Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1968
Lðgregluforinginn, gafst aldrei upp
Tommy Burtler sór að hann skyldi ná
öllum lestarrœningjunum áður en hann
léti af störfum, og það gerði hann
ÞEGAR brezka lögreglan hand
tók hinn 57 ára gamla Bruce
Reynolds í síðustu viku, lauk
fimm ára leit hennar að þeim
sem tóku þátt í lestarráninu
mikla 8. ágúst 1963, þegar
tveimur og hálfri milljón
sterlingspunda var rænt. Eng
inn einstakur maður hefur átt
jafn mikinn þátt í að upp-
lýsa málið og lögregluforing-
inn Thomas (Tommy) Butler,
yfirmaður þeirrar deildar
Scotland Yard sem nefnist
„The Flying Squad.“ Bein
þýðing á því nafni yrði „flug-
deildin“ en hún er svo köll-
uð vegna þess að hún er alltaf
á verði, dag og nótt, og reiðu-
búin að fara á fljúgandi ferð
þangað sem hennar er þörf.
Butler er orðinn það gam-
all, að hann átti að láta af
störfum í júlí á síðasta ári, en
hann fékk sérstaka 18 mán-
aða framlengingu til að leita
uppi þá sem eftir voru af lest
arræningjunum. Það er reynd
ar búið að handtaka þá alla,
en tveir sluppu úr fangelsi,
þar sem þeir voru af afplána
30 ára dóm, og aðeins annar
þeirra hefur náðzt aftur.
Sá sem enn leikur lausum-
hala er Ronald Arthur Biggs,
34 ára, en hann slapp úr
Wandsworth fangelsi fyrir
þrem árum. Hinn sem slapp
var Charles Wilson, 36 ára
gamall bókhaldari. Hann var
í Winson Green, fangelsinu í
Birmingham og flótti hans
var næstum jafnvel undirbú-
inn og sjálft lestarránið. Butl-
er leitaði hans í þrjú ár áð-
ur en hann komst á sporið.
Wilson var þá í Kanada og
var fljótlega gripinn.
Leitin að Reynolds var enn
erfiðari, en hvað eftir annað
munaði mjóu að Butler næði
honum. Reynolds ferðaðist
mjög víða um Bandaríkin, Suð
ur-Ameríku, Kanada og Ba-
hama eyjar. Stundum var
hann einn, en stundum var
kona hans og sonurinn Nic-
olas með í förinni.
En Tommy Butler gafst ekki
upp. Honum hafði verið falið
það verkefni að koma ræn-
ingjunum undir lás og slá, og
það ætlaði hann sér að gera,
áður en hann hætti störfum.
Thomas Butler fæddist í
Shepherds Bush, í Englandi,
árið 1912. Hann gekk í lög-
regluna 1934 og fjórum ár-
um síðar var hann fluttur yfir
í glæparannsóknadeildina, og
starfaði í þeim hverfum Lund
únaborgar þar sem glæpir eru
hvað tíðastir. Um nokkurra
ára skeið var hann á Kýpui
og þegar hann kom þaðan
1958 var hann gerður að næst
hæstráðanda „flugdeildarinn-
ar“. 1963 varð hann æðsti yf-
irmaður, og þegar rannsókn
á lestarráninu hófst var skip-
uð sérstök rannsóknarsveit
innan „flugdeildarinnar" og
Tommy Butler.
Reynolds (í miðju) leiddur út úr réttarsalnum.
Butler stjórnaði henni per-
sónulega.
