Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 14

Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 Útgeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmrmdsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar KrÍ3tinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. SKRÍLSLÆTI VERÐA EKKI ÞOLUÐ Á undanförnum mánuðum hefur það hvað eftir annað komið fyrir, að fá- mennur hópur kommúnista hefur efnt til skrílsláta á göt- um úti, framið skemmdar- verk á húsum og öðrum verð mætum og hreytt ókvæðisorð um í vegfarendur. Lögreglan hefur sýnt þeim, sem fyrir þessum skrílslátum standa, mikla þolinmæði og gætt þess vandlega að skerða í engu þann lýðræðislega rétt manna að efna til friðsamlegra mót- mælaaðgerða, en skrílslæti kommúnista eru fyrir löngu komin út fyrir þau takmörk. Kommúnistar beittu sér fyrir skrílslátum í sambandi við ráðherrafund Atlantshafs bandalagsríkjanna, sem hald- inn var hér í sumar og leituð- ust þar með við að vanvirða íslendinga í augum erlendra manna. Þeir hikuðu ekki við í því tilviki að svíkja loforð, sem þeir höfðu gefið lögregl- unni þá,/um framkvæmd frið- samlegra mótmælaaðgerða. Fyrir nokkrum dögum efndu kommúnistar til skríls- láta fyrir framan Alþingishús ið, brutu þar fjölmargar rúð- ur og ollu tjóni á öðrum verð mætum. Samskonar atburðir endur- tóku sig nú um helgina að loknum útifundi sem Alþýðu samband íslands efndi til sl. sunnudag. Rétt og skylt er að geta þess að forráðamenn ASÍ hvöttu fólk til að fara með friði, en fámennur hópur kommúnista hafði þau orð að engu, hafði uppi skrílslæti við stjórnarráðshúsið og síðar voru fjölmargar rúður brotn- ar í Alþingishúsinu. Ljóst er að leiðtogar Komm únistaflökksins líta með vel- þóknun á þessi skrílslæti og eftirtektarvert er, að komm- únistablaðið tekur jafnan upp hanzkann fyrir þá, sem að skrílslátunum standa og skýr- ir með mikilli ánægju frá at- burðum sem þessum. Síendurtekin skrílslæti af þessu tagi og skemmdarverk, sem valdið hafa verulegu tjóni á verðmætum gera það hins vegar að verkum að ekki er hægt að þola slíka fram- komu lengur. íslendingar búa í lýðræðis- þjóðfélagi og borgarar þess hafa fullan rétt til að mót- mæla á friðsamlegan hátt. En annað mál er, þegar fámenn- ur og skipulagður hópur kommúnista veldur verulegu tjóni á verðmætum og gerir aðsúg að fólki. Það ber að taka hart á slíku framferði og láta þá sem fyrir þvi standa og taka þátt í því sæta fullri ábyrgð. Vandamál ís- lenzku þjóðarinnar verða ekki leyst á götunni með grjót kasti. Þau verða leyst svo sem lýðræðislegir stjórn- arhaettir okkar segja til um og það verður kommúnistum að lærast. Það hafa þeir greini lega ekki gert enn en þá verð ur að gera ráðstafanir til þess að kenna þeim almenna mannasiði og þá umgengis- hætti sem hér tíðkazt. HAGUR HINNA LÆGSTLAUNUÐU Cjjálfsagt er engum betur ^ ljóst en einmitt ríkis- stjórninni og stuðningsflokk- um hennar hvílíkar búsifjar efnahagserfiðleikarnir munu hafa fyrir landsmenn alla og þó fyrst og fremst hina lægst launuðu. Ríkisstjórnin hefur einnig gefið skýrar yfirlýsing ar um það, að hún muni beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að bæta hag hinna lakast settu í kjölfar gengislækkun- arinnar. Forsætisráðherra, Bjami Benediktsson, lýsti yfir því í ræðu á Alþingi fyrir u.