Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 259. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUK 21. NÓVEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Setuverkföll stúdenta í Tékkó- slóvakíu breiðast út Sfúdentar i Bratislava taka á sitt vald háskólabyggingarnar Prag, 20. nóv. — NTB YFIK 15.000 stúdentar í Brati- slava lögðu háskólabyggingar sín ar undir sig í gærkveldi, er setu verkfall þaff, sem 60.000 stúdent- ar í Bæheimi og Mæri hófu, breiddist út til Slóvakíu. Samtímis þessu setuverkfalli stúdenta hófst tveggja daga fund ur í miðstjórn kommúnista- J flokksins í Slóvakíu og hefur f Gustav Husak, leiðtogi flokksins þar, gefið fyrirmæli um, að ekki verffi rætt um setuverkfall stúd- enta í blöðum. Husak var gagn rýndur harðlega á fundi yfir 1000 fréttamanna í Prag á þriðjudag fyrir afstöðu sína gagnvart blöðum í landinu. Setuverkfall stúdenta í Sló- vakíu hófst við landíbúnaðarlhá- skólann Nitra og breiddist síð- an út til báskólans í Bratislava. ! Að svo komnu var ekki vitað,1 'hvort stúdentar við háskólana í Kosice og Martin hefðu byrjað setuverkföll. Stúdentar í Bratislava neit- uðu að verða við kröfu stjóm- arinnar um að hætta setuverk- fallinu og lýstu viðbrögðum stjórnarinnar sem óviðeigandi. | Almenn afstaða á meðai stúd- enta virðist vera þessi í Brati- slava: — Við skulum bíða og fylgj ast með því, 'hvað stúdentarnir í Prag hafast að. Kvéðust þeir mynidu halda áfram setuverk- fallinu til fimmtudags, eins . og áformað hafði verið. Voru vegg- ir háskólabygginganna þaktir til vitnunum í Konfúsius, Karl Marx og Shakespeare, er stúd- entamir bjuggu sig undir fyrstu „hernámsnótt" sína. Margir menntamenn í Sló- vakíu létu í gœr í ljós stuðning Framhald á bls. 15 Telur tunglferðina mjög hættulega London, 20. nóv. NTB YFIRMAÐUR Jodrell-Bank stjörnurannsóknarstöðvarinnar, Sir Bernhard Lowell, hefur ein- dregið lagst gegn þeirri ákvörð nn Bandaríkjamanna að senda mannað geimfar umhverfis tunglið um jólin og segir miklar líkur til að þeir komist aldrei lifandi til jarðar. I viðtali við brezka blaðiff Evening News, sagði Lowell, að hin fyrirhugaða ferð ylli sér miklu hugarangri. I>að væri alls ekki næg vissa fyrir því að geimförunum tæk- ist að ná geimfarinu af braut sinni umhverfis tunglið og þótt þeim tækist það gætu þeir lent í miklum erfiðleikum með að komast aftur inn í gufuhvolfið. Þessi geimferð myndi alls ekki gefa Bandaríkjunum neitt for- skot framyfir Rússa. Hann væri hlynntur þeirri áætlun Rússa að kanna yfirborð tunglsins með 6- mönnuðum geimförum. Hann Raðast enn c vélnr Rcuðn Krossins Umuahia, Biafra, 20. nóv. AP ORRUSTUFLUGVÉLAR Nígeríu stjórnar halda áfram að gera ár- ásir á hjálparsveitir Rauða kross ins, sem fljúga með vistir til Bi- afra, á þeim forsendum, að þær beri engin auðkenni, sagði K. H. Jaggi, yfirmaður alþjóða Rauða krossins í Biafra í dag. Talsmaður stjórnar Biafra sagði hinsvegar, að flugvélar Rauða Krossins væru þær einu sem kæmust óhindraðar til lands ins því Rauði Krossinn styddi stjórnina í Lagos, stjórnmálalega. Hann sagði, að vopnaflutning- ar héldu áfram og að „sjóræn- kvaðst telja að Rússar yrðu fyrst ingjar loftsins" hefðu ekki getað ir til að senda menn til annarra | haft áhrif á þá. Hinsvegar kæmu hnatta og að fyrsta plánetan yrði ! árásir þeirra niður á sveltandi Marz. I fólki í landinu. Fjármagnsflóttinn frá Frakklandi hefur orðið svo mikill síð- ustu daga, að skapað hefur kviða víða og er þessi peningaflótti ein helzta ástæðan fyrir óróa þeim, sem kominn er upp í al- þjófflegum peningamálum. Fregnir hafa verið á kreiki um híla- raðir, sem væru á ferð burt frá Frakklandi með heilar „kistur“ af frönskum peningaseðlum, sem skipt skyldi fyrst og fremst í vestur-þýzk mörk. Mynd þessi er tekin af þeim Couve de Murville, forsætisráðherra Frakklands (til hægri), og Francois Ortoli, fjármálaráðherra, í Elysee-höllinni, er þeir gengu á fund de Gaulle forseta i því skyni að ræða við hann um erfiðleika frankans. Erfiðleikar í alþjóðapeningamálum: TIU RIKJA FUNDURIBONN TIL LAUSN- AR VANDANUM Gengisskráningu viðast hætt Bonn, 20. nóvember — NTB-AP — Fjármálaráðherrar I seðlabankastjórar svonefndra tívelda, þ.e. tíu mestu iðn- og | aðarlanda heims utan komm- Heimiirinn berst fyrir lífi Grikkjans sem vill fá að deyja Aþenu, Róm, London, Wash- ington, 20. nóvember AP—NTB GRÍSKA herforingjastjórnin var enn að hugleiða í dag hvort- og hvenær, hún ætti að láta taka Alexander Panagoulis af lífi. Mótmælaalda hefur farið um all- an heiminn og margir þjóðarleið togar hafa sent grísku stjóminni beiðni um að þyrma honum. Sá eini sem ekki berst ákaft fyrlr lífi hans er hinn dauðadæmdi sjálfur, sem krefst þess að aftak an fari fram, og neitar að undir- rita náðunarbeiðni, sem gætl breytt dómnum í fangelsisvist Lögfræðingur hans kom ekki til skrifstofu sinnar í dag og rit- ari hans gat engar upplýsingar gefið um hvar hann væri. Banda ríkjastjórn hefur beðið grísku stjórnina að fullnægja ekki dauða dómnum. Talsmenn stjórnarinn- ar sögðu, að hún hefði gert Grikkjum ljósa afstöðu sína, en vildu ekki segja hvort hún hefði sent formlega beiðni, eða farið aðrar leiðir. Páll páfi og Ú Thant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hafa báðir sent grísku stjórninni orðsendingar og beðið miskunnar fyrir Panagoulis. Full trúar 67 kommúnistaflokka, sem eru samankomnir í Budapest til að undirbúa heimsþing kommún- ista, gerðu hlé á fundarstörfum til að birta opinberlega beiðni um að lífi Grikkjans verði þyrmt. f London situr hópur manna fyrir framan gríska sendiráðið, meðal þeirra leikkonan Melina Mercouri. Áður en hópurinn fór þangað heimsótti hann Downing Street 10 og afhenti Harold Wil- son bænaskjal, þar sem hann er beðinn að beita áhrifum sínum til þess að Panagoulis verði ekki líflátinn. Og um heim allan hafa stærri og smærri hópar á ein- hvern hátt tekið þátt 1 barátt- unni fyrir lífi Grikkjans, sem krefst þess að fá að deyja. instaríkjanna, komu saman til fundar í Bonn í dag til þess að reyna að leysa þá erfiðleika, sem nú eru komn- ir upp í peningamálum heims. Beinist viSIeitni fund- arins einkum að því að draga úr þeim þrýstingi, sem franski frankinn hefur OirSiS fyrir, og aS koma í veg fyrir allt aS því hræSslublandna ofsaspákaupmennsku með vestur-þýzk mörk, sem haft hafa í för meS sér glundroða á alþjóðlegum peningamark- aði. • Kauphöllum í London París, Frankfurt og á öðrum mikilvægum stöðum var lok- að og engin gjaldeyriskaup eða sala fóru þar fram. ‘ Þannig hættu bankar í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð sölu og kaupum á erlendum gjaldeyri. Gengisskráning var yfirleitt afnumin alls Framhald á bls. 15 Tass: Ásakar Bandaríkin og Kóreu um vopnahlésrof Moskvu, 20. nóv. — AP RÚSSNESKA fréttastofan Tass hefur ásakað Bandaríkin og Suður-Kóreu um að hafa rofið vopnahléið milli Norður- og Suð ur-Kóreu, og segir ástandið orð- ið mjög alvarlegt af þeim sök- um. Fréttastofan sagði, að Bandarikin og leppar þeirra f Seoul gerffi allt sem þeir gætu til að auka á spennuna, ekki að- eins við hlutlausa beltið heldur einnig í Norður-Kóreu sjálfri. Ögranir þeirra yrðu sifellt hrokafyliri. Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.