Hann sór þess eið að hann
skyldi ná öllum ræningjun-
um áður en yfir lyki og það
hefur hann staðið við. Hann
missti aldrei kjarkinn þótt
Reynolds slyppi stundum
naumlega, heldur hélt óþreyt
andi áfram. Fyrir átta mán-
uðum fékk hann svo fréttir
sem leiddu til þess að hann
komst að því að Reynolds væri
kominn til Englands með konu
og barni og byggi einhvers
staðar undir fölsku nafni. En
í Bretlandi eru rúmlega 54
milljónir íbúa svo leitin varð
löng og erfið. Með því að
margkanna allar upplýsingar,
sem hann fékk og vinna dag
og nótt, komst hann loks að
því að Reynolds hafði tekið
sér nefnið Keith Hiller og bjó
við Braddons Hill Road East
í Tourquay. Kl. 6.25 morgun-
inn eftir var búið að um-
kringja húsið og Tommy Butl
er hringdi dyrabjöllunni. Reyn
olds fjölskyldan var sofandi
og Bruce Reynolds kom til
dyra í náttfötunum og með
stýrurnar í augunum. Enginn
veit hvað þeim fór á milli,
en þeir sem þekkja Tommy
telja að hann hafi kurteislega
kynnt sig, sagt Reynolds að
húsið væri umkringt og að
hann væri hér með handtek-
inn. Butler og Fuller liðþjálfi
gengu inn í húsið með Reyn-
olds og þar hittu þeir konu
hans, sem kom fram í stofuna
klædd náttslopp.
Klukkustund síðar var mað
ur hennar fluttur burt en
strangur lögregluvörður um
húsið.
Reynolds fjölskyldan hafði
lifað góðu lífi. í bílskúr við
húsið voru þrír bílar, dökk-
grænn Rover 2000, dökkgrænn
Zodiac og rauður Mini Cooper
með svörtu þaki.
Húsið var smekklega inn-
réttað. Stór bókahilla var full
af bókum og þar voru m.a.
„Key of the Door“ eftir Alan
Sillitoe, „The Breakling Stra-
in“ eftir Jóhn Masters og
„Playback“ eftir Raymond
Chandler.
í setustofunni stóð hálffull
viskí flaska á teborði og tómt
glas við hliðina á henni. Ösku
bakkinn var fullur af sígar-
rettustubbum og við hann stóð
límonaðiflaska og hálffullt
glas af gini og límonaði.
Barnaleikföng voru á víð og
dreif um stofuna.
Nágrainnar Reynölds hjón-
anna voru furðu lostnir. Frú
MacMeiikan, sem býr sikaimimt
frá þeim hafði verið í frúar-
leikfiimi og saiiimatimum með
Fraincie Reynol'ds, sem hún
þgkkbi sem Angeilu HilsleT.
Þeiim kom vel samain og frú
MacMeikan sagði að Fnancis
væri hrífandi urng kona.
Animar nágranmd, firú Phyll-
ils Kiimber, sagði, að fyrir
tveiim mánuðuim hefði hún bar
ið að dyrum hjá Rieynolds-
hjónunium til að spyrja hvort
hún mætti setja auglýeingu
fró kirkjuféíaigi í .gliuggarm
hjá þeim. Þau tóku henni
elskulega og urðu fúslega við
beiðninni.
— 0 —
Réttarhöldin yfir Bruce
Reynolds verða sjálfsagt löng,
en áreiðanlega ekki leiðinleg.
Lögreglan mun áreiðanlega
gera sitt ítrasta til að fá hann
til að upplýsa hvar afgangur-
inn af ránsfengnum sé. Því
þótt ræningjarnir hafi allir
verið handteknir, hefur ekki
fundizt nema örlítill hluti
þýfisins. Tommy Butler verð-
ur sjálfsagt að bera vitni í
réttinum, en annars mun hann
nú lifa rólegra lífi en hingað
til. í næsta mánuði hættir
hann störfum hjá lögreglunni
og byrjar sem yfirmaður ör-
yggisþjónustu Midland bank-
ans. Stærsta glæpamál sem
hann hefur fengið til me'ðferð
ar er til lykta leitt.
Reynolds og kona hans Francis.