þ.b. einni viku, að- ríkisstjórnin hefði í hyggju að auka bætur almannatrygginga um 150 milljónir króna og þyrfti að finna leiðir til þess að þeir fjármunir kæmu fyrst og fremst til góða hinum lak- ast settu. Jafnframt lýsti for- sætisráðherra yfir því að rík isstjórnin væri reiðubúin til samráðs við verkalýðssamtök in um aðrar ráðstafanir til þess að ná þessu marki og nefndi m.a. nauðsyn þess að útvegað yrði meira fjármagn til húsnæðismála. Væntanlega munu allir stjórnmálaflokkar sammála um nauðsyn þess að tryggja hag hinna lægst launuðu í kjölfar gengislækkunarinnar og ennfremur má ganga út frá því sem vísu að verkalýðs samtökin muni einnig vilja stuðla að hinu sama. Er þess því að vænta að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar í þess um efnum. uzJMsm * Kynvilla í kvikmyndum KYNVILLA, sem lengi var baninorð í ameóslkuim kvik- myndum, er nú orðið geysi- vinsaelt viðfangsefni krvik- myndafram'leiðenda. Nokkrar kvikmyndir, sem fjalia um kynvillu., eru nú í framfeiðsl'U. Þarnia er ekki eingöngu um að ræða lítil kvikmyndafélög, eiins og sann ast á einni nýjustu mynd Warner-bræðra, „Reflections in a Golden Eye“. Þessi mynd hins íræga leik- stjóra Jöhn Hustons, sem gerð er eftir einni af fyrri skáld- sögum Carson McCuiiers, sýnir Marlon Braindo í hlut- verki liðsforingja í landhern- um, sem hefur bælda tílhneig- ingu til kynvillu. Hainin er kvæntur Elisabeth Taylor, en áhugi hans beinist meira að ungum, óbreyttum liðsmamni, sem hefur gamian af aið hiaupa strípaður um nærligigjamdi skóga. Slíkt viðfangsefni hefði ver íð alger bannvara á tímum kvikmyndajöfrannia Wiil Hay- es og Eric Johnsitons, framleið enda, sem sjálfir settu siða- reglur. Reglurnar hljóðuðu svo: „Kvikmyndir eiga ekki að gefa í skyn, að litnar séu með jafnaðargeði óæðri teg- uindir kynferðislífs né að slík ur öfuguggahéttur sé algemg- ur. Afbrigðileg kyinhvöt eða nokbur tilvitnun í slíkt er stranglega bönnuð í kvikmynd um“. Þá voru eimniig „hommi“ og „lesbía" bamnorð. Það var með nýjum reglum kvikmyndaiðniaðarin8, sem bornar voru fram af hinum nýja formamni samrba'ka kvik myndaframleiðenda, Jaok Val enti, að ákvæðunum um þetta efni var breytt. Nú hljóðar það svo: „Ekki sbal réttlæta ólögmætt kynlíf. Vægt sbal faira í sabimar og af miki'lli gát, þegar fjalLað er um óeðli í kynferðismáium". Það var ekki fyrr en þessar nýju reglur höfðu tekið gildi sem mynd eins og „Reflections in a Golden Eye“ gat komizt fram hjá kvibmyndaeftirlit- inu, — þó með því fororði, að „mynd,in er ætfuð fullþrosba áhorfendum“. Reyndar hefur kynvilla komið við isögu í fá- einum kvikmymdum síðustu ára, en aldrei áður á svona hispursiausan máta. Árið 1961 kvibmyndaði William Wyier aftur „The Childrens Hour“, sem hann gerði áður árið 1936 undir nafniniu „These Three“ eftir leikriti Lillian Helmans um les’bískt ástaxsamband. Síðari Marlon Brando útgáfam sýndi ást Sihirley Mc Laines á Audrey Hepburn. Myndin hlaut slæmar viðtök- ur. Bæði í „Advise and Con- sent“ og „The Best man“ var kynvill'a stjórnmáliamainna notuð sem möguíeg ástæða fjárkúgumar. í „The Haunting“ fóru Claire Bloom og Julie Harris með hlutvenk lesbísiks pars. Og í kvikmydunum „Tea and Sympathy", „Cat on a Hot Tin Roof“, „Suddenley Last Summer“ og „The Group“ er látið liggja að kyn- villu. Kvikmyndaframleiðendur í Evrópu hafa notið aligers frj'álsræðis af háifu kvik- myndaeftirlits, og þeir hafa lengi fjallað um kynvillu eins og t.d. í „La Dolce Vita“, „A Taste of Honey“ (Hun- angsilmur) og tveimur útgáf- um af ævisögu Oscars Wilde. Neðan j arðarkvikmyniagerðar menn í Ameríku hafa látið hendur standa frarn úr erm- um og veitt flóði af kynvil'lu- myndum inn á markaðinn. Slík áhrif, auk meira frjáls Lyndis almennings í Bandaríkj unum nú á tímium, hafa leitt kvikimyndafraimleiðendur í Hollywood til að reyna að túlba kynviílu á hreiinskilnis- legri hátt. Ein af naesibu kvik- myndum Wairner-bræðra, „The Fox“, verður seinniilieiga ein hin djarfasta af slíkum myndium. Þar leikur Sandy Dennis (leikur í „Hver er hræddur við Vinginíu Woolfe“) stúliku, sem er ást- faimgin af Anne Heywood. í einu atriðinu sés't parið kyssast. Robert Aldrich er að undir- búa kvikmyndun ieiikritsins, „The Ki'lling of Sister George", sem hlaut geysitega aðlsókn á leiksviði í London, en minni í New York. Það fjallar um útvarpsteikikonu hjá B'B'C, sem býr með ungri, einfaildri konu. Hjá Twen'tieth Century Fox er vefið að vinma að töku kviikm’yndariinnar „The Detec- tive“, sem fjallar um morð á kyn'villimgi. Aðalhiutverkið leikur Fran'k Simatra. Kvikmyndaféliag Warner- bræðra hefur boðað töku myndarinnar „The Well of Happiness", eftir skáldsögu Radclyffe Halfs, sem út kom 1928 og snýst um kynvililtar konur. Sarna félag er nú að taika kvikmyndina „The Sargeant'1. Efni hennar er kynferðislegt sambaind tveggja amerískra hermanna, sem staðseittir eru í Evrópu. Aðal- hlutvérkin leika Rod Steiger og John Fhilip Law. I leit sinni að nýjum við- fangsefmum má vera að kvik- myndafrömuðunum í Holly- wood yfirsjáist ein spurning, hvort efnið kyTnvilla seljist kvikmyndahúsgestum í Bamda ríkjunum almennt eða til ann arra landa. Þóitt neðanjarðarkvikmynd- ir um kynvilliniga hafi blómstrað í New York, San Framcisco og Hollywood, hafa vinsældir þeirra reynzt treg- air í fl'estum öðruim borguim. (AP- Bob Thomias.) Jemenfeögum sleppt gegn tryggingu ÞRÍR arabískir feðgar frá Jem- en hafa neitað sakargiftum um að hafa gert samsæri um að ráða nýkjörinn forseta Bandaríkj- anna, Richard M. Nixon, af dög- um. Feðgarnir, Ahmed Rageh Nam er, 43 ára, og synir hans, Huss- ein, 22 ára og Abdo, 19 ára, voru ákærðir á miðvikudaginn og neit uðu sakargiftum þegar þeir voru aftur leiddir fyrir rétt í dag til yfirheyrslu. Gengið var að kröfu verjanda um að tryggingu, sem þeim verður sleppt gegn, yrði lækkuð úr 100.000 dollurum fyr ir hvern þeirra í 25.000 dollara. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær réttarhöld fara fram í máli feðganna, en ef þeir verða fundn ir sekir eiga þeir á hættu að Framhald á bls. 17 - LAS SNORRI? Framhald af bls. 15 hin skemmtilegaisba, eims og hainn sjálfur komst að orði — „og sú síðasta. AHt er þá þreninit er“. — Hinar tvær ferðir mínar hingað voru báðar stórkost- legar og akemimitilegar. Fyrst kom ég hingað á Snorrahátíð- ina í Reykhoiti og síðaiH er Hekla gaus, báðar tengdar stórfeniglegum atburðum. Ég á margair lifandi og ljósar minningar úr þessum ferðum. Það er ógleymainlegt að miinn ast konunnair í Reykholti og gainga þar á sörnu jörð og hinn mikli sagnajöfur Snorri Sturluson. Náttúruhamfarir Heklu líða mér ebki heldur úr minni, frekair ein bóndinn á Hlíðairenda, sem nýlega hafði fundið hauskúpu í lamd- areigin simini og famn henni þeg air atað í sögunni. Raiunar vissi hann ekki hvort hún var 200 ára eða 800 ára, en hún gat í huga hanis umsvifalaiust falfið inin í fornsögunnar. Að loknu þessu stutta raibbi kveðjum við þennan liisbunn- andi og sögufróða öldiung sem með geiialandi 'gleði lifiir forma atburði og lýsir reynslu siinn i af aindams jöfrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.