Lindar- götu, en um kvöldið fór hann að borða á Gamla Garði, en upp- götvaði Þá sér til skelfingar að veskið var horfið. Veskið fannst þó síðan á Lindargötunni og vaT skilað á lögreglustöðina, en eng- ir peningar voru þá í því. Nú er skorað á þann, sem pen- ingana hefur tekið, að senda þá á lögreglustöðina, því að honum má ljóst vera, hversu bagalegur þessi mikli peningamissir er fyr- ir manninn. Eins eru fullorðnir, ef þeir verða varir við að imgl- ingar eða böm hafi óvenju mikla peninga um hönd, beðnir um að tilkynna það á lögreglu- stöðina. STAK8TEINAR Fást ekki til að svara Undarlega hljótt hefur verið um unga framsóknarmenn eftir að Mbl. beindi fyrirspurnum fil þeirra um stjórnarkjör á Laugar vatni og reikninga SUF, er birt ir voru í Tímanum. Hefði þó mátt búast við skjótum viðbrögð um eftir herlúðrablástur spá- fugla Eysteinskunnar fram til þess að fyrirspum Mbl. var bor- in fram. S.l. þriðjudag var þögn in toks rofin og var röddinn næsta aumleg. Reynt var með yfirklóri að breiða yfir Iaumu- spilið á Laugarvatni, en spurn- ingum um reikninganna látið alls ósvarað. Greinarhöfundur segir, að sjald an eða aldrei hafi ríkt jafn- mikil samstaða og eining um stjóraarkjör SUF og á Laugar- vatni, sem sjáist bezt á því, að tillögur uppstillinganefndar hafi verið samþykktar einróma. Rétt er það, að ekki komu fram aðfr- ar tillögur, en vert er að rifja upp hvaða aðferðum var beitt til að ná umræddri „einingu og sam stöðu“. Þeir Ólafur Ragnar Gríms son og Baldur óskarsson urðu varir við það snemma á þing- inu, að veldi þeirra stóð ekki eins traustum fótum og þeir hugðu. Að verða sparkað út úr stjórn SUF var þéim spáfuglum og læiriföður þeirra. Eysteini Jónssyni, óbærileg tilhugsun. Sam kvæmt dagsskrá skyldi stjórn- arkosningin fara fram í lok þingsins, en þar sáu þeir félag- ar sér leik á borði. Var stjóra- arkosningunní skotið inn milli dagskráriiða á sunnudagsmorgni, þegar búið var að smala þeim fulltrúum er tryggir þóttu. Stór hluti fundarmanna var hins veg ar fjarverandi og urðu ókvæða við, þegar þeim barst fréttin, en gerðu ekki kosninguna að hávaða máli, enda var þá komið að því að minnast afmælis sambandsins Greinarhöfundur reynir að klóra yfir athæfið í Tímanum, en minna fór fyrir svörum hjá honum og hans félögum þegar Halldór E. Sigurðsson alþm. gerðið umrædd- an atburð að umtalsefni á ráð- stefnu Framsóknarflokksins á Selfossi fyrir nokkru og átaldi þessi vinnubrögð. Fagurt fordæmi? Með birtingu reiknings SUF í Tímanum fylgdu þau ummæ<i að með þessu væri áætlun sam- takanna að gefa öðrum stjórn- málasamtökum fordæmi um op- ið frjálslynt starf. En eins og bent hefur v-srið á í Mbl. voru á reikningsbirtingunni nokkrir meinbugir. Hann náði aðeins yfir helmíng starfstímabils stjóraar SUF og á rekstrarreikningi var einn liður, er nefnist afskrift bifreiðar, en engin grein gerð fyrir eignum sambandsins. SUF var beðið að birta efna- hagsreikning yfir allt tímabílið, til þess að betur mætti glöggva | sig á þessu atriði. Hefði mátt ætla, að ekki stæði á svörum hjá þeim sem hugðust ganga á undan með fögru fordæmi. En svo und- arlega bregður við, að við þessari spurningu fæst ekkert svar. Það er nú öllum ljóst, að spáfuglarn ir munu ekki treysta sér til þess- arar b'irtingar og má geta sér til, hvers vegna þeir kjósa frekar þanin kostinn að þegja þunnu hljóði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.