Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMftER 1968 Tveir ósigrnr en góð lexín ISLENZKA landsliðið sótti ekki sigra í greipar V-Þjóðverja í landsleikjunum hér um helgina, en góða lexíu — ef vel verður á spöðunum haldið á næstunni. Við töpuðum fyrri leiknum naumlega 22:21 en hinum síðari með meiri mun 24:19 — og í þeim leik fengu handknattleiksunnendur að sjá einn svartasta leikkafla, sem um getur. Því verður ekki mótmaelt, að Þjóðverjar hafa sterkara liði á að skipa — en þó ekki svo sterku að við eigum að vera þess megnugir að sigra þá á heima- velli. Leikaðferðir þeirra eru óiikar því, sem við höfum átt að venjast hjá öðrum handknatt- leiksþjóðum, og virustt koma al- gjörlega flatt upp á islenzku leikniennina. Orsakanna fyrir báðum þess- um ósigrum er að leita í vam- arleiknum, þvi að íslenzka liðið kunni ekki svörin við sóknarleik Þjóðverja. Gestirnir Iéku hraðan samleik fast upp við flata vöm íslenzka liðsins, og þar sem vam armenn okkar fóm ekki nóg á móti Þjóðverjunum, áttu hinir siðamefndu auðvelt með að opna vömina og skapa sér svigrúm fyrir gegnumbrot. Einnig er það staðreynd, að við eigum ekki eins góðum mark vörðum á að skipa og flestar sterkustu handknattleiksþjóð- imar, en að þessu sinni verða þeir vart sakaðir um slælega markvörslu. Flest mörk Þjóð- verjanna voru með þeim hætti, að markverðimir stóðu gersam- lega berskjaldaðir fyrir þeim, og hefðu þau nægt til að koma flest- um markvörðum úr ,rstuði“. Einnig er ljóst að við eigum jafn góða — og jafnvel betri — sókn- arleikmenn og langskyttur og sterkustu handknattleiksþjóðir veraldar, og margar þeirra hefðu eflaust prísað sig sælar að skora 40 mörk hjá v-þýzka landsliðinu í tveimur leikjum. En efi er á því að þessi landslið hefðu feng- ið á sig 46 mörk í sömu leikjum. Þess vegna beinast augun að varnarleiknum. Þer er potturinn brotinn og þar er lagfæringar þörf. Auðséð er, að sumir af landsliðsmönnum okkar hafa aldrei lagt neina rækt við vam- arleik, hefur kannski ekki hvarfl að að þeim, að hann er engu þýðingarminni póstur í hand- knattleik en sóknarleikmenn skora tvi- eða þrívegis fram hjá sama varnarleikmanni í röð án þess að sá virtist gera sér nokkra grein fyrir því hvað á b.iátaði. Sumir þessara leikmanna ero í hópi hinna yngri í liðinu, og verð ur ekki öðru trúað en þeir séu þess umkomnir að Iagfæra þessa galla með góðri leiðsögn — og kannski fyrst og fremst með dugnaði og samvizkusemi við æfingar. Og það hlýtur að mega gera þær kröfur til landsliðs- manna. — B. V. — Þjóðverjar sigruðu í fyrri leiknum naumlega 22 gegn 21 Myndin er ekki frá innaanhúss- knattspyrnumóti, eins og mörgum kann að virðast, heldur frá siðari leik íslands og V-Þjóðverja í handknattleik. Það er fyrirliði íslenzka landsliðsins, Ingólfur ósk- arsson, sem sækir að marki Þjóðverja. Horfur á stórsigur Þjóðverjanna — en sfaðan breyttist lítið eitt til batnaðar á siðustu minútunum ÍSLENZKA liðið fékk ekki neina óskabyrjun í fyrri leikn- um við Þjóðverja. — Þeir áttu þrjú stangarskot í fyrsta fjórð- ungi leiksins og létu verja hjá sér vitakast. Skoruðu Þjóðverj- arnir þrjú fyrstu mörk leiksins, en Ingólfur skoraði fyrsta mark íslands laglega á 7. mín. Þjóöverjarnir héldu forust- unni, sem þeir höfðu náð í upp- hafi, út fyrri hálflfeik og nokkr um sekúndum fyrir leikslok ihöfðu þeir 13:10. En þá tókst Jóni Hjaltalín að jafna stöðuna aðeins með fallegu manki, þann ig að í hálfleik var staðan 13:11. Skoruðu Jón, Ingólfur og Geir öll mörk íslands í þessum hálf- leik að einu undanteknu. Ingólfur skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins, en Þjóðverj ar náðu þrátt þriggja marka forskotinu aftur og um miðjan hálfleikinn höfðu þeir yfir 19: 15. Einar Magnússon bætti stöð ■una nokkuð með tveimur ágæt- um mörkum, en Peter Bucher svaraði fyrir Þjóðverja. Bezti leikkafli íslenzka liðsins var síðustu 10—15 mínútumar. Nýliðinn úr Val, Jón Karlsson, kom þá inn á, og breyttist sókn arleikur liðsins mjög til batnað ar. Staðan var orðin 21:18, en þá skora íslendingar þrjú mörk í röð og jafna. Voru Ólafur, Auðunn oig Geir þar að verki. Áttu þeir tækifæri á því að ná yfirhöndinni, en Ingólfi mis- tókst skot og upp úr því skor- aði Herbert Lúbking sigurmark- ið. Þýzka iandsliðið er með skemmtilegri liðum, sem hér ■hafa leikið. Leikmenn þess eru mjög jafnir og fjöllhæfir, bæði í varnar- og sóknarleik. Þeir hafa yfir ágætum skyttum að ráða, sem eru um leið mjög snjall ir gegnumbrotsmenn. — Beztir Þjóðverjanna voru Hertoert Lúbkimg, sem átti eftir að reyn- ast íslenzka liðinu enn erfiðari í síðari leiknum, og Bernd Munck sem er lykilmaðurinn að sam- Leik liðsins. Hjá íslendingum var IngóJfur beztur, en einnig átti Geir fraim an af ágætan leik. Auðunn var traustastur í vörninni. Mörk íslands: Jón 7, Ingólfur 4, Geir 4, Einar 2, Gunnlaugur, Björgvin, Ólafur og Auðunn 1 hver. Mörk Þýzkalands: Lútoking 7, | Max Múller 5, Munok 3, Bucher 2, Kosmeh.1, Neu'haus, Heiner Möller, Hönnige og Ahrendsen 1 | hver. Frjalsíþrótta- deild KR AÐALFUNDUR Frjálsíþrótta- deildar KR 1968 verður haldinn í KR-húsinu þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjómin. UNNENDUR handknattleiks leið ekki sérlega vel meðaa á síðari leik íslands og V-Þýzkalands stóð. Var hreinlega skelfilegt að horfa upp á það, hvernig þýzku- leikmennirnir léku vörn íslands sundur og saman, ©g um tíma leit út fyrir stórsigur Þjóðverj- anna. En þetta fór betur en áhorfðist — ©g þó töpuðum við með fimm marka mun. Rennur því flesta í grun hvemig mönn- um hefur liðið meðan Þjóðverjar leiddu með 10 marka forustu. íslenzka landsliðið byrjaði nú mun betur en í fyrri leiknum, og fram undir miðjan hálfleik hélt það alveg í þýzka liðið. Þegar um 15 mínútur voru af leik var staðan 5:5 en upp úr því fór mjög að síga á ógæfuhliðina. Skoruðu' Þjóðverjarnir 11 mörk á móti þremur síðari hluta hálf- leiksins og gerðu þá út um leik- inn. Er þessi kafli einn hinn lé- legasti sem sézt hefur til íslenzks landsliðs. Sóknarlotur voru mátt- litlar svo að ekki sé talað um varnarleikinn. Landsliðið gerði ekki meira en svo að halda í við Þjóðverjana fyrri hluta síðari hálfleiksins, og um miðjan hálfleikinn var stað- an orðin 23:10. Þá loks fór að birta aðeins til — íslenzku varn- arleikmennirnir fóru að fara bet- ur fram á móti þýzku sókninni og rugluðu spil hennar og Jón Hjaltalín náði sér verulega á strik í sókninni. Skoraði hann 5 mörk til leiksloka og Einar eitt á móti einu marki Þjóðverja. Munurinn varð því „aðeins“ fimm mörk eða 24:19 Þjóðverj- um í vi!L Ekki er þörf á að fjölyrða um leik íslenzka liðsins frekar nema kannski síðasta fjórðunginn, er þeir sýndu loksins hvað í þá er spunnið. Jón og Auðunn verða að teljast beztir íslendinganna og gaman var að sjá aftur gömlu og góðu langskotin hans Gunn- laugs. Þó brugðust bæði hann og ólafur Jónsson illa í vörninni. Virtust þeir alls ekki átta sig á því hvernig þeir ættu að stöðva vinstri handar mennina þrjá í liði Þjóðverja. Lítið bar á Geir í leiknum, enda virtust Þjóð- verjarnir þekkja til hans og gættu hans afar vel. Þó hefði Geir mátt gera meira að því að leika Jón Hjaltalín upp — það gerir enginn leikmaður betur. Hjá Þjóðverjum voru það enn sem fyrr Lúbking og Munck, sem mestan usla gerðu | íslenzku vörninni en einnig er Peter Buche mjög skemmtilegur leik- maður. Þá var markvörðurinn frátoær, og gerði langskyttum okkar oft grammt í geði. Annars segja kunnugir að þetta sé sterk- asta landslið Þjóðverja, sem þeir hafi séð í langan tíma. Liðið er mjög jafnt og leikmennirnis jafnvígir á flesta þætti hand- knattleiksins. Mörk íslands: Jón Hjaltalín 7, Ingólfur 3, Geir, Gunnlaugur og Einar 2 hver og Jón Karlsson, Ólafur, Auðunn 1 hver. Mörk Þýzkalands: Munck 7» Lútoking 6, Múller 3 Könnige 3, Buchér 2, Neuhause 2, Grönn- ingen 1. Jón Hjaltalín var markhæstur íslenzku leikmannanna í leikjunum gegn V-Þjóðverjum og skoraði 14 mörk. Hér er han n í skotfæri. NÝLIÐINN GJÖRBREYTTI LEIK LANDSLIÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.