Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968
geta náð þarna inn, og það var
líkast því sem húsið og allt sem
í því var, hefði ekki verið snert
í heila öld, að fóðruðu stólam-
ir, borðin á stangli, slagharpan
og postulínið hefði alltaf staðið
á sama stað. Jafnvel stækkaðar
ljósmyndir á veggjunum, í svört
um umgerðum, voru líkastar því
sem þær væru frá bernskuár-
um ljósmyndunarinnar. Karlmað
ur með flibba frá fyrri öld, uppi
yfir arninum, var með mik-
ið kjálkaskegg og hinumegin
kona um fertugt, með hárið skipt
í miðju spennti greipar og líkt-
ist mest Eugeníu keisaradrottn-
ingu.
Gamla konan sjálf, sem hefði
getað verið hlaupin út úr einum
þessara myndaramma, var á
vappi við hliðina á þeim, benti
þeim til sætis, og spennti greip-
ar eins og einhver líknarsystir.
— Ég vil nú ekki vera forvit-
in, herra aðalfulltrúi, en sonur
minn leynir mig engu. Við höf-
um aldrei verið aðskilin, enda
þótt hann sé nú kominn yfir
fimmtugt. Ég hef enga hugmynd
um erindi yðar hingað, og aður
en ég ónáða hann, vildi ég gjarn
an vita ...
Hún lauk ekki setningunni, en
leit á þá á víxl með náðarsam-
legu brosi.
— Sonur yðar er giftur, er
ekki svo?
— Hann hefur verið tvígiftur.
— Er seinni konan hans
heima?
Ofurlítill sorgarsvipur leið yf
ir andlit gömlu konunnar, og
Boissier tók að krossleggja á
sér fæturna og rétta úr þeim á
víxl, því að á svona stað kunni
hann ekki rétt vel við sig
— Hún er ekki lengur hjá
okkur.
Hún gekk hægt og lokaði dyr-
unum, en sneri svo aftrn og sett-
ist á eitt hornið á legubekknum,
og rétti úr bakinu, eins og stúlk-
um er kennt í klausturskólum.
- Ég vona að hún hafi ekki
gert neina vitleysu af sér? sagði
hún lágt.
En þegar Maigret gegndi
þessu engu, andvarpaði hún áð-
ur en hún hélt áfram:
— Ef það er eitthvað henni
viðkomandi, þá er rétt af mér að
spyrja yður að því, áður en ég
ónáða son minn. Það er hennar
vegna, sem þér eruð kominn, er
ekki svo?
Gaf Maigret eitthvert sam-
þykki til kynna? Ekki varð hann
þess var sjálfur. Til þess var
Kaupmeim ?
tryggið
Jólavarninginn
sérstaklega
með pvi að taka
trqggingu
til skamms tima.
spyrjizt fyrir um
skilmála og kjör.
hann of ringlaður af öllu and-
rútms'loftinu þarna í húsinu,
þó enn meir af þessari konu,
en bak við alla hógværðina í
framkomu hennar, mátti merkja
ósveigjanlegan viljastyrk.
Allt þarna kring um hana bar
vott um góðan smekk: fötin,
hreifingar hennar og svo rödd-
in. Það hefði mátt búast við að
hitta hana í einhverri höll, eða
þá öllu heldur á einhverju þess-
ara gömlu herrasetra í sveit, sem
voru eins og fornminjasöfn.
— Eftir að sonur minn missti
konuna fyrir fimmtán árum, lét
hann sér ekki til hugar koma, ár-
um saman, að giftast aftur.>
— En hann gifti sig nú samt
fyrir tveimur árum, ef mér ekki
skjátlast?
Hún virtist ekkert hissa á þess
um fróðleik hans.
— Já, vissulega. Fyrii há'lfu
þriðja ári. Hann gekk að eiga
konu sem hafði verið sjúkling-
ur hans, og var einnig komin af
léttasta skeiði. Hún var þá fjöru
tíu og sjö ára. Hollenzk að upp-
runa, en átti heima í París, ein
síns liðs. Ég verð nú ekki eilíf.
Eins og þér getið séð, er ég kom-
in undir áttrætt.
10
— Þér lítið ekki út fyrir það.
— Ég veit. Móðir mín varð
níutíu og tveggja og ammamín
fórst af slysförum níutíu og átta
ára gömul.
— En faðir yðar?
— Hann dó ungur.
Hún talaði rétt eins og þetta
skipti engu máli, eða öllu heldur
rétt eins og karlmenn væru
dæmdir til að deyja ungir.
— Ég ýtti nú næstum undir hann
Guillaume að gifta sig aftur,
með því að segja honum, að þá
þyrfti hann aldrei að verða ein-
mana.
— Var hjónabandið óham-
ingjusamt?
— Það vil ég ekki segja. Ekki
til að byrja með. Ég held, að
aðalvandræðin hafi stafað að
því að hún var útlendingur. Það
er a'llt mögulegt smávegis, sem
fólk getur aldrei vanizt. Ég veit
varla hvernig ég á að koma orð-
um að því. Það er nú til dæmis
mataræðið. Einum þykir þetta
gott og öðrum hitt. Kannski hef-
ur hún líka haldið, þegar þau
giftust, að hann væri miklu rík-
ari en hann er.
— Hafði hún engar tekjur
sjálf?
— Jú, eitthvað. Hún var ekk-
ert illa stæð, en með öllum þess-
um verðhækkunum ...
— Hvenær dó hún?
Gamla konan glennti upp aug
un.
— Dó?
— Afsakið, en ég hélt hún
væri dáin. Sjá'lf talið þér um
hana í liðinni tíð.
Hún brosti. — Það er ekki
nema satt. En ekki af þeirri á-
stæðu sem þér haldið. Hún er
ekki dauð nema hvað okkur snert
ir, þá er það sama sem, því að
hún er farin frá okkur.
— Eftir rifrildi kannski?
ALMENNARH
TRYGGINGAR HE
SfMI 17700
rafh/öður
fyrir
ö/l viðtæki
Heildsala-smásala
VILBERG &
ÞORSTEINIM
Laugavegi 72 sími 10259
_____________i
— Það er ekki mín sök slæm frammistaða, það er einhvert
ólán yfir borðinu sem ég sit við.
— Guillaume er ekki þannig
maður, að hann rífist.
— Var þá rifrildið við yður?
— Ég er orðin ofgömul til að
rífast. Ég þekki lífið ofvel til
þess og ég lofa öllum að . . .
Hvenær fór hún héðan?
— Fyrir tveimur dögum.
— Sagði hún ykkur, að hún
væri að fara?
— Við sonur minn vissum að
hún myndi fara áður en lyki.
— Hafði hún minnzt á það?
— Já, oft og mörgum sinnum.
— Og færði hún nokkur rök
fyrir því?
Hún svaraði ekki strax, en
virtist vera að hugsa sig um.
Vi'ljið þér, að ég segi hrein
skilnislega, hvað mér finnst? Ef
ég hika við það, þá er það bara
af því að ég er hrædd um, að
þér farið að hlæja að mér. Ég vil
ógjarna ræða slíka hluti í viður
vist karlmanna, en ég býst við,
að lögreglumaður sé, hvað það
snertir, sama sem læknir eða
prestur.
— Eruð þér rómversk-kaþólsk
frú Serre?
— Já, en tengdadóttir mín var
mótmæ'lendatrúar. En það kom
ekki að neinni sök. En skiljið
þér, hún var á óheppilegum aldri
fyrir konur. Við verSum allar,
meira eða minna, að komast yf-
ir tímabil, þegar við erum ekki
eins og við eigum að okkur. Við
þjótum upp út af smámunum. Og
okkur hættir til að líta á hlutina
frá skakkri hlið.
— Ég skil. Svo að þessi var þá
I ástæðan?
í — Já, sennilega þessi og svo
sitthvað fleira, líklega. Loks var
svo komið, að hún hugsaði ekki
um annað en föðurland sitt, Ho'l-
land, og var allan daginn að
skrifa vinkonum sínum, sem hún
hafði haldið sambandi við þar
heima fyrir.
*— Fór sonur yðar nokkurn-
tíma með henni til Hollands?
— Aldrei.
— Svo að hún fór þá á þriðju
daginn?
— Hún fór með lestinni kl.
9.40 frá Norðurstöðinni.
— Næturlestinni?
— Já, hún hafði verið allan
daginn að taka saman dótið sitt.
— Fór sonur yðar með henni á
stöðina?
— Nei.
— Tók hún leigubíl?
— Já, hún fór að ná sér í bfl
19. NÓVEMBER
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Veröldin brosir í dag við þér, svo að þú skalt byrja á nýjan
leik. Taktu varlega tilboðum, sem eru full nýjunga nema þú
fáir ráð hjá sérfræðingum.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Það er gegnt eðli þínu að vera hversdagslegur svo að þú skalt
sýna umburðarlyndi í dag.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Treystu aðeins staðreyndum í dag. Eitthvað er ekki eins og
það á að vera jafnvel í hversdagslegustu verkum, svo að þú
:,kalt gefa þér tíma til að gæta vel að, hvað það er.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Talaðu hreint út, því að fólk tekur allt bókstaflega. Reyndu
að gera eitthvað fyrir unga fólkið.
Ejónið 23. júlí — 22. ágúst
Fjölskyldufundur getur greitt flækju, og gættu þess vel að
íara ekki út af línunni.
Meyjan 23. ágúst — 22 sepbember
Góður dagur til skapandi listar. Eitthvað kann að fara ofan
garðs og neðan. Lagfærðu nýjar hugmyndir, áður en þú notfærir
þér þær.
Vogin 23. september — 22. október
Notaðu aðeins staðreyndir, fáar, en því haldbetri, Ráðgaztu
um við einhvern, áður en þú ferð að styðjast við þær.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Hversdagsverkin geta verið nógu skrautleg án þess að fólk
reyni beinlínis að koma sér í klandur. Farðu þér hægt, það
borgar sig, er fram l sækir.
Bogmaðurinn 22. nóbcmber — 21. desember
Farðu eins mikið í kringum hlutina og þú frekast getur og
þú verður margs vísari.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Félagslifið er skemmtilegt og spennandi. Vertu stuttorður, þvi
annars kann það að valda misskilningi. Upplýsingar eru ófull-
komnar, svo að þú skalt sannprófa allt sem þú fréttir.
Vatnsberinn 21. janúar — 18. febrúar
Nýjar fréttir eru arðsamar og gagnlegar. Gættu vel allra stað-
reynda og upphæða. Skemmtu þér í kvöld, en haltu aftur af
íómantíkinni.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Haltu áfram að reyna. Nú er gott að skipuleggja vel allt sem
þú ætlar þér að fræðast um