— Þarf að leita
Framhald af bls. 5
myndir af þremur þjóðern-
um: Brezka myndin „Blow
tipp“, sem gerð var í London
var tiltölulega ódýr með al-
gerlega óþekktum leikurum,
hefur aflað 15 milljón dollara
í gjaldeyristekjum í Banda-
ríkjunum einum, en það er
talinn helmingur af tekjusviði
kvikmyndanna. Önnur er
tékknesk kvikmynd, „Ástir
ljóshærðrar stúlku“, sem sýnd
var við litla aðsókn hér í
Hafnarfirði í fyrra, en varð
fimmta tekjuhæsta kvikmynd
in í Bandaríkjunum á síðasta
árL Þriðja myndin er svo
sænska kvikmyndin „Elvira
Madigan", sem gefið hefur
miklar fjárhæðir í Bandaríkj-
unum. Segja má að kvik-
myndaaðsóknin í Bandaríkj-
unum skiptist nú orðið milli
hinna dýru og íburðarmiklu
bandarísku kvikmynda og
evrópskra kvikmynda, sem
fremur lítið er til kostað, en
meira í lagt efnislega. Marg-
ar þessar myndir eru einmitt
gerðar með samvinnu eins
eða fleiri aðila tveggja eða
fleiri landa.
— Hver myndu þá vera
helztu úrræðin við gerð hinn-
ar norsku útgáfu kvikmynd-
arinnar um hernámsárin?
— Æskilegast væri ef hægt
væri að fá fjármagn hér
heima til a. m. k nokkurs
hluta hennar. Ætlunin var að
hagnaðurinn af gerð hinna
tveggja mynda, sem hér hafa
verið sýndar, rynni til gerðar
þessarar myndar, en nú er allt
útlit fyrir að hann verði
næsta lítill. Eins og sakir
standa virðist ekki í nein hús
að venda til að leita að þessu
fjármagni. Það fyrsta, sem
gera þyrfti, er að vinna að því
að kvikmyndagerð yrði viðiur-
kennd iðn á íslandi og síðan
þyrftí. að taka lög um skemmt
anaskabt til rækilegrar athug-
unar og miða þá við að eitt-
hvað verði gert fyrir kvik-
myndaiðnaðinn, eins og Dahir
og Svíar hafa gert. Ekki er
hinsvegar hægt að gera ráð
fyrir að þessi úrræði myndu
koma þessari kvikmynd til
góða. En hitt er svo annað,
að íslenzkar lánastofnanir
ættu að sjá sér hag í að
styrkja þessa starfsemi, eins
og aðrar útflutningsatvinnu-
greinar. Gerð hinna tveggja
kvikmyndanná um hernáms-
árin sanna tilverurétt þessar-
ar iðnar hér á landi, enda
myndi fjárhagsafkoma þeirra
hafa orðið sæmileg, ef ekki
hefði komið til gengisfelling-
arinnar. Ég vona, sagði Reyn-
ir Oddsson að lokium, — að úr
þessum erfiðleikum rætist og
þessi iðja eigi, framtíð fyrir
sér hér á landi, því vissulega
eigum við mikið af ónotuðum
tækifærum, margvíslegt ágæt-
is efni og myndrænt land til
að klæða sögusviðið. Ég vil
nefna tvö efni, sem lengi hafa
heillað mig. Annað er „kvik-
myndahandrit“ í Austfirð-
ingasögium, „Þorsteins-saga
stangahöggs", en hitt eru Sjö-
undármálin. sem er uppistað-
an í skáldsögu Gunnars Gunn
arssonar, „Svartfugl“, þótt ég
hugsi mér þá kvikmynd án
alls sambands við sögu Giunn-
ars en sniðna beint eftir at-
burðunum sjálfum. Efni þessi
væru bæði tilvalin til sam-
norrænnar kvikmyndagerðar.
Þá má geta þess að geim-
ferðakvikmyndir eru mjög að
komast í tízku og fá lönd
heims muniu vera betur fallin
til gerðar slíkra mynda en
einmiitt ísland. Þannig mætti
lengi telja, því það er af
óendanlega mörgu að taka.