Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1968 — Ef mér ekki skjátlast, var þessi skápur settur upp af Plac- hart, fyrir um það bil átján ár- um. Hann breytti ekki um svip. Hann stóð enn, meðan þeir fé- lagar sátu í skugganum og Mai- gret tók eftir sama þungbúna munnsvipnum og á manninum á myndinni, og sömu augnabrún- unum. Maigret fór að velta því fyrir sér, hvernig þessi maður mundi líta út með kjálkaskegg. — Ég tók eftir því þegar ég kom inn, að á útidyruunm er bæði keðja og öryggislás. — Það er nú algengt á úti- dyrum. — Þið móðir yðar sofið uppi á annarri hæð, er ekki svo? Serre svaraði þessu engu. — en lesstofan yðar og lækn- ingastofan eru á jarðhæðinni? Af einhverri hreyfingu hjá gömlu konunni, réð Maigret, að þessi herbergi lægju út frá dag- stofunni. — Væri yður sama þó að við litum þar inn? Hann dokaði við, opnaði munn inn og Maigret þóttist þess viss, að það væri til þess að segja nei. Móðir hans tók líka eftir þessu, því að nú greip hún fram í. — Hversvegna ekki verða við óskum þessara herra? Þá geta þeir sjálfir sér, að héi hefur ekkert innbrot verið. Maðurinn yppti öxlum, með þverúðarsvip, ólundarlegum sem fyrr, og fór ekki með þeim inn í næstu herbergi. Frú Serre vísaði þeim fyrst inn í lesstofu, sem var álíka friðsæl og gamaldags og dagstofan. Bak við stóran leðurfóðraðan hæg- indastól stóð 9tór járnskápur, málaður dökkgrænn og frekar úreltur að allri gerð. Boissier gekk að honum og strauk stálið með kunnáttumannssvip. — Þið verðið að afsaka, að hann sonur minn er í vondu skapi, en . ,. Hún þagnaði er hún sá son- inn standa í dyrunum, horfandi á þau með sama ólundarsvipn- um. Síðan veifaði hún hendi að innbu-ndnu bókunum, sem fylltu allar hillur og hélt áfram með uppgerðar-léttleika: — Þið skuluð ekki verða hissa, þó að þetta séu mestmegn is lögfræðibækur. Þær eru úr bókasafni mannsins míns, sem var málfærslumaður. Svo opnaði hún síðustu dyrn ar. Hér var húsbúnaðurinn al- vanalegri. Þetta hefði getað ver- ið venjuleg tannlækningastofa, með lyftustól og venjulegum áhöldum. neðri hlutinn af gluggarúðunum var ógagnsær. Á leiðinni ti'l baka gegn um lesstofuna, gekk Boissier að ein um glugganum, snerti rúðuna með einum fingrinum og sendi síðan Maigret þýðingarmikið augnatillit. — Hefur þessi rúða verið sett í nýlega? spurði Maigret. Það var gamla konan sem var fljót til svars. — Já fyrir fjórum dögum. Glugginn var opinn í þrumu- veðrinu, sem ég veit að þér munið eftir. — Fenguð þér glerskera hing að? — Nei. — Hver setti rúðuna í? — Sonur minn. Hann gerir sjálfur allt svona smávegis, og sér um flestar viðgerðir innan- húss. Við þetta svaraði Gui'llaume Serre, gremjulega: — Þessir herrar hafa ekkert leyfi til að ónáða okkur, mamma. Svaraðu ekki fleiri spurningum. Hún sneri sér þannig, að hún hafði hann að baki sér og brosti til Maigrets, rétt eins og hún vildi segja: — Skiptið ykkur ekki af hon um. Ég varaði ykkur við því. Hún vísaði þeim til útidyr- anna, en sonur hennar stóð kyrr í miðri setustofunni, og hún hallaði sér fram og hvíslaði: — Ef þið hafið eitthvað að segja við mig, þá reynið að koma, þegar hann er ekki heima. Þeir voru komnir aftur út í sólskinið óg fötin tóku þegar að límast við þá í hitanum. Þegar þeir voru komnir út fyrir hlið- ið — og marrið í því minnti enn á klausturshlið — sáu þeir á stéttinni handan götunnar Erne stine og græna hanntinn, þar sem hún sat við borð úti fyrir kránni Maigret dokaði við. Þeir hefðu sloppið framhjá henni. Færu 12 þeir að gefa sig að henni, liti það út rétt eins og þeir þætt- ust skyldugir að gera henni grein fyrir ferðum sínum Kannski til þess að láta allt líta vel út, spurði Maigret: — Eigum við að fá okkur einn lítinn þarna? Með spurn í sivpnum horfði hún á þá koma til sín. 3. kafli. — Hvað varstu að starfa í dag? spurði frú Maigret, er þau settust að matborðinu fyrir opn- um glugga. í húsunum fyrir handan göt- una, mátti sjá fólk vera að borða og þar sáust sömu hvítu blettirnir, því að állir húsbænd- urnir höfðu farið úr jökkunum r // Það jafnast ekkert á við Lark." IARK FtLTER CIGARETTES M ADE )N! U. S. A Lark filteiinn ex þrefaldur. RICHLY REWARDING UNCOMMONLY SMOOTH Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna — Það var leitt að enginn ge stanna skyldi biðja þig um að spila. og sátu snöggklæddir. Sumir höfðu lokið máltíðinni og studdu olnbogunum á gluggakitsuna. Tónlist heyrðist úr útvarpinu, krakkar grenjuðu og fólk brýndi raustina. Nokkrar hús- vörzlukonur höfðu farið með stólana sína út fyrir tröppurnar hjá sér. — 0,sosum ekkert sérstakt, sagði Maigret. Hollenzk kell- ing, sem okkur grunar að hafi verið myrt en er sennilega bráð lifandi einhversstaðar. Það var of snemmt að tála neitt nánar um þetta. Yfirleitt hafði hann gengið liniegla að verki. Þeir höfðu setið lengi úti fyrir kránni í Bæjargötu, þau Emestine, og af þeim þremur hafði Ernestine verið æstust. Hún var vantrúuð. — Svo hann sagði, að það væri ekki satt? Gestgjafinn kom með ölkoll- ur til þeirra. — Sannast að segja þá sagði hann ekki nokkurn skapaðan hlut. Það var móðir hans, sem hafði orðið. Hefði hann mátt ráða hefði hann fleygt okkur út. — Segir hann, að ekkert lík hafi verið þarna í lesstofunni? Hún hafði sýnilega fengið að vita, þarna í kránni, hverjir ættu heima í húsinu með járn- hliðinu. — Hversvegna sagði hann þá ekki lögreglunni, að einhver hefði brotizt inn í húsið? — Eftir því, sem hann segir, var engin ti'lraun til þess gerð. Vitanlega nauðþekkti hún all ar venjur Dapra Frissa. — Vantaði ekki • eina rúðu í glugga þarna? Boissier leit á Maigret, eins og til að áminna hann um að segja ekki neitt, en Magret lét eins og hann sæi það ekki. — Það hefur verið sett í rúða fyrir skömmu, sem virðist hafa brotnað fyrir fjórum eða fimm dögum, þegar mikla rokið var. — Hann lýgur því bara. -— Já, að minnsta kosti er einhver að ljúga. — Þér haldið að það sé ég? — Það sagði ég aldrei. Það kynni að vera Alfred. Ti'l hvers hefði hann þá átt að vera að segja mér alla þessa sögu gegn um síma? — Kannski hefur hann alls ekki gert það, sagði Maigret og leit fast á hana. — Og til hvers hefði ég átt að vera að ljúga henni upp? Ef Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Mjög venjulegur dagur. Haltu þig utan við erjur, og starfaSu einn. Nautið, 20. apríl — 20. maí Sparaðu. Líttu eftir eignum þeirra, sem eru faldir þinni umsjá. Samvinna í fjármálum gengur vel, en taktu enga áhættu. Tvíburarnir, 21. maí — 20 júní Þar til allt er aðrir hafa haldið fram, bregzt, hlustar enginn á þínar uppástungur. Fylgdu straumnum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Grannskoðaðu gömul vandamál. Gerðu ráð fyrir því að fólk sé fullt þvermóðsku, þá gengur þér allt betur. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Stingdu strax upp á einhverju nýju og gerðu hreint fyrir þinum dyrum. Láttu arðlaus aukastörf eiga sig. Reyndu að hlýða á tónlist í kvöld. Meyjan 23. ágúst — 22. september Gerðu ekki tilraunir svipaðar því, sem þú hefur áður fengizt við. Engum lízt sérlega vel á hugmyndir þínar. Vogin, 23. september — 22. október Þegar þessi dagur er á enda, gengur mánuðurinn betur. Gættu s amt ennþá tungu þinnar um stund .. . Segðu ekki orð. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Nú fara tækifærin að gefast. Styðstu gjarnan við aðra. Vertu utan við deilur. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Allt í einu ertu farinn að sjá einn um verkið. Þú skalt gjarnan láta aðra vita, hvernig verkið var unnið, og hver gerði það. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Farðu eigin leiðir í einkamálum, án ráða annarra. Ef þú átt í málaferlum, skaltu láta endurskoða málið. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar Farðu nú að gera hreint fyrir þínum dyrum, svo að kringum- stæðurnar verði viðunanlegri. Þetta tekur nokkra daga. Sætztu við gamla vini. Hugleiddu ástandið 1 kvöld. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Þú getur grætt, og vinnuskilyrði þín batnað, ef þú snýrð þér strax að málinu i dag. Vertu snar, en hógvær